Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1989, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUUAGUR 18. OKTOBER 1989. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1)27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Misnotkun valds Pálmi Jónsson hitti beint í mark þegar hann hóf utan- dagskrárumræðu á Alþingi um fjárveitingar án laga- heimilda. Framkvæmdavaldið hefur hvað eftir annað misnotað aðstöðu sína til útgjalda, ráðninga og íjárfest- inga án þess að hafa til þess stoð í fjárlögum og án sam- ráðs við hárveitingarvaldið. Samkvæmt stjórnarskrá íslands fer Alþingi með það vald og ríkisstjórnir hverju sinni verða að starfa innan þess ramma sem fjárlög setja. Langt sumarfrí Alþingis gerir það að vísu nauð- synlegt á stundum að ríkisvaldið fari út fyrir þann ramma þegar ákvarðanir þola ekki bið en þá er það auðvitað lágmarkskrafa að höfð séu samráð við fjárveit- inganefnd eða aflað lagaheimilda strax og þing er sett að loknu sumarleyfi. Ríkisstjórnir hafa um langan tíma farið frjálslega með Qárveitingar. Núverandi ríkisstjórn er ekki barn- anna best í þeim efnum og hið sérkennileg mál varð- andi aðstoðarmann Stefáns Valgeirssonar fyllti mælinn. Stefán fær mann sér til aðstoðar eins og Stefán sé heill þingflokkur eða ígildi ráðherra. Þessi starfsmaður er á launaskrá hjá forsætisráðuneytinu og allt er þetta hið einkennilegasta mál. Hvorki Stefán sjálfur né heldur ráðherrarnir þurfa að vera hissa á því þótt Pálmi Jónsson geri þessa uppá- komu að umræðuefni. Hún hefur kastað rýrð á þá sem hlut eiga að máh og í augum almennings eru svona vinnubrögð táknræn fyrir þau heimskupör sem ríkis- stjórninni verða á. í utandagskrárumræðunum kom enda fram að fyrir ráðningu aðstoðarmanns Stefáns Valgeirssonar er ekki heimild og forsætisráðherra kvaðst mundu beita sér fyrir breytingu á þingskaparlög- um til að kippa því í lag. í þeirri yfirlýsingu felst viður- kenning á því að ríkisstjórnin hafi nú, sem svo oft áð- ur, haft endaskipti á lögunum. Reyndar benti Pálmi Jónsson á mýmörg önnur dæmi þar sem ríkisstjórnin hefur gert ráðstafanir ogfjárskuld- bindingar án lagaheimilda. Taldi hann samtals rúmlega þrjú hundruð ríkisstarfsmenn hafa verið ráðna án laga- heimilda og krafðist þess að þeim yrði sagt upp. Eru þá ótaldar þær skuldbindingar í útgjöldum og fjárfest- ingum sem skipta tugum og hundruðum milljóna. Þenn- an ósið á leggja niður og framkvæmdavaldið á ekki að sýna Alþingi og fj árveitingarvaldinu þá óvirðingu að ausa út peningum á báðar hendur langt út fyrir og umfram fjárlagaheimildir. Hvernig á almenningur að bera virðingu fyrir Alþingi og fjárlögum þegar sjálf rík- isstjórnin virðist ekki gera það? Hér er vakin athygli á máli sem er löngu tímabært að taka fóstum tökum. Ein mesta meinsemd ríkisfjár- mála er hallarekstur ríkissjóðs og sú ósvinna hefur við- gengist alltof lengi að ráðherrar hafi fjárlögin að engu. Vera má að ríkisstjórnir líti svo á að meirihluti þeirra á þingi leggi blessun sína yfir hvaðeina þegar fjárauka- lög eru afgreidd. Það verði ekki aftur tekið sem gert er. En Alþingi er Alþingi og til þess eru menn að liggja yfir úárlagafrumvarpi og bisa við að ná endum saman við afgreiðslu þess að eftir frumvarpinu verði farið. Það er lítilsvirðing gagnvart þingmönnum og stjórnarand- stöðu hverju sinni þegar ákvarðanir þess eru hafðar að engu, starfsmenn ráðnir og fasteignir keyptar án nokk- urrar heimildar frá þeim sem fara með fjárveitingar- valdið samkvæmt stjómarskrá. Ræða Pálma Jónssonar vom orð í tíma töluð. Ellert B. Schram ★ ★★ ★ ★ SriÍB-2 9.00 Meö Ala. Afi syngur fyrir ykkur og segir skemmtilegar sögur. Teiknimyndirnar sem við sjáum I dag eru Amma, Grimms-ævintýri, Blöffarnir, Snorkarnir, Óskaskógur og nýja teiknimyndin Skollasög- ur. Eins og þið vitið eru allar myndirnar með islensku tali. ★. * *** 10.30 Kementína. Teiknimynd. 10.55 Jói hemnaður. Teiknimynd. 11.20 Clementine. G.l. Joe. ____ 5.0n ^—- 6-00 r??pÞáttur 1° °0 Tr»nl^an- Bam i. , f®ns Wn.,J nabættir béZ' w°ria Frank Veröld Sport- lbrál n.oo - B°m neSO/l'j 'fta- , 1 Þaðerleikur 15>» " "zsm 'venSut^greint M innlend, ,7oo... sS-i«ssr 'ng) 9ða9Hn,a 9.00 Box. Heimsmeistarakeppni i Moskvu. 10.00 Golf. Askorendakeppni. 11.00 Lyftingar. Heimsmeistara- keppnin i Grikklandi. 12.00 Snóker. Regal Masters. 13.00 Hafnaboiti. Keppni atvinnu- manna I Bandarikjunum. 15.00 Kappakstur. Svipmyndir frá sögu Grand Prix keppninnar. 16.00 Trans World Sport. Frétta- tengdur iþróttaþáttur. 17.00 Blak. Unglingakeppni. 18.00 Conquer the Arctic. Suður- skautið sigrað. 19.00 Tennis. Meistarakeppni. 22.00 Hjólreiðar. Tour of Lomb- ardy. 73 00 Kannaltshir. Kennm S U P E R í Áctral- ^v/k- CHANNEL Ferða- Vestra- S^"bátt'um: ÞÝðandi £ Misch,ef 'björg Sve^fEddf Í^CrZt^l raddir dóttir Sigrun 00.45 The w °' Pass'on -■0300 5 00 Telknlmyndir. 10.00 Tónllst og tíska. 11.00 Tourlst Magazine. þáttur. 12.30 Tónllst og tiska. 13.00 Charlie Chaplln. 13.30 Poppþóttur 14.30 The Blg Valley. myndaflokkur. 15.30 Dlck Powell Theatre. 16.30 Evrópulistlnn.' Poppþáttur. 17.30 íþróttlr. 19.30 Snóker. 20.30 Alleghany Uprising. Kvik- mynd. 23.40 Klllings on Outpost Zeta. Kvikmynd. Höfundur spyr: Hvað upplýsa upplýsingarnar? Að fylgjast með Viö lifum á öld upplýsinganna. Þetta rórill heyrum viö daglega, oft á dag. Stjómmálamenn fræða okk- ur um aö risin sé upplýsingaöld. Blöð og útvarp tilkynna að þau séu þjónar upplýsinganna. Tölvusal- amir boöa hin góöa tíöindi: allir þér sem þurfið á upplýsingum að halda, komiö til vor, vér eigum tölvu við yðar hæfi. Ungir og gamlir hrífast með upp- lýsingaflóðinu. Sjónvarpsstöð bæt- ist við sjónvarpsstöð, útvarpsstöð við útvarpsstöð (fari ein á hausinn rís hún upp næsta dag, skuldlaus, og boðar frelsi til að hlusta, velja, hafna) og blöð og tímarit margfald- ast og uppfylla heimilin með upp- lýsingum um hvernig fagra fólkið lifir, elskar, þráir, saknar og heldur upp á afmælin sín. Við emm að drukkna í upplýsingum. Þetta eru mennirnir... Eg fyllist alltaf minnimáttar- kennd þegar eg sé alvarlega menn ganga um bæinn með bunka af blöðum og tímaritum undir hend- inni. Þama er Herald Tribune, The Economist, Die Zeit, Time og News- week, sunnudagsútgáfan af New York Times, og stöðutáknið mesta, yfirlýsingin um að virkilega sé fylgst með þvi sem fram fer í ver- öldinni á degi hverjum: Financial Times í bleiku náttfotunum sínum. Eg sé þá fyrir mér hverfa að rit- stjóraborðunum sínum, inn á skrif- stofurnar sínar, eða setjast í hús- bóndastólinn í húsbóndaherberg- inu og fræöast, fræðast. Þetta eru mennimir sem vita af hverju hlutabréfin hækkuðu í kauphöllinni í Hong Kong og hvað mikiö næturfrostin í Brasilíu hækkuðu kaffiverðið í Lundúnum og hve mörg herbergi em í höll soldánsins í Bmnei (þeir vita meira að segja hvar Bmnei er). Áreiðanlega takmörk Eg þekki þetta allt af því að eg var einu sinni blaðamaður og út- varpsmaður og las kynstrin öll af blööum og tímaritum á viku hverri. Það var atvinna mín að grúska í upplýsingaflóðinu. En eiginlega vissi eg ekkert meira en það sem unnt var að fræðast um í kvöld- fréttum útvarpsins. Þaö var aldrei hægt að komast yfir nema örlítið brot af þessu gífurlega magni upp- lýsinga sem yfir mann steyptist á degi hveijum. Það em áreiðanlega takmörk fyr- KjaUarinn Haraldur Ólafsson dósent ir því sem unnt er að festa í minni sér daglega, ekki síst þegar um svo margvíslegar og óskyldar upplýs- ingar er að ræða og þær sem dag- lega hvolfast yfir mann. - Krafan um „aö fylgjast með“ var ófrávíkjanleg í blaðamennskunni en var ekki stundum of mikið hugs- að um allar þessar upplýsingar upplýsinganna einna vegna? Vor- um við raunverulega nokkm nær um nokkurn skapaöan hlut? Aukið frelsi? Sem gamall starfsmaður á fiöl- miðlum fer eg ákaflega varlega í að gagnrýna blöð og útvarp en get þó ekki látið hjá líða að segja skoö- anir mínar á ýmsu sem þar fer fram. Mér er til dæmis ómögulegt að telja það aukningu á frelsi að geta valið um fióra eldhúsreyfara í hreyfanlegum myndum á fiórum sjónvarpsrásum. Mér er til efs að það sem af stórkostlegri óná- kvæmni er kölluð samkeppni veiti meiri, betri, áreiöanlegri eða gagn- legri upplýsingar um það sem er að gerast í samfélagi okkar eða í veröldinni. Að fylgjast með þýðir ekki annað nú tii dags en að tala um það sem talað er um í Qölmiðl- um. Slíkt er vald þeirra, svo áhri- faríkir eru þeir orðnir, svo var- hugaverðir eru þeir. Þegar eg rifia upp að eg og marg- ir aðrir töldu sáluhjálpina fólgna í því að lesa nógu mikið af blöðum og tímaritum og hve grátlega lítið það var sem maður vissi eða skildi eftir allan þenna lestur kemur mér í hug það sem sagt var um Vilhelm Ekelund, rithöfund og fornfræðing, sem skrifaði og hugsaði margt spaklegt. Hann barst ekki mikið á en var næmur á samtíð sína og hugarheim þeirrar veru sem af nokkru yfir- læti kallar sig hinn vitiborna mann. Ekelund keypti alltaf tvö blöð. Hann fékk vikulega Times Literary Supplement í pósti og keypti svo héraðsblaðið Skánes Allehanda. Þetta nægði Vilhelm Ekelund til að „fylgjast með“. Hvað upplýsa upplýsingarnar? Einnig kemur mér í hug Somer- set Maugham. Hann hitti eitt sinn diplómat frá Mið-Evrópu. Þeir tóku tal saman og Evrópumaðurinn spurði Maugham hvað hann kynni mörg tungumál. Maugham kvaðst auk móðurmálsins geta bjargað sér örlítið á frönsku. „Hvað er að heyra,“ sagði stjórnarerindrek- inn.“ Eg tala átta tungumál." „Ja- há“, sagði Maugham. „Og hvað hafiö þér svo að segja á öllum þess- um tungumálum?" Kannski förum við, tryggir hlust- endur sjöfréttanna í Ríkisútvarp- inu, aö spyrja þessarar spurningar: „Hvað er verið að segja okkur í þessum blöðum, tímaritum, út- varpsrásum og sjónvarpsstöövum? Erum viö einhvers nær um heim okkar, annað fólk, okkur sjálf?“ Þetta má draga saman í spurning- una: Hvað upplýsa upplýsingam- ar? En áfram mun haldiö að auka upplýsingaflæðið með öllum ráð- um og gera okkur öll háð því að vita minna og minna um fleira og fleira. Haraldur Ólafsson „Að fylgjast með þýðir ekki annað nú til dags en að tala um það sem talað er um 1 fjölmiðlum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.