Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Síða 27
FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989. 35 „Það er allt í lagi að setja niður haustlauka út október og reyndar í lagi meðan ekki er komið frost í jörð,“ sagði Kristinn Einarsson, sölu- stjóri í Blómavali, í samtali við DV. Blómaval hefur sett alla haust- lauka á útsölu og eru þeir nú boðnir með 25% afslætti. Meðal þess sem þar er að flnna eru 50 túlipanalaukar í poka fyrir 599 krónur eða um 12 krónur stykkið. Hægt er að fá poka með 10 túlipanalaukum fyrir 113-349 krónur. Verðiö fer eftir stærð lauk- anna en eftir því sem laukamir eru stærri því stærri verða blómin. 5 stykki af páskaliljulaukum í poka kosta hjá Blómavali 111-184 krónur, 12 stykki af krókusalaukum kosta 117 krónur og 20 stykki kosta 368 krónur. „Ég setti niður túlipana í febrúar í fyrra og þeir lánuðust mjög vel. Það má segja að meðan jörð er þíð sé óhætt að setja út haustlauka þó auð- Neytendur vitað sé betra að þeir nái aðeins að róta sig áður en frystir,“ sagði Guð- björg Kristjánsdóttir hjá Sölufélagi garðyrkjumanna í samtali við DV. Hjá Sölufélaginu fást 10 túlipana- laukar á 120-320 krónur. 25 krókusar kosta aðeins 125 krónur og 10 stykki 115 krónur. Hægt er að fá tágakörfur með laukum og nýtist þá karfan sem pottahlíf og kosta 20 stykki af túli- pönum í körfu 435 krónur en 20 stór- ar liljur eru á sama verði. Guðbjörg vildi benda fólki á að hægt er að setja niður krókusa sem koma upp um jól, eins og vinsælt er að nota hýasintur. Krókusar fara vel með hýasintum eða einir sér. í blómaverslunum Alaska er gefinn 30% afsláttur af verði allra haust- lauka. Þar kosta 25 túlipanar 665 krónur. 4 hýasintur í pakka kosta 180 krónur, 12 krókusar kosta 160 krón- ur og 12 krókusar fást á 100 krónur. Af þessu verði er svo veittur 30% afsláttur. -Pá Sveppir lækka vegna aukins fram- boðs. Sveppir lækka í verði Vegna harðnandi samkeppni milli sveppabænda og aukins framboðs hefur heildsöluverð á sveppum lækkað að undanfórnu. Kíló af 1. flokks sveppum kostar nú í heildsölu 390 krónur en kostaöi 516 fyrir einum mánuði. Lækkunin nemur um 24%. Heildsöluverð var hæst um 600 krón- ur fyrir nokkrum mánuðum. Algengt verð á kílói af sveppum út úr búð er nú um 600 krónur, í mesta lagi 650 krónur. Algengtverðísumar ( var 800-900 krónur kílóið. Neytendur njóta hér góðs af auknu framboði og fyrirsjáanlegt er að verðið lækkar enn frekar vegna harðnandi sam- keppni. -Pá - enn tími til að setja niður Enn er tími til þess að setja niður haustlaukana. Haustlaukatímanum getur lokið hvenær sem er vegna frosta og því eru blómaverslanir farnar að bjóða lauka með verulegum afslætti. DV-mynd GVA Sala á rauðu ginsengi, sem orðið fýrir tjóni vegna fréttaflutn- Heilsuhúsiö h/f flutti inn frá Sví- ings af þessu máli. í bréfl frá for- þjóð og seldi, hefur verið stöðvuð. svarsmanni Eðalvara til flölmiöla Að sögn Guðrúnar Eyjólfsdóttur ertekiðframaöhiðsviknaginseng hjá Lyfjaeftirliti ríkisins var það sé Eöalvörur alfarið óviðkomandi gert vegna þess aö hylkin, sem sögð og þeirra ginseng, sem flutt er inn voru 330 milligrömm, reyndust við frá Kóreu, muni áfram standa mælingar aðeins vera 186 landsmönnum til boöa. raillígrömm aö jafnaði. Auk þess Guðrún Eyjólfsdóttir staðfesti í hafði verslunin ekki formlegt leyfi samtali viö DV að þetta væri rétt. til sölu á umræddri vöru. Hollustu- Ginseng frá Eðalvörum heföi veriö vemd ríkisins annaðist raæling- kannað um leið og það sem reynd- arnar, ist svikið og heföi það staöist allar Fyrirtækiö Eðalvörur, sem einn- mælingar. -Pá ig flytur inn ginseng, telur sig hafa Síldin er komin -fersk síld á 70 krónur kílóið Fersk og nýveidd síld af Aust- flarðamiðum er farin að sjást í fisk- búðum og kostar kílóið 70 krónur. „Við höfum ekkert verið að flýta okkur því reynslan hefur sýnt að það er sáralítil sala í ferskri síld,“ sagöi Bárður Steingrímsson, fisksali í Grímsbæ, í samtali við DV. Bárður byrjar að selja síld í dag og segir að hér sé um úrvalshráefni að ræða. Fréttir af síldveiði og síldarsöltun fyrir austan land hafa vakið upp síld- arhungur með þeim sem búa flarri miðunum. Ný síld er góðgæti og hægt að matreiða hana á ótal mis- munandi vegu. Fleiri fisksalar eru búnir að panta síld frá Homafirði og verður hún væntanlega komin í flest- ar helstu fiskbúðir eftir helgina. -Pá Afsláttarseðillinn umdeildi er ögn stærri en venjulegur 100 króna seðill. Pantaðu pizzu og taktu liana hám X [SLANDS Vafasamir afsláttar- mióar „Við höfum varað mennina við og beðið þá að hætta þessu. Hvað verður gert frekar er ekki ljóst,“ sagði Bjöm Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, í sam- tali við DV. Það sem bankinn er að gagnrýna er dreifing afsláttar- miða frá Eldsmiðjunni í Breiðholti sem líkjast mjög 100 króna seðlum. Seðlunum hefur verið dreift í hús í Breiðholti og fæst 100 króna af- sláttur á pitsum gegn framvísun þeirra í Eldsmiðjunni. „Það er eftir að dreifa nokkm magni af seðlum,“ sagði Pétur Bergmann, eigandi Eldsmiðjunnar, í samtah við DV. Pétur taldi ekki að um ólöglegt athæfi væri að ræða og engin hætta ætti að vera á að fólk tæki miðana í misgripum fyrir 100 króna seðla því aðeins væri prentað öðmm megin á þá. í 153. grein hegningarlaganna segir að hver sá sem uppvís verður að því að dreifa meðal manna hlut- um sem líkjast peningum eða verð- bréfum skuli sæta varðhaldi. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.