Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.1989, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 1989. Merming Framúrstefna frá Frans Nú þegar myndverk „viöur- kenndra" listamanna, lífs sem lið- inna, ganga kaupum og sölum fyrir himinháar upphæðir, eiga lítil og félítil listasöfn augljóslega undir högg að sækja. Þau hafa hvorki efni á að koma sér upp heillegu safni af myndhst frumherjanna, né heldur af úrvals- verkum samtímalistamanna. Falla þau þá stundum í þá gryfju að festa kaup á nöfnum fremur en verkum, það er, annars flokks myndum eftir „viðurkennda" lista- menn sem falar eru við skikkan- legu verði. Með þessum hætti hyggjast minni söfnin ná utan um allan þró- unarferil nútíma listasögu, en sitja á endanum uppi með fremur hroð- virknislegt ágrip af henni. Það er alls ekki útilokað fyrir lít- il og félítil listasöfn, en í þeim flokki eru allar safnastofnanir hér uppi á íslandi, að verða sér úti um mynd- verk eftir marga helstu listamenn vorra tíma, sníði þau sér stakk eft- ir vexti. Það gera söfnin með markvissri sérhæfingu, til að mynda meö því að safna teikningum, grafíkmynd- um og fjölvum þessara hstamanna, sem í flestum tilfellum gefa eins góða mynd - ef ekki betri - af hugs- unarhætti þeirra og vinnubrögðum eins og viðameiri og eftirsóttari verk þeirra. Það eru ekki nema tuttugu ár síð- an ég hefði getað keypt úrvals graf- íkmynd eftir David Hockney fyrir þriðjung af mánaðarlaunum mín- um og fjögurra mánaða verka- mannalaun mín hefðu nægt til að festa kaup á litlum skúlptúr eftir Anthony Caro. Voru umræddir listamenn þó famir að fá smjörþefinn af frægð- inni. Góð kaup í þá tíö gátu glöggir menn einnig gert góð kaup í grafík gamaha meistara. Sjálfur var ég ekki tiltak- anlega glöggur en gat þó komist yfir tréskurðarmyndir eftir einn af minni spámönnum ukiyo-e tíma- bhsins í Japan og htlar koparstung- ur, þrykktar eftir „origínal" plöt- um Rembrandts. Nú halda menn ef til vih að ekki sé lengur hægt að komast yfir markverða myndhst á góðu verði. En það er öðru nær. Fyrir rúmu ári síðan afhenti þýska hstatímaritið ART þremur hstáhugamönnum 5000 þýsk mörk á mann -150.000 ísl. krónur á nú- virði - og bað þá nota peningana til að kaupa eins mörg hstaverk frá eins löngu tímabili og þeir gætu. Bestu kaupin gerði Carl Vogel, forstöðumaður Listaháskólans í Hamborg, sem komst yfir 23 mynd- verk, aðallega grafík og ljósmynd- ir. Þar á meðal voru verk eftir Gott- fried Brockmann, Alfred Kubin, Marcel Gromaire (2 stk. ), Lovis Corinth, Joseph Beuys, George Brecht, Ben Vautier, Christo, Fisc- hh & Weiss, Sol le Witt og Michel Seuphor. Allt fyrir 150.000 íslen- skar krónur. Vilji lítil listasöfn endilega eign- ast stærri hstaverk eftir útlenda hstamenn, geta þau einnig reynt að veðja á ungt fólk á uppleið, list- stefnur sem ekki eru lengur í tísku meðal fjárfestingaraöalsins, eöa hstamenn sem ekki hafa verið í sviðsljósinu um nokkurt skeið. Sérhæfð söfnun af þessu tæi út- heimtir hins vegar mikla þekkingu, útsjónarsemi og ferðavilja. Sjálfdæmi safnstjóra Tilefni þessa langa formála er einmitt sýning Kjarvalsstaða á nú- tímaverkum sem htið sveitasafn í Frans, Épinal safniö, hefur komið sér upp á undanfornum sjö árum. Eftir að þetta safn fór að fá reglu- lega styrki til hstaverkakaupa frá Tony Cragg: S, 1984 Wolf Vostell: Grosse Sitzung mit Richard Long: Sumarhringur, 1987 da, 1961 DV-myndir JAK Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson franska ríkinu varð þaö að móta sér stefnu í þeim málum. Þar í sveit fóru menn þá óvenju- legu leið að veita safnstjóranum, Bemard Huin, sjálfdæmi th kaupa á listaverkum. Hann hófst handa við að kaupa þá myndhst sem höfðaði mest til hans, mestmegnis verk í anda ít- ölsku vanefnastefnunnar (Arte Po- vera), alþjóðlegrar naumhyggju (mínimahsma), svo og ýmiss konar utan flokka afbrigði þeirra. Til skamms tíma hefur myndhst í þessum dúr verið á viðráðanlegu verði á alþjóðlegum mörkuðum. Þess vegna hefur Huin tekist að næla sér í nokkur ágæt verk eftir Long, Cragg, Merz, Flavin, Kosuth, Steha og fleiri, sem flest njóta sín prýðis vel í vestursal Kjarvals- staða. Sérstaklega er gaman að fá staö- fest í eitt skipti fyrir öll hve sterk áhrif ítalska vanefnastefnan hafði á nokkra íslenska Súmara hér á árum áður, sjá notkun þeirra á 'heysátum, flúrljósum og tuskum. Ljósár milli listamanna Ég get ekki neitað því að það er stundum dáldið erfitt að botna í þankagangi Huins, eins og hann birtist í hstaverkakaupum hans. Líth „Arp-leg“ lágmynd eftir Ric- hard Tuttle virðist til dæmis keypt út á nafn höfundar, svo mjög er hún á skjön bæði við önnur verk hans og afganginn af sýningunni. Merkingarlega séð eru einnig ljósár á milli strendings eftir Judd og veggjarrifrildis Wolfs Vostell. Það þarf líka góðan vhja til að kaupa myndröð eftir Warhol ein- göngu út á innbyggða naumhyggju hennar en horfa framhjá yfir- þyrmandi skírskotun hennar í neyslumenninguna. Líka er sérkennilegt, kannski djarft, af Huin að kaupa erótíska ljósmynd Helmuts Newton af nak- inni kjamakonu sem „skúlptúr". Sú ráðstöfun vekur hins vegar upp fleiri spumingar en hún svarar. Kannski er best að gera sér ekki rehu út af meintu samhengi eða samhengisleysi á þessari sýningu, heldur ganga fordómalaust til móts við hvert einstakt verk. Eða eins og Huin segir í sýningarskrá : „Eina samhengið er listin“. Og þá er maður auðvitað misjafn- lega sáttur við það sem þessi verk segja manni - eða segja ekki. Virk og óvirk verk Mörg þeirra em mjög lifandi og virk, th að mynda verk Jennýjar Holzer, Stella, Craggs, Longs og Flavins, önnur em meira en lítið prívat en þó nærvemgóð, sjá verk Merz, Zorio og Buthe, enn önnur, til dæmis verk Andres og Judds, virka ekki vegna staösetningar sinnar. Verk Andres fer halhoka fyrir timburgólfinu að Kjarvalsstöðum, en strendingur Judds veröur enn eitt fómarlamb loftsins fræga. Svo eru þama verk eftir hsta- menn sem ég hef aldrei skhið, en það er mitt vandamál. Hér á ég meðal annars við verk þeirra Gil- berts & George. Meðal annarra orða, hvað varð um verk Roberts Morris, sem sagt er aö sé á sýningunni? Vissulega er fengur að þessari sýningu fyrir alla þá sem fengið hafa nasasjón af því sem gerst hef- ur í nútímahstum undanfarna tvo áratugi. En þorri sýningargesta þarf sennilega á ritaðri eða munnlegri leiðsögn að halda um þau „hættu- svæði“ sem hér em opnuð th skoð- unar, svo vitnað sé í orð Bemards Huin. -ai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.