Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989. 3 Portið bak við Stjömubíó vinsælt: Tveir hópar þjófa teknir með hálfrar stundar millibili - meitlar og skrúfiám á lofti er lögreglan kom Þeir voru fagmannlegir, innbrots- þjófarnir fimm, sem lögreglan stóð að verki í portinu að baki Stjömubíói aðfaranótt miðvikudagsins. Þeir voru þar með verkfæri á lofti, svo sem skrúfjárn og meitla, og gerðu sig líklega til að brjótast inn þegar lög- reglan kom. Það einkennilega við handtökuna er að hér var um tvær handtökur að ræða með hálftíma millibili. Fyrst stóð lögreglan tvo pilta að verki um fjögurleytið en hálftíma síðar reyndu þrír menn innbrot þarna í sama port- inu. Fyrri handtökunni var þá rétt lokið og lögreglan rétt farin af svæö- inu. Þetta voru allt þekktir menn í „fag- inu“ og hafa allir áður komist í kast við lögin. Tveir þeirra voru undir lögaldri en sá elsti hátt á fertugs- aldri. Ekki er vitað hvort hóparnir hafa ætlað að hafa samvinnu á þenn- an hátt. Mikið hefur verið um innbrot að undanfórnu og vinnur rannsóknar- lögreglan enn að rannsókn innbrota sem urðu í miðbænum um síðustu helgi. Þá voru tveir menn hand- teknir við innbrotstilraunir um síð- ustu helgi. Að sögn lögreglunnar er ástæða til að vara fólk við og sérstaklega þá sem fara frá húsum sínum í lengri eða skemmri tíma vegna sumarleyfa. Er ráðlegt fyrir fólk að biðja ná- granna um að gefa húsum sínum gætur. -SMJ Trillukarl í verðlagsráð? Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Sjávarútvegsráöuneytið athugar nú möguleika á lágabreytingu sem getur stuölað að því að Landssam- band smábátaeigenda fái fulltrúa í verðlagsráði sjávarútvegsins. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri lands- sambandsins, upplýsti þetta á fundi með smábátaeigendum fyrir nokkru. Verðlagsráð sjávarútvegsins tók þá ákvörðun í vetur að gefa verð á grásleppuhrognum upp úr sjó frjálst í trássi við vilja trillukarla. Fulitrúar bæði sjómanna og út- vegsmanna stóðu að ákvörðun verðlagsráðs. Smábátaeigendum gramdist miög ákvörðun ráðsins og segjast þeir nú líta þannig á að þeir eigi engan fulltrúa í því. Hafa þeir því gert þá kröfu að eignast fulltrúa í ráðinu. Örn Pálsson sagði á fundinum á Akureyri að sjávarútvegsráðherra hefði sagt honurn í lok júní aö ver- ið væri að athuga möguleika á að verða við kröfu Landssambands smábátaeigenda. Hér í DV hefur komið fram að talsvert hefur borið á því á yfirstandandi vertíð að grá- sleppukarlar undirbjóði hver ann- an og bjóði hrognakaupendum hrogn á lægra verði en eðlilegt er talið og á kjörum sem eru mun hagstæðari en tíðkast hefur. Erla Finnsdóttir viö steikarpönnuna á Hótel Höfn. DV-mynd gk Heftir starfað í 18 ár á hótelinu á Siglufirði: „Ágæt vinna og góð frí á milli“ Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyxi: „Hún gaf sér ekki mikinn tíma til þess að líta upp frá eldamennskunni, hún Erla Finnsdóttir, er DV hitti hana í eldhúsinu á Hótel Höfn á Siglufirði á dögunum. Það átti að bjóða upp á steiktan fisk í hádeginu og það var greinilegt að Erla var ekki að steikja fisk í fyrsta skipti, svo fagmannlega bar hún sig að við verkið. Enda kom það upp úr kafinu að hún hefur starfað lengi á hótelinu. „Ég er búin að vera hérna í 18 ár svo ég er orðin nokkuð vön þessu. Þetta er ágæt vinna og það er ekki verra að það eru góð frí á milli,“ sagöi Erla. Fréttir Portiö bak við Stjörnubíó varð vettvangur innbrotsþjófa í fyrrinótt. DV-mynd S ferðalagitf 8 því þar færðu seðla og ferðatékka í öllum helstu gjaldmiðlum heims. JgSPARISJÓÐIRNIR —fyrirþig og þína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.