Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Side 8
8
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989.
Viðskipti____________________________________________________________________pv
Ný flugstöð á Sauðárkróki:
Góð aðstaða fyrir farþega
Þórhallur Asmimdsson, DV, Sauðárkróki:
Stórum áfanga í farþegaflugi til
Sauðárkróks var fagnað þegar ný og
glæsileg flugstöð var tekin í notkun
á Alexandersflugvelli á dögunum.
Menn hefur lengi dreymt um góða
aðstöðu fyrir farþega sem um völlinn
fara, en nýja stöðin leysir 50 fermetra
skúrbyggingu af hólmi. Mikið vatn
er runnið til sjávar síðan þáverandi
samgönguráðherra, Halldór E. Sig-
urðsson, sagði við komu sína til
Sauðárkróks: „Hér þarf að byggja
nýjan skúr.“
Hátt í eitt hundrað manns var við-
statt opnunarathöfnina. Meðal gesta
voru samgönguráðherra, Steingrím-
ur Sigfússon, flugmálastjóri, Pétur
Einarsson, og þingmenn kjördæmis-
ins. Séra Hjálmar Jónsson blessaði
húsið og þá starfsemi sem þar fer
fram. Margar ræður voru fluttar og
einnig söng Jóhann Már Jóhannsson
nokkur skagfirsk lög við undirleik
Sólveigar Önnu Jónsdóttur.
í ræðum minntust margir Alex-
anders Jóhannessonar, fyrrverandi
háskólarektors og eins aöalfrum-
kvöðuls flugsins á íslandi, en þennan
dag var hðið 101 ár frá fæðingu Alex-
anders og eitt ár frá því Sauðár-
króksflugvefli var gefið nafn hans.
Af þessu tilefni afhenti Sigurður
Blöndal, skógarvörður á Hallorms-
stað, málverk af dr. Alexander, sem
nákominn ættingi hans, Steinunn
Guðmundsdóttir, gaf flugstöðinni til
minningar um frænda sinn.
Nýja flugstöðin er 250 fermetrar að
Flugmálastjóri, Pétur Einarsson, af-
hendir Árna Blandon (lugvallar-
stjóra lykla að stöðinni.
DV-mynd Þórhallur
Nýja flugstöðin.
stærö aö turni meðtöldum. Aðal-
verktaki var Byggingafélagið Hlyn-
ur, yflrsmiöur Atli Már Óskarsson.
Rafsjá hf. sá um raflögn, Hannes
Helgason um pípulagnir, Þórarinn
og Albert um málningarvinnu, Bflkk
og pípulagnir um blikksmíði, Rúnar
DV-mynd Þórhallur
Ingólfsson um dúklagnir, Vélsmiðja
Sauðárkróks og Vélaverkstæði KS
um jámsmíði og Kristján Arason um
múrverk. Hönnuðir voru Benjamín
Magnússon, Þorkell Jónsson og
Magnús Siguroddsson.
Vopnaflörður:
Loðnumjölið allt farið
Jóhann Amason, DV, Vopnafirði:
„Það eru hér eftir 200 tonn af gufu-
þurrkuðu fiskimjöli sem fer á næstu
dögum og þá verður lokið við að lesta
héðan mjöl frá síðustu vertíð," sagði
Sveinbjöm Sigmundsson, verk-
smiðjustjóri á Vopnafiröi, í samtafl
við DV. Nýlega lestaði Hvassafell 540
tonn af loðnumjöfl hér og var það
önnur lestunin úr þeim 1200 tonnum
af loðnumjöli sem fengust á vertíð-
inni.
Verksmiðjan sér um að bræða fisk-
úrgang sem kemur frá frystihúsi og
saltfisksverkun og er það gert hálfs-
mánaðarlega. Með bættri þurrkun-
artækni verða Vopnfirðingar fltið
sem ekkert varir við reykmengun frá
verksmiðjunni og eru flestir því fegn-
ir, ekki síst í því frábæra veðri sem
verið hefur hér í sumar.
Hvassafellió við bryggju á Vopnafirði I góðviðrinu.
DV-mynd Jóhann Losað úr sekkjunum í lest Hvassafells.
DV-mynd Jóhann
íslenskt veitingahús í Noregi:
Geysir í Osló
Nýtt íslenskt veitingahús, Geysir,
var opnaö í Osló á þjóðhátíðardag-
inn, 17. júní. Er veitingahúsiö við
Keysersgate 4, um það bil 600 metra
frá Karl Jóhannsgötu og við hlið
Hotel Munch þar sem margir íslend-
ingar gista.
Tekur staðurinn 32 í sæti, og er
kjallarinn höggvinn út í granít.
Myndir eftir Pál S. Pálsson prýða
veggi. Mun staðurinn vera í háum
klassa, eða eins og gerist best hér á
landi. Er boðið upp á íslenskan mat,
bæði kjöt- og fiskrétti. Með haustinu
er t.d. ætlunin að bjóða upp á hangi-
ket, og í janúar og febrúar verður
þorramaturinn að sjálfsögöu á boð-
stólum, með íslensku brennivíni og
svartadauða. Verð á réttum er sam-
keppnishæft og undir verði betri
veitingahúsa í Osló.
Framkvæmdastjóri Geysis er Ámi
Valur Sólonsson, Ófl Jón Ólafsson
er aðstoöaryfirkokkur og Gissur
Guðmundsson er yfirkokkur. Munu
þeir að mestu leyti sjá um alla þjón-
ustu sjálfir ásamt eiginkonum sínum
og einum þjóni sem er í hlutastarfi.
Á þennan hátt næst fram mjög per-
sónulegurandiástaðnum. -GHK
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 12-16 Úb
Sparireikningar
3jamán.uppsögn 12.5-17 Úb
6mán. uppsögn 15-17 Úb
12 mán. uppsogn 13-17 Úb
18mán. uppsögn 27 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab
Sértékkareikningar 4-15 lb,Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb
6mán. uppsögn 2,5-3,5 Allir
Innlán meðsérkjörum 21-25 nema Sp AB
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Ab
Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb.Ab
Danskar krónur 7,75-8,5 Bb,lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) b,Sp,A- b lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(fon/.) 29,5-34,5 Bb
Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31,5-37,5 Bb
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7-8,25 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 25-36 Úb
SDR 9,75-10,25 Lb
Bandaríkjadalir 10,5 Allir
Sterlingspund 15,5-15,75 Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 nema Úb Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6
MEÐALVEXTIR
överðtr. júlí 89 35.3
Verðtr. júlí 89 7.4
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalaágúst 2557 stig
Byggingavísitala ágúst 465stig
Byggingavísitala ágúst 145,3stig
Húsaleiguvísitala 5%hækkun l.júlf
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóöa
Einingabréf 1 4,065
Einingabréf 2 2,251
Einingabréf 3 2,660
Skammtímabréf 1,397
Lífeyrisbréf 2,044
Gengisbréf 1,814
Kjarabréf 4,041
Markbréf 2,147
Tekjubréf 1,748
Skyndibréf 1,225
Fjolþjóðabréf 1.268
Sjóðsbréf 1 1,948
Sjóðsbréf 2 1,559
Sjóðsbréf 3 1,375
Sjóösbréf 4 1,147
Vaxtasjóösbréf 1,3770
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 368 kr.
Flugleiöir 172 kr.
Hampiðjan 165 kr.
Hlutabréfasjóður 130 kr.
lönaðarbankinn 159 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 109 kr.
Frá Geysi í Osló.
(1) Við kaup á viðskiptavlxlum
og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aöila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nðnari upplýsingar um peningamarkaö-
Inn blrtast f DV á llmmtudögum.