Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Síða 15
MÁNUDAGUR 31. J.ÚLÍ 1989.
15
Burke og franska byltingin
Þótt franska byltingin mistækist,
leiddi af sér ógnarstjóm Robe-
spierres og landvinningastefnu
Napóleons, mátti að minnsta kosti
segja eitt gott um hana. Hún rak
breska stjómmálamanninn Ed-
mund Burke til að gera grein fyrir
stjómmálaskoðunum sínum. Hann
lýsti því af mikilli mælsku í Hug-
leiðingum um frönsku byltinguna
(Reflections on the Revolution in
France) 1790, hversu hættulegt það
er að ijúfa allar gamlar venjur,
skilja ekkert eftir á milli valdhafa
og almennings, brenna allar brýr
að baki sóe. Við hin hatrömmu átök
hinum megin Ermarsunds tók
Burke til varnar fyrir þróun í stað
byltingar, samhæíingu í stað ein-
hæfingar. Ég las á dögunum Hug-
leiðingar Burkes aftur í tilefni tvö
hundruð ára afmæhs frönsku bylt-
ingarinnar og langar til að deila
með lesendum nokkrum athyglis-
verðustu athugasemdum hans.
/Etlun og árangur
Alkunna er, að margt fer öðmvísi
en ætlað er. Á það ekki síst við um
ríkisafskipti, þar sem niðurstaðan
er oft ekki í neinu samræmi við
tilganginn. Meginástæðan er vita-
skuld þekkingarskortur okkar. Við
sjáum ekki allt fyrir. Hér hafði
Burke lög að mæla: „Þau vísindi,
sem fást við að reisa ríki, endur-
reisa það eða endurbæta, eru ekki
fremur en önnur reynsluvísindi
sótt í heila heimspekinganna. Sú
reynsla, sem kennt getur okkur svo
hagnýt fræði, er ekki heldur
skammæ. Raunverulegar afleið-
ingar siðferðilegra orsaka koma
ekki alltaf strax fram. Það, sem
virðist í fyrstu illt, getur eftir nokk-
um tíma reynst hið besta, ef til vill
KjaUarinn
Dr. Hannes HóEmsteinn
Gissurarson
lektor
einmitt vegna hinna illu skamm-
tímaafleiðinga sinna. Hið öfuga
gerist stundum líka. Áætlanir, sem
virðast raunhæfar og hefjast vel,
hafa oft hinar verstu og skammar-
legustu afleiðingar."
Viskan - reynsla
kynslóðanna
Sumir heimspekingar reyna að
skilja mannlega tilveru, aðrir að
breyta henni eftir eigin hugmynd-
um um, hvernig hún eigi að vera.
Burke var í fyrri hópnum, eins og
þessi orð sýna: „í stað þess að ráð-
ast á gamlar forskriftir nota margir
spekingar vorir gáfur sínar til að
leita reynsluvits, sem í forskriftun-
um felst. Ef þeim tekst að finna
það, og það gerist ósjaldan, þá telja
þeir hyggilegra að halda áfram að
fara eftir þeim með skynsemina
innan borðs en að kasta þeim út-
byrðis og eiga ekkert efúr nema
blábera skynsemina. Forskriftir,
sem studdar eru skynseminni, geta
vakið menn til skynsamlegrar
breytni og laðað þá til að halda
henni áfram. Forskriftir koma sér
best, þegar mest á ríður. Þær hafa
þá þegar beint huganum inn á
brautir visku og dygðar og skilja
menn ekki eftir hikandi, efagjama,
ringlaða og óákveðna á úrslita-
stundum. Forskriftir breyta dygð í
fastan vana, ekki röð ótengdra at-
hafna. Með aðstoð forskrifta verða
dygðimar eiginlegar mönnum.“
Ábyrgir einstaklingar -
ábyrgðarlaus múgur
Við vitum, að flestir menn haga
sér öðmvísi í augsýn annarra en
þar, sem enginn sér til. Nafnleys-
inginn er jafnan ábyrgðarlaus. Hiö
sama er að segja um múginn. Hann
getur veriö miklu verri en menn-
irnir, sem í honum em, vegna þess
að þeir hverfa inn í hann og þurfa
þess vegna ekki að standa öðrum
reikningsskil gerða sinna. Ein-
staklingar eru ábyrgir, múgurinn
ábyrgðarlaus. Um þetta sagði
Burke: „Sá álitshnekkir, sem hver
einstakur þátttakandi er líklegur
til að bíða við opinberar athafnir,
er hverfandi. Máttur almenningsá-
litsins er í öfugu hlutfalli við fjölda
þeirra manna, sem misnota völd
sín. Með eigin samþykki við eigin
athöfnum ímyndar lýðurinn sér,
að felldur hafi verið opinber dómur
honum í vil. Óheft lýðræði er þess
vegna öllu öðru blygðunarlausara.
Og þaö kann ekki að hræðast frem-
ur en að skammast sín.“
Skammsýni og víðsýni
Eitt megineinkenni okkar daga
er, hversu skammsýnir menn eru.
Þeir hafa asklok fyrir himin,
mannúð þeirra nemur staðar við
landamæri, þeir bera ekki virðingu
fyrir forfeðrum sínum og búa ekki
í haginn fyrir afkomendur sína.
Kjörorð þeirra eru: hér og nú - og
ekkert annað. Ein frægustu um-
mæli Burkes hniga í allt aðra átt.
„Mannlegt samlíf er vissulega sátt-
máli. Segja má upp samningum,
sem menn gera um tíma sín á milli
í ávinnings von. En ekki má líta á
ríkið eins og fyrirtæki, er versli
með pipar, kaffi, tóbak eða annað
slíkt smælki, stofnað af litlu tilefni
og lagt niður, þegar mönnum sýn-
ist. Fyrir ríkinu hljótum vér að
bera meiri virðingu, því að það er
ekki samtök um þá hluti, sem vér
þörfnumst til hins hverfula, tíma-
bundna lífs dýrsins. Það er samtök
um öll vísindi, samtök um allar hst-
ir, samtök um allar dygðir og alla
fullkomnum. Þar eð tilgangi slíkra
samtaka verður ekki náð á nokkr-
um mannsöldrum, er það ekki
samtök þeirra, sem nú lifa, heldur
lifandi kynslóðar og allra látinna
og óborinna.“
Samhæfing eða einhæfing?
Til eru tvær skoðanir á hlutverki
laga og ríkisvalds. Önnur er, að lög
séu til þess að auðvelda ólíkum ein-
staklingum að lifa saman í friði.
Þau séu til þess að gera þeim kleift
að laga sig nauðungarlaust hveij-
um að öðrum, stilla saman strengi
sína. Hin skoðunin er, að lög séu
tilskipanir. Þau séu til að tryggja,
að alhr vinni saman að einu mark-
miði, hvort sem það er hámörkun
framleiðslu, sigur í stríði, óspjahað
umhverfi eða hreinn kynstofn.
Burke kom svofelldum orðum að
hinni fyrmefndu skoðun: „Vér
bætum, vér sættum, vér stihum
saman. í krafti þess getum vér sam-
einað í eina heild hinar gömlu venj-
ur og ólíku markmið, sem til em í
hugum og athöfnum manna. Þau
gæði, sem vér öðlumst við þetta,
em ekki gæði einfóldunar, heldur
annað og miklu meira: gæði sam-
setningar."
Nokkrar niðurstöður
Burke sá miklu lengra en samtíð-
armenn hans. Eðhsávísun hans var
næstum því óbrigðul. Og hveijar
em niðurstöðumar? Ein er, að þró-
un er að jafnaöi heppilegri en bylt-
ing. Við getum ekki gert lyf við
sjúkdómum að daglegri fæðu. Önn-
ur er að við megum ekki loka aug-
unum fyrir þeirri sögulegu skyn-
semi, sem felst í gömlum venjum,
vinnubrögðum og reglum. Hin
þriðja er, að frelsið er aðeins fram-
kvæmanlegt innan marka laga og
almenns velsæmis.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Þróun er að jafnaði heppilegri en bylt-
ing. Við getum ekki gert lyf við sjúk-
dómum að daglegri fæðu.“
Fækkum þing-
mönnum í 39
Lesandi góður. Útþenslu ríkis-
báknsins verður að stöðva, það
virðast allflestir íslendingar vera
sammála um. Það verður ekki gert
með neinum bitastæðum árangri
nema byrjað verði efst og þing-
mönnum fækkað svo um munar.
Þá fyrst þegar Alþingi hefur tekið
myndarlega á eigin málum er það
orðið góð fyrirmynd annarra ríkis-
stofnana. Við búum við kjördæma-
skipan með 8 misfjölmennum kjör-
dæmum og 8 til 10 virka stjórn-
málaflokka í landinu. Undir þeim
kringumstæðum er mjög erfitt að
fækka þingmönnum án þess að
veruleg hagsmunaröskun eigi sér
stað, annaðhvort einstakra stjórn-
málaflokka eða landshluta.
Raunhæfur og sanngjarn
kostur
Ekki verður stjórnmálaflokkum
fækkað, það er víst, og að ætla sér
aö gera fækkun kjördæma að for-
sendu fyrir fækkun þingmanna er
ekki áhtlegt til árangurs. Talan 39
virðist við múverandi aðstæður
hafa lágmarks röskun á hagsmun-
um í för með sér og bjóða upp á
mesta „sanngimi" og ætti því að
vera raunhæfasti kosturinn.
Þá yrði þingmönnum fækkað úr:
Reykjavíkur...............18 í 12
Reykjaness................11 í 7
Vesturlands................6 í 3
Vestfjarða.............'..5 í 3
Norðurlands vestra.........5 í 3
Noröurlands eystra.........6 í 4
Austurlands................5 í 3
Suðurlands.................6 í 4
KjaUarinn
Þannig myndi alþingismönnum
fækka um 24, eða úr 63 í 39, en það
er fækkun um 38%; og munar um
minna. Kjördæmakjörnir þing-
menn yrðu þá væntanlega 9 í
Reykjavík, 5 á Reykjanesi og 3 í
hvéiju hinna kjördæmanna. Þann-
ig yrðu 32 kjördæmakjömir þing-
menn. Þingsætum væri úthlutað
með núverandi fyrirkomulagi. Síð-
an yrðu 7 þingsæti, 3 í Reykjavík,
2 á Reykjanesi og 1 í Norðurlands-
kjördæmi eystra og 1 í Suðurlands-
kjördæmi notuð sem jöfnunar-
þingsæti. Miðað við það og úrslif
síðustu alþingiskosninga í apríl
1987 myndi þingstyrkur stjóm-
málaflokkanna breytast þannig:
Alþýðuflokkur............10 í 6
Framsóknarflokkur........13 í 8
Sjálfstæðisflokkur.......18 í 11
Alþýðubandalag............8 í 6
Samtökumjafnr.ogfél.......1 í 0
Borgaraflokkur............7 í 4
Kvennahsti................6 í 4
eins og áður sagði.
Allir sem væru þingmenn sam-
kvæmt þessari tillögu unnu sér
rétt til setu á alþingi í síðustu kosn-
ingum. í raun em það þeir 39 þing-
menn, sem hafa mest fylgi á bak
við sig í hverjum flokki, sem eftir
veröa, hinir víkja.
En hvaða 24 alþingismenn skyldu
það nú vera sem ekki heföu þá
komist á þing í síðustu kosningum,
nema þá sem varamenn, en fóm
inn vorið 1987?
í Reykjavík:
Eyjólfur Konráð Jónsson, Guð-
mundur H. Garðarsson, Jón Bald-
vin Hannibalsson, Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir, Geir H. Haarde
og Þórlúldur Þorleifsdóttir.
Á Reykjanesi:
Salóme Þorkelsdóttir, Jóhann Ein-
varðsson, Karl Steinar Guðnason
og Hreggviður Jónsson.
I Vesturlandskjördæmi:
Skúli Alexandersson, Ingi Bjöm
Albertsson og Danfríður Skarphéð-
insdóttir.
Á Vestfjörðum:
Þorvaldur Garðar Kristjánsson og
Sighvatur Björgvinsson.
Á Norðurlandi vestra:
Stefán Guðmundsson og Jón Sæ-
mundur Siguijónsson.
Á Norðurlandi eystra:
Steingrímur J. Sigfússon, Valgerð-
ur Sverrisdóttir og Stefán Valgeirs-
spn.
í Austurlandskjördæmi:
Jón Kristjánsson og Egih Jónsson.
í Suðurlandskjördæmi:
Eggert Haukdal og Guðni Ágústs-
son.
Jæja, lesandi góður. Hvemig hst
þér nú á þessa upptalningu? Þarna
er í raun verið að tína út þá 24 þing-
menn sem að öllum líkindum heföu
ekki tekiö sæti á Alþingi ef þing-
mönnum væri þegar búið að fækka
í 39, nema þá sem varamenn.
Að sjálfsögðu heföu margir fram-
boðshstar verið öðruvísi ef kosið
heföi verið um 39 þingsæti í stað
Brynjólfur Jónsson
hagfræðingur og
formaður efnahagsnefndar
Borgaraflokksins
Og Borgaraflokkinn heföi vantað
um 55 atkvæði til að vinna 1 þing-
mann af Alþýðubandalaginu. Rík-
isstjóm Steingríms Hermannsson-
ar heföi 1 þingsætis meirihluta sem
í raun heföi oltið á 55 atkvæðum
„Þannig myndi alþingismönnum
fækka um 24, eða úr 63 í 39, en það er
fækkun um 38% og munar um minna.‘
Þingstyrkur stjórnmálaflokkanna
mundi líta þannig út.
63. Hitt er þó víst að störf Alþingis
væru skilvirkari, virðing fyrir
þinginu meiri óg aht umstang í
kringum þinghaldið minna og
ódýrara. Svo má ekki gleyma því
að fundir yrðu styttri þegar færri
þurfa að taka th máls.
Kostir og gallar
Húsnæðismál Alþingis væru
leyst, bhastæðisvandi alþingis-
manna væri meira að segja umtals-
vert minni. Þingið væri þá ein
málstofa og það sem mestu máh
skiptir að hver og einn alþingis-
maður myndi vafalaust finna til
verulega meiri ábyrgðartilfinning-
ar gagnvart landi og þjóð við af-
greiðslu mála. Nefndum myndi
fækka umtalsvert við það að gera
þingið að einni málstofu.
Kostimir við að fækka þing-
mönnum eru miklu fleiri en gall-
arnir sem eru óverulegir. En
stærsti ávintúngurinn yrði sá að í
framhaldi af fækkun þingmanna
væri hægt að ná verulega betri ár-
angri við niðurskurð hjá hinu opin-
bera en eha.
En vhji er aht sem þarf; ekki vhji
almennings, því miður, heldur vilji
þeirra 63 þingmanna sem á alþingi
sitja.
Brynjólfur Jónsson