Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1989, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1989. Andlát Regína Frimannsdóttir, Árhvammi, Laxárdal, lést á sjúkrahúsi Húsavíkur 25. júlí sl. Helga Magnúsdóttir kennari, Hjarðar- haga 26, Reykjavik, andaðist 25. júlí sl. Guðrún Guðjónsdóttir, Stigahlíð 93, lést 25. júli. Ólafur K. Einarsson, fyrrverandi verk- stjóri hjá Vita- og haifnamálastofnun, andaðist í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þriðjudaginn 25. júlí. Kara Áslaug Helgadóttir, Frakkastig 7, Reykjavik, andaðist þriðjudaginn 25. júlí sl. Sveinfríður Alda Þorgeirsdóttir, Smyrlahrauni 42, Hafnarfirði, lést að morgni 26. júlí í Víðistaðaspítala. Jarðarfarir Guðlaugur Stefánsson, Helgafells- braut 21, Vestmannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Landakirkju fóstudaginn 28. júlí kl. 14. Útfór Guðríðar Erlu Magnúsdóttur Shetty, sem lést 10. júli í sjúkrahúsi í Rockville, Maryland, Bandaríkjunum, fer fram fóstudaginn 28. júli kl. 15 í Foss- vogskirkju. Hjörleifur Sigurðsson, fyrrum vega- verkstjóri frá Hrísdal, Miðbrekku 1, 01- afsvík, lést 23. júlí. Útfórin fer fram frá Fáskrúðarbakkakirkju laugardaginn 29. júlí kl. 13.30 Útfór bróður okkar, Guðbrands Hall- dórs Guðmundssonar, sem lést 10 júli á Vífilsstöðum, fór fram í kyrrþey 21. júlí að ósk hins látna. Dórothea Halldórsdóttir andaðist á Landspítalnum 19. júli sl. Hún fæddist þann 19. apríl árið 1904 á Húsavík. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum í hópi átta systkina. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Stefánsdóttir frá Skáldalæk í Svarfaðardal og Haildór N. Siguijónsson írá HaUbjamarstöðum á Tjömesi. Hún fluttist átján ára gömul til Reykjavíkur þar sem hún kynntist síðar manni sinum, Tryggva Magnússyni frá Bifru í Eyja- firði. Þau eignuðust þtjú böm, tvo syni og eina dóttur. Synina misstu þau langt fyrir aldur fram. Tryggvi, maður hennar, lést árið 1971. Hún bjó í 55 ár á Hring- braut 116 í Reykjavík. Útför hennar verð- ur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í ^ dag kl. 13.30. TiJkyimingar Félag eldri borgara. Göngu-Hrólfúr, gönguferð félags eldri borgara á hveijum laugardegi kl. 10.00. Farið frá Nóatúni 17. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag, kl. 14.00, fijáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist og kl. 20.00 dansað. Munið Austfjarðaferðina 8. ágúst nk., 12 daga ferð. Nánari upplýsingar á skrif- stofú félagsins. Félag áhugamanna um heimspeki. í kvöld, 27. júlí, kl. 20.30 flytur prófessor Philippa Foot fyrirlestur í Háskóla ís- lands (Lögbergi) á vegum áhugamanna um heimspeki. Fyrirlesturinn fjallar um hamingjuna og nefnist „Happiness". Phiiippa Foot er prófessor í siðfræði við Háskólann i Los Angeles og Háskólann í Oxford. Hún kom fyrst hingað til lands voriö 1976 og hélt þá fyrirlestur sem vakt- i mikla athygli. Tombóla Nýlega héldu stöllumar Elin Markús- dóttir og Heiða Rún Steinsdóttir tombólu Menning Friðleysi og tómleiki Inger Christensen er eitt kunn- asta ljóöskáld Dana og hefur verið í tuttugu ár síöan út kom ljóðabók hennar, det, sem ég hefi áöur skrif- aö um í þessum dálkum. Skáldiö er fætt 1935. Hún viðhefur oft að- ferð sem mætti kalla reglulega aukningu; hvert erindi ljóðs hefur einni línu meira en næsta erindi á undan, hver lína orði meira en næsta lína á undan o.s.frv. Eða þá að hún hefur ámóta vélræn til- brigði við órðalag. Það merkilega er að útkoman verður ekki fyrirsjá- anleg né sjálfvirk heldur andríkur skáldskapur. Verður mér þá eink- um hugsað til bokar hennar, Alfa- bet, auk det. Nú nýverið voru þrjár ljóðabóka Christensen endurútgefnar. Tvær hinar fyrstu birtust saman í bindi af Gyldendals Traneboger sem margir íslendingar munu kannast við, það er ódýr fjöldaútgáfa. Hjá Brondum kom svo Brev i april sem birtist fyrst fyrir áratug. Þetta er líka mjög ódýr bókaflokkur, Brondums lyrikere, kostar bindið innan við 400 kr. íslenskar. Þetta er falieg útgáfa, myndskreytt með htgrafík. En upplagið er ekki nema 800 eintök. Þessi Tranebog með tveimur fyrstu ljóðasöfnum Christensen sýnir vel þroskaferil hennar. Fyrsta safnið, Lys, birtist fyrst 1962 og geymir um fjörutíu ljóð. Þau eru módem og smekkleg en ekki ýja sérkennileg. Ég stöðvaðist helst við „Mani“ sem þýðir bókstaflega: bijálæði, geðlæti. Ljóðið sýnir einkar vel friðleysi og tómleika í senn. Myndmálið lýtur að eftir- væntingu sem leiddi til vonbrigða. Svalimar ættu að snúa að garði, en hann er enginn, og ekki einu sinni neitt hús, ekkert ber fyrir augu mælanda ljóðsins nema rimlagirðingin sem hann telur í rimlana í tilgangslausu bernsku- legu einæði. Um fyrri hluta ljóðsins er rammi endurtekningar fjórum sinnum; ekkert land, ekki einu sinni svefns né sorgar. Fyrst er af- neitun sem sýnir tómleikann en loks ályktun; þetta er þá land dauð- ans. Sjálf hillingin um ævintýra- land framundan, „fata morgana", er orðiö að þreytulegum blaðasala en það mun eiga að skilja svo að framvegis sé einskis að vænta nema endurtekinnar lágkúm. Með þessum seinni hluta hverfur ljóðið frá því að lýsa einungis sálar- ástandi einstaklings yfir í samfé- lagsmynd: Mani Der findes intet land ikke sovnens ikke sorgens Inger Christensen Bókmenntir Örn Ólafsson Gár og gár langs dette rækværk en balkon i rummet uden hus og ingen have TæUer kun de rode tremmer tæUer til den sidste Der er dedens land Jeg har altid troet at virkehgheden var noget man blev nár man blev voksen. Pá torvet stár Fata Morgana med træt mine og ráber: morgenaviser - morgenaviser. Eftir þessa fyrstu bók þróaðist ljóðagerð Christensen æ meira til langra ljóðabálka, hið besta. Önnur bók hennar, Græs (sem hér er prentuð með þeirri fyrstu), endar á löngum, módernum ljóðabálki sem er sundurlaus og mótsagnakennd- ur. Bókin Brev i april er öU einn ljóðabálkur sem við fyrstu sýn er af tagi opinna ljóða. Mælandi segir frá hversdagslífi sínu og sinna, á einíoldu máU og hversdagslegu. Óft fer slík ljóðagerð út í lágkúm, en ekki hér. Mælandi lýsir yfirborði' hlutanna í umhverfi sínu í sumar- húsi á suðlægum slóðum. En út frá þessu spinnur hún svo minningar og endurtekin minni. Slíkar endur- tekningar með tUbrigðum skapa ljóðabálkinum óræða dýpt, hann hnitast aUur um að sýna sálar- ástand mælandans, margbrotiö og oft erfitt að grípa á því. Mest ber á vangaveltum um tilgang í lífinu, um túlkun einstakra fyrirbæra og heUdarsamhengis og á feigðargmn. Vissulega nýtur bálkurinn sín að- eins sem heild en lítum samt að lokum á glefsu úr honum: LUle forstandige drom, nár jeg aften eftir aften i min seng tæUer senge, hvor mange og hvor jeg har sovet i mit Uv, og aUe disse steder mens jeg sov har jeg dromt pá en drom der aften eftir aften nærmer sig det samme sted, selv i hospitalernes kridkamre dromt den, og om morgenen kun resten af en elektrisk hvis- ken, nár buketten bæres ind. ÖÓ Opið hús í Norræna húsinu. í dag, 27.júlí, kl. 20.30 verður næsti fyrir- lesturinn í sumardagskrá Norræna húss- ins. Þá talar Helga Jóhannsdóttir þjóð- lagasafnari um íslensk þjóðlög fyrr og nú. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og leikin verða tóndæmi af snældum. Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmyndin Mývatn. Sumardagskráin hefur verið fastur hður í starfsemi húss- ins allt frá 1979. Hún er einkum sett sam- an með thliti til norrænna ferðamanna og flutt á einhverju Norðurlandamál- anna. íslenskir fræðimenn halda erindi um ísland. Þessi dagskrá verður öll fimmtudagskvöld í sumar, en síðasti fyr- irlesturinn verður 24. ágúst. Þann 3. ágúst flytur Ingólfur fyrirlestur um íslen- skar kvikmynkdir. Fyrirlesturinn verður á norsku. Kaffistofa hússins býður upp á ljúffengar veitingar og bókasafnið er opið þessi kvöld til kl. 22.00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. CF.FIN ÚT AF MANNELDISFÉI.AGI ISLAN'DS Manneldisfélag íslands. Manneldisfélag íslands vill vekja athygh á næringarefnatöflu sem félagið var að gefa út. Næringartaflan er til sölu í bóka- verslun Máls og menningar, Laugavegi 18, og kostar 175 kr. Félagasamtök, skólar og aðrir þeir sem vilja kaupa mörg eintök geta keypt töfluna beint frá formanni fé- lagsins. Nánari upplýsingar gefur for- maður félagsins, Valgerður Hildibrands- dóttir, í sima 652626 á kvöldin. Tapað fundið Gullhringur tapaðist. Gullhringur tapaðist sl. laugardagskvöld á leiðinni frá Mandaríni, Tryggvagötu, að Amarhóh. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 24426. Köttur fannst. Síamsköttur (læða) fannst í Kópavogi fóstudaginn 21. júU. Læðan er brún og svört og merkt Reykjavíkumúmeri. Eig- andi hennar vinsamlegast hafi samband í síma 46390. Ferðalög Útivistarferðir Ferðist innanlands með útivist. Fjöl- breyttar sumarleyfisferðir: 28. júlí - 2. ágúst: Eldgjá-Þórsmörk. Bakpokaferð fyrir þá sem vUja kynnast nýrri leið til Þórsmerkur. Fararstjóri: Rannveig Ólafsdóttir. 3.-8. ágúst: Hornstrandir-Hornvík. 4 eða 6 dagar. Tjaldbækistöð með göngu- ferðum. Fararstjóri: Vemharður Guðna- son. 3.-7. ágúst: Laugar-Þórsmörk. Gist í húsum. 3.-11. ágúst: Hornstrandir VII: Horn- vík I.ónafjörður Grunnavík. Hom- bjargsganga, en síðan 4 daga bakpokaferð tÚ Grunnavíkur. Fararstjóri: GísU Hjart- arsson. 9. -15. ágúst: i Fjöröum-Flateyjardalur. Bakpokaferð. 10. -15. ágúst: Siðsumarsferð á Norð- austurlandi. Ný og skemmtUeg útivistar- ferð. Gist í svefnpokaplássi. 18.-27. ágúst: Noregsferð. Ferð við allra hæfi. Gist tvær nætur á hóteU í Osló og 7 nætur í vel búnum fjaUaskálum. Ódýrt. AUt innifaUð. Komið með í sól og sumar í Noregi. Uppl. og farm. á skrifst., Gróf- inni 1. Símar 14606 og 23732. sjáumst. Ferðafélag íslands Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 30. júlí: Kl. 8.00. Þórsmörk, dagsferð. Verð kr. 2.000. Kl. 9.00. Gengið eftir Esju frá Hátindi. tU styrktar Rauða krossi íslands. Þær söfnuðu alls 1.520 kr. Komið niður hjá Ártúni. Verð kr. 1.000. Kl. 13.00. Blikdalur. Létt gönguferð. Verð kr. 800. Miðvikudagur 2. ágúst: Kl. 8.00. Þórsmörk, dagsferð. Verð kr. 2.000. Kl. 20.00. Hrauntungustígur-Gjásel. Létt kvöldganga. Verð kr. 600. Helgarferðir Ferðafélagsins 28.-30. júlí: Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Landmannalaugar. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Gönguferðir í spennandi'umhverfi. Brottför í ferðimar kl. 20.00 fóstudag. Sumarleyfisferðir Feröafélagsins: 28. júU-2. ágúst: Landmannalaugar- Þórsmörk. Gönguferð milU sæluhúsa. 3.-8. ágúst: Landmannalaugar-Þórs- mörk. Uppselt. 9.-13. ágúst: Eldgjá-Strútslaug-Álfta- vatn. 9.-13. ágúst: Landmannalaugar-Þórs- mörk. 11.-17. ágúst: Kirkjubæjarklaustur- Fljótsdalshérað-Borgarfjörður eystri- Vopnafjörður-Laugar í Reykjadal- Sprengisandur. 11.-16. ágúst: Landmannalaugar-Þórs- mörk. 16. -20. ágúst: Þórsmörk-Landmanna- laugar. 17. -20. ágúst: Núpsstaðarskógur. Gist í tjöldum. 18. -23. ágúst: Landmannalaugar-Þórs- mörk. 23.-27. ágúst: Landmannalaugar-Þórs- mörk. 25.-30. ágúst: Landmannalaugar-Þórs- örk. IDV í fyrradag var sagt aö höfund- ur Batmanmyndar í undirgöngunum viö Miklubraut væri Þórhallur Bat- man. Þórhallur hafði samband við blaöið og sagöi að listamaðurinn Ferðir Ferðafélagsins um verslunar- mannahelgi 4.-7. ágúst: Kirkjubæjarklaustur-Lakagígar-Fjaðr- árgljúfur. Gist í svefnpokaplássi á Kirkjubæjarklaustri. Þórsmörk-Fimmvörðuháls. Gist í Skag- fjörðsskála í Langadal. Landmannalaugar-Hábarmur-Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Sprengisandur-Skagafiarðardalir (inn- dalir). Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Nýjadal og Steinsstaöaskóla. Pantið tímanlega í ferðirnar. Farmiðasala á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. hefði verið vinur sinn, Jóhann Gott- freð Bernhöft. Jóhann Gottfreð mun einnig vera höfundur Batmanmynd- arinnar í Tunglinu. -GHK Höfundur Batman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.