Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Blaðsíða 26
26
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989.
íþróttir____________________________dv
Geysir og Sleipnir skiptu með
sér verðlaunum á stórmótinu
Níu hestamannafélög á Suður-
landi, milli Heliisheiðar og Lóma-
gnúps, héldu stórmót á Hellu um
helgina. Hvert félag sendi tvo full-
trúa í A- og B-flokka gæðingakeppn-
innar, svo og bama- og unglinga-
flokk. Auk þess voru kappreiðar og
kynbótahrossasýningar. Þátttaka
var töluverð en áhorfendur fáir.
Fyrsti þurrkur sumarsins sá fyrir
því.
Dimma nálægt þrennunni
í A-flokki gaeðingakeppninnar
fengu 6 hestar af 14 hærri einkunn
en 8,00 og í B-flokki 'fengu 8 hestar
af 15 dæmdum einkunnina 8,00 eða
meir. Hross frá hestamannafélögun-
um Geysi og Sleipni skiptu með sér
verölaunum í gæðingakeppninni.
Reyndar stóðu Geysismenn best að
vígi eftir dóma því þeir voru með
efsta hest í þremur flokkum.
Í B-flokki voru glæsileg hross og
miklar verðskuldaðar einkunnir.
Hryssa Sveins Runólfssonar, Dimma
frá Gunnarsholti (Geysi), sem Rúna
Einarsdóttir sýndi, fékk hæstu ein-
kunn, 8,62, en hafnaði þrátt fyrir það
í öðru sæti því Ögra (Sleipni), sem
Þorvaldur Sveinsson á og sat, gekk
betur í röðuninni og stóð efstur að
lokum. Dimma vann B-flokkinn hjá
Geysi fyrr í sumar og einnig varð
Rúna íslandsmeistari í tölti á Dimmu
þannig að þær Dimma voru nálægt
því að tryggja sér þrennuna í sumar.
I þriðja sæti varð Spegiil (Smári),
Sigfúsar Guðmundssonar, sem Guð-
mundur Á. Sigfússon sat, með 8,42 í
einkunn.
Siggu-Brúnka, frá hestamannafé-
laginu Geysi vann A-flokkinn með
8,34 í einkunn. Siggu-Brúnka er í eigu
Sigríðar Sveinsdóttur en knapi var
Sigurður Sæmundsson, liðsstjóri ís-
lenska landsliðsins í hestaíþróttum.
Glaumur (Sindra) þeirra Jóns
Bjömssonar og Guðlaugs Antons-
sonar, sem Guðlaugur sýndi, var
annar með 8,30 og Fjalar (Sleipni),
Freyju og Alberts í Votmúla, sem
Freyja sýndi, varð þriðji með 8,24.
Knapar kvörtuðu yfir því aö úrshta-
keppnin hefði ekki verið nógu mark-
viss. Knöpum var uppálagt að ríða í
belg og biðu eins og þeim sýndist,
ýmist hratt eða hægt. Erfitt var fyrir
dómara að finna út röðun á hrossin
í þessari ringulreið.
Ekki var mikill munur á einkunn-
um þeirra fimm knapa sem komust
í úrslit í unglingaflokki. Sá hæst
dæmdi fékk 8,37 en fimmta sætið gaf
8,31 í einkunn. Bima Káradóttir
Glaumur, lengst til vinstri, sigraði I 250 metra skeiðinu. Knapi var Guðlaugur Antonsson. Sigurbjörn Bárðarson og Snarfari eru til hægri og Jóhann
Valdimarsson á Freyju fyrir miðju. Það rétt grillir í Magnús Einarsson og Gamm. DV-mynd EJ
(Smára) á Gjóstu fékk hæstu ein-
kunn, 8,37, en hafnaði þrátt fyrir það
í fjórða sæti. í efsta sæti varð Iris
Sveinbjörnsdóttir (Sleipni) á Þokka.
Næstur varð Birgir Gunnarsson
(Sleipni) á Gusti og Líney S. Kristins-
dóttir (Loga) þriðja á Eldingu.
Sigríður Th. Kristinsdóttir (Geysi)
sigraði í bamaflokki á Stjama með
8,48 í einkunn. Guðmundur V. Gunn-
arsson (Sleipni) varð annar á Flaumi
og Hulda Stefánsdóttir (Smára)
þriðja á Svarta svan.
Kappreiðar
Háfeti Lámsar Þórhallssonar sigr-
aði í 350 metra stökki á 25,9 sek. Lót-
us Kristins Guðnasonar sigraði í 800
metra stökki á 1.04,9 mín. Knapi var
Magnús Benediktsson. Subaru
Guðna Kristinssonar sigraði í 250
metra stökki á 18,5 sek. Knapi var
Magnús Benediktsson. Penni Magn-
úsar Halldórssonar sigraði í 150
metra skeiði á 15,0 sek. Knapi var
Albert Jónsson. Glaumur Jóns
Björnssonar og Guðlaugs Antons-
sonar, sem Guðlaugur sat, sigraði í
250 metra skeiði á 22,6 sek. Krummi
Guðmundar Viðarssonar, sem Vign-
ir Siggeirsson sat, sigraði í 300 metra
brokki á 1.05,9 mín.
-EJ
Efstu hestar í B-flokki gæöinga.
Efstu sex vetra hryssumar. DV-myndEJ
Hrossarækt í miklum
bióma á Suðurlandi
Kynbótarækt er í mikilli upp-
sveiflu á Suöurlandi, Tvær kyn-
bótasýningar hafa veriö haldnar á
Hellu meö skömmu millibili.
Dæmd vom 138 kynbótahross á
fyrri sýníngunni í júní en nú var
dærat 81 hross. Þrátt fyrir mikinn
flölda kynbótahrossa náöi ekkert
hross 1. verðlaunum en tveir stóð-
hestar og firaratíu og þrjár hryssur
komust í ættbók.
Stóðhestar viröast vera í ræktun
víða ef marka má §ölda sýndra
stóöhesta í sumar. A Hellu vora
dæradir firam stóðhestar að þessu
sínni. Eixm þeirra fékk einungis
byggingardóm.
Vonaraeisti írá Skoliagróf, und-
an Hrafiii frá Holtsmúla og Von frá
Skollagróf, fékk 7,96 í aðaleinkunn,
7,81 fjrir sköpulag og 8,11 fyrir
hæfileika. Hann er fajddur áriö
1981. Hraihfinnur frá Kvíarhóli,
imdan Hrafiii frá Holtsraúla og
Kolfinnu frá Kröggólfsstööum,
fékk 7,82 í aöaleinkunn, 7,79 fyrir
sköpulag og 7,86 fyrir hæfileika.
Hann er fæddur árið 1984.
Laugarvatnshryssurnar
stóðu efstar
Áttatíu og fjórar hryssur skiluðu
sér í dóm. Þorkell Bjamason
hrossaræktarráðunautur var
sæmilega ánægöur með útkomuna.
„Þaö var ekki margt af betra taginu
en drjúgt fór í ættbók. Það er gagn
að því að flokka hryssunar,'1 sagði
hann. Flest allar hryssuraar vom
sex vetra og eldri, 24 voru fimm
vetra, en engin fjögurra vetra
hryssa mætti í dóm.
Efsta hryssa í flokki sex vetra
hryssnanna var Björk frá Laugar-
vatni, undan Feng frá Laugarvatni
og Stelpu frá Laugarvatni Björk
fékk 7,95 í aðaleinkunn. Sköpulags-
einkunn var 7,95 en hæfileikaein-
kunn 7,94.
Önnur Laugarvatnshryssa,
Hlökk, stóö efst í flokki fimm vetra
hryssna. Hún er undan Hrafni frá
Holtsmúla og Sif frá Laugarvatni.
Hlökk fékk 7,86 í aðaleinkunn, 8,00
fyrir sköpulag en 7,71 fyrir hæfi-
leika. Aðrar hryssur fengu verri
dóraa. -EJ