Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Side 9
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989.
9
Utlönd
Hinn nýi leiötogi Austur-Þýskalands:
Erfitt verk
framundan
Háttsettur austur-þýskur embætt-
ismaður, Otto Rheinhold, kenninga-
fræðingur austur-þýska kommúni-
staflókksins, hefur gefið í skyn að
stefnt verði að því allir Austur-Þjóð-
veijar fái að heimsækja Vesturlönd
og virðist það tilraun til að lægja
óánægjuraddir innan landamæra
Austur-Þýsklands um hömlur á
ferðafrelsi. Kemur þetta í kjölfar
mannabreytinga í forystuliði komm-
únistaflokksins fyrr í vikunni þegar
Erich Honecker lét af störfum leið-
toga austur-þýskra kommúnista og
Egon Krenz tók við.
Verið er að endurskoða lög er
varða ferðalög Austur-Þjóðverja til
útlanda og sagði Rheinhold að mark-
miðið væri að allir fengju vegabréf.
Eina landið sem Austur-Þjóðveijar
gátu heimsótt án vegabréfs var
Tékkóslóvakía þar til fyrr í mánuðin-
um þegar landamærunum var lokað
nema ferðamönnum með sér-
staka áritun. Mikil óánægja með
hömlur á ferðafrelsi átti sinn þátt í
þeim mikla fólksflótta sem átt hefur
sér stað úr landinu og víðtæku mót-
mælum sem leiddu til áfsagnar
harðlínumannsins Honeckers.
Hinn nýi leiðtogi Austur-Þýska-
lands, Egon Krenz, reynir nú sitt til
að binda enda á versta óróa sem
geng-
ið hefur yfir Austur-Þýskaland í 36
ár með því að opna fjölmiðla, hlusta
á umkvartanir verkamanna og tala
við fulltrúa mótmælendakirkjunnar.
Það kom á óvart þegar Krenz settist
niður með kirkjunnar mönnum í gær
en kirkjan hefur löngum stutt and-
ófshópa í A-Þýskalandi.
Austur-þýskir flóttamenn í Varsjá biða eftir að komast um borð í flugvél
sem flutti þá í gær til Diisseldorf í Vestur-Þýskalandi.
Simamynd Reuter
Síðan Krenz tók við af Honecker á
miðvikudag hefur hann verið mikið
í sviðsljósinu. En Krenz, sem var
yfirmaður öryggismála austur-þýska
ríkisins og studdi við aðgerðir kín-
verskra yfirvalda gegn námsmönn-
um í júní síðastliðnum, á erfitt verk
fyrir höndum. 'Hann þarf að sann-
færa landa sína um að breytingar í
anda þeirra sem eiga sér stað í Sovét-
ríkjunum munu einnig eiga sér stað
í Austur-Þýskalandi.
Hans Modrow, einn leiðtoga
kommúnista í Dresden sem hefur á
sér orð umbótasinna í anda stefnu
Moskvu-stjórnarinnar, sagði að
breytingar væru lífsnauðsynlegar í
Austur-Þýskalandi og að austur-þýsk
stjórnvöld gætu lært af þeim so-
vésku. Allir verða að taka þátt í end-
urnýjun þjóðfélagsins, sagði
Modrow.
Um fimmtán hundruð mótmælend-
ur fóru í kröfugöngu í bænum
Greifswald í gær til að krefjast um-
bóta og er þaö fyrsta mótmælagang-
an síðan Krenz tók við völdum. Fyrr
í mánuðinum tóku þúsundir Aust-
ur-Þjóðverja þátt í slikum göngum. Á
meðan heldur fólksflóttinn áfram - í
gær komu rúmlega 130 austur-þýskir
flóttamenn frá Varsjá í Póllandi til
Dusseldorf í Vestur-Þýskalandi.
Reuter
Misheppnaðar friðarviðræður
- segir yfirmaður herafia kristLnna
Michel Aoun, yfirmaður herafla um,“ sagði Aoun.
kristinna í Líbanon, tilkynnti í gær Viöræðumar hófust 30. septemb-
að samningaviðræöur um frið eftir er og eiga þátt í þehn 62 þingmenn,
nærri fimmtán ára borgarastyijöld
í landinu hefðu runniö út í sandinn.
Þingfuiltrúar kristinna og múha-
meðstrúarmanna í landinu hafa átt
viðræöur í Saudi-Arabíu um frið-
artillögur sem Arababandalagið
hefur lagt fram. Hefur Aoun nú
hvatt þingmennina tii að snúa til
Líbanons á nýjan leik þar sem
markmiði viöræðna þeirra hafi
ekki verið náö. „Sóum ekki timan-
helmingur múhameðstrúarmenn
og helmingur kristnir. Snurða
hljóp á þráðinn í viðræðunum
vegna kröfu fulltrúa kristinna að
Sýrland tryggði brottílutning her-
afia síns frá Iábanon áöur en sam-
þykktar yröu kröfur múhameðs-
truarmanna um frekari aðild að
stjómarstefnu landsins.
Kristnir gáfu tuttugu og fiögurra
klukkutíma frest, sem rennur út í
í Líbanon
kvöld, til aö ná einhverjum ár-
angri. Farouk Abi al-Lamaa, yfir-
maður utanríkismála í stjóm krist-
inna i Líbanon, sagði aö best væri
að þingmennimir sneru heim tll,
Líbanons næðist ekki árangur á
þessum tuttugu og fjórum tímum.
Aðeins kraftaverk getur komið í
veg fyrir aö viðræðumar renni út
í sandinn, sagði liann ennfremur.
Stjórnarerindrekar segja að mis-
takist friöarviöræðurnar í Saudi-
Arabíu geti það leitt til enn frekari
bardaga í Líbanon. Reuter
Sovétríkin:
Stokkað upp í Prövdu?
Skipt hefur verið um ritsjóra Pröv-
du, málgagns sovéska kommúnista-
flokksins. Við starfi hins íhaldssama
Viktors Afanasyevs tók fyrram pólit-
ískur ráðgjafi Gorbatsjovs forseta,
Ivan Frolov. í fréttum sovéska sjón-
varpsins sagði að samþykkt hefði
verið beiðni Afanasyev þess efnis að
hann yrði leystur frá störfum svo
hann gæti helgaö sig vísindarann-
sóknum. Ekki er ljóst hvort hann
sagði af sér eða var vikið úr starfi.
Upp á síðkastið hafa skoðanir Af-
anasyevs virst á skjön við opinbera
umbóta-afstöðu Gorbatsjovs forseta
og hefur hann mátt sæta gagnrýni.
Undir hans stjóm hefur Pravda hald-
ið harðlínuafstöðu í andstöðu við
mörg önnur dagblöð sem hafa nýtt
sér til fullnustu „glasnost-stefnu"
Gorbatsjovs, eða opnunarstefnuna.
Afanasyev var gerður að ritstjóra
Prövdu árið 1976 þegar Bréfsnev hélt
Viktor Afanasyev, hlnn íhaldssami
fyrrverandi ritstjóri Prövdu.
Simamynd Reuter
við stjómvölinn í Sovétríkjunum.
Sama ár var hann gerður að fullgild-
um meðlimi miðstjómar kommúni-
staflokksins.
sem
Eldur kviknaði
í hreyfli
Sovésk herflutningavél fórst í
Kaspíahafi í sovéska lýðveldinu
Azerbajdzhan á miðvikudagskvöld
eftir að eldur kom upp í einum
hreyfli að því er kom fram í fréttum
Tass, hinnar opinbera fréttastofu í
gær. Allir sem um borð voru, 57
manns, létust.
Flugvélin sem var af Djusin-76
gerð, var að flytja fallhlííarher-
menn til Azerbajdzhan þar sem
miklar róstur milli Armena og Az-
era hafa átt sér stað siðan i febrúár
síðastliönum. Eldur braust út í öðr-
um hreyfiinum þremur mínútum
eftir flugtak frá heifiugvelli aö sögn
Valentín Pankin hershöfðingja og
talsmanns flughersins í Izvestía,
dagblaði stjórnvalda. Ekki er ljóst
frá hvaða flugvelli vélin lagði af
stað.
Eftir að hafa ráðið niöurlögum
eldsins freistaði flugmaðurinn þess
að snúa við. „En þegar fiugvélin
átti ófarna um fimm ti! sex kíló-
metra missti vélin hæð og fórst i
Kaspíahafi," segir í Izvestia. Allir
sjö í áhöfii vélarinnar sem og fimm-
tíu fallhlífarhermenn létust.
Ekki kom fram í blaöinu ná-
kvæmlega hvar slysið átti sér stað
en vegna þess að vélin fórst í Kasp-
íahafi er ljóst að það var í
Azerbajdzhan. Skærar milli Azera
og Armena síðustu mánuði hafa
kostaö eitt hundrað og tuttugu
manns, þar á meðal nokkra her-
menn, lífiö.
Sovésk yfirvöld hafa nýverið sent
aukalið til Nagomo-Karabak, hér-
aðsins sem deilur íbúa lýðveldanna
standa um. Um ellefu þúsund her-
menn á vegum innanríkisráðu-
neytisins era í héraðinu.
Reuter
Skoðanakönnun í Grikklandi:
Hægri menn í
fararbroddi
Mitsotaki, leiðtogi grískra hægri
manna, vonast til að aðild flokks síns
að stjóm hægri manna, sem nýfarin
er frá, og bandalags kommúnista og
vinstri manna hjálpi honum til að
ná betri hljómgranni meðal almenn-
ings þegar kosningar fara fram.
Áætlað er að kosningar fari fram
þann 5. næsta mánaðar.
Skoðanakannanir sýna að Nýi
demókrataflokkurinn, flokkur Mit-
sotakis, með 145 þingsæti, myndi
ekki ná meirihluta yrði gengiö til
kosninga nú en flokkurinn er þó vin-
sælastur meðal kjósenda.
Reuter
Að Afanasyev skuli hafa haldið rit-
sfjórasæti sínu svo lengi telja frétta-
skýrendur merki um styrk íhalds-
manna í forystu kommúnistaflokks-
ins. Síðustu vikur hefur þó verið á
kreiki orðrómur um klofning mfili
íhaldsmanna og fijálslyndra í rit-
stjóm Prövdu. Dagar Afanasyevs við
stjórnvölinn á Prövdu virtust taldir
í síðasta mánuði þegar blaðið birti
opinberlega afsökunarbeiðni tfi
handa Boris Jeltsin, umbótasinnaða
þingmanninum frá Moskvu, vegna
frétta um drykkjuskap og fjáraustur
á ferð Jeltsins um Bandaríkin.
í síðustu viku kallaði Gorbatsjov á
sinn fund alla ritstjóra og segja heim-
fidarmenn að hann hafi gagnrýnt
Vladislav Starkov, ritstjóra Argu-
menty Fakty, þar sem nýverið hafa
birst nokkur gagnrýnin lesendabréf.
Farið var fram á afsögn Starkov fyrr
ívikunnienhannneitaði. Reuter
TAKIÐ EFTIR !
Vöru- og vélakynning
um helgina að
Kaplahrauni 5, Hafnarfiröi.
# HoriDEn
Rennibekkir
3 stærðir á lager
Frábært verð
Laugard. kl. 10-16.
Sunnud. kl. 13-17.
i&
BROT
HF
Bíldshöfða 18
sími 672240
Kaplahrauni 5
sími 653090