Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989. Uflönd Þfódaratkvædagreidsla í Chile Forsetl Chile, Pinochel, greiðir atkvæði i þjóðaratkvæðagreiðslu í Chile. Svo virðist sem íbúar Chile hafi samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta stjómarskrárumbætur sem kosið var um í þjóðaratkvæðagreiðslu þar í laadi um helgina. Herstjómin í Chile og stjórnarandstaðan komu sér saman um tiliögur að umbótum til að freista þess aö koma á lýöræöi. Þegar búiö var að telja sextíu prósent atkvæða tilkynnti talsmaður inn- anríkisráðuneytisins aö áttatíu og fimm prósent væm fylgjandi breyting- unum. Níu prósent felldu tillögumar en sex prósent atkvæða vom ógild. Breytingamar fela i sér að skoröur verði settar á vald hersins þegar borg- araleg stjóm tekur við á næsta ári. Aldrei var nein spuming um hver niðurstaða kosninganna yrði. Bæði herstjómin og stjómarandstaðan hvöttu rúmlega sjö milljón kosninga- bæra íbúa landsins tii að samþykkja breytingamar. Segja skilid vid marxisma Sfjómarfiokkurinn í Mozambique, Frelimo, hefur sagt skilið við marx- ísk-leniníska hugmyndafræðí sína og rekið tvo harðlínumandsta úr stjórnmálaráðinu í von um að fá uppreisnarraenn að samningaborðinu til að binda enda á tíu ára bardaga í landinu. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu að breytingamar endurspegluðu meira raunsæi innan ríkisstjóraarinnar sem er að reyna að reisa landið úr efiiahagslegum rústum eftir borgarastyrjöldina. Ný stefiruskrá Frelimo var samþykkt á þingi flokksins á sunnudag og felur hún í sér miklar breytingar á hugmyndafræði flokksins sem hefur stjómað landinu frá því það fékk sjálfstæði frá Portúgal 1975. Skógareklar í Bandaríkjunum Nokkur böm virða fyrir sér afleiðingar skógarelda sem geisað hafa i Bandaríkjunum. Símamynd Reuter Miklir eldar hafa eyðilagt um 28 þúsund hektara lands í fjórum fylkjum Bandarflganna. Enn geisa eldar og er hætta á frekari eyðileggingu skóg- og kjarrlendis að sögn slökkviliðsmanna. Tíu þúsund slökkviliðsmenn reyna að herrya eldana og nota m.a. til þess þyrlur. Þúsundir sjálfboðaliða taka þátt í björgunaraðgerðunura en þessir eldar em þeir verstu sem kviknaö hafa í Bandaríkjunum þaö sem af er sumri. í vesturfylkjum landsins era miklir hitar, um 38 gráður, og vindasamt. Aö sögn embættismanna er ástandið nú mun verra en vant er. Hertoginn úr leik Filippus, drottningarmaður á Englandi, var dæmdur úr leik í virtri sigl- ingakeppni í Bretlandi á suimudag eftir að hann lenti í árekstri viö aðra skútu. Hertoginn var við stjómvölinn á Yeoman XXVm. þegar hún rakst á skútuna Amadeus í upphafi kappsiglingarinnar á Iaugardag. Enginn slasaðist í árekstrinum. Beirút nær undirlögd Harðir bardagar hafa geisað í Beirút, höfuðborg Líbanons, síðustu daga og eru tveir þriðju borgarinnar nú undirlagðir. Nær því öll borgin brenn- ur, segja heimildarmenn, og viröist friður nú fjær en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir friðartilraunir fulltrúa arababandalagsins. Borgarastyijöld hefur staðið í Líbanon í fjórtán ár. Fallbyssuskotum rigndi yfir sjúkrahús, skóla og aðrar byggingar í borg- inni sem margar urðu alelda. Bensínstöð í vesturhluta borgarinnar varð fyrir árás og bensíni rigndi yfir nærliggjandi hús. Margir íbúar lokuöust inni vegna elda. Sýrlenskir hermenn og kristnir börðust í borginni og i um áttatíu nær- liggjandi þorpum og bæjum. Samkvæmt upplýsingum sjúkraliða og lækna eru mörg böm og konur meöal fórnarlamba. Um tvö hundruð og fimm- tíu þúsund af rúmlega milljón íbúum Beirútborgar höfðust viö í myrkum neðarýarðarbyrgjum klukkustundum saman. Hundruð þúsunda borg- arbúa hafa fiúið á öruggari staði. Fréttaskýrendur segja að bardagar síðustu daga sýni að enginn stríðsað- ila sé tilbúinn til samstarfs við fúlltrúa arababandalagsins sem vinna að því aö koma á friöi. Aoun hershöfðingi, leiðtogi hermanna kristinna, vill að fjörutíu þúsimd manna herliö Sýrlendinga hverfi á brott úr landinu en þaö hefur veriö í Líbanon í þrettán ár. Sýrlendingar segjast ekki á leið á brott svo fremi sem bandamenn þeirra vilji að þeir séu um kyrrt Að minnsta kosti fimm hundruð og tíu manns hafa látist og tvö þúsund særst í Líbanon síöan um miöjan marsmánuð. Reuter DV Brottflutningur her- sveitanna hafinn Indverskir hermenn halda heim frá Sri Lanka á laugardag. Simamynd Reuter Indverjar kvöddu heim lítinn hluta hersveita sinna á Sri Lanka á laugar- dag sem er liður í áframhaldandi til- raunum ríkisstjórnanna tveggja til að binda enda á ættflokkadeilur á Sri Lanka. Sex hundruð hermenn af 45 þúsund manna liði Indverja komu til Madras í gær. Brottflutningur hermannanna var skilyrði fyrir því að viðræður hæfust á ný milli Indlands og Sri Lanka um brottflutning friðarsveita Indverja og leiðir til að tryggja framtíð minni- hluta tamíla á eyjunni. Utanríkisráðherra Sri Lanka, Ranjan Wijeratne, ræddi á laugardag við indverskan starfsbróður sinn, Narasimha Rao, í Nýju Delhi og vamarmálaráðherra Indlands, Kris- hnan Chandra Pant. í tilkynningu frá indverska utanríkisráðuneytinu sagði að viðræðurnar_hefðu veriö vinsamlegar. Heimildir á Sri Lanka hermdu að viðræðumar hefðu geng- ið vel. Sendinefnd Sri Lanka hittir Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, í dag. Indverjar hafa neitað að flytja her- menn sína á brott fyrr en tamílar hafi fengið sjálfstjórn eins og gert er ráð fyrir í samkomulagi frá 1987. Mikill fjöldi tamíla býr á Indlandi. En Premadasa, forseti Sri Lanka, er undir æ meiri þrýstingi frá blóðugri uppreisn meirihluta sinhalesa undir stjórn hinnar marxísku Frelsishreyf- ingar alþýðunnar. Um 150 manns létu lífið í mótmælum gegn Indlandi síðastliðna tvo daga þrátt fyrir út- göngubann um allt land. Indverjar vilja einnig veikja skæruhða tamíltígranna, sem hafa drepið eitt þúsund friðargæslumenn, og vernda hófsamari hópa tamíla. Reuter Viðrædur um Hong Kong Bretland og Kína hafa komist að samkomulagi um að taka að nýju upp viðræður um yfirráð Kína yfir Hong Kong árið 1997 að því er John Major, utanríkisráðherra Bretlands, skýröi frá í gær. Major og Qian Qichen, kín- verskur starfsbróðir hans, hittust í París þar sem þeir sitja friðarráð- stefnu um Kambódíu. Heimildir í Bretlandi herma að þetta hafi verið fyrsti fundur hátt- settra embættismanna stjórnanna tveggja eftir að kínversk stjómvöld kváðu niður lýðræðiskröfur náms- manna í júní. Aðfór kínverskra stjórnvalda gegn lýðræðissinnum vakti mikinn óhug í Hong Kong. Heimildir segja að fyrsti fundurinn verði haldinn í London en síðan verði annar fundur í Peking, líklega í des- ember. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem einnig er á friö- arráðstefnunni um Kambódíu, var- aði bresk stjórnvöld við því að senda víetnamska flóttamenn heim frá Hong Kong en bandarískir embætt- ismenn neituöu að skýra frá því hvort þeir hefðu veriö fullvissaðir um að hætt yrði við áætlunina. Mál flóttamannanna kom upp á fundi Bakers og Majors í gær. Banda- rískur embættismaður sagði að Ba- ker hefði skýrt Major frá harðri and- stöðu Bandaríkjanna gegn því að flóttamenn yrðu sendir heim gegn vilja sínum. Annar embættismaður skýrði frá því að búast mætti við til- kynninguummáliðídag. Reuter Róttækir umbótasinnar taka sig saman á þingi Róttækir þingmenn á sovéska þinginu settu á laggirnar eigin þing- hóp um helgina. Fimm þingmenn, þar á meðal umbótasinninn Boris Jeltsin og Andre Shakarov, voru kosnir til að vera í forsæti hópsins. Leiðtogar hópsins segja hann pjóta stuðnings um fimm hundruð þing- manna. Stofnun slíks þinghóps er einsdæmi í nær sjötíu ára hefð í so- véskum stjómmálum. Jeltsin, sem rekinn var úr stjórn- málaráöi kommúnistaflokksins á síðasta ári, sagði í samtali við blaða- menn að þetta sýndi hversu langt lýðræðisleg hugsun hefði náð í Sov- étríkjunum. Nokkrir þingmenn hvöttu til þess aö aðeins einn leiðtogi yrði fyrir hópnum, Jeltsin, en hann kvaðst ánægður með aö margir menn hefðu verið kosnir. Hann sagði að hópurinn myndi vinna að róttæk- um umbótum í þjóðfélaginu, bæöi á þingi sem og utan þess. Einn leiötoga hópsins, sagnfræð- ingurinn Jury Afanasyev, sagði að margir meðlimir hins nýja stjóm- málaafls væru hlynntir fjölflokka- kerfi í Sovétríkjunum. Jeltsin hefur ítrekað hvatt til umræðu um það. Hópurinn var stofnaður á tveggja daga fundi um helgina. Sagði einn heimildarmaður að rúmlega þrjú hundruð þingmenn hefðu sótt fund- inn en auk þess hefðu um 120 til við- bótar gefið til kynna stuðning sinn. Þá sagði hann einnig að um 130 þing- menn frá Eystrasaltsríkjunum styddu hópinn. Reuter Boris Jeltsin er einn forystumanna nýstofnaðs þinghóps í Sovétríkjunum. Teikning Lurie

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.