Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Síða 16
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989.
Lesendur
Fiskvinnslan og
„gefnu loforðin(f
Steinþór hringdi:
Mér finnst nú vera komiö nóg af
þessu sem kallaö er „þrýstingur“ á
hinn sameiginlega sjóð okkar, rík-
issjóð. Verð ég þó að segja að mér
sýnist að fiskvinnslan, þessi fyrr á
tímum aðalatvinnugrein, sé að
verða eins og þjóðarómagi. Og
þrýstingur forsvarsmanna hennar
á stjórnvöld er að verða einhver sá
hvimleiðasti sem hér er tíðkaður -
og er hann þó ekki minni annars
staðar frá.
Af fréttum að dæma og úttekt,
sem gerð hefur verið, segja fisk-
vinnslumenn að útlit sé fyrir hátt
í tveggja milljarða króna tap á fisk-
vinnslu þessa árs og bæta alltaf
viö: „verði ekkert að gert“! - Tapið
á sl. ári var sagt vera tæpir 3 millj-
arðar króna.
Og nú halda þessir menn áfram
og kyrja slagorðin: Ætla stjómvöld
ekki að standa við gefin loforð? -
Við krefjumst viðunandi rekstrar-
skilyrða. - Óhjákvæmilegt aö fella
gengið. - Allt eru þetta þekkt slag-
orð úr herferðinni á ríkissjóð.
Ég get ekki séð að ríkisstjóm
þessa lands geti yfirleitt gefið ein
eða önnur loforð um „viðunandi
rekstrarskilyrði" eða gengistil-
færslur, einfaldlega vegna þess að
ef slík loforð eru gefin þá verða
landsmenn í heild fyrir hlutfalls-
lega jafnmiklum skakkafollum og
nemur þeirri upphæð sem fisk-
vinnslan fær til sín frá hinu opin-
bera - eða fyrir tilstuölan þess í
„Fiskvinnslan sjái sjálf fyrir sér,“ segir hér m.a.
formi ýmissa „ráðstafana". og leyfa henni að rúlla ef svo ber að fiskvinnslan sé rekin með hagn-
Ég sé því ekki annað ráð fyrir undir. Við getum ekki gert út á hin aði verður það að koma af sjálfu
forráðamenn þessa þjóðfélags en „gefnu loforð" eða ábyrgst ein- sér en ekki fyrir tilstuðlan opin-
láta fiskvinnsluna sjálfa sjá fyrir hvern „viðunandi rekstrargrund- berra aðgerða.
sér, rétt eins og aðrar atvinnu- völl“ fyrir einn eða annan í þessu
greinar eða heimili landsmanna, þjóðfélagi. Ogefþaöerlífsnauðsyn
Hugleiðing um hvalveiðar
Fáir vilja af flöskum vita - nema þær séu fullar. - Frá átöppun í ÁTVR.
Tekur enginn tómar vínflöskur?
16
Spumingin
Lestu erlend tímarit?
Einar Arason: Ég geri nú fremur lítið
að því, aðallega þá Times og Life.
Haraldur Grétarsson: Nei, ég hef
aldrei tíma til þess.
Hafþór Róbertsson: Nei, mjög lítið.
Þó les ég veiðitímarit en veiði er
áhugamál mitt.
Signý Sigurðardóttir: Nei, ákaflega
lítið.
Pétur Böðvarsson: Já, ég les Zikane
sem er tímarit um þróunarhjálp.
Brynjar Hilmarsson: Nei, ég er svo
lélegur í ensku.
Guðrún Hagalínsdóttir hringdi:
Ég hef imdrast það að Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins tekur ekki
lengur við tómum flöskum eins og
tíðkaöist hér áður fyrr þegar hægt
var að koma með tíl fyrirtækisins
allar tómar flöskur - og a.m.k. allar
flöskur sem voru frá fyrirtækinu.
Nú er þetta liðin tíð, að því er virð-
ist, og ég veit ekki um neinn aðila í
þjóðfélaginu sem tekur á mótí eða
nýtir tómar vínflöskur. En kannski
erum við orðin svona rík þjóð að
ekki þyki taka því að hirða svona lít-
ilræði. Ég býst þó við að tómar vín-
flöskur, sem falla til árlega, skiptí
mörgum þúsundum, ef ekki tugum
þúsunda.
Ég spyr því: Hvað skyldi hver gler-
flaska kosta hingað komin - og er
virkilega enginn aðili sem telur sig
geta nýtt tómar vínflöskur?
Lesendasíða DV haföi samband við
ÁTVR vegna hugleiðinga Guörúnar
og fékk þær upplýsingar að ÁTVR
hefði annast móttöku á flöskum,
merktum fyrirtækinu, fyrr á árum.
Þetta væri liðin tíð. Margt kæmi til,
þ.á m. það að lítið magn þessara
flaskna hefði skilað sér inn aftur.
Einnig að talsverður kostnaður hefði
fylgt því að hreinsa flöskurnar, sem
hefðu komið inn í misjöfnu ástandi,
og gera þær klárar til endumotkun-
ar. Frá þessu hefði því verið horfið.
Lesendasíða reyndi að afla sér upp-
lýsinga um verðmætí á tómum vín-
flöskum. Um það atriði voru svör
mjög á reiki. Samkvæmt lauslegri
könnun á því máli má hins vegar
ætla að verðmætí hverrar heilflösku
af innkaupsverði fari varla niður fyr-
ir 10 krónur og geti verið allt aö 15,
20 kr. eftir tegundum.
Sanna hringdi:
Ég hef verið að hugleiða hvalveiði-
málin. Ég verð að segja fyrir mitt
leyti að ég er hlynnt því að hvalveið-
ar verði stundaðar áfram, a.m.k. að
einhveiju leyti. Þeir sem eru á mótí
hvalveiðum einungis vegna þess að
þeir telja þessar skepnur svo skyn-
samar að þær megi ekki veiða fara
villir vegar.
Ég veit ekki betur en við drepum
margar skepnur jarðar okkur til
matar og framfærslu þótt þær séu
taldar vitibomar og menn hafi fyrir
því meiri sannanir en frá hvölunum.
Ég undrast það aö við skulum þurfa
að taka tillit til eða fara eftir öðmm
aðilum en okkur sjálfum um hve
mikið við veiðum af hvölum. Þessir
erlendu aðilar koma hér inn fyrir
okkar landhelgi, jafnvel upp í land-
steina, til að krefjast þess að við
hættum hvalveiðum! - Þetta tel ég
ekki ásættanlegt.
Við erum ekki að drepa hvalina
okkur til skemmtunar. Við erum
fiski- og veiðimannaþjóð og veiðum
okkur til framfæris. Hvalkjöt er á-
gætt til matar, enda eftírsótt af mjög
mörgum.
Hvalirnir éta svo og svo mikið af
fiski eöa fæðu fiskistofnanna. Við
verðum því að láta skynsemina ráða
og stjórna veiðunum, taka af hveij-
um stofni það umframmagn sem vís-
indin telja óhætt. - Ég vona að við
vinnum þetta stríð okkar með jafn-
mikilli reisn og við unnum þorska-
stríðið á sínum tíma.
Hringið í síma
27022
rnilli kl. 14 og 16, eöa skrifið.
Hefur lög að mæla
Arnór hringdi: maður og hann fylgir 'sínum mál-
Eftír að hafa hlustað á þátt í ein- um eftir af hörku og einbeitni en
hveiju „kastljósinu" eða frétta- það gerir formaður VSÍ líka. Það
þættiSjónvarpsumdaginnþarsem er því nokkuð glögg mynd sem
formaður Vinnuveitendasambands máöur fær út úr svona viötalsþætti
íslands sat fyrir svörum ásamt for- sem túlka gagnstæð sjónarmið.
manni BSRB verð ég að taka undir Það fer heldur ekki milli mála aö
að hann hefur lög að mæla þegar hvað sem maður hefur mikla sam-
hann sagði að ef ekkí tækist að úð með því fólki sem er í hinum
stöðva eyðsluna í þjóðfélaginu væri svokölluðu lægri launaflokkum er
óhugsandi aö frnna einhvern það afstaða atvinnuveitenda sem
rekstrargrundvöll fyrir ffamleiðsl- aö mínu mati túlkar sanngirnis-
una í landinu. - Þjóðin yrði að ná sjónarmiöiö eins og málin horfa viö
saman og laga sig að þeim veru- í dag. - Það er ekkert nema sam-
leika sem hún býr við. dráttur, sparnaöur, aðhald og ná-
Það var annars fróðlegt aö hlusta kvæm yfirsýn yfir eyðslu sem get-
á þau tvö andstæðu sjónarmiö sem ur komiö landsmönnum til bjálpar.
komu fram í þessum þætti, hjá for- - Viö veröum að byija einhvern
manni BSRB annars vegar og for- tíma og það er ekki alltof erfitt aö
manni VSÍ hins vegar. Ég veit aö byrja einmitt núna.
formaður BSRB er mjög greindur