Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.1989, Síða 14
14 MIÐVIKUDÁGÚR 27. SEPTEMBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1J27022 - FAX: (1J27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Hætt við fjármagnsflótta Stjórnarliðið, sem nú mælir með sköttum á vexti, virðist ekki hafa hugsað dæmið til enda. Forsætisráð- herra segir, að meirihluti sé á þingi fyrir skattlagningu vaxta. Ráðherrarnir benda gjarnan á, að í sumum öðrum löndum séu skattar á vexti, til dæmis í suum löndum Evrópubandalagsins. En lítum á, hvernig sú staða er í raun og veru. Rétt er, að skattanefnd Evrópubandalagsins hefur lagt til, að fimmtán prósent skattur verði lagður á vexti, brúttó. Frakkar beita sér fyrir þessu, enda hefur ríkið þar miklar tekjur af slíkum skatti. Þeir hafa með sér ítali, Spánverja og Portúgali. En á hinn bóginn hafa sum lönd Evrópubandalagsins ekki svona skatt. Þau beita sér gegn þessu. í þeim hópi eru Vestur-Þjóðverjar, Bret- ar og Lúxemborgarar. Reynsla Vestur-Þjóðveija getur uppfrætt okkur sitthvað um vaxtaskatt. Vestur-Þýzka- land tók upp tíu prósent vaxtaskatt um síðustu áramót, en varð brátt að fella skattinn niður. Hvers vegna? Or- sökin var mikill flótti fjármagns. Eigendur spariflár leit- uðu með fé sitt þangað sem þeir losnuðu við skattinn. Við verðum að hafa í huga, að svipað gæti gerzt hérlend- is. Kannski eru þeir fáir, en þó nokkrir, sem eiga slíkt fjármagn, að þeir geti flárfest erlendis, opinberlega eða á laun. En taka ber tillit til þessa hóps. Af slíku eru nú þegar nokkur brögð. Fólk kaupir jafnvel hús og íbúðir erlendis. Fólk leggur þar í fyrirtæki. En hérlendis mundu áhrif skatts á vexti fyrst og fremst verða flótti frá spamaði. Fólk mundi beinlínis eyða meim af fé sínu. Á því þurfum við sízt að halda, nú þegar viðskiptahall- inn er að minnsta kosti átta milljarðar króna. Við þurf- um að spara. Þjóðin verður að spara eftir getu. Með vextaskatti væri ríkisstjórnin að hvetja til fjármagns- flótta, og hún væri að eyðileggja sparnað þjóðarinnar. Hafa ráðherrarnir hugsað slíkt dæmi til enda, eða hugsa þeir bara um líðandi stund, að eitthvað meira kæmi í bih í ríkiskassann? Hafa núverandi ráðherrar íhugað, að vaxtaskattur mundi kalla á, að þeir, sem fá af sparifé sínu aðeins vexti undir verðbólgustigi, ættu þá að fá skattfrádrátt eða styrk frá ríkinu? Þannig yrði það að vera, yrði rétt- læti fullnægt. Hafa þessir ráðherrar íhugað, hversu flók- ið yrði að reikna raunvexti hjá hverjum sparifjáreig- enda á tímum rokkandi verðbólgu? Vaxtaskattur ætti hka að kaha á, að öh raunvaxtagjöld yrðu stöðugt frá- dráttarbær frá tekjum. Vaxtaskattur yrði mikið raunglæti gagnvart hinum öldmðu. Með tilht til þjóðarhags ættu landsfeðumir að íhuga líklegan fíármaggnsflótta og hmn sparnaðar. Þeir ættu sem minnst að vitna í Evrópubandalagið. Þar gæti ein- mitt svo farið, að þau lönd, sem hafa vaxtaskatt, verði á næsta ári að afnema þann skatt. Það er hklegasta út- koman í Evrópubandalaginu, þótt ekki sé hún viss. Vestur-Þjóðveijar hafa lært sína bitm lexíu. Við ættum fyrst og fremst að horfa á hana. Og það skal endurtek- ið, að Vestur-Þjóðveijar urðu að afnema sinn vaxta- skatt eftir nokkurra mánaða tilraun. Því er rétt að taka undir með sjálfstæðismönnum í þessu máh og leggjast eindregið gegn vaxtaskatti. Nú- verandi landsfeður hafa lengi talað um þennan skatt sem möguleika. En jafnoft hafa þeir farið undan í flæmingi- þar til nú. Haukur Helgason Kjúkllngar: 275 kr/kg án söluskatts Framleiöslukostnaði á kjúklinga- kjöti er haldiö uppi með opinberum aðgerðum til verndar hinum hefð- bundnu búgreinum. Verði hömlum aflétt má lækka verðið um tæplega helming. Fella þarf niður kjarnfóð- urgjöld og heimila kynbætur. Kjúklingakjöt getur orðið ódýrt hér á landi ekki síður en í nágranna- löndunum. Kjúklingarækt Nútíma kjúklingarækt er tæknivædd búgrein. Kjúklinga- bóndi kaupir nokkur þúsund hænuunga, dagsgamla, og ræktar þá upp í sláturstærð. Kjúklingahús eru mikilvirkar framleiðslueining- ar, með sjálfvirka loftræstingu og hitastýringu. Fuglarnir eru fóðrað- ir sjálfvirkt. Þegar þeir eru full- vaxnir er öllum kjúklingum í sama húsi slátrað í einu, það tæmt, þrifið og sótthreinsað. Að því loknu er húsið málað í hólf og gólf og nýr ungahópur keyptur í það. Hér á landi fylla bændur kjúkl- ingahúsin fimm sinnum á ári og fá af hverjum fermetra um 70 kg af kjöti. Kjúklingarækt er svipuð í flestum löndum. Ræktunin fer fram innandyra og er ekki eins háð veðurfari og margar aðrar greinar landbúnaðar. Af þeim sökum má framleiða kjúklinga hér á landi á líkum forsendum og gerist í öðrum löndum. Aðstöðumunur Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um hátt verð á matvælum hefur ekki fengist skýring á því hvers vegna kjúklingakjöt er jafn- dýrt og raun ber vitni. Framleiðslu- kostnaður fór lækkandi um árabil jafnhliða aukinni neyslu. Hún varð mest fyrir fáum misserum nálægt 2.200 tonnum á ári. Þá minnkaði neyslan snögglega um tæplega helming í kjölfar slæmra salmon- ellusýkinga. Bændur lentu í erf- iðleikum, komið var á framleiðslu- stjórnun og verðið hækkaði aftur. Kjúklingakjöt er mun dýrara hér á landi en í grannlöndum okkar. Nefnd hafa verið dæmi frá ná- grannalöndum þar sem kaupa má kjúklinga fyrir minna en 200 krón- ur kílóið. Hér á landi eru þeir meira en þrefalt dýrari. Fóðurkostnaður og skatt- lagning Þvi er haldið fram að kostnaður við kjúklingarækt sé aðallega er- lendur. Vísað er til þess aö innflutt fóður vegi þyngst í verðlagsgrund- velli kjúklingaframleiðslu. I hon- um er reiknað með að fóðurkaup valdi liðlega helmingi af fram- leiðslukostnaði. Fóður fyrir kjúkl- inga sé 35% af framleiðslukostnaði og 18% að auki fyrir hænsni til ungaframleiðslu. Það skýrir þó ekki uppruna kostnaðarins. Fóðrið er að vísu innflutt en mestur hluti verðs sem bændur greiða verður til innanlands. Þar vegur þyngst álagning söluaðila og opinber skattlagning, einkum svo- nefnd kjarnfóðurgjöld. Innflutt kjúklingafóður er skattlagt í þeim tilgangi að flytja fé frá kjúklinga- rækt í sameiginlega sjóði bænda sem hinar hefðbundnu búgreinar fá síðan greitt úr. Tilgangur þessa millifærslukerfis er að vernda hinn hefðbundna landbúnað fyrir samkeppni. Talið er að erlendur kostnaður kjarnfóð- urs sé ekki nema fimmti hluta þess KjaJJaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur sem kjúklingabændur greiða fyrir þaö. Skattlagningin vegur hins veg- ar svo þungt aö hún hækkar verð á kjúklingakjöti um meira en 20%. Slakur stofn Fleiri þættir valda háu verði á kjúklingakjöti. Kjúklingastofninn. er til dæmis mjög slakur. Hann þarf meira fóður og vex hægar en erlendir stofnar. Með kynbótum má minnka fóðumotkunina frá því sem nú gerist. Framleiðsluverð má lækka um 15% til 20% með því að flytja inn algenga kjúklingastofna frá grann- löndunum. Erlendu stofnarnir vaxa hratt. Fljótvaxinn kjúklinga- stofn gerir bændum kleift að fylla húsin oftar og nýta aðfóng betur en við eigum að venjast. Komast má af með minna húsnæði, ódýrari búnað og færri starfsmenn. Laun, afskriftir, viðhald og vextir lækka. Kjúklingabændur hafa lengi ósk- að eftir því að kynbæta stofninn. Hins vegar hefur það ekki fengist samþykkt. Leiða má að því getum að í því felist viðleitni til að vernda hefðbundnu búgreinarnar gegn samkeppni. Léleg nýting og afföll Fyrir fáum árum var helmingi meira ræktað af kjúklingum en nú. Kjúklingabúin eru af þeim sökum rekin með stórskertri afkastagetu. Unnt er að tvöfalda framleiðsluna án þess að leggja í umtalsverðar íjárfestingar. Fasteignir og ýmis- konar rekstrarbúnaður er þegar fyrir hendi. Vextir, afskriftir, við- hald og fleiri kostnaðarliðir eru þess vegna óeðlilega háir. Slæm nýting veldur því að kjúklingaverð hækkar um 12%. Kjúklingabændur hafa tapað talsverðum fjármunum á slæmri stöðu smásöluverslana og gjald- þrotum. Þeir gáfu verslunum lang- an greiðslufrest af kjúklingakaup- um og hlutu af því verulegan vaxta- kostnaö. Þeir töpuðu einnig á gjald- þrotum verslana. Kostnaðurinn nam aö mati manna sem til þekkja 5% til 10% af framleiðslukostnaði. Hið mikla óöryggi sem bændur bjuggu við hvað þetta varðar hafí^i mikil áhrif á þá ákvörðun að koma á framleiðslustjórnun. Án söluskatts Þeir þættir sem áður voru nefnd- ir valda mestu um hinn mikla framleiðslukostnað kjúklingakjöts. Afnám kjarnfóðurgjalds, kynbæt- ur á stofninum, bætt nýting fjár- festinga og búnaðar og áhættu- minni smásöludreifing getur lækk- að framleiðslukostnaðinn um 45%. Það jafngildir því að verð á kjúkl- ingum í stórmörkuðum lækkaði niöur í 345 krónur kílóið. Það er 275 krónur án söluskatts. Verðið er að vísu hærra en þekk- ist í mörgum grannlöndum okkar en sennilega verður aö reikna með að 20% til 30% munur verði alltaf á framleiðslukostnaði kjúklinga- kjöts hér og erlendis. Hér á landi eru litlar rekstrareiningar og launakostnaður hár. Byggingar eru dýrar. Tæki og rekstrarbúnað- ur kosta mikið. Fjármagnskostnað- úr er mikill og lánskjör óhagkvæm. Þá eru ónefndar heilbrigðisástæð- ur. Erlendis er sýklalyfjum blandað í fóður til að minnka fugladauða og víða eru hormónalyf gefin til að auka vaxtarhraðann. Það er sem betur fer bannað hér á landi. ís- lendingar munu varla í náinni framtíð kaupa „hormónakjöt“ þó að það væri fjórðungi ódýrara en heilbrigð franileiðsla. Stefán Ingólfsson „Hér á landi fylla bændur kjúklingahúsin fimm sinnum á ári og fá af hverjum fermetra um 70 kg af kjöti,“ segir greinarhöf. m.a. Afnám kjarnfóöurgjalds og kynbætur geta lækkaö kjúklingaverö í 275 krónur kílóið án söluskatts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.