Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989.
Lesendur
13
Umferðargeðvonska:
Svipurinn
á þeim...
Ásta hringdi:
. Ég var einu sinni sem oftar að
koma akandi af bílaplaninu við Bún-
aðarbankann við Hlemm. Ég beið
eftir færi á að komast út á akbrautina
og ætlaði niður Laugaveg. Þegar eng-
inn bíll var örugglega í augsýn á
Rauðarárstíg lét ég til skarar skríða
og ók af stað yflr götuna.
Ég vissi þá ekki fyrr til en litill
hvítur bíll kemur með eins miklum
hraða og frekast er unnt að komast
þarna frá götuljósunum við Hverfis-
göfu og ekur áfram eftir Rauðarár-
stígnum í suðurátt, fyrir framan mig.
- Nú er ég ekki að segja að ég hafi
átt réttinn, síður en svo, hinn bíllinn
átti „réttinn" og hann vissi líka held-
ur betur af því. Ég dró mig í hlé og
hleypti honum fram hjá eins og lög
gera ráð fyrir.
En ökumaðurinn, sem var karl-
maður, lét mig heldur betur vita af
sér með augnaráði og höfuðsnún-
ingi. Ég hef aldrei séð annað eins
augnaráð, nema ef vera skyldi í rauð-
um bola sem ég var samtíða á býh
nokkru í gamla daga. - Maðurinn
sneri líka höfðinu í átt til mín svo
það var ekki um aö villast, hann var
vondur og hélt ég að hann myndi
ekki ná að snúa höfði sínu í rétta átt
aftur, svo mjög einblíndi hann á mig
með sínu illa augnaráði.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég
sé ökumenn verða illa undir stýri af
htlu tilefni. Það er nú kannski engin
furða að slysatíðni sé mikh þegar
menn aht að því breytast í skrímsli
í framan af minnsta tilefni. Þama var
engin hætta á árekstri nema þá ef
ökumaöur þessi hefði keyrt á mig
sem ég gat alveg ímyndað mér af
svip hans að dæma.
Menn undir stýri ættu aö temja sér
rólega og yfirvegaða framkomu og
vera tilbúnir að mæta hvers kyns
áföllum. En það er eins og sumir
umturnist algjörlega af minnsta th-
efni og þá er það sem maður sér sitt
af hverju. Já, svipurinn á þeim, hann
segir tii manni margt.
Gullgæsin
Ari skrifar:
Fimm vina minna hafa ákveðið að
flytja úr landi og eru tveir þegar farn-
ir. Þetta eru menn á aldrinum 20 til
30 ára, einhleypir og hluti af helsta
tekjustofni ríkisins. - Ef sú þróun,
sem greinhega er komin á alvarlegt
stig, heldur áfram má reikna með að
eftir nokkur ár verði einungis eftir í
landinu þurfahngar, einstæðar mæð-
ur og aðrir sem lifa á þeim sem skapa
verðmætin í landinu.
Ég vh hins vegar taka það fram th
að forðast allt fjaðrafok að mér er
fullljóst að margar einstæðar mæður
skapa verðmæti fyrir þjóðfélagið,
andleg og veraldleg.
Þar sem ólíklegt er að verksvit auk-
ist eða kosningaloforð Steingríms og
Jóns Baldvins rifjist upp fyrir fólki,
vil ég benda þeim á að til að stöðva
megi þessa þróun á næstunni fá ráð-
gjöf og ýmislegt nýthegt frá germ-
önskum frændum vorum í Prúss-
landi fyrir lítið.
Fyrst ég er farinn aö tala um germ-
ani, kom mér í hug einn flokkur
þeirra, Frankar, sem að vísu hefur
glatað flestum einkennum Karla-
magnúsar, en er mörgum íslending-
um mjög kær. Raunar svo kær að
við framleiöslu á svoköhuðum „for-
setapeningi“ var ákveðið að fela
germönum smíði gripsins.
Ég hugsa að það verði mikið sjokk
fyrir fyrstu kynslóðina, sem aldrei
hefur dýft hendi í kalt vatn og hefur
verið að skríða út úr skólum undan-
farin ár, svo og Seðalbankastjóra, að
uppgötva það að guhgæsin átti ekki
heima í Seðlabankanum - og er þar
að auki flutt úr landi.
Síðastur verður eflaust forsætis-
ráðherra th að frétta þetta því hann
veit ekki einu sinni, hvað þeir eru
að gera í „svarta húsinu".
Ingimar Ingimarsson fréttamaður (fyrir miðju) og við hlið hans útvarpsráðsmennirnir Magnús Erlendsson (t.v.)
og Rúnar Birgisson (t.h.). - Þeir síðasttöldu telja óviðunandi að Ingimar sé „einn“ að störfum sem þingfréttamaður.
Hver er vanhæfur?
Kristinn Einarsson hringdi:
Nú hefur útvarpsráð tekið til um-
ræðu störf þingfréttaritara Sjón-
varpsins, Ingimars Ingimarssonar.
Telja sjónvarpsmenn Ingimar full-
færan að gegna því starfi og styðja
hann í hvívetna. - Vh ég taká undir
þann stuðning sem áhorfandi sjón-
varps. Mér fmnst Ingimar hafa staöið
sig mjög vel og sýna háttvísi og um
leið einarða framkomu í sjónvarpi.
Þeir sem hvað mest hafa gagnrýnt
störf þingfréttamannsins eru tveir
útvarpsráðsmenn, Magnús Erlends-
son, sem er fuhtrúi Sjálfstæðis-
flokksins í ráðinu, og Rúnar Birgis-
son, sem er sagður vera 1. varamaður
fyrir Kvennahsta og Alþýðubanda-
lag - er sjálfur framarlega í röðum
Borgaraflokksins.
Mér finnst gagnrýni þeirra út-
varpsráðsmanna ekki eiga við rök
að styðjast og tala ég þá sem sjón-
varpsáhorfandi að sjálfsögðu. En þar
sem útvarpsráð er nú einu sinni póli-
tískt samansett, hef ég ekki mikla trú
á gagnrýni þess og hef aldrei haft. -
Æth hggi þarna ekki einhver önnur
ástæða að baki en sú að þeir vhji
Ingimar svo vel að fá honum aðstoð
við vinnu sína?
Mér fmnst algjörlega óviðunandi,
þegar útvarpsráð sem er nú kannski
ekki með ahra vinsælustu „ráðum“
í landinu, ætlar að taka völdin af
þeim yfirmönnum Sjónvarpsins sem
ráðnir eru m.a. til að velja frétta-
menn til þessa eða hins verkefnis
þess fjölmiðils. - En það er eins og
margir stjórnmálamenn hafi haft
„innantökur“ upp á síðkastið eftir
að umfjöllun fjölmiðla um vanhöld á
siðferði sumra þeirra var gerð lýðum
ljós. Vonandi er hér ekki um slíkar
innantökur að ræöa hjá þingkjörnu
útvarpsráði!
ð
Hvað verður um Fræðsluvarpið?
Sími 685111.
Karl Jeppesen, deildarstjóri fræðslu-
myndadeildar Námsgagnastofnunar,
skrifar:
Það var heldur hastarlegt fyrir
okkur, sem vinnum að námsefnis-
gerð á myndböndum fyrir nemendur
í skólum landsins, aö heyra það í
fréttum Sjónvarps mánud. 16. okt. sl.
að forstöðumaður Fræðsluvarpsins,
Sigrún Stefánsdóttir, hefði sagt upp
störfum. - Ástæðan sem hún gaf upp
var skhningsleysi fjárveitingavalds-
ins fyrir nauðsyn Fræðsluvarpsins.
Á örskömmum tima hefur Sigrúnu
tekist að koma á fót fræðslusjónvarpi
og -útvarpi þar sem framleitt hefur
verið kennsluefni sem nýtist á ýms-
um stigum í skólakerfmu og til al-
menningsfræðslu.
Við í fræðslumyndadehd Náms-
gagnastofnunar höfum fylgst náið
með framvindu mála í Fræðsluvarp-
inu frá upphafi þess í mars 1988.
Fræðsluvarpið hefur því aðeins
starfað í eitt heht skólaár. Viðbrögð
kennara við Fræðsluvarpinu voru
fremur líth í fyrstu en nú á seinustu
vikum er eins og kennarar hafi áttað
sig mjög vel á því hvað Fræðsluvarp-
ið hefur upp á að bjóða.
Fræðslumyndadeild Námsgagna-
stofnunar dreifir til skóla flestum
myndum sem Fræðsluvarpið hefur
framleitt og nú á síðustu vikum hefur
verið mikil eftirspum eftir þessum
myndum alls staðar að af landinu,
og verið er að dreifa myndunum út
th allra fræðsluskrifstofa í tugatali.
- Þá hafa margir skólar ákveðið að
eignast eintök af sumum myndanna.
Nú þegar starf Fræðsluvarpsins er
aö byrja að sýna árangur neyðist for-
stöðumaðurinn th að segja upp störf-
um vegna þess að með þeirri fjárveit-
ingu sem áætluð er samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu fyrir næsta ár, er
einungis unnt að greiða skuldir sem
safnast hafa fyrir og th að borga kaup
eins starfsmanns en hann mætti ekk-
ert gera sem kostar peninga.
Sigrún Stefánsdóttir er ekki sú
manngerð sem sættir sig við það
hlutskipti. Þetta má ahs ekki gerast.
Nú er notkun skólanna á efni
Fræðsluvarpsins að aukast en stórir
og mikhvægir hópar eru enn útund-
an og þeim þarf að sinna. Upphaflega
var ætlun Fræðsluvarps að sinna
almenningi í landinu, fihlorðna fólk-
inu, sem þarf að fylgjast með mjög
örum breytingum á ýmsum sviðum
atvinnulífsins. Það er sífeht krafist
meiri menntunar af fólki í ýmsum
störfum, menntunar sem ekki stóð
til boða þegar þetta fólk stundaði sitt
undirbúningsnám.
Mikhvægi Fræðsluvarpsins er
e.t.v. mest fyrir þessa hópa. Þetta
form fjarkennslu verður að komast
á, það getur haft ómetanleg áhrif á
almenna menntun í landinu. Ef við
viljum vera í hópi tæknivæddra þjóð-
félaga verður menntunin að vera al-
menn. - Með vel skipulagðri fiar-
kennslu í Fræðsluvarpi og öðrum
menntastofnunum er unnt að ná
þessu markmiði. Reynsla ýmissa
þjóða, svo sem Norðurlandaþjóð-
anna og Breta af fiarkennslu í sjón-
varpi og útvarpi, er mjög góö. það
er von mín að fiárveitingavaldið taki
þá ákvörðun að standa sómasamlega
að þessu mikhvæga starfi. - Það er
enn timi th að lagfæra þessi mistök.
Upplýsingasímsvari 681511. )
Lukkulínan: 99 1002.
AUKABLAÐ
Bílar 1990
Miðuikudaginn 1. nóvember nk. mun aukablað
um bíla fylgja DV.
í þessu aukablaði uerður fjallað um nýja bíla af
árgerð 1990 sem bílaumboðin koma til með að
bjóða upp á, auk þess sem ýmsu öðru efni varð-
andi bíla uerða gerð skil í blaðinu.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa
í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband uið
auglýsingadeild DV hið fýrsta í síma 27022.
Vinsamlegast athugið að skilafrestur auglýsinga
er fyrir fimmtudaginn 26. október.
ATH.! Póstfaxnúmer okkar er 27079.
Auglýsingadeild
Þverholti 11, sími 27022