Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1989.
Fréttir
Einar Oddur Kristjánsson:
Vill lög gegn
fjölgun skipa
- ósammála bæði Þorsteini og Friðriki 1 fiskveiðimálum
„Við höfum gagnrýnt fiskveiði-
stjómina þvi við teljum aö okkur
hafi ekki tekist að efla fiskveiðistofn-
ana en á sama tíma hefur fiárfesting-
in í veiðunum haldið áfram. Ég hef
oft sagt að fyrsta skrefið á leiðinni
upp sé að hætta að fara niður. Þaö
þarf að hætta að auka afkastagetu
Fjögur hross
drápust og
þrennt
slasaðist
Fjögur hross drápust í tveimur
slysum í Skagafirði á sunnudags-
kvöld. Bfl var ekið á hrossastóð
sem verið var að reka á Skagfirð-
ingabraut, við Torfgerði, skammt
frá Varmahlíð. Tvö hross drápust
strax og aflífa varð eitt. Tvennt,
sem var í bílnum, slasaðist - en
ekki alvarlega. Bíllinn er talinn
vera ónýtur.
Lögregla hafði fylgt rekstrinum
ofan af Vatnsskarði. Skömmu
áður en árekstúrinn varð afþökk-
uðu rekstrarmenn frekari fýlgd
lögreglunnar. Ósennilegt er að
svo illa hefði farið ef lögi-eglan
hefði verið áfram við reksturinn
- þar sem blikkfiós lögreglubfls-
ins voru notuð.
Tuttugu mínútum síöar var ek-
ið á hross við bæinn Brekku á
Vatnsskarði. Hrossið drapst sam-
stundis. Ökumaður bflsins slas-
aöist lítillega en bíliinn er mikið
skemmdur. -sme
flotans. Það er heilmikið skref,“
sagði Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður Vinnuveitendasambandsins.
- Viltu að það verði gert með laga-
boðum?
„Auðvitað, hvað er að því. Setjum
við ekki milljónir laga.“
Einar sagðist hvorki vera hlynntur
þeim sjónarmiðum, sem Þorsteinn
Pálsson hefur sett fram um framtíð-
arskipan fiskveiðistjómunar, né
þeim sem Friðrik Sophusson hefur
sett frcun. Markmiðið með fiskveiði-
stjómun væri að gera virðisauka
veiðanna sem mestan. Það yrði ekki
gert með þvi að leggja aukin gjöld á
útgerðina. Hins vegar væri ekki hægt
að afnema kvótakerfið í einni svipan;
meðal annars sökum þess að kvóta-
kerfið jók við verðmæti skipa á sín-
um tíma og jók veðhæfni þeirra. Það
væri því ekki hægt að afnema það
fyrr en tryggt væri að skipin héldu
verðgildi sínu. -gse
Norskt „sjósöluskip“ í Hafnarbaröarhöfn:
Grænlendingar
fá ódýrari olíu
Norskt birgðaskip sem selur olíu
og vistir til skipa á hafi úti var í
Hafnarfiarðarhöfn á dögunum að
taka vistir. Skipið heitir Pan Trader
og hefiu- selt á miðunum í kringum
ísland. Það em sérstaklega græn-
lenskir togarar sem vilja eiga við-
skipti við þessi birgðasöluskip. Hafa
grænlensku togaramir sóst eftir ohu
sem' þeir fá mun ódýrara í þessum
skipum heldur en hjá Grænlands-
versluninni sem hefur einokunarað-
stöðu á Grænlandi.
Samkvæmt upplýsingum frá ís-
lenskum skipamiðlara borgar sig
ekki fyrir íslensku togarana að
kaupa oliu af þessum skipum. Eitt-
hvað hefur þó hejrst um viðskipti
við birgðaskipin af íslendinga hálfu.
Nú munu vera uppi hugmyndir um
að Grænlandsverslunin bjóði græn-
lenskum togurum afslátt af olíu en
það munu vera veruleg viðskipti sem
hafa farið fram á þennan hátt. Er
taíið að Grænlendingar hafi keypt 30
milljónir lítra af ohu af þessum
birgðaskipum sem koma aðallega frá
NoregiogDanmörku. -SMJ
Norska „sjósöluskipið" Pan Trader kom við í Hafnarfjarðarhöfn á dögunum
til að birgja sig upp af vistum en stefnan var síðan tekin á Svalbarða þar
sem ætlunin var aö selja vistir í fiskiskip. Vöruúrvalið um borð i svona
sjósöluskipum mun vera nokkuð skrautlegt en þetta eru nokkurs konar fljót-
andi fríhafnir. DV-mynd BG
Patreksflöröur:
Ég ætla
að opna
fyrir-
tæki mitt
- segir Jón Magnússon
„Fyrirtæki mitt, Oddi hf., er
eina fiskvinnslufyrirtækið sem
ennþá kveður eitthvað að á Pat-
reksfirði. Ég hef ákveðið aö opna
það fyrir öllum þeim sem eru til-
búnir til að taka þátt í að endur-
reisa Hraðfrystihús Patreksfiarð-
ar. Sveitarfélagið hefur þegar
ákveðið að vera með og hver sem
vill leggja fé í fyrirtækið getur
verið með,“ sagði Jón Magnús-
son, útgerðarmaður á Patreks-
firði, í samtah við DV.
Jón sagði að þetta mál allt
myndi ekki ganga hratt fyrir sig.
í raun snerist máhð aht um það
hve mikinn aflakvóta hægt væri
að fá til Patreksflarðar. Hann
sagði að það væri ekkert sem
segði aö ekki væri hægt að reka
Hraðfrystihús Patreksfiarðar ef
þaö hefði nóg hráefhi til að vinna
úr.
„Þettafrystihús hefur nefnilega
aldrei komist nema á hnén. Þaö
var í upphafi byggt of stórt miöað
við það hráefiú sem það gat feng-
ið. Ef okkur tekst aö kaupa skip
til Patreksfiaröar sem hafa næg-
an kvóta er ekkert því til fyrir-
stöðu að reka þetta frystihús eins
og önnur hús í landinu,“ sagði
Jón Magnússon.
Hann tók fram að eins og málin
stæöu um þessar mundir væri
það svo sem ekkert glæsilegt fyr-
ir þá sem eiga einhverja peninga
afgangs aö leggja þá i sjávarút-
veg. En ef endurreisa ætti Hraö-
frystihús Patreksfiarðar þyrfti
meira en vilja og áhuga, það
þyrfti fiármagn. Þvi myndi það
ráðast af þeirri Qármagnsfyrir-
greiðslu sem Patreksfiröingar
gætu fengið og hvort menn vildu
leggja fram fé í fyrirtækiö, hvort
endurreisn þess tækist eða ekki.
S.dór
í dag mælir Dagfari ______________________
Þagði ekki en þagði þó
Nú þykir mér týra á skarinu,
hugsaði Dagfari með sér þegar
hann var að fletta Morgunblaðinu
í gærmorgun. Við blasti yfirlýsing
frá ritstjóra Alþýðublaðsins undir
svofehdri fyrirsögn: „Alþýðublaðið
þagði ekki í heilt ár“. Nú er aU-
mörgum kunnugt um að Alþýðu-
blaðið kemur út og það meira að
segja með prentaðar síður, svo ekki
var séð í fljótu bragði hvers vegna
ritstjórinn þurfti að taka sérstak-
lega fram að blaðið hefði ekki þag-
að í heilt ár. Við nánari athugun
kom í ljós að hér var ritstjóri Al-
þýðublaðsins að mótmæla þeirri
ásökun Þorsteins Pálssonar aö Al-
þýðublaðið hefði þagað í heilt ár
yfir nýjasta hneykslismáU Stefáns
Valgeirssonar. Þessu með aðstoð-
armanninn sem er á launum hjá
Steingrími og svo framvegis sem
öllum er nú kunnugt um.
í yfirlýsingu Alþýðublaðsritstjór-
ans kemur raunar fram að Al-
þýðublaðið þagði yfir máUnu í heilt
ár. Ekki þó vegna þess að það vildi
þegja yfir því heldur vegna hins að
blaðið þagði vegna þess að það vissi
ekki um skandalann fyrr en nú
nýverið. Og hvemig ætU standi á
því að Alþýðublaðið vissi ekki um
aðstoðarmanninn í heUt ár og þagði
þess vegna þunnu hljóði? Því svar-
ar ritstjórinn á þá leið að Alþýðu-
blaðið sé málgagn jafnaðarstefn-
unnar og komi það fram í leiðara-
skrifum. Hins vegar sé blaðið sjálf-
stætt og óháð fréttablað sem hafi
enga póUtíska fréttatengingu við
Alþýðuflokkinn. Það er nefnflega
það.
Þar sem leiðarinn er flokkspláss-
ið mætti ætla að ef flokkurinn hefði
haft hug á að upplýsa Stefánsmálið
og gera það heyrinkunnugt þá væri
fyrir löngu kominn leiöari um mál-
ið. AUavega verður að ætla að
flokkurinn hafi haft einhveija hug-
mynd um máUð þegar því var kom-
ið á koppinn. En ekki kom orð um
þetta í flokksplássinu en þar hafa
hins vegar birst ýmis skrif sem
innihalda gagnrýni á stefnu flokks-
ins og er það vel því alltaf gefst nú
sjálfsgagnrýnin best. En svo kemur
allt í einu þessi Stefánsfrétt á hin-
um óháðu fréttasíðum blaðsins og
vekur samstundis þjóðarathygU.
Hér hefur greinilega eitthvað farið
úrskeiðis hjá ritstjóranum sem
ræður bæði yfir þeim hluta blaðs-
ins sem ætlað er aö vera málgagn
jafnaöarstefnunnar sem og þeim
hluta sem vfll ekkert af krötum
vita umfram aðra flokka.
Kannski þetta hafi viljað þannig
til að einhver kratinn hafi ekki
lengur getað þagað yfir Stefáns-
málinu og þvi ákveðið að láta leið-
aradeild Alþýðublaðsins vita af
þessu hneyksU svo það mætti opin-
berast. En fyrir mistök á símaborði
blaðsins hafi hann fengið samband
við fréttadeildina. Annað eins get-
ur nú skeð á stórum stassjónum.
Fréttadeildin orðið óð og uppvæg
og rokið i að upplýsa máUð án þess
að ritstjóri leiðaraplássins hafi
komið nokkrum vörnum við. Það
hefur ef til vill átt að geyma þetta
sem leynivopn uppi í erminni fram
að næstu kosningum. En svo meg-
um við auðvitað ekki gleyma því
að ritstjóri Alþýðublaðsins er bæöi
ábyrgur fyrir leiðaradefld og frétta-
deild og er því bæði háöur og óháð-
ur í sínum störfum. Það er ekki
hægt að ætlast tfl þess að þegar
hann er í hlutverki leiðararitstjóra
fari hann að trúa ritstjóra frétta
fyrir öllu sem hann heyrir í hlut-
verki sínu sem málsvari jafnaðar-
stefnunnar. Af þessu geta eflaust
hlotist hinar verstu sálarflækjur
og ekki fyrir hvern sem er að bera
kápuna á báðum öxlum eins og all-
ir geta gert sér í hugarlund.
Fyrst Alþýðublaðið þagöi í heilt
ár yfir Stefánsmálinu vegna þess
eins að þar á bæ höfðu menn engan
pata af því fyrr hlýtur sú spurning
aö vakna hvort það er ekki ýmis-
legt fleira sem blaðiö þegir yfir án
þess að vita það vegna þess að
fréttádeildin hefur ekki staðið sig í
stykkinu. Ekki er hægt að ætlast
til þess að Tíminn eða Þjóðviljinn
fari að ræða Stefánsmál að fyrra
bragði, enda eru bæði Steingrímur
og Olafur Ragnar sammála um aö
brýna nauðsyn beri til að Stefán
hafi mann sér við hliö sem kunni
að lesa stjórnarfrumvörp. Þykir
ekki verra að sá maður sé bifvéla-
virki aö mennt enda þarf eflaust
nokkra sérþekkingu til að gera sér
grein fyrir vélabrögðum ríkis-
stjórnarinnar. En það er spurning
hvort ritstjóri Alþýðublaðsins
þurfi ekki líka aðstoðarmann svo
það taki hann ekki heilt ár að kom-
ast aö því hvað er frétt og hvað er
flokksmál.
Dagfari