Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989. Fréttir Fækkun og stækkun ferðaskrifstofa: Leiðir örugglega til verðlækkunar - segir Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða Eins og skýrt hefur veriö frá í DV stefnir nú í að tvær stórar ferðaskrifstofur ráði ferðinni á markaðnum hér á landi. Eftir sam- einingu Úrvals og Útsýnar eru þessar tvær ferðaskrifstofur með 16,4 prósent af allri flugfarmiðasölu í landinu en Samvinnuferðir eru með 21,2 prósent. Og þar sem talið er líklegt að einhveriar af hinum svokölluðu meðalstóru ferðaskrif- stofum sameinist Úrvali-Útsýn gæti slík sameining leitt til þess að þessar sameinuðu ferðaskrifstofur færu alveg upp að hliðinni á Sam- vinnuferðum. í sólarlandaferðum yrðu þessar tvær ferðaskrifstofur með mikinn meirihluta markaðar- ins og réðu algerlega ferðinni. „Ég tel engan vafa leika á því að ef tvær stórar ferðaskrifstofur ráða ferðinni á markaðnum muni það leiða til verðlækkunar. Það er eng- inn vafi á því að sú þróun, sem hér hefur átt sér stað undanfarin ár, að margar litlar ferðaskrifstofur séu að beriast á svo litlum markaði sem ísland er, hefur leitt til hærra verðs á ferðunum," sagði Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnu- ferða í samtali viö DV. Hann sagðist aftur á móti óttast að ef Flugleiðir hf. næðu undir sig stærri hluta ferðaskrifstofumark- aðarins en orðið er yrði það ekki til góðs fyrir ferðamenn hvað verð snertir. Astæðan fyrir því er sú hve stóran hluta flutninganna fyrir ferðaskrifstofumar Flugleiðir hafa. Fyrir almenning væri heppi- legast að tvær álíka stórar ferða- skrifstofur kepptu á markaðnum. Slíkt hlyti að leiða til verðlækkun- ar. -S.dór Bjöm Bjömsson bankastjóri: Uppsögnin ekki mál „Já, honum var sagt upp störfum. Þetta er mál okkar á milli og á ekki heima í fjölmiðlum. Ég get ekkert frekar sagt um þetta," sagði Björn Bjömsson, bankastjóri Alþýðubank- ans. Forstöðumanni erlendra viðskipta við bankann var sagt upp störfum í gær. Bjöm vildi alls ekki ræða ástæð- ur uppsagnarinnar. - Nú varð starfsfólk Alþýðubankans útundan þegar ráðiö var í helstu stöður íslandsbanka. „Við skulum sjá til með það.“ - Náið þið því upp þegar útibússtjór- ar verða ráðnir? „Það verður gengið frá þvi eftir helgi og þar til vil ég ekkert um það segja,“ sagði Bjöm Bjömsson. -sme Davið Oddsson borgarstjóri: Borgarleikhúsið verður ekki látið drabbast niður „Borgarleikhúsið er vandað verk og verður ekki látið drabbast niður eins og önnur ónefnd bygging. Húsið er þægilegt í viðhaldi, t.d. vegna frá- gangs þakkantanna. Ég býst við hærri rekstrarstyrk til Leikfélagsins en áður - hann verður þó hlutfalls- lega minni en í Iðnó,“ sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í gær. Leikhúsið kostar 1.573 milljónir á verðlagi 1. október sl. í upphæðinni felast einnig þau 6% af verkinu sem enn er eftir. Kostnaður vegna sviðs- búnaðar og leikhústækni var 364 milljónir. Húsið var 14 ár í byggingu en röskum 444 milljónum er varið til þess í ár. Davíð sagöi að til saman- burðar verði Ráöhúsið aðeins helm- ingur af stærð Borgarleikhússins að grunnfleti. „Draumurinn er að rætast en við ætlum okkur ekki um of á fyrsta leik- árinu - við ætfum að ráða vel við það sem við erum aö gera og láta þarfirn- ar ráða,“ sagði Hallmar Sigurðsson leikhússtjóri í samtali við DV. „Það hefur gengið vel að aðlagast húsinu þar sem leikarar hafa verið í nánum tengslum við byggingu hússins," sagði Hallmar. Sýningar hefjast á litla sviðinu á þriðjudaginn en á miðvikudag á stóra sviðinu. Verkið Ljós heimsins verður á litla sviðinu - það unnið úr fyrsta hluta Heimsljóss Halldórs Laxness. Höll sumarlandsins er ann- ar hluti Heimsljóss sem verður sýnt á stóra sviöinu. Hallmar sagði að sýningamar hefðu báðar sjálfstæða byijun og endi og þyrfti því ekki að sjá verkin í samhengi. „Ef fólk vill sjá bæði verkin er æskilegra að sjá þau í réttri röð,“ sagði Hallmar. -ÓTT Offjárfestingar ríkisfyrirtækja: Fjárfest fyrir 740 mill- jónir umfram heimildir - óviöunandi, segir Ríkisendurskoðun Fyrirtæki og stofnanir í B-hluta ríkisreiknings vörðu rúmlega 740 milljónum króna til fjárfestinga um- fram heimildir á árinu 1988. Það sam- svarar 41,5% framúrakstri sem Rík- isendurskoðun og yfirskoðunar- menn ríkisreiknings telja „óviðun- andi“. Ríkisfyrirtæki í B-hluta ríkisreikn- ings tjárfestu fyrir 2.528,5 milljónir króna en á fiárlögum var áætluð fiár- festing 1.787,2 milljónir króna. Má þar nefna að Byggðastofnun fiárfesti fyrir 7,3 milljónir en átti ekkert aö fiárfesta. Háskólabíó fiárfesti fyrir 41,3 milljónir en í fiárlögum var ekki gert ráð fyrir neinum fiárfestingum. Fríhöfnin fiárfesti fyrir 4,7 milljónir umfram heimild. Til framkvæmda við Leifsstöð fóru 109 milljónir umfram heimildir. Áburðarverksmiðjan fór 67,2 millj- ónir fram úr heimildum við fiárfest- ingar. Ejárfestingar ÁTVR voru 73,2 milljónir umfram heimildir. Póstur og sími fór 37,9 milljónir fram úr heimildum við fiárfestingar sínar. Þá fiárfesti Vegagerö ríkisins í áhaldahúsum sínum fyrir 99,1 millj- ónir umfram heimildir. Skipaútgerð ríkisins fiárfesti fyrir 9,4 milljónir króna umfram heimildir. Vitamála- stjórn fiárfesti fyrir 12,8 milljónir en átti ekki að fiárfesta neitt. Þá fór Sementsverksmiðja ríkisins 48,3 milljónir fram úr heimiluðum fiár- festingum. Fjárfestingar RARIK námu 370,7 milljónum og þar af greiddir RARIK 215,7 milljónir en aðrir 155. Samkvæmt fiárlögum átti RARIK að fiárfesta fyrir 210 milljón- ir. -SMJ 2,5 »1 3,5 prósent læjpi vextir á íslandi - en í nágrannalöndunum Samkvæmt útreikningum Seðla- bankans voru raunvextir á verð- tryggðum útlánum í bankakerfinu um 4,7 prósent á fyrstu níu mánuð- um ársins. Vextir á óverðtryggðum skuldabréfúm voru enn lægri eða um 2,5 prósent. Vextir á Víxlum og van- skilalánum voru eilítið hærri en á skuldabréfunum. Eins og sjá má af þessum tölum eru raunvextir mun lægri á íslandi en í nágrannalöndunum. Samkvæmt upplýsingum OECD voru raunvextir allra bestu kjara í OECD-ríkjunum um 5,3 prósent í vor. Ofan á þá tölu er óhætt að bæta um 1 til 1,5 pró- senti til þess aö fá út algenga út- lánsvexti. í vor voru raunvextir því um 6,3 til 6,8 prósent í þeim löndum sem viö viljum helst bera okkur sam- an við. Síðan þá hafa vextir farið hækkandi í flestum löndum. Við raunvaxtaútreikning sinn not- ar Seðlabankinn nú framfærsluvísi- tölu. í síðasta hefti Hagtalna mánað- arins sýndi hann hins vegar raun- vexti á útlánum bankakerfisins miö- að við gamlan grunn lánskjaravísi- tölunar, sem hafði ekki launavísi- töluna innanborðs. Ef miðað er við hana verða raunvextir enn lægri eða 1,4 prósent á óverðtryggðum skuladabréfum og 3,2 prósent á verð- tryggðum. Á þessum tíma voru skráðir vextir á verðtryggðum skuldabréfum hins vegar um 7,8 pró- sent. - En hvers vegna hafnár Seðlabank- inn nýju lánskjaravísitölunni sem grunni að mælingu raunvaxta? „Það þýðir ekkert að bera saman raunvexti á grunni nýju vísitölunn- ar. Annaðhvort veröur að nota fram- færsluvísitölu eða samvegna verð- lagsvísitölu. Þaö notar enginn laun inn í mat á þessu,“ sagði Bjarni Bragi Jónsson, aöstoðarbankastjóri Seðla- bankans. -gse Geymslur og vinnuaðstaða baksviðs eru mjög rúmgóðar í Borgarleikhús- inu. Fyrir ókunnuga er auðvelt að villast þegar ragnhalar hússins eru þrædd- ir. Miklum fjármunum og vinnu hefur verið varið til brunavarna. DV-mynd KAE Þingmenn 1 eigin vegaframkvæmdum: Lofa að útvega peninga síðar - harðlega gagnrýnt af Ríkisendurskoöun Um nokkum tíma mun það hafa tíökast að Vegagerð ríkisins flýtti framkvæmdum samkvæmt ákvöröunum alþingismanna í ein- stökum kjördæmum. Eru þá tekin bráðabirgðalán í lánastofnunum eða hjá viðkomandi verktökum til að fiármagna framkvæmdimar. Fyrr á þessu ári kom til bréfa- skiifta á milli Rikisendurskoðunar og Vegagerðarinnar út af þessu máli og þar kom eftirfarandi fram í bréfi Vegagerðarinnar frá 21. fe- brúar síöastliönum: „Öll lán til nýbygginga eru tekin samkvæmt áikvörðun alþingis- manna viðkomandi kjördæma eða með samþykki þeirra. Þar sem fiár- veitingar eru ekki fýrir hendi í gild- andi vegaáætlun hafa þingmenn jafnframt heitið því að beita sér fyrir að fiárveifingar veröi teknar upp í vegaáætlun eins fljótt og unnt er til endurgreiöslu lánanna.“ Ríkisendurskoðuðun svarar þessu 16. mars: „Það er álit Ríkis- endurskoðunar að Vegagerð ríkis- ins sé ekki heimilt að fara út í aðr- ar framkvæmdir en þær sem rúm- ast innan fiárlaga og vegaáætlunar hvers árs. Afskipti einstakra þing- manna breyta þar engu um.“ Þessar lántökur hafa aukist nokkuð á undanfomum árum og var staðan þannig um síðustu ára- mót að heildarupphæð lána var um 382 milljónir króna. Þaö er 31% af því fé sem verja á í vegagerð á þessu ári. Sunnlendingar eru drýgstir í þessu en þar er búið að fá 147 milfiónir að láni með þessum hætti um síöustu áramót. Vestlend- ingar höfðu fengið 93 miUjónir lán- aðar. Reyknesingar 40 mfifiónir og Vestfirðingar 39 milfiónir. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.