Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Side 2
2 MÁNUDAGUR 31. JÚLl 1989. Fréttir Sigurður Viggósson, oddviti Patrekshrepps: „Hlutafjársjóður á að koma inn í stofnun félagsins“ - Útgerðarfélag til að koma í veg fyrir hrun staðarins Hreppsnefnd Patrekshrepps sam- þykkti á skyndifundi í gær aö beita sér fyrir stofnun útgeröarfélags til aö reyna aö kaupa skip og eignir Hraðfrystihúss Patreksfjarðar sem nú eru að tapast á nauðungarupp- boðum. Var boðað til fundarins í framhaldi af samþykkt stjórnar Hraðfrystihússins sem lýsti yfir gjaldþroti á fostudaginn. Sigurður Viggósson, oddviti Pat- rekshrepps og stjómarformaður Hraðfrystihússins, sagði í samtali við DV í morgun að hér væri um hlutafé- lag að ræða. „Tilgangurinn með stofnun þess er að bjarga skipum og öðrum eignum sem eru að tapast í gjaldþrotum og á nauðungarupp- boðum. Þannig verður reynt að end- urheimta vertíðarbátinn Patrek sem var sleginn Fiskveiðasjóði íslands fyrir um mánuði. Auk þess eru skip hraðfrystihússins nú lent í gjald- þroti. Hér er um að ræða togarann Sigurey og togskipið Þrym,“ sagði Sigurður. - Hvarmunhreppsnefndinleitaeftir stuðningi? „Við ætlum að leita eftir stuðningi hjá fiskvinnsluaðilum á staðnum, opinberum aðilum og til Byggða- stofnunar. Samkvæmt okkar túlkun á Hlutafjársjóður byggðastofnunar að koma inn í stofnun slíks félags sem byggt er á grunni gjaldþrotafyr- irtækis - hins vegar hafnaði sjóður- inn beiðni hraðfrystihússins í síð- ustu viku um þátttöku í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins,“ sagði Sigurður. Hér hefur ríkt atvinnuleysi síðan í október - 40 hafa verið á atvinnuleys- isskrá auk jafnmargra farandverka- manna sem fóru annað. Því þarf þetta starf að ganga fljótt fyrir sig til að árangur náist. Við höfum sent rík- isstjórn skeyti þar sem óskað er eftir aðstoð til að koma í veg fyrir hrun staðarins," sagði Sigurður. í kvöld hefur verið boðaður fundur með fulltrúum fiskvinnslumanna á Patreksfirði þar sem samþykkt hreppsnefndarinar verður rædd. -ÓTT Forseti íslands á vik- ingaslóðum í Kanada Anna Maria Guðmundsdóttir, blómastúlka Hveragerðis 1989, ásamt öðrum þátttakendum í keppninni. DV-mynd Kristján Blómastúlka Hveragerðis Kristján Einarsson, DV, Selfossi: Ásta María Guðmundsdóttir, 19 ára stúlka úr Hverageröi, var valin blómastúlka sumarsins í Hveragerði aðfaranótt sl. sunnudags. Krýning- arathöfnin átti að fara fram um mið- nætti en var frestað vegna þess að gesti vantaöi í húsið og fór fram kl. 2.30. Um tvöleytið var húsið orðið fullt af fólki og dómnefndin fór að velja stúlkur til keppninnar. Alls tóku sex stúlkur þátt í henni. Sigurvegarinn, Ásta María, vinnur í Búnaðarbankanum í sumar er stundar tungumálanám yfir vetrar- mánuðina. Hefur gott vald á ensku og spænsku og í vetur verður hún í frönskunámi í Frakklandi. Eftir það ætlar hún að skerpa á Norðurlanda- málunum og dvelja við nám á ein- hverju Norðurlandanna. Agúst Hjörtur, DV, Ottawa: Tíu daga opinber heimsókn for- seta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, til Kanada hófst á laugardag í St. John’s á Nýfundnalandi. Meðal þeirra sem tóku á móti forsetanum við komuna voru James A. McGrath, fylkisstjóri Nýfundnalands, Clyde Kwells, forsætisráðherra fylkisins, John Crosbie, ráðherra utanríkisvið- skipta, og John J. Murphy, borgar- stjóri St. John’s. í þessari tíu daga ferð mun forset- inn sækja heim sex af tíu fylkjum Kanada. í fyrri hluta feröarinnar beinist athyglin að stjómmála- og viðskiptatengslum landanna tveggja en í seinni hlutanum að menningar- tengslum þegar forsetinn heimsækir byggðir Vestur-íslendinga. Eftir stuttan fund með forsætisráð- herra Nýfundnalands á laugardag mætti forsetinn í móttöku sem út- flutningsráð skipulagði fyrir hönd íslenskra fyrirtækja sem viðskipti eiga við Nýfundnaland. Að sögn ÍTlfs Sigurmundssonar, starfsmanns út- flutningsráðs í New York, tókst mót- takan með ágætum. Ingjaldur Hannibalsson, formaður útflutn- ingsráðs, hélt ræðu um viðskipti landanna og sýnd var kvikmynd um íslenskan fiskiðnað. Þá var hinum erlendu viðskiptavinum boðið upp á íslenskar veitingar og vakti íslensk- ur graflax mikla lukku. Síðdegis átti forsetinn fund með ráðgjafamefnd Nýfimdnalands- stjómar um stöðu kvenna. Á laugar- dagskvöldiö sat forsetinn síðan kvöldverðarboð í boði forsætisráð- herra fylkisins og konu hans. í gærmorgun hélt forsetinn á vík- ingaslóðir og heimsótti L’Anse aux Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttur, var gerö að heiöursfélaga í gleð- skapsklúbbnum í Nova Scotia. Þetta er elsti klúbburinn i Norður-Ameríku, stofnaður 1609, og er Vigdís sjöundi heiðursfélaginn. Skirteinið afhenti John Buchanan, forsætisráðherra Nova Scotia, og gekkst forsetinn undir það loforð að tala vel um Nova Scotia og ibúa þess og koma einhvern tíma aftur. Neadows þjóögarðinn nyrst á Ný- fundnalandi. Arið 1961 fundust þar leifar víkingabyggðar sem taldar em öraggasta sönnun þess að íslending- ar hafl fyrstir hvítra manna haft vet- ursetu í Norður-Ameríku. Síðdegis hélt forseti íslands ásamt fóruneyti til Halifax í Nova Scotia þar sem Lloyd R. Crouse fylkisstjóri og John N. Buchanan, forsætisráð- herra Nova Scotia, voru meðal þeirra sem buðu forsetann velkominn. Um kvöldið héldu John N. Buchanan og frú mikla veislu til heiðurs forsetan- um. Um flmm hundrað manns sátu veisluna en til hennar var boðið, auk fyrirmanna fylkisins, öllum íslend- ingum og Vestur-íslendingum sem í náðist. í veislunni var forseti íslands gerð- ur að sérstökum heiðursfélaga í gleö- skapsklúbbi Nova Scotia. Vigdís er sjöundi heiðursfélagi þessa klúbbs sem er sennilega sá elsti í Norður- Ameríku en hann var stofnaður árið 1609. Áður en Vigdís var gerð að heið- ursfélaga í gleðskapsklúbbnum þurfti hún að gangast undir próf. Hún varð meðal annars að lofa að tala vel um Nova Scotia og íbúa þess og koma einhvem tíma aftur í heim- sókn til Nova Scotia. í ræðu, sem forsetinn hélt, varð henni tíðrætt um Guðrúnu Þorbjam- ardóttur sem feröaðist bæði til Grænlands og Vínlands og gekk að lokum frá Noregi alla leið suður til Rómar. Að sögn Vigdísar var það Við komuna til St. John’s á Nýfundnalandi færði þessi niu ára stúlka for- seta íslands blómvönd. DV-símamyndir Reuter kona sem kunni sig á mannamótum og var ekki laust við að áhorfendur bæra þær stöllur saman í huganum. Aö sögn Péturs Guðjónssonar, for- stjóra Marels hf. í Halifax, vakti ræða forsetans mikla lukku meðal veislu- gesta. Þá sagöi Pétur að fylkisstjórn- in í Nova Scotia ætti mikið lof skilið fýrir rausnarskap og fyrirmyndar- undirbúnig við komu forsetans. í dag mun forsetinn heimsækj; sjávarminjasafn austurstrandarinn ar, fylkissafnið og listasafn Nov< Scotia. Þá verður móttaka og hádeg isverður í boði útflutningsráðs áðu: en haldið verður af stað til Ottawa höfuðborgar Kanada. GrænMðungar: Hætta aðgerðum TaJið er að Grænfriðungar til- kynni á blaðamannafundi á morgun að þeir rauni hætta að- gerðum gegn íslendingum fram til ársins 1991. Samkvæmt heimildum DV munu nokkrir félagar Grænfriö- unga koma híngað til lands efúr nokkrar vikur öl viðræðna viö íslensk stjómvöld. Mun niður- staða þess fundar hafa áhrif á hvort Grænfriðungar beiti sér fyrir því að Islendingar nái aftur samningura við þá veitingastaði sem hættu að kaupa af þeim fisk- afurðir, eða hvort aðeins veröur umvopnahléaöræða. -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.