Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1989, Page 4
4 LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1989. Fréttir Arnarflug sækir um allt flug til Patreksfjarðar - vilia skipta flugi til Haínar, Vestmannaeyja og Húsavíkur meö Flugleiðum Samgönguráðuneytiö hefur aug- lýst sérleyfi til áætlunarflugs innan- lands laus til umsóknar. Flugleiðir hafa sótt um sérleyfi á flugi til þeirra sömu tíu staða á landinu og þeir hafa haft síðastliðin ár. Amarflug innanlands hf. hefur nú áætlunarflug til átta staða en sækir nú um áætlunarflug til fjögurra staða sem Flugleiðir hafa sérleyfi á núna. Þar er um að ræða tvær ferðir á dag til Vestmannaeyja, sem nemur um þriðjungi af flugi þangað, þrjá daga í viku til Húsavíkur, sem nemur helmingi af flugi þangað, allt flug til Patreksfjarðar og þrjá daga í viku til Hafnar sem er helmingur af flugi þangað. Samgönguráðuneytið mun leita umsagnar til flugráðs og heima- manna á hveijum þéttbýlisstað vegna úthlutunar sérleyfa. Jörundur Guðmundsson, mark- aðsstjóri Arnarflugs innanlands hf., sagði í samtali við DV í gær að kakan á umræddum stöðum, sem félagið sækir um ásamt Flugleiðum, væri vel til skiptanna. „Ég tel að samkeppni væri mjög af hinu góða fyrir farþega, varðandi verðlagningu og þjónustu. Stein- grímur J. Sigfússon samgönguráð- herra hefur sagt viö okkur að ráðu- neytið muni fyrst og fremst leita umsagnar hjá heimamönnum og er- um við bjartsýnir með niðurstöðu þeirra mála,“ sagði Jörundur. „Við teljum okkur vel í stakk búna til að mæta auknum farþegaflutning- um því við munum hafa tvær traust- ar Dornier-vélar auk Twin Otter-véla sem verða til vara.“ Andri Hrólfsson, framkvæmda- sfjóri innanlandsdeildar Flugleiða, sagði við DV að nýlega hefði farið fram hagræðing hjá félaginu varð- andi flug til þriggja af þessum stöð- um. „Besta útkoman hjá okkur er á stærstu staðina. Vestmannaeyjar eru sá næststærsti og reiknum við með að farþegar í því flugi verði um 42 þúsund á þessu ári. Við höfum sam- ræmt flug til Patreksfjarðar og Þing- eyrar, Sauðárkróks og Húsavíkur og Egilsstaða og Hornafjarðar. Þær að- gerðir hafa hagkvæmni í för með sér og í raun skilað okkur fleiri far- þegrnn á þessum stöðum,“ sagði Andri. „Innanlandsdeildin er rekin með tapi en við höfum ekki reiknað það út með tilliti til einstakra staða. Reksturinn er meira hugsaður út frá heildamýtingu á mannskap og tækjakosti,“ sagði Andri. -ÓTT Ný þjónustumiðstöð ffyrir aldraða af hent Hin nýja þjónustumiðstöð við Vesturgötu sem afhent var á þriðjudag. DV-mynd KAE Hafinn hefur verið rekstur nýrrar þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða að Vesturgötu 7. Verktakinn, ístak hf„ skilaði verki sínu formlega til Bygg- ingamefndar aldraðra og Félags- málastofnunar við athöfn á í mið- stöðinni á þriðjudag. Þjónustumiðstöðin er á horni Vest- urgötu og Garðastrætis, fjórar hæðir með tvílyftri bílageymslu. Á fyrstu hæð er um eitt þúsund fermetra þjónustumiðstöð fyrir aldraða og um 500 fermetra heilsugæslustöð. í þjón- ustumiðstöðinni er matsalur, eldhús, setustofa og hreyfisalur auk aðstööu fyrir ýmiss konar þjónustu. Á annarri og þriðju hæð em 26 íbúðir fyrir aldraða, alls rúmlega 2 þúsund fermetrar. Þær vom afhent- ar 3. ágúst síðastliöinn. Á efstu hæð em geymslur, ein fyrir hverja íbúð. Um 3700 fermetra bílageymsla er í kjallara með plássi fyrir um 109 bíla. Heilarkostnaður við byggingu diússins á núverandi verðlagi er áætl- aður rúnðega 553 milljónir króna en eftir er að kaupa búnað í heilsu- gæslustöðina fyrir um 26 milljónir króna. Hjörleifur Stefánsson og Stefán Öm Stefánsson arkitektar teiknuðu húsið. Þessi nýja félags- og þjónustumið- stöð er áttunda húsið sem Reykja- víkurborg rekur á vegum öldrunar- deildar Félagsmálastofnunar. Sú breyting hefur orðiö að ellimáladeild heitir nú öldmnarþjónustudeild. Fer öll heimaþjónusta hér eftir undir öldrunarþjónustudeild og ráðgert er að hefja samstarf við heimahjúkrun heilsugæslustöðvanna í borginni. Verður borginni skipt í sérstök heimaþjónustusvæði en hin nýja þjónustumiðstöð mun sinna hluta vesturbæjar og miðbæjar. -hlh Þrjár þrettán ára: Tilkynntu um veika konu - reyndist vera gabb Þijár þrettán ára stúlkur hringdu til slökkvistöðvarinnar í Reykjavík í gærdag og tilkynntu að mikið veik kona væri í íbúö við Álftamýri. Sagt var að konan ætti mjög erfitt með andardrátt. Sjúkrabíll og lögregla fór þegar að íbúðinni. íbúðin reyndist vera læst og var gripið til þess ráðs aö bijóta leið inn í íbúðina. Þegar inn var komið reyndist íbúðin vera mannlaus. Símtalið var rakið og reyndust þijár þrettán ára stúlkur hafa hringt á slökkviliðsstöðina. Stúlkumar vom í íbúð í nágrenni íbúðarinnar sem þær sögðu veiku konuna vera í. -sme Rjúpur sjóst öðru hverju og voru þessar rjúpur á vappi við lögreglustöð- ina i Árbœ i gærdag. Vegna umferðarinnar, sem er mikll við stöölna á daglnn, eru þær heldur styggar en þegar um hægist á kvðldin koma þær Inn á planlö við lögreglustöðina og vlrðast una sár þor hlð besta. Freistingin var mikll fyrir Ijósmyndarann en hann varð að gera cér að góðu að sltja á sér um sinn þar sem veiðHlmlmt hefet ekki fyrr en 15. október, Þangað Hi verður hann aö láta aér nægja að skjóta á þœr með myndavél, sem hann og gerði. DV-myndS Flughræðsla hrjáir marga ísiendinga. Sumir þjást svo af flughræðslu að þeir þurfa að leita sérfræðiaðstoðar. Flugleiðir reyna nú að koma til móts við þetta fólk og bjóða upp á sérstakt námskeið undir stjóm sálfræðings og reynds fiugstjóra. DV-mynd GVA Flugleiöir til móts við flughrædda: Námskeið til að yf ir- vinna flughræðslu Flugleiðir hafa ákveðið að efna til námskeiðs fyrir farþega sem þjást af flughræðslu og vilja vinna bug á henni. Námskeiðið er undirbúið af Eiríki Emi Amarsyni sálfræðingi. Eiríkur er sérfræðingur í meðferð á hvers kyns fælni, þar á meðal flug- hræðslu. Hefur hann gert kannanir á flughræðslu meðal Islendinga og kynnt sér meðferð flughræðslu er- lendis. Auk hans mun Gunnar H. Guðjónsson leiðbeina á námskeiðun- um. Gunnar er einn af reyndari flug- stjórum Flugleiða. Kannanir hérlendis benda til þess að um 18 prósent landsmanna þjáist af flughræðslu. Hjá hluta þess hóps kveður svo rammt að flughræðsl- unni að fólk hefur þurft að leita sér- fræðiaöstoöar. Flugfélög víða um heim hafa brugöist við þessum vanda með því að halda námskeið og hefur það gefið góða raun. Því hafa Flug- leiðir ákveðið að taka af skarið og skipuleggja námskeið. Námskeiðiö hefst 10. oktöber og verður samtals 20 klukkustundir. Innifalið í námskeiðsgjaldinu er flug- ferð á einn af áfcmgastöðum Flug- leiða erlendis. Þegar DV aflaði sér upplýsinga um námskeiðið hafði um tugur skráð sig til þátttöku en takmarka verður flölda þátttakenda. Ef eftirspum verður mikil er ráðgert að halda fleirinámskeið. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.