Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SiMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr.
Verö í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Stjórnmálakreppa
Varla fer það á milli mála að núverandi ríkisstjórn
er afar lágt skrifuð meðal kjósenda. Skoðanakannanir
benda til þess, almenningsálitið ber þess merki og jafn-
vel fylgismenn stjómarflokkanna sjálfra era vondaufir
og vonsviknir. Guðmundur Einarsson, framkvæmda-
stjóri Alþýðuflokksins, segir í grein í Alþýðubalaðinu:
„Islensk pólitík er í kreppu. Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar hefur ekki tekist að ala von og trú. Hún er
á góðri leið með að vekja upp „vinstristjórnardraug-
inn“.“
En um leið og þessi staðreynd blasir við, má sömuleið-
is spyrja: hver man eftir vinsælh og velheppnaðri ríkis-
stjórn síðustu tvo áratugina? Samtals hafa átta ríkis-
stjórnir verið myndaðar á síðustu tuttugu árum og þær
hafa verið hver annarri misheppnaðri. Vinstri stjómirn-
ar hafa allar hrökklast frá með skömm og fyrri sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu
tímabih leiddi til mikils fylgishruns hjá þeim flokkum.
Einhver kann að benda á samstjórn Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks á árunum 1983 til 1987, en sú stjórn
naut mikillar uppsveiflu í afla og verðlagi. Það var hins-
vegar sú stjórn sem hélt fastgengisstefnunni til streitu
og gaf vextina frjálsa, en alla tíð síðan höfum við verið
að súpa seyðið af þeirri póhtík. Fast gengi og frjálsir
vextir hefðu verið réttlætanlegar efnahagsaðgerðir ef
verðbólgunni hefði á sama tíma verið haldið í skefjum.
Það mistókst og fyrir vikið gekk efnahagur þjóðarinnar
og fyrirtækjanna ahur á skjön.
Þegar htið er til efnahagserfiðleikanna, sem núver-
andi ríkisstjórn er að ghma við, verður að viðurkenna,
að þau vandamál eru í svipuðum dúr og aðrar ríkis-
stjórnir hafa þurft að glíma við. Ghman við verðbólguna
og efnahagsvandann virðist eilíf hér á landi. Sömu við-
fangsefnin ár eftir ár: tap á fiskvinnslu, iðnaður í ösku-
stó, landbúnaður á opinberri ffamfærslu, halh á ríkis-
Úármálum, ofsköttun og barátta launafólks til að halda
í kaupmáttinn. Nú eru það okurvextirnir og atvinnu-
leysið sem bæst hafa við syndaregistrið. Að öðru leyti
er þetta eins.
Islendingar hafa ekki mikla trú á að núverandi ríkis-
stjóm ráði við vandann frekar en aðrir. Það má vel
vera að ráðhemmum líki samstarfið og þeir séu bræður
í andanum. En það traust hefur ekki smitað út frá sér,
ríkisstjóminni hefur „ekki tekist að ala von og trú“.
Þar ræður mestu að hún er upptekin við skottulækning-
ar ffá degi th dags og sér aldrei skóginn fyrir trjánum.
Það skortir yfirsýn og leiðsögn. Steingrímur Hermanns-
son hefur notið óvanalegra vinsælda og velvhja í skoð-
anakönnunum og hann er sá stjómmálamaður íslensk-
ur sem hefur á síðustu árum haft bestan byrinn th að
ala á von og trú. En Steingrímur hefur hikað og hikstað
og er að missa tækifærið úr höndum sér.
Vandi íslensku þjóðarinnar er stjórnmálalegur. Við
búum við efnahagskreppu sem er stjórnmálakreppa.
Kjósendur em að glata trúnni á flokkapóhtík, sem ekki
hefur reynst vandanum vaxin.
Islendingar leysa ekki efnahagsmál sín nema með
sterkri ríkisstjórn, sem veit hvað hún vhl og hefur fólk-
ið með sér. íslendingar em þreyttir á heimathbúnum
efnahagsvanda, þeir em þreyttir á stjórnmálamönnum
sem kunna ekkert annað en smáskammtalækningar.
Núverandi ríkisstjórn, næsta ríkisstjórn, hvaða ríkis-
stjóm sem er, getur sýnt sig og sannað í þessum efnum.
En hún þarf að vita hvað hún vhl. Og fólkið þarf að
vita hvað hún vhl. Ehert B. Schram
Árátta
Alexanders
Áráttu Alexanders Stefánssonar
í að rakka niður allar gjörðir fé-
lagsmálaráðherra, Jóhönnu Sig-
urðardóttur, virðast engin tak-
mörk sett. Alexander stekkur
venjulega upp á nef sér og verður
ofsalega reiður við hverja fram-
kvæmd félagsmálaráðherra, sér-
staklega í húsnæðismálum. Hann
þvælist fyrir í hverju málinu á fæt-
ur öðru, órökstuddar dylgjur eru
settar fram og kappkostað að kasta
rýrð á núverandi félagsmálaráð-
herra og gjörðir hennar, oft með
broslegum tilburðum sem hitta
mest fyrir Alexander sjálfan. Hann
sést ekki fyrir og opinberar þekk-
ingarleysi sitt á viðfangsefninu og
menn brosa og spyrja: Hvers vegna
er Alexander svona reiður?
í kjallaragrein í DV mánudaginn
24. júlí sl. gerist þetta enn. Nú er
félagsmálaráðherra fundið allt til
foráttu vegna félagslegra íbúða í tíð
hennar sem húsnæðisráðherra og
sérstaklega á hún að hafa kapp-
kostað að draga niður hlut lands-
byggðarinnar í félagslegum íbúð-
um. Hér er á ferðinni svo rakalaus
staðhæfmg að ekki verður hjá því
komist að hið sanna komi í ljós, þó
yflrleitt séu skrif og ummæh Alex-
anders í garð félagsmálaráðherra
ekki svaraverð og dæmi sig sjálf.
Fjárveitingar til
félagslegra íbúöa
Alexander gefur sjálfur í grein
sinni tilefni til að bera saman hlut
félagslegra íbúða í tíð hans sem
félagsmálaráðherra og hvemig þar
hefur verið staðið að málum af
hálfu núverandi félagsmálaráð-
herra.
Á flórum árum, 1984-1987, í tíð
Alexanders, voru veitt lán til 1165
félagslegra íbúða.
Á tveimur árum, 1988-1989, í tíö
núverandi félagsmálaráðherra,
hafa verið heimiluð lán til 1237 fé-
lagslegra íbúða eða fleiri en á öllu
kjörtímabili Alexanders.
Sú staðreynd hefur komið fram í
fréttabréfi Húsnæðisstofnunar rík-
isins að hluti lánveitinga úr Bygg-
ingasjóði verkamanna til félags-
legra íbúöabygginga hafi aukist um
50% milh áranna 1987 og 1988 eða
á fyrsta ári Jóhönnu Siguröardótt-
ur sem félagsmálaráðherra.
Varla þarf að tíunda að það hefur
ekki gengið þrautalaust fyrir sig
hjá Jóhönnu Sigurðardóttur að ná
fram þessari gífurlegu aukningu
fiármagns til félagslegra íbúða á
þessum tveimur árum þegar sótt
er að byggingarsjóðnum vegna
nauðsynlegs niðurskuröar í ríkis-
flármálum.
Hlutur landsbyggðarinnar
Alexander skammar núverandi
félagsmálaráðherra fyrir að draga
niður hlut landsbyggðarinnar í fé-
lagslegum íbúðabyggingmn og tek-
ur þar sérstaklega fyrir kaupleigu-
íbúðir.
Það er hreinlega aumkunarvert
að sjá hversu Alexander leggst lágt
í að hagræða sannleikanum, ekki
síst í ljósi þess hve hann barðist
gegn kaupleiguíbúðum, og man ég
ekki betur en að hann teldi nægjan-
legt 1987 að byggja samtals 100
kaupleiguíbúðir til reynslu næstu
3 árin. Nú skammast hann yfir hve
landsbyggðin fái „htinn“ hlut í
kaupleiguíbúðum enda hefur
runniö upp fyrir Alexander að þær
henta landsbyggðinni vel aö mati
flestra sveitarstjómarmanna.
Hver hefur þá hlutur landsbyggð-
arinnar verið í kaupleiguíbúðun-
um? Jú, af 495 kaupleiguíbúöum,
sem framkvæmdaheimildir hafa
verið veittar til með 10 mánaða
mihibih, hafa 187 íbúðir farið til
Reykjavíkur og Reykjaness en 308
ibúðir á aðra staði á landsbyggð-
inni.
Kjallaiiim
Rannveig
Guðmundsdóttir
aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra
Þessi staðreynd sýnir ljóslega að
hvert orð núverandi félagsmála-
ráðherra stenst þegar hún í baráttu
sinni fyrir kaupleiguíbúðum hélt
því fram að með kaupleiguíbúðum
yrði gert átak í félagslegum íbúðum
á landsbyggðinni.
í ljósi þeirrar gagnrýni, sem fram
hefur komið á hlut landsbyggöar-
innar í hehd í félagslegum íbúðum
(kaupleigu, verkamannabústöð-
um, leiguíbúðum), er ástæða til að
draga fram hlut landsbyggðarinn-
ar í félagslegum íbúðum á 4 ára
tíma Alexanders Stefánssonar sem
félagsmálaráðherra og bera hann
saman við hlut landsbyggðarinnar
sl. tvö á eftir að Jóhanna Sigurðar-
dóttir varð félagsmálaráðherra.
1984 til 1987 samtals 1165 íbúðir:
Landsbyggðin: 329 íbúðir eða 28,2%
af heildinni.
Reykjavík/Reykjanes: 836 íbúðir
eða 71,9% af heildinni.
1988 og 1989 samtals 1241 ibúð:
Landsbyggðin: 566 íbúðir eða 45,6%
af heildinni.
Reykjavík/Reykjanes: 675 íbúðir
eða 54,4% af heildinni.
Þessar tölur sýna að nærfellt helm-
ingi fleiri lánveitingar hafa runnið
til landsbyggðarinnar á tveimur
árum i tíð Jóhönnu Sigurðardóttur
sem ráðherra samanborið við 4 ár
Alexanders í stól félagsmálaráð-
herra. Með öðrum orðum: U.þ.b.
flórða hver íbúð kom í hlut lands-
byggðarinnar þegar Alexander
Stefánsson var ráðherra.
Njóta fulltrúar
Framsóknarflokksins ekki
trausts fyrrverandi
félagsmálaráðherra?
Gagnrýni á Jóhönnu Sigurðar-
dóttur fyrir að hafa ekki verið með
pólitíska íhlutun í gjörðir hús-
næðismálastjómar, sem kjörin er
af Alþingi, segir sína sögu. Þessi
stjóm, sem skipuð er fulltrúum
flestra stjómmálaflokka og aðilum
vinnumarkaðarins, hefur sam-
kvæmt lögum óskipt vald án nokk-
urra afskipta ráðherra til að
ákveða skiptingu lánveitinga til fé-
lagslegra íbúða, enda er henni ætl-
að að afla allra upplýsinga og gágna
og þeirrar þekkingar sem nauðsyn-
leg er til aö skiptingin veröi réttlát
og hagkvæm þjóðarheildinni. Og
segir það ekki sína sögu þegar 10
manna stjóm er einhuga um slíka
afgreiðslu?
Alexander gagnrýnir ráðherra
fyrir að hafa ekki kallað sflómina
á sinn fund til að gefa henni tilskip-
anir um skiptingu lánveitinga og
vera gagnstætt lögum með póh-
tíska íhlutun í gjörðir sflómar sem
Alþingi hefur kjörið til m.a. að ann-
ast þetta verkefni. Það hlýtur að
vera dapurlegt fyrir þennan fyrr-
verandi félagsmálaráðherra þegar
litið er til samstöðu húsnæðismála-
sflórnar í þessu máh að gagnrýni
Alexanders snýst i höndum hans
og helst að sjá að hún beinist að
tveimur fulltrúum Framsóknar-
flokksins sem kjömir hafa verið
af hálfu flokksins til að framfylgja
stefnu hans í húsnæðismálum.
Meðan ég sem skipaður formaður
sflómar Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins hef notiö óskoraðs trausts fé-
lagsmálaráðherra til að standa fag-
lega að þessari vinnu hlýtur það
að vera fúlltrúum Framsóknar-
flokksins íhugunarefni hvort þeir
njóta ekki trausts fyrrverandi fé-
lagsmálaráðherra síns. Glerhús
Alexanders virðist því harla brot-
hætt í þessu máli eins og svo oft
áður þegar hann hefur farið offari
gegn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Veit fyrrverandi
félagsmálaráðherra
ekki betur?
Honum viröist mikið niðri fyrir
þegar hann staðhæfir að nýaf-
staðnar lánveitingar séu þær síð-
ustu fyrir sveitarsflómarkosning-
ar í júní á næsta ári og segir þær
gilda fyrir árin 1989 og 1990. Mað-
ur, sem var félagsmálaráðherra í
flögur ár, virðist ekki vita að slíkar
lánveitíngar eða úthlutanir fara
fram árlega og þá yfirleitt í febrú-
ar-mars. Það var sérstök staða sem
olli því að þær vom svo seint á ferð
í ár. Sjálf vonast ég til að lánveit-
ingar vegna ársins 1990 verði sam-
þykktar á veiflulegum tíma eftir
næstu áramót. Ef Alexander veit
betur en hann lætur í ljós er það
hlálegt ef hann álítur að forgangur
ríkissflómarinnar við flárlagagerð
næsta árs liggi ekki á sviði félags-
legra íbúða.
Þar sem Jóhanna Sigurðardóttir
hefur eignast svo dyggan stuðn-
ingsmann í Alexander hvað varðar
kaupleiguíbúðir get ég vart trúað
öðm en hann leggi henni hð við
næstu Qárlagagerð til að auka hlut
kaupleiguíbúöanna á næsta ári.
Lokaorð
Þeir skilmálar gilda m.a. um af-
greiöslu framkvæmdalána nú að
framkvæmdaaðilum er gert að at-
huga um kaup á eldra húsnæði til
umræddra nota áður en ákvörðun
er tekin um nýbyggingar og er
þetta ásamt fleiri þáttum viðleitni
húsnæðismálasflómar til að stýra
meö opinberu flármagni eðlilegri
dreifingu nýbygginga í landinu.
í greinargerð, sem húsnæðis-
málastjóm hefur sent frá sér, kem-
ur fram að húsnæðismálasflóm
sjálf hefur þegar samþykkt að láta
gera sérstaka úttekt á þörf fyrir
félagslegt húsnæði á landinu til
næstu 4 ára sem höfð verður til
hliðsjónar viö næstu úthlutanir.
Tillaga Alexanders um þaö efni í
greininni er því óþörf.
Rannveig Guðmundsdóttir
„Ef Alexander veit betur en hann lætur
í ljós er það hlálegt ef hann álítur að
forgangur ríkisstjórnarinnar við fjár-
lagagerð næsta árs liggi ekki á sviði
félagslegra íbúða.“