Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1989, Page 6
32
LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER 1989
TEGUND ÁRG. EKINN VERÐ
Toyota Tercel 4x4 st. 1988 19.000 850.000
Buick Skylark 6 cyl., LTD 1986 35.000 950.000
Fiat Polonez 1986 40.000 115.000
Ch. Caprice Classic 1985 63.000 1.200.000
Isuzu, styttri, bens. 1988 14.000 1.450.000
Ch. Monza SLE 2,0, ssk. 1988 14.000 770.000
Toyota Corolla DX, 3d. 1986 50.000 470.000
Toyota Tercel 4x4 1984 92.000 450.000
Mazda 323, 4d. 1982 81.000 185.000
Subaru 4x4, st. 1987 53.000 870.000
Isuzu Gemini, 3d. 1989 3.000 700.000
MMC Galant GLS 1989 4.000 1.150.000
GMC Jimmy S15, m/öllu 1988 10.000 1.950.000
Ch. Monza, 3d., ssk. 1987 30.000 590.000
Honda Accord Ex, bsk. 1984 45.000 490.000
Scout Traveler V8, ssk. 1979 73.000 495.000
Toyota Corolla liftback 1987 26.000 590.000
Opel Corsa LS 1987 45.000 350.000
Daihatsu Charade 1986 33.000 360.000
Saab 90 1985 67.000 525.000
Opið laugardaga frá 13 til 17
Bein lína, sími 674300
BiLVANGUR SF
HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
BILASALAN
HF.
HYRJARHÖFÐA 4 - SÍMI 673000
Vantar alla gerðir
bíla á staðinn og á skrá
Nissan Cedric órg. '87, i sér-
flokki, m/öllu.
Ford Sierra 1600 Lacer '87,
5 gíra, sóllúga, rafm. i rúð-
um, cenfrall.
Toyota Corolla GTi árg. '88
m/öilu.
Toyota Corolla árg. '88,
sjálfsk.
Toyota Carina II árg. '87.
Nissan Sunny árg. '87.
s. 673000
Brosiö breikkar í betri bil
Bílar____________________dv
Forskot á Frankfurt:
605
- nýr lúxusbíll frá Peugeot
frumsýndur í næstu viku
Það er einkum í innri búnaði sem áherslan er lögó á að gera þennan
nýja bíl sem best úr garði, skapa sannkallaðan lúxusbil. Hægt er að
stilla hæð og fjarlægð stýrishjólsins með einu handtaki.
í útliti er nýjasti lúxusbillinn frá Peugeot, 605, mjög líkur 405. Nýjungarn-
ar er helst að finna i innri búnaði og undir vélarhlífinni.
Ein merkasta nýjungin í bíla-
heiminum, sem birtast mun á al-
þjóðlegu bflasýningunni í Frank-
furt sem byijar í lok næstu viku,
er frumsýning nýja lúxusbflsins frá
Peugeot sem fékk númerið 605 eins
og við vorum búnir að spá hér í
DV Bflum áður.
Þrátt fyrir að opinber frumsýning
sé á fimmtudaginn kemur fengu
evrópskir bílablaðamenn að sjá bíl-
inn á forsýningu í Sochaux í
Frakldandi í hðinni viku. Við hér
uppi á íslandi vorum íjarri góðu
gamni og verðum því að láta okkur
nægja að sópa upp molana úr
erlendum skrifum um hinn nýja
605.
Val verður á fjórum mismunandi
vélum í fimm útgáfum bílsins, allt
frá tveggja htra vél með venjuleg-
um blöndungi upp í þriggja lítra
lúxusútgáfu, sex strokka og með
24 ventlum.
Hvernig hinn nýi lúxusbíll frá
Peugeot myndi verða hefur verið
meðal best varðveittu leyndarmála
bflaiðnaðarins. Fram að þessu hef-
ur nýi bíllinn gengið undir nafninu
Z-6. Jafnvel umboðsmenn Peugeot
fengu ekki til skamms tíma að vita
hvað bíllinn kæmi til með að heita.
Undir það síðasta var þó almennt
veöjaö á 605 eöa 705. Það kom því
fáum á óvart á forkynningunni í
Frakklandi á dögunum að það stóð
605 á skottlokinu þegar hulunni var
svipt af bflnum.
Svipaðútlit og 405
en tækniiegar breytingar
Útht hins nýja 605 kom fáum á
óvart. í úthti minnir hann mjög á
Peugeot 405 en er vissulega stærri.
Þetta úthtsform hefur komið vel
út hjá Peugeot, allavega hefur 405
notið mikflla vinsælda frá því að
hann kom á markað.
Það er í tæknflegu tilliti sem hinn
nýi 605 ber með sér nýjungar. Hvað
vélamar áhrærir eru tveir minnstu
mótoramir þegar þekktir. Minnsta
véhn gefur 115 hestöfl en númer tvö
í röðinni gefur frá sér 130 hestöfl
og kemur bílnum, sem ber ein-
kennið SRI líkt og 405 með sam-
svarandi vél gerir, upp í 200 kfló-
metra hraða á klukkustund sem er
harla gott þegar miöað er við aö 605
er nokkru þyngri en 405.
Þriggja litra vélamar eru sex
strokka og gefa 170 hestöfl. Hvað
vélamar áhrærir eru gerðimar
tvær, sem fengiö hafa einkennið
SR og SV fyrir framan númerið
605, með sama vélbúnaði en mikih
munur er á öðrum búnaði. SV-
gerðin er nú komin með nýjung hjá
Peugeot en það er rafeindastýring
höggdeyfanna.
Toppgerðin, sem er með 24 ventla
vél sem er alveg ný af nálinni, býð-
ur upp á mikið af alls kyns auka-
búnaði og þægindum.
Lúxus í fyrirrúmi
PSA-samsteypan var búin að gefa
tóninn með kynningu á hinum nýja
XM frá Citroen fyrr á þessu ári.
Þar var mikið lagt upp úr innri
búnaði bflsins ásamt vélbúnaöi og
fjöðrun.
Með þessum nýja 605 er greini-
lega lögð á það áhersla af hálfu
Peugeot að bíllinn er lúxusbíll og
búinn þægindum og búnaði sam-
kvæmt þvi. Sérstaklega hefur verið
lögð á það áhersla að gera vinnu-
stað ökumannsins sem best úr
garði. Eitt atriðið, hæðar- og fjar-
lægðarstilhng stýrishjólsins með
einu handtaki, er nokkuð sem flest-
ir kunna eflaust vel að meta, að
sögn þeirra sem sáu bíhnn á kynn-
ingunni í Frakklandi á dögunum.
Þá er hægt að stilla ökumannssætið
á aha hugsanlega vegu með rafstýr-
ingu, nokkuð sem mörgum finnst
sjálfsagður hlutur í slíkum lúxus-
bfl.
Meðal nýjunga er endurbót á
hita- og loftræstikerfi en í 605 eru
loftstokkar í framhurðunum sem
leiða hita til aftursætisfarþeganna.
Þetta á að vera mikil framför en
ekki gafst blaðamönnunum tæki-
færi til að reyna þetta á dögunum
í Sochaux því bfllinn stóð þá graf-
kyrr á stalli.
Það er greinilegt á fyrstu við-
brögðum erlendra bílablaðamanna
við hinum nýja 605 að það kemur
þeim á óvart hve líkur hann er 405
í úthti. Á hinn bóginn eru þeir á-
nægðir með hvernig bíllinn er bú-
inn og ekki síst í tæknilegu tilliti.
Hafa ber í huga að 405 var á sínum
tíma vahnn bfll ársins og þá ekki
síst fyrir útht og búnað, nokkuð
sem 605 virðist ekki vera eftirbátur
hans í.
-JR
CL.CC
HUGSUM FRAM A VEGINN
yUMFB^