Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Síða 30
30 mXnUDAGUR’ 3Í? jtfUÍ' 1989. íþróttir Japis-rallið um helgina: Steingrímur og Bogdanski sigurvegarar Þriðja umferð íslandsmeistara- keppninnar í rallakstri 1989, Japis- rallið, var háð á laugardag og sunnudag. Keppnin hófst við Japis í Kringlunni kl. 20.00 á laugardags- kvöld og lauk við Japis í Brautar- holti 19 tímum síðar. Þetta var hörkuslagur eins og við var að bú- ast en hugur margra keppenda var blendinn áður en hún hófst því Japis-ralliö er eina næturkeppni ársins. Steingrímur kominn á beinu brautina Steingrímur Ingason og Witek Bog- danski á heimasmíðuðum Nissan bíl gáfu strax tóninn og unnu fyrstu sérleið sem var upp og niður Úlf- arsfell. Þessi sérleið hefur ekki ver- ið ekin áður en var nú vígð við mikinn fögnuð fjölmargra áhorf- enda er skemmtu sér vel í góða veðrinu. Nissan bíll Steingríms og Witeks sveik þá hvergi og þeir gáfu for- ustuna aldrei eftir og sigruðu ör- ugglega með rúmlega tveggja mín- útna mun eftir um 200 kilómetra sérleiðaakstur. Á tímabili höíðu þeir ákveðið að hætta keppni en voru reknir áfram. Aðspurðir sögðu þeir bræður að þetta mundi ekki koma fyrir aftur í sumar: „Við ætlum að vinna rest- ina.“ Suzuki í þriðja sæti í þriðja sæti, og engum að óvörum lengur, lentu þeir Ævar Hjartarson og Ari Arnórsson á mjólkurbúðar- bOnum Suzuki Swift GTI. í enda- marki voru þeir hæverskir að vanda og gerðu lítið úr erfiðleikum en viðurkenndu þó aö hafa sprengt eitt dekk og ekið á því sprungnu hefia sérleið, alls 33 kílómetra, eftir Kjalvegi, grýttum og holóttum. Trúi hver sem vill en þetta er satt. Það er með ólíkindum hvað þeir félagar ná góðum árangri á þessu htla kríli. Þessi htli bfil er hannað- ur fyrir innkaupaferðir sparsamra húsmæðra en ekki til að aka um fjallaslóðir íslands í kappi við klukkuna. Þetta er í þriðja sinn í jafnmörgum viðureignum sem Súkkan skilar sér í mark í verð- launasæti og það sér ekki á bOnum rispu. • Steingrímur Ingason og Witek Bogdanski á fleygiferð á einni sérleiö- inni í Japis-rallinu um helgina. DV-mynd ÁS Heimasmíðaður farkostur Steingrímur hefur með aðstoðar- hði sínu lagt mikla vinnu í smíði bOsins og hannað flest sjálfur og það virðist vera að skOa sér. Með þessum verðskuldaða sigri eru þeir nú í öðru sæti í íslandsmeistara- keppninni með 43 stig. Aðspurður sagðist Steingrímur þakka sigur- inn góðum undirbúningi, harð- snúnu aðstoðarhði og síðast en ekki síst náðum við að hvfla okkur fyrir keppnina sem er mjög mikfl- vægt. Bílbótarbræður í basli í öðru sæti eftir mikinn baming og brölt vegna gangtruflana urðu þeir Bflbótarbræður frá Keflavík, Ólafur og Hahdór Sigurjónssynir. Þeir eru nú með forustuna í keppn- inni um íslandsmeistaratitihnn með 55 stig þegar þrjú röh eru búin af sex. Þar af unnu þeir tvö fyrri skiptin. En þeir lentu í vandræðum í þetta sinn og náðu aldrei að sýna getu sína. 260 hestafla véhn í Talbot Lotus bfl þeirra bræðra var nýendur- byggð og átti að vera í óaðfinnan- legu ástandi en samt gekk hún ekki sem skyldi og fúskaði, eins og sagt er á bflamáh. Þrátt fyrir þriggja sólarhringa þrotlausa vinnu fannst ekki bflunin og urðu þeir að aka aha keppnina með mótorinn afllít- inn. Titilvonir úr sögunni? Fjórða sætið vermdu að þessu sinni feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson en fyrirfram var þeim spáð betra gengi. Ford Escort keppnisbíhinn, sem hefur þjónað þeim vel og dyggilega í áranna rás, bilaði á síðustu stundu og var aht úthtfyrir að þeir mundu ekki taka þátt í rahinu. En á síðustu stundu fengu þeir lánaðan annan ekki síöri keppnisbfl af Nissan 240 RS gerð er staðið hefur ónotaður það sem af er sumri. Rúnar virtist strax ná tökum á bflnum og var í baráttunni um eitt af þremur efstu sætunum þegar rafmagnstruflanir töföu þá venflega á Kjalvegi. Eftir brösótt gengi í sumar virðast möguieikar þeirra á íslandsmeistaratith nánast vera úr sögunni þetta árið. 10 af 17 komust í mark Af sautján bflum, er hófu keppn- ina, tókst 10 að komast í endamark. Tveir ultu, einn brann og hinir fjór- ir einfaldiega bfluðu. • Ein kona tók þátt í ralhnu að þessu sinni - Guðný Úlfarsdóttir, 17 ára, og stóð hún sig með mestu prýði. Það verður gaman að sjá til hennar í framtíðinni ef hún heldur áfram á sömu braut því hún gaf strákunum ekkert eftir í keppnis- hörkunni. -BG/ÁS Einar Vilhjálmsson gefur hér allt i lokakast sitt á meistaramótinu á laugardag. Krafturinn leynir sér ekki í svip kappans enda kastaði hann yfir 82 metra á mótinu og tryggði sér sigur. DV-mynd GS Islandsmótiö í frjálsum íþróttum: Gott hjá Einari Vilhjálmssyni Einar Vilhjálmsson tryggði sér á laugardag íslandsmeistaratit- ilinn í spjótkasti. Einar og Sigurður Einarsson háðu einvígi um meistaratitihnn og þegar upp var staðið hafði Einar betur og náði lengsta kasti sínu á þessu ári. Einar kastaði 82,22 metra en Sigurður varð að gera sér 77,84 metra að góðu. Spjótkastið var það sem flestir biðu eftir að sjá en því miður varð spennan ekki eins mikii og margir héldu. Einar sýndi það að hann er enn sá besti í spjót- kastinu hér á landi og Sigurður verður að bíöa betri tíma. • Finnbogi Gylfason, FH, setti meistaramótsmet á laugardag þegar hann hljóp 800 metrana á 1:53,03 mín. Finnbogi virtist ekki líklegur til stór- ræða því hann var aftarlega í hlaup- inu allt þar til á síðustu 10 metrunum aö hann tók ótrúlegan kipp og skaust fram úr fremstu mönnum og sigraði glæsflega. • Þá vannst einnig mjög gott afrek í 1500 metra hlaupi kvenna. Martha Emstdóttir hljóp á besta tíma sem náðst hefur á meistaramóti í þeirri grein. • Af öðrum stórafrekum á laugar- dag ber aö nefna að Pétur Andrés- son, HSK, sigraði í kúluvarpi, kastaði 19,26 metra. Vésteinn vann Eggert Vésteinn Hafsteinsson vann sigur í kringlukastinu í gær og náði að kasta 60,58 metra og það dugði honum til sigurs. Eggert Bogason varð í öðra sæti en hann kastaði 54,84 metra. • Unnar Vilhjálmsson vann sigur í hástökki en Unnar, sem keppir fyr- ir HSÞ, stökk 2,05 metra en hann fékk mjög harða keppni frá þremenning- unum Gunnlaugi Grettissyni, Þor- steini Þórssyni og Einari Kristjáns- syni en þeir stukku allir 2 metra slétta. Kast Guðmundar ólöglegt • Guðmundur Karlsson, FH, kastaði 62,90 metra í sleggjukasti sem er betri árangur en núgfldandi íslandsmet. Sleggja Guðmundar reyndist hins vegar 7 mm of htil að ummáli og kastið var því ólöglegt. • Oddur Sigurðsson, FH, sigraði í 100 m hlaupi karla á 11,03 sek. en Einar Þ. Einarsson varð annar á 11,04 sek. • Súsanna Helgadóttir, FH, náöi frábæram árangri og sigraði tvöfalt. Hún vann sigur í langstökki og einn- ig í 100 metra hlaupi. • Sveit FH sigraði þrefalt í 1500 metra hlaupi karla. Steinn Jóhanns- son kom fyrstur í mark, Guðmundur Skúlason varð í öðru sæti og Finn- bogi Gylfason í því þriðja. • Friðrik Óskarsson, gamla kemp- an úr ÍR, sigraði í þrístökki. Hann stökk 14,01 metra. -RR/SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.