Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Síða 24
32 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989. Nýjarplötur Eurythmics - We Too Are One Dave Stewart og Annie Lennox skipa dúettinn Eurythmics, sem samkvæmt tölfræöilegum stað- reyndum er vinsælasti blandaði dúett poppsögunnar. Er þá miöað við hversu morgum lögum dúett- inn hefúr komið inn á vinsælda- lista. Þaö er nokkuð um liöið síðan Eurythmics áttu lag á vinsældaiist- um enda komin tvö ár síðan síðasta breiðskífa kom út. Sú plata hét Revenge og olli nokkrum vonbrigð- um en ég þori að fullyrða að allt annað er uppi á teningnum á þess- an nýju plötu Eurythmics. Ýmisiegt hefur á daga þeirra Stewarts og Lennox drifið síðan Revenge kom út, Stewart gifli sig og eignaðist bam og Lennox og maður hennar urðu fyrir þeirri skelfilegu lífsreynsu að eignast andvana bam um síðustu áramót. Annie Lennox var því ekki míög upplögð þegar Dave Stewart hóaði í hana snemma árs til að hefia vinnu við þessa plötu. En Stewart hvatti hana til að vinna sig frá sor g- inni og ég held að Annie Lennox hafi ekki gert betri hiuti á ferli sín- um til þessa en gefur að heyra á þessari plötu. Og Dave Stewart gef- ur henni ekkert eftir nema síður sé þannig að útkoman er að mínu áliti besta plata Eurythmics til þessa. Það sem lyftír henni upp fyrir jfyrri plötur dúettsins em fyrst og fremst jafhari lagasmíöar og ein- faldari, hér er nánast hvert lagið öðra betra. Lögin eru lika kraft- meiri á þessari plötu en þeim fyrri og örlítið hrárri fyrir vikið. Útsetningar eru allar fyrsta flokks enda vart við öðru að búast þegar Dave Stewart er annars veg- ar og til að bæta enn betur um hefur hann fengiö gamia brýnið Jimmi Iovine sér til aðstoðar. We Too Are One er stórgóð plata og ég vil sérstaklega vekja athygli á gulifailégu lokalagi plötunnar When The Rain Comes Down þar sem Annie Lennox stappar stálinu í sjálfa sig eftir barasmissinn í frá- bærúm texta. -SþS- Villa Jóns Magnússonar og Opus Dei Jón Magnússon hæstaréttarlög- maður ritaði grein í DV mánudag- inn 16. október 1989 og hefst hún á þessum orðum: „í stjómartíð Francos einræðis- herra á Spáni og Falangistaflokks hans varð til klíka innan Falangi- staflokksins sem kölluð var Opus Deii (sic) og hafði það aö markmiði að styðja klíkubræður til æðstu metorða í spænskum stjórnmál- um.“ Af 100þjóðernum Hér er svo hallað réttu máli að ekki verður komist hjá að leiðrétta. í fyrsta lagi var Francesco Franco ekki félagi í Falangistaflokknum þótt vissulega nyti hann aödáunar og hylli þess flokks alla sína stjóm- artíð. Á síðari sijómarárum ríkis- leiðtogans, þegar hafist var handa um að beina Spáni inn á braut þing- ræðis eftir dauða hans, treysti hann æ minna á falangista og kom þeim með hægð úr helstu valda- stöðum. Olli það mikilli gremju meðal forustumanna falangista. Þetta er þó aukaatriði. Miklu alvarlegri er sú villa Jóns að halda að samtökin Opus Dei hafi veriö „klíka“ innan Falang- istahreyfingarinnar. Samtökin Opus Dei era kaþólsk samtök bæði presta og leikmanna og starfa í fjölmörgum ríkjum. í árslok 1986 vora nær 1300 prestar vígðir til starfa fyrir samtökin og rúmlega 73 þúsund leikmenn af 87 þjóðemum, bæði konur og karlar. Félagar era úr öllum stéttum og greinum þjóðfélagsins og era flestir giftir. Félagar í Opus Dei era nú af nær 100 þjóðernum ög starfa þau m.a. í Sviþjóð. Opus Dei hefur viðurkenn- ingu kaþólsku kirkjunnar sem eins konar „landamæralaust biskups- dæmi“. Ekki stjórnmálasamtök Þessi samtok eru stofnuð af spænska prestinum Josemaria Escriva de Balaguer y Albas, en hann fæddist 9. janúar 1902 og lést 26. júní 1975. Hann hóf árið 1928 það starf, sem síðar var nefnt Opus Dei (Verk drottins eða Verk í þágu drottíns, Þjónusta við guð). Hann varð að flýja Spán meðan borgara- styijöldin geisaði en sneri aftír til Spánar eftir lok hennar, og eftir KjaHarmn Haraldur Blöndal hrl. síöari heimsstyrjöldina breiddist starfsemi Opus Dei út um heims- byggðina. í fáum orðum sagt byggist Opus Dei á þeirri kenningu að menn geti þjónað guði í venjulegum störfum sínum, með því að rækja störf sín vel og heiðarlega og láta gott af sér leiða í samskiptum sínum við aðra menn. Menn ræki skyldur sínar við guð ekki síður með því að skila vel unnu dagsverki heldur en með því að draga sig í hlé fyrir skarkala heimsins. Meðlimir Opus Dei styðja ekki hverjir aðra til þess að komast áfram í veröldinni umfram það sem alltaf leiðir af því að vera saman í félagi, hvort heldur það er söfnuð- ur, stjómmálafélag, íþróttafélag eða málsverðasamtök. Samtökin era alls ekki stjórnmálasamtök og monsignor Escriva varaöi mjög við því að samtökin tengdust stjóm- málum þótt vitanlega væri alls ekki verið að banna einstaklingum, sem era í samtökunum, að starfa í stjómmálasamtökum - slíkir menn bera að sjálfsögðu svip af því aö vera mótaðir og agaðir af Opus Dei. Merki sama misskilnings Þá er rétt að fram komi að Opus Dei rekur skóla víða um lönd, stundum í samvinnu við aðra. Má þar nefna verslunar-, landbúnaðar- og tækniskóla í löndum eins og Kenýa, Bandaríkjunum, Guate- mala, Perú, Japan og Ástralíu. Há- skóli er rekinn í Navarra á Spáni. Þá era víða um lönd æskulýðsmið- stöðvar og stúdentaheimili. Það er að vísu rétt að menn úr Opus Dei störfuðu fyrir Franco. Fyrir meira en 20 áram sátu í ríkis- stjórn Francos þrír menn sem voru í Opus Dei. Þessir menn létu gott af sér leiöa. Þótt þeir væra í Opus Dei. Þá er fjarstætt að halda því fram að samtökin hafi verið að við- urkenna stjómarfarið á Spáni - á sama tíma vora aðrir í samtökun- um í andstöðu við Frahco og máttu jafnvel þola fangelsanir vegna skoðana sinna. Að tmdirlagi Píusar XII. varð Opus Dei að verkfæri til þess að forða Spáni frá upplausn þegar Franco féll frá og tryggja það að Spánn yrði lýðræðisríki án þess að borgarastyrjöld brytist úr að nýju. Opus Dei varð með þessum haetti til blessunar fyrir Spán. Fyrir flesta meðlimi Opus Dei þýðir þátttaka í stjómmálum það sama og fyrir okkur hin sem í stjómmálum tökum þátt, að nota réttindi sín og skyldur til þess að koma fram pólitískum sjónarmið- um eftir þeim siðum sem ríkja í hveiju þjóðfélagi. Ég ætla ekki að öðru leyti að gera grein Jóns Magnússonar að um- talsefni. Þó finnst mér hún hafa á sér merki sama misskilnings um innanflokksmál í Sjálfstæðis- flokknum og Jón hefur á starfi Opus Dei. Haraldur Blöndal „í fáum ocðum sagt byggist Opus Dei á þeirri kenningu að menn geti þjónað guði í venjulegum störfum sínum...“ Afmæli Ragna Sigríður Gunnarsdóttir Ragna Sigríður Gunnarsdóttir hús- móðir, Fífuhvammi 11, Kópavogi, ersextugídag. Ragna er fædd á Amórsstöðum og alin upp í Jökuldal í Norður- Múlasýslu. Eiginmaður hennar er Sveinbjöm H. Jóhannsson frá Norðfirði. Þau hjónin eiga ekki börn saman, en sonur Rögnu fyrir hjónaband er Gunnar Berg, veggfóðrarameistari í Hveragerði, og á hann tvær dætur. Börn Sveinbjöms fyrir hjónaband eru Melkorka, húsmóðir í Hafnar- firði, og á hún fjögur böm; og Jón Gestur, búsettur í Borgamesi og á hann fjögur böm einnig. Af 12 hálfsystkinum Rögnu, sam- mæðra, era sjö á lífi en fimm eru látin. Á lífi eru: Guðný, búsett í Reykjavík; Elín Margrét, húsmóðir á Skjöldólfsstöðum í Jökuldal; Jón, búsettur í Reykjavik; Loftur, bæjar- starfsmaður í Kópavogi; Guðrún Sigurbjörg, búsett í Reykjavík; Svanfríður, húsmóðir í Réykjavík; og Amór, húsamálari í Reyjavík. Látin eru Jón og Jón S„ en þeir dóu sem ungböm; Sólveig; Sigríður; og Bergur er bjó á Reyðarfirði. Faðir þeirra systkina var Þorkell Jónsson. Foreldrar Rögnu vora Gunnar Jóhannes Jónsson, bóndi frá Fjallsseli, og Benedikta Bergþóra Bergsdóttir, húsmóðir frá Hjarðar- haga. Þau bjuggu lengst af á Amórs- stöðumí Jökuldal. Faðir Gunnars var Jón, b. í Fjallsseli, Þorkelsson, b. í Fjallsseli, Jóhannessonar, frá Möðrudal og b. í Fjallsseli, Jónssonar. Móðir Þorkels var Guðrún Þor- kelsdóttir. Móðir Jóns Þorkelssonar var Guðný Einarsdóttir, b. á Selja- teigi, Eiríkssonar og Sólveigar Guð- mundsdóttur. Ragna Sigríður Gunnarsdóttir. Móðir Gunnars var Sigríður Björnsdóttir, b. í Seljateigshjáleigu, Jónssonar, frá Hjalla á Látraströnd, Jónssonar. Móðir Bjöms var Hallbera Her- mannsdóttir frá Höfða. Móðir Sig- ríðar var Sigurbjörg Eiríksdóttir, b. í Seljateigshjáleigu, Bjamasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. Benedikta Bergþóra var dóttir Bergs Ámasonar og Sólveigar Þórð- ardóttur frá Hjarðarhaga, b. á Sæv- arenda í Loðmundarfirði, Jónsson- ar, á Eldleysu, Eyjólfssonar. Móðir Þórðar var Gróa Jónsdóttir. Móðir Sólveigar var María Gutt- ormsdóttir, b. á Árnastöðum í Loð- mundarfirði, Skúlasonar, og Sig- þrúðar Ólafsdóttur frá Húsavík. Þau hjónin, Ragna og Sveinbjörn, taka á móti gestum sunnudaginn 22. október í Sjálfstæðishúsinu í Kópa- vogi, Hamraborg 1, þriðju hæð, milli kl. 15 og 17. Ágústa Baldursdóttir og Kristinn Gíslason Tinbrúðkaup Tinbrúðkaup eiga í dag þau Ágústa Baldursdóttir og Kristinn Gíslason, Lyngheiði 26, Hveragerði. Jafnframt er Ágústa fertug í dag. Ágústa og Kristinn gengu í hjóna- band 20. okóber 1979. Kristinn, sem starfar við heilsuhælið í Hvera- gerði, er fæddur 16.8.1935. Hann er sonur Ástu Sigurlaugar Bjargar | KristinsdótturogGíslaSigurðsson- I ar áSiglufirði. Ágústa er dóttir Baldurs heitlns Þorsteinssonar, kaupmanns í versl- uninni Vík í Reykjavík, og Fjólu Jónsdóttur. Ágústa og Kristinn eru að heiman ídag. Biluðum bílum á að koma út fyrir vegarbrún! | UMFERÐAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.