Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Síða 20
20
MÁNUDAGUR 31. JÚLl 1989.
Iþróttir
Sportstúfar
Luzern gerði
jafntefli
Luzem, lið Sigurðar
Grétarssonar, gerði
1-1 jafhtefli við
Lausanne á útivelli í
svissnesku 1. deildinni um
helgina. Sigurður Grétarsson
lagði upp mark Luzem sem var
skorað á 30. minútu. Það var
jöfnunarmark leiksins þar sem
Lausanne haföi skorað strax á
1. mínútu. Sigurður komst vel
frá sínu og átti ágætan leik.
Luzern á heimaleik gegn St.
Galien á laugardag en liðið er
með 2 stig eftir þrjá leiki. Ne-
chatel Xamax er efst í 1. deild
með 6 stig en um helgina vann
Iiðið Lugano, 4-2. Grasshop-
pers frá Zúrich urðu aö sætta
sig við l-l jafntefli á heimavelli
gegn Servette en með sigri
hefðu ,,Engispretturnar‘' kom-
ist í efsta sætið.
Arsenalvann
Liverpool aftur
Arsenal vann 1-0 sig-
ur á Liverpool í æf-
ingamóti sem lauk á
Wembley-leikvang-
inum í Lundúnum í gær. Með
sigrinum varð Arsenal sigur-
vegari í mótinu en auk ensku
liðanna tveggja tóku Dinamo
Kiev og Porto þátt 1 mótinu. Það
var varnarmaðurinn Steve Bo-
uld sem gerði sigurmark Arse-
nal gegn Liverpool með góöum
skalla í fyrri hálfleik. Stuttu
áður hafði mark verið tekiö af
Nigel Winterburn. Arsenal
vann Porto, 1-0, í fyrsta leik
mótsins á fóstudag og á sama
tíma sigraði Liverpool sovésku
landsliðsmennina í Dinamo
Kiev, 2-0. John Bames og John
Aldridge gerðu þá mörk Lá-
verpool. í gær vann sovéska
liðið Porto, 1-0, og höfnuðu
Rússamir þar með í 3. sætinu.
Keppir Johnson
fyrir Jamaica?
n Svo gæti farið að Ben
jgy Johnson, sem dæmd-
' ur var i tveggja ára
bann á síðustu
ólympíuleikum, keppi fyrir
hönd Jamaica þegar hann
verður aftur löglegur. Johnson
er Jamaíkabúi en hefur keppt
fyrir Kanada allt frá því að
hann hóf keppni. „Ég er mjög
spenntur fyrir því að keppa fyr-
ir hönd Jamaica þegar og ef ég
fæ að keppa aftur á alþjóðleg-
um mótum,“ sagði Johnson
þegar hann var á ferðalagi í
heimalandi sínu í síðustu viku.
Johnson var sem kunnugt er
dæmdur í bann í Seoul í sept-
ember síðasthðnum fyrir notk-
un á ólöglegum lyíjum. Málið
vakti gífúrlega athygh á sínum
tíma og gerir reyndar enn.
Keilir hélt
Browníng-mótið
“*■ Browning-mótið í
golfi var haldiö á
Hvaleyrarvelhnum
um helgina. Úrsht
uröu þau að Amar Ástþórsson,
GS, sigraði án forgjafar með 73
högg. Amar vann Vignir
Traustason, GK, eftir bráða-
bana en Vignir hafði einnig
leikiö á 73 höggum. Þriðji varð
Ragnar Gunnlaugsson, GK, á
74 höggum. í keppni með for-
gjöf sigraði Hjalti Þórisson, GR,
á 60 höggum, Vignir Trausta-
son varð annar á 61 höggi og
Ragnar Gunnlaugsson hafhaöi
í 3. sæti.
Valur og FH í kwöld
í kvöld mætast Valur
og FH í Hörpu-deild-
inni í knattspymu og
verður leikur hð-
anna á Hlíðarenda. Valsmenn
em í efsta sæti dehdarinnar
með 21 stig en FH-ingar em
aðeins tvelmur á eftir. Það má
því búast við toppslag í kvöld
klukkan 20.
• Fjórir leikmenn Bayern Miinchen fagna sigurmarkinu gegn Niirnberg um helgina. í búningi númer ellefu er Skotinn Alan Mclnally sem skoraði tvö
mörk fyrir Bayern, þá kemur sovéski leikmaðurinn Mihailovic, sem skoraði sigurmarkið, og til hægri á myndinni eru þeir Stefan Reuter og Ludwig Kögl.
Simamynd/Reuter
Knattspymuvertíðin hafín í Vestur-Þýskalandi:
- áhorfendur Qölmargir. Stuttgart og Bayem byrja vel
Meistarar Bayem
Múnchen fóru vel af stað
þegar vestur-þýska
Bundeslígan hófst um
helgina. Bæjarar tóku á móti ná-
grönnum sínum, Númberg, og
sigruðu, 3-2. Skotinn Alan Mc-
Inally, sem nýlega var keyptur th
Bayem, fór vel af stað og skoraði
tvö mörk í leiknum. Hinn nýhðinn,
Radmilo Mihailovic, gerði síðan
þriðja markið. Cristian Hausmann
og Frank Tuerr gerðu mörkin fyr-
ir gestina en það dugöi ekki til.
Bæjarar fógnuðu sigri fyrir fram-
an fjölmarga áhorfendur á ólymp-
íuleikvanginum.
• Ásgeir Sigurvinsson og félag-
ar í Stuttgart byrjuðu einnig vel
og unnu Karlsruhe, 2-0, í enn ein-
um nágrannaslagnum. Jurgen
Hartinann og Manfred Kastl skor-
uðu mörk Stuttgart. Ásgeir átti
góðan leik með liði sínu og stjóm-
aöi spilinu vel á miðsvæði vallar-
ins.
• Köln, sem varð í öðm sæti í
Bundeslígunni á síðasta keppnis-
tímabih, gerði góða ferð til Boch-
um og fór þaðan með 1-0 sigur.
Uwe Rahn gerði eina mark leiksins
og tryggði Kölnarbðinu öh þijú
stigin í leiknum.
• Kaiserslautem sigraði Bor-
ussia Mönchengladbach, 2-1, og
gerði Stefan Kuntz bæði mörk
„Keisarahallarinnar“. Svíinn Stef-
an Effenberg minnkaði muninn
fyrir Gladbach.
• Hamborgarar gerðu 1-1 jafn-
tefli gegn Dússeldorf á útivelh.
Hollendingurinn Jan Furtok kom
Hamborgurum yfir en landi hans,
Dirk Krumpelmann, jafnaði fyrir
heimamenn.
• Bayer Uerdingen sigraði htla
höið Homburg, 3-0. Wolfgang
Funkel, Macel Witeczek og Rein-
hold Mathy skoruðu fyrir Uerd-
ingen.
• Bayer Leverkusen sigraði
Borussia Dortmund, 1-0, með
marki Marek Lesniak sem fæddur
er í Tékkóslóvakíu.
• Eintracht Frankfurt lagði ná-
granna sína, Waldhof Mannheim,
3-1, í Frankfurt. Peter Hobday,
Dieter Eckstein og Joern Ander-
sen gerðu mörk Eintracht en Uwe
Freiler skoraði fyrir Mannheim.
• Loks gerðu St. Pauli og Werd-
er Bremen markalaust jafntefli í
gleðihverfinu fræga í Hamborg.
• Þess má geta að óvenjumargt
var á knattspyrnuvöllunum í
Vestur-Þýskalandi um helgina og
er þetta nýtt met á opnunardegi
Bundeslígunnar. Ástæða þessa
mikla áhorfendafjölda er senni-
lega að óvenjumargir nágranna-
leikir voru um helgina.
-RR