Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989.
Fréttir
Þörungaplágan í Adríahafinu:
Islenskir farþegar
hafa lítið kvartað
- segir Halldóra Friðjónsdóttir fararstjóri á Rimini
„Suma daga er sjórinn hreinn. En
þegar hvessir berast þörungamir aö
landi með öldunum. I byrjun júlí var
þetta meira en hefur minnkaö núna
- nú er meira um heillega en minni
fláka að ræöa. En þetta er ekkert
hættulegt fyrirbrigöi þó sjórinn hafl
stundum veriö lítiö spennandi
ásýndar," sagði Halldóra Friðjóns-
dóttir, sem veitir forstöðu skrifstofu
Samvinnuferöa-Landsýnar á Rimini,
í samtali við DV í gær.
- Hefur þetta ástand á ströndinni
haft einhver áhrif á ykkar farþega?
„Nei, það hefur veriö lítið um
kvartanir enda lítiö hægt aö bera sig
illa vegna þess sem náttúran gerir -
þó vissulega eigi maðurinn þarna
einhvern hlut að verki. Fólkið hefur
það gott og fer í sjóinn þegar hann
er hreinn. Að öðrum kosti er legiö á
ströndinni og notast við sturtur eða
farið í sundlaugagarða.
- Eigið þið von á fleiri farþegum?
„Þeir sem eru hér nú fara heim í
dag, mánudag, og þá kemur vél meö
annað fólk í staðinn - ég vona að það
veröi 118 manns. Mér skilst aö þör-
ungarnir á ströndinni hafi haft áhrif
á Þjóðverja en að Skandinavar láti
þetta ekki á sig fá. Svona fyrirbrigði
er ekkert nýtt - þetta hefur t.d. gerst
í Norðursjónum við strendur Þýska-
lands og Hollands,“ sagði Halldóra.
Helgi Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar,
var nýlega staddur á Rimini. Sagði
hann við DV að fólk gæti yfirleitt
baðað sig í sjónum á morgnana en
síðdegis „á innfallinu" kæmu þessir
brúnleitu þörungar upp að strönd-
inni og notaðist fólk þá við aðra
kosti. „Hins vegar koma nú heilir
dagar með hreinum sjó - þetta er að
minnka," sagði Helgi.
íslendingar leggja
minnsta áherslu á sjóböö
„Það var gerð athyglisverð skoð-
anakönnun á flugvellinum þar sem
40 íslendingar svöruðu ýmsum
spumingum um það sem þeir leggja
mesta áherslu á í sólarlandaferð-
um,“ sagði Helgi.
„Þar kom í ljós að hópurinn lagði
langminnsta áherslu á sjóböð. Sóhn
er númer eitt, síðan aðbúnaður, þá
viðmót innfæddra og skemmtistaðir.
Sjórinn er í neðsta sæti. Þessu er
hins vegar öfugt farið með aðrar
þjóðir,“ sagði Helgi. -ÓTT
„Sá týpiski" af-
hendir Ferðafélagann
Um helgina hófst dreifing á
Feröafélaganum, bækiingi íþrótta-
sambands lögreglumanna og Um-
ferðarráös. Geta vegfarendur átt
von á því á næstu dögum aö verða
stöðvaöir af lögreglumönnum sem
afhenda bæklinginn til halds og
trausts - nú er mesta ferðahelgi
ársins framundan.
Ferðafélaginn verður afhentur að
undangenginni athugun á ástandi
bifreiðar og þeim sem í henni eru.
Böm fá afhent raðspil frá Tann-
vemdarráði. Vilji feröafólk nálgast
bæklinginn sjálft er hægt að fá
hann á nær öllum lögreglustöðvum
landsins.
í bæklingnum em m.a. viðtöl viö
tónlistarmenn um ökulag þeirra,
leiðbeiningar um hvemig skal at-
hafna sig á slysstað, frásögn af
klúbbi 17 - nýstofnuöu félagi ungs
fólks, þrautir og leikir fyrir böm,
íslandskort og fleirl hagnýtar upp-
lýsingar. -ÓTT
„Já, já, héma er Ferðafélaginn - svona týpiskt svona rit fyrir fullorðna,
jú, jú, og böm líka. Og svo fáið þið lika hérna svona raðspii sem þið
getið - ja, það skiptir ekki mðli - þið finnið bara út Úr þvíl“ Kristján
Olafsson neytendafrömuður komst f sneröngu við hinn almenna neyt-
anda um helgina þegar hann hóf dreifingu á Ferðafélaganum ásamt
lögreglumönnum. Næstu daga eiga vegfarendur von á að fá bækinginn
af hentan - verslunarmannahelgin fer að ganga f garð. DV-mynd S
Ógnarvöxtur þörunga vegna áburðar frá Pó:
Þjóðverjar og Austur-
ríkismenn afpanta ferðir
til Adríahafsins
- sjávarhiti 4-5 gráðum hærri en í meðalári
Júlímánuöur hefur veriö slæmur
fyrir ferðamannaiðnað ítala við botn
Adríahafsins. Ástæðan er að áburð-
ar- og fosfatefni hafa borist frá ánni
Pó frá iðnaðarhverfum Norður-ítal-
íu.
Hafa efnin haft mjög hvetjandi
áhrif á vöxt þömnga sem hafa borist
upp aö 200 km strandlengjunni, m.a.
viö Rimini, Riccione og Cattolica.
Auk þess hefur myndast sjófroða við
yflrborðið vegna sjávarsaltsins sem
gerir strendumar lítt fýsilegar til
baða.
Arnaldo Adriato, forsvarsmaöur
kristilega demókrataflokksins á ítal-
íu, hefur sagt, að ástandið viö Adría-
hafið sé svo slæmt að það jafnist á
við að Fiatverksmiöjunum yrði lokað
í 10 skipti. Hins vegar hafa stjómvöld
ákveðið aö veita um 540 milljörðum
íslenskra króna til þess að stemma
stigu við þessari fjölgun þömnga.
Fjölgunin á reyndar einnig rætur
sínar að rekja til þess að sjávarhiti í
Adríahafinu er 4-5 gráðum meiri en
í meðalári - orsökin er mjög mildur
vetur. Þrátt fyrir aðgerðir stjórn-
valda hefur þó bókunum á sumum
stöðum fækkað um 40% og afbókanir
frá þýskum og austurrískum aðilum
hafa minnkað aðsókn mjög.
Hápunktur feröamannatímans í
þessari svonefndu „Kaliforníu ítal-
íu“ gengur nú í hönd. Fólki hefur
fækkað á fimmtánfaldri sólbekkja-
breiðunni á ströndinni. Sumum
finnst það til bóta. En þessi strönd
aflar ítalskri feröamannaþjónustu
um þriðjungi tekna og em forsvars-
menn ferðamaála þar því mjög ugg-
andi. -ÓTT
í dag mælir Dagfari
Bónleiðir borgarar
Stærsta spurningin í íslenskum
stjómmálum um þessar mundir er
sú hvort Borgaraflokkurinn fær
inngöngu í ríkisstjórnina. Virðist
fátt vera því til fyrirstöðu að Borg-
araflokkurinn gerist formlegur að-
ili að stjórninni nema þá það eitt
að ganga frá því formlega. Málin
hafa eiginlega staðið þannig allt frá
því að Albert hvarf úr landi aö
Borgarflokkurinn hefur verið til-
búinn til stjómarsamstarfs. Stjórn-
arflokkamir sjálfir hafa viljað fá
Borgaraflokkinn í stjórnina og ver-
ið tilbúnir til þess. Ákvörðun tafð-
ist um tíma meðan Steingrímur fór
í lax og Júlíus Sólnes fór í golf en
að öðm leyti er ekkert því til fyrir-
stöðu.
Sumir hafa verið að tala um mál-
efnalega fyrirstöðu á annan hvom
veginn og nefna þá aðallega matar-
skattinn í því sambandi. Matar-
skatturinn er ekkert vandamál
segja ráðherramir sem hafa fullan
skilning á þvi að Borgaraflokkur-
inn berst fyrir afnámi matarskatts-
ins. í rauninni hafa menn ekki séð
að Borgaraflokkurinn hafl annaö
markmið heldur en að fella niður
matarskattinn og þess vegna er
málefnaleg samstaða milli Borg-
araflokksins og stjómarflokkanna
um önnur mál.
En ef menn era sammála um allt,
hvað er þá að? Steingrímur er kom-
inn úr laxinum og Júlli úr golfinu
og allt er klappað og klárt. Hvaö
dvelur orminn langa? Alþýðublað-
ið var að gera því skóna um daginn
að Borgaraflokkurinn væri svo
mikill Framsóknarflokkur að hann
væri meiri Framsóknarflokkur en
Framsóknarflokkurinn. En varla
getur það verið til skaða eftir pólit-
íska trúlofun þeirra Steingríms og
Jóns Baldvins. Ekki hefur hnífur-
inn gengiö á miili þessara flokka í
neinu máli og er það þá nokkuð
verra aö fá nýjan Framsóknarflokk
til viðbótar við gamla Framsóknar-
flokkinn?
Illar tungur segja aö Borgara-
flokkurinn sé dauður og ekkert
gagn af flokki sem lifir ekki lengur
en fram að næstu kosningum. Dav-
íð borgarstjóri orðaði þetta svo að
ef Borgaraflokkurinn gengi inn í
ríkisstjórnina þá væri það svipað
og líkiö risi upp og fremdi harakíri
á sjálfu sér! En ef hægt er að hafa
gagn af líki er þaö þá ekki betra en
aö hafa ekki gagn af neinum? Lík
gera ekki neinum mein, nema þá
sjálfum sér! Dauður flokkur er
betri en lifandi flokkur sem getur
tekið upp á því að gera öðmm mein.
Ef Borgaraflokkurinn er dauður
þá stafar það af þvi að vinsældir
eru orðnar að engu. Og ef hann er
svona óvinsæll að hann fái ekki
atkvæði í næstu kosningum, er
hann þá ekki vel fallinn til að ganga
formlega til liðs við ríkisstjómina
sem telur sér það helst til tekna að
vera óvinsæl?
Ríkisstjómin þarf óvinsæla
flokka til að halda við óvinsældum
sínum og það er leitun á öðrum
eins flokki og Borgaraflokknum í
þeim tilgangi. Albert naut vinsælda
en hann er farinn. Ingi Björn naut
góðs af Albert en hann er líka far-
inn. Kjósendur bundu um tíma ein-
hverjar vonir við Borgaraflokkinn
en þeir eru löngu famir. Það er
þess vegna búið að sótthreinsa
flokkinn af öllum hugsanlegum
vinsældum og fylgi til aö samlagast
ríkisstjóminni. Júlíus og kompaní
vita satt að segja ekki hvað þeir
geta gert fleira til að þóknast ráð-
herrunum. Þeir vilja að vísu verða
ráðherrar sjálfir en stjórnarflokk-
arnir hafa enn ekki fundiö ráð-
herrastóla fyrir nýju ráðherrana
en em að öðru leyti tilbúnir til að
taka þá inn í stjómina.
Sennilega munu sumarið og vet-
urinn líða án þess að formlega
verði gengið frá þessari stjórnar-
myndun. Sem gerir ekki svo mikið
til því allir eru sammála um aö
Borgaraflokkurinn fari í stjóm.
Þetta vita borgaraflokksmenn og
greiða auðvitaö atkvæði meö
stjórninni sem þeir ætla að styðja
á meðan á biðinni stendur.
Ráðherrastólamir bíða þeirra um
leið og þeir finnast. Framsókn er
tilbúin til að gefa eftir stól ef hinir
stjórnarflokkarnir gefa eftir stóla.
Kratamir em tilbúnir til að gefa
eftir stól ef hinir gefa eftir sína
stóla. Og allaballarnir eru sömu-
leiðis fúsir til að gefa eftir stól þeg-
ar hinir em búnir að ákveöa hvaða
stóla þeir gefa eftir. Það á bara eft-
ir að ganga frá þessu formlega. Lík-
ið bíður vonandi rólegt á meöan.
Dagfari