Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Síða 25
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989. 33 Afmæli Kristín Halldórsdóttir Kristín Halldórsdóttir húsmóöir, starfskona Kvennalistans og fyrrv. alþingiskona, Fomuströnd 2, Sel- tjamamesi, er fimmtug í dag. Kristín fæddist í Varmahlíð í Reykjadal. Hún lauk stúdentsprófi frá MA1960 og kennaraprófi 1961. Kristín hefur auk húsmóðurstarfa stundað kennslu, blaðamennsku, þýðingar og prófarkalestur. Hún var ritstjóri Vikunnar 1974-79 og alþingiskona 1983-89. Þá var hún fprmaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1984-85. Kristín er nú formaður Ferðamálaráðs. Kristín annaðist að mestu ljós- myndatöku í eftirtaldar bækur í bókaflokknum Leiðsögurit Fjölva eftir Jónas Kristjánsson: Kóngsins Kaupinhöfn, útg. 1981; Heimsborgin London, útg. 1983; Ævintýralega Amsterdam, útg. 1984; París, heims- ins höfðuprýði, útg. 1985, og New York, nafli alheimsins, útg. 1988. Kristín giftist 24.12.1963 Jónasi Kristjánssyni, f. 5.2.1940, ritstjóra DV, syni Kristjáns Jónassonar, læknis í Reykjavík, og konu hans, Önnu Pétursdóttur bókara. Börn Kristínar og Jónasar eru Kristján, f. 27.3.1964, jarðfræðinemi við Kaupmannahafnarháskóla, kvæntur Katrínu Harðardóttur dýralækni og eiga þau eina dóttur, Kötlu, f. 29.5.1987; Pálmi, f 15.5. 1968, sagnfræöinemi við HÍ, og er sambýliskona hans Sigrún Thorla- cius, líffræðinemi við HÍ, en þau eiga eina dóttur, Hem, f. 14.3.1989; Pétur, f. 24.12.1970, nemi í MH, og Halldóra, f. 7.1.1974, nemi í MH. Alsystkini Kristínar eru Halldór, f. 23.7.1934, yfirlæknir á Kristnesi og búsettur á Akureyri, kvæntur Birnu Björnsdóttur og eiga þaufjög- ur börn, og Svanhildur, f. 1.6.1938, félagsmálafulltrúi BSRB og á hún fjögur böm. Hálfsystkini Kristínar samfeðra: Salvar, f. 17.2.1944, d. 1974, búfræð- ingur; Hákon Öm, f. 30.9.1945, vél- stjóri og tæknimaður hjá Skeljungi, kvæntur Pálfríði Benjamínsdóttur og eiga þau tvö böm; Ragnar Jó- hann, f. 2.1.1954, tæknimaður hjá Alpan og á hann þrjú börn, og Bjöm, f. 22.9.1955, rannsóknarlögreglu- maður, kvæntur Amínu Sumarhða- dóttur og eiga þau tvö böm. Foreldrar Kristínar: Halldór Víg- lundsson, f. 11.6.1911, d. 1977, smið- ur og síðar vitavörður, og Halldóra Sigurjónsdóttir, f. 26.6.1905, fyrrv. skólastjóri Húsmæðraskólans aö Laugum. Faðir Halldórs var Víglundur, b. á Hauksstöðum, Helgason, b. þar, Guðlaugssonar, b. í Steinkirkju í Fnjóskadal, Eiríkssonar. Móðir Helga var Rósa Jónsdóttir, b. í Garði í Mývatnssveit, Marteinssonar. Móðir Víglundar var Arnfríður, systir Árna, b. í Garði, föður Þum í Garði. Ami var föðurafi Þorgríms Starra, b. og hagyrðings í Garði, og langafi Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar. Amfríður var dóttir Jóns, b. i Garði, bróður Rósu. Móðir Amfríðar var Guðrún, syst- ir Jóns, langafa Kristjáns Eldjárns forseta. Annar bróðir Guðrúnar var Halldór á Bjamastöðum, afi Val- gerðar, móður Tryggva forsætisráö- herra, föður Klemensar, fyrrv. hag- stofustjóra. Valgerður var einnig móðir Dóru forsetafrúar, móður Völu Thoroddsen. Þá var HaUdór afi Helgu, húsfreyju í Grímstungu, ömmu prófessoranna Þorbjörns Sigurgeirssonar og Bjöms Þor- steinssonar. Helga var einnig móð- uramma Bjöms á Löngumýri og langamma Páls á Höllustöðum. Guðrún var dóttir Þorgríms Mar- teinssonar, b. í Hraunkoti, og konu hans, Vigdísar Hallgrímsdóttur, b. í Hraunkoti, ættföður Hraunkotsætt- arinnar, Helgasonar. Móðir Halldórs var Svanborg Stef- anía Bjömsdóttir, smiðs á Vindfelli, Eiríkssonar, b. á Torfastöðum í Vopnafirði, Eyjólfssonar. Móðir Bjöms var Svanborg, systir Guð- mundar, hreppstjóra á Torfastöð- um, langafa Agnars skipstjóra, föð- ur Guörúnar alþingiskonu. Svan- borg var dóttir Stefáns Ólafssonar, b. á Torfastöðum, og Sólveigar Björnsdóttur, stúdents í Böðvars- dal, Bjömssonar. Móðb Sólveigar var Guðrún, systir Árna, langafa Magdalenu Schram, ömmu Ellerts ritstjóra. Móðir Svanborgar var Sig- ríður Jónsdóttir, b. á Hraunfelli, Jónssonar og Margrétar Bjöms- dóttur. Meðal móöursystkina Kristínar má nefna Amór, skólastjóra og rit- höfund; Braga, fyrrv. alþingis- manns, ráöherra og ritsjóra, Dag, skólastjóra og Unni, móður Inga Tryggvasonar, fyrrv. formanns Stéttarsambands bænda. Halldóra var dóttir Sigurjóns, skálds, alþingismanns og oddvita að Litlu-Laugum í Reykjadal, bróður Guðmundar, skálds og b. á Sandi í Aðaldal, föður Bjartmars alþingis- manns og Heiðreks skálds. Annar bróðir Sigurjóns var Erhngur, kaupfélagsstjóri og alþingismaður. Systir Sigurjóns var Áslaug, móðir Karls ísfelds rithöfundar. Sigurjón var sonur Friöjóns, b. á Sílalæk og Sandi, Jónssonar, b. að Hafralæk í Aðaldal, Jónssonar, b. á Hólmavaði, Magnússonar, b. á Hólmavaði, Jóns- sonar, ættföður Hólmavaðsættar- innar. Móðir Sigurjóns var Sigurbjörg Guðmundsdóttir, b. á Sílalæk, Stef- ánssonar, b. á Sílalæk, Indriðason- ar, b. á Sílalæk, Árnasonar, ætt- föður Sílalækjarættarinnar. Móðir Halldóru var Kristín, systir Bjöms, ritstjóra Fróða á Akureyri. Kristín var dóttir Jóns, b. á Rifkels- stöðum í Eyjafirði, Ólafssonar og konu hans, Halldóru, systur Einars, alþingismanns í Nesi, langafa Gunnars J. Friðrikssonar, fv. for- manns VSÍ. Hálfbróðir Halldóru var Gísh, faðir Garðars stórkaupmanns, afa Garðars Halldórssonar, húsa- meistara ríkisins, og Garðars Gísla- sonar borgardómara. Þá var Gísh Kristín Halldórsdóttir. langafi Þórs VUhjálmssonar, próf- essors og hæstaréttardómara. Ann- ar hálfbróðir Halldóru var Ásmund- ur prófastur, faðir Einars Morgun- blaösritstjóra. Hahdóra var dóttir Ásmundar hins ættfróða, hrepp- stjóra á Þverá, Gíslasonar, b. í Nesi, föðurbróður Þórðar Pálssonar, ætt- fööur Kjarnaættarinnar, langafa Hahdórs, föður Ragnars forstjóra. Móðir HaUdóru var Guðrún Bjöms- dóttir, umboðsmanns í Lundi, bróð- ur Kristjáns ríka á IUugastöðum, föður Sigurðar á Hálsi, langafa Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra. Kristín verður að heiman á af- mæhsdaginn. Til hamingju með afmælið 20. október 95 ára 60 ára Guðbjörg Jónsdóttir, Skjólvangi, Hrafhistu, Hafharfirði. Andrés Eggertsson, Heiðarbraut 13, Keflavík. 80 ára 50ára Elís Eiríksson, Hallfreöarstöðum 2, Tunguhreppi. Hlín Ingólfsdóttir, Hhðartúni 10, Mosfellsbæ. Andrés Svanbjörnsson, Ljárskógum 2, Reykjavík. Regin Sjúrður Fríbjörn Poulsen, Stórholti 1, Akureyri. Markús Thoroddsen, Mýrum 11, Patreksfirði 40 ára 75ára Guðlaug Guðsteinsdóttir, Jörfa, Kjalameshreppi. Guðný Benediktsdóttir, Hlíðarhjalla 34, Kópavogi. Gunnar Sigurðsson, Hehubraut 6, Grindavík. Helga Jóakimsdóttir, Sundstræti 24, ísafirði. Jón Brynjólfsson, Amargötu 8, Reykjavík. Páh Marinó Beck, Valhöh, Reyðarfirði. Skarphéðinn Eiríksson, Djúpadal, Akrahreppi. 70 ára Ólafía Jónsdóttir, Vatnskoti 2, Biskupstungnahreppi. Tómas Halldórsson, Heiðargerði 65, Reykjavík. Jón S. Pétursson Jón S. Pétursson, Teigagerði 1, Reykjavík, er sjötugur í dag. Jón er fæddur á Oddsstöðum á Melrakkasléttu en kom tvítugur til Reykjavíkur og hefur átt þar heima síðan. í æsku vann hann ÖU venju- leg sveitastörf, og eins og gengur á hlunnindajörðum, við sjósókn, sU- ungsveiði, hrognkelsaveiði og fugla- og seladráp, einnig við að hirða æðarvarp og vinna rekavið til heim- Uisnota, aðaUega í eldinn. Þá vann hann við sUdarsöltun og í SUdar- verksmiðju ríkisins á Raufarhöfn og viö shdveiðar með herpinót eftir að hann lauk vélstjóranámi. Hann var rúm 17 ár til sjós og var einn þeirra sem sigldu á England á stríðs- tímunum, eftir það hjá SheU, Land- helgisgæslunni og Ríkisskipum. Fyrst eftir að hann fór í land vann hann um árabU hjá Landssíma ís- lands en hefur nú síðasthðin nim 20 ár starfað hjá Vatnsveitu Reykja- víkur. Jón var sem unglingur tvo vetur við nám í Alþýðuskólanum að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann lauk vélvirkjanámi í Lands- smiðjunni og við Iðnskólann í Reykjavík, síðar vélstjóranámi. Jón hefur starfað mikið að félagsmálum; formaöur Félags jámsmíðamanna, í stjórn Mótorvélstjórafélags íslands og Vélstjórafélags íslands; sat um árabU í stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Hann er einn af stofnendum og ábyrgðar- mönnum Sparisjóðs vélstjóra og Líf- eyrissjóðsins Hlífar og í stjóm hans fyrstu árin. Þegar Gylfi Þ. Gíslason var menntamálaráðherra var hann skipaður prófdómari við Vélskóla íslands og hefur verið skipaöur það nær óshtið síöan til þessa dags. Þá hefur hann átt sæti í ýmsum nefnd- um á vegum félagasamtaka eða ver- iö skipaður af stjómvöldum. Hann hefur átt sæti í stjóm Framsóknar- félags Reykjavíkur, í stríðsnefnd , hernámsandstæðinga fyrstu árin, þá vann hann mikið á vegum AA- samtakanna á bernskuárum þeirra á íslandi. Kona Jóns er Herdís Sigurjóns- dóttir, f. 6.3.1925, hárgreiðslukona og húsmóðir, frá Neskaupstað. Hún er dóttir Sigurjóns Magnússonar, kennara í Neskaupstað, og Magneu Guðmundsdóttur, húsmóður og verkakonu. Herdís og Jón eiga sex börn. Þau eru: Magni, sérfræðingur i lyflækning- um og lungnasjúkdómum á Borgar- spítalanum. Eiginkona hans er Kristín Björnsdóttir, skurðstofu- hjúkrununarfræöingur á Landsp- ítalanum, og eiga þau þijú börn. Þorbjörg, verslunarmaður og hús- móðir í Lúxemborg, gift Jóhannesi Kristinssyni, flugstjóra hjá Cargo- lux. Borghildur Anna, fyrrv. blaða- maður, nú við nám í London. Hún á tvö börn og er sambýhsmaður hennar Ragnar Ragnars Egilsson. Pétur, trésmiður á Seyðisfirði, kvæntur Sigrúnu Ólafsdóttur heilsugæsluhjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn. Helga Björk húsmóöir, gift Karvel Gíslasyni, verslunarmanni hjá Þór hfv og eiga þau þrjú böm. Áki Ármanns, nemi við Háskóla íslands. Systkini Jóns em: Oddgeir, fyrrv. bóndi á Vatnsenda, kvæntur Önnu Ámadóttur frá Bakka á Kópaskeri og eiga þau sex börn; Borghildur, ekkja Sigurðar Finnbogasonar frá Harðbak, fyrrv; bónda að Oddsstöð- um, síðar starfsmanns kaupfélags- ins í Hrísey, og eignuðust þau fimm bömj-Friðný Guðrún, húsmóðir og ættfræðingur, gift Guðjóni Guðna- syni kvensjúkdómalækni og eiga þau fimm böm; Árni Guðmundur, fyrrv. ráðunautur, kvæntur Guðnýju Ágústsdóttur frá Raufar- höfn, húsmóður og skrifstofustjóra hjá Almennu verkfræðistofunni; Guðný Aðalbjörg, íþróttakennari, húsmóðir og starfstúlka hjá Jökh á Raufarhöfn, ekkja Jóns Einarssonar Jón S. Pétursson. síldarsaltanda og útgerðarmanns á Raufarhöfn, og áttu þau einn fóstur- son. Foreldrar Jóns vom Pétur Sig- geirsson, bóndi og oddviti á Odds- stöðum, síöar skrifstofustjóri Síld- arverksmiöju ríkisins á Raufarhöfn, og kona hans, Þorbjörg Jónsdóttir frá Ásmundarstöðum á Sléttu. Pétur var sonur Siggeirs, b. á Oddsstöðum, Péturssonar, Jakobs- sonar, umboðsmanns ogalþingis- manns á Breiöumýri í Reykjadal, Péturssonar. Móðir Siggeirs var Margrét Hálf- dánardóttir frá Sauöanesi og b. á Oddsstöðum, Einarssonar. Móðir Péturs Siggeirssonar var Borghhd- ur Pálsdóttir frá Brúnagerði í Fnjóskadal, Guðmundssonar. Margrét Siggeirsdóttir, húsmóðir á Harðbak, var systir Péturs. Þorbjörg, móðir Jóns, var dóttir Jóns Ámasonar, húsasmiðs, skipa- smiðs og bónda á Ásmundarstöðum. Hann var bróðir Þorbjargar Lund á Raufarhöfn. Móðir Þorbjargar var Hildur Jónsdóttir frá Steinalóni. Jón verður á heimih dóttur sinnar íLúxemborgáafmæhsdaginn. i Brúðkaups- og starfsafmæli Ákveðið hefur verið að birta á afmælis- og ættfræðisíðu DV greinar um einstaklinga sem eiga merkis brúðkaups- eða starfsafmæli. / Greinarnar verða með áþekku sniði og byggja á sambæri- legum upplýsingum og fram koma í afmælisgreinum blaðs- ins en eyðublöð fyrir upplýsingar afmælisbarna liggja frammi á afgreiðslu DV. Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða starfsafmæli verða að berast ættfræðideild DV með minnst þriggja daga fyrir- vara. Það er einkar mikilvægt að skýrar, nýlegar andlitsmyndir fylgi upplýsingunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.