Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1989, Síða 32
Kgntucky Fried Chicken Hjallahrauni //, Hafnarfiröi Kjúklingarsembragöerað. Opið alla daga frá 11—22. Veðrið á morgun: Hvasst og slydda Á morgun veröur nokkuö hvöss noröaustanátt norövestan til á landinu en hægari á Suður- og Austurlandi. Rigning verður á Norður- og Austurlandi, slydda á Vestfiörðum. Skúrir verða á Suð- austurlandi en líklega þurrt suð- vestanlands. Hitinn verður 3-8 stig. NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR 3° 1. * Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglysingar - Áskrift - Dreiting: Ssmi 27022 FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 1989. Akureyri: Húsráðendur slðkktu eldinn Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Húsráðendur brugðust hárrétt við og voru svo til búnir að slökkva eld- inn þegar við komum á vettvang,“ sagði Gísli Kr. Lórenzson, vara- slökkvistjóri á Akureyri, um eld sem kom upp í húsi við Byggðaveg í gær. Eldurinn kom upp í eldhúsi en húsmóðirin hafði brugðið sér aðeins frá. Þegar hún varð eldsins vör réð- ust hún og maður með henni að eld- inum með asbestteppi og vatni og gekk vel að ráða niðurlögum hans. Skemmdir urðu því ekki miklar af eldi en hins vegar talsverðar af sóti um allt húsið. Eldsupptök eru ókunn. Hrakfarir í Álaborg: Tap fyrir Dönum Það ætlar ekki af íslensku skák- sveitinni að ganga á átta landa keppninni í Álaborg í Danmörku. í gær tapaði sveitin fyrir Dönum, fékk 2 vinninga gegn 4. Jóhann tapaöi fyr- ir Erhng Mortensen. Margeir, Helgi og Jón L. gerðu jafntefli. Guðfríður Lilja tapaöi en Hannes Hlífar gerði jafntefli. íslendingar eru í 5. sæti með 13,5 vinninga og biðskák. V-Þjóðverjar eru efstir með 21,5 vinninga. Það er ljóst að gengi íslensku sveitarinnar er langt undir styrkleika en sveitin var sú stigahæsta og sigurstrangleg- astafyrirmótið. -SMJ Loðnan gerir ekki vart við sig ennþá Þrátt fyrir allmikla leit nokkurra skipa hefur enn engin loðna fundist á hinum hefðbundnu loðnumiðum. Sjómenn segja að sjórinn á svæðinu sé allt að 2 gráðum hlýrri en var í fyrra á sama tíma. Margir vilja kenna því um að loönan er enn jafn dreifð og raun ber vitni. „Ég þori ekki að leiða neinum lík- um að því að hegðunarmunstur loðn- unnar sé að breytast. Ætli ástandið í sjónum sé orðið nógu vetrarlegt til þess að hún þjappi sér, það mætti segja mér það,“ sagði Jakob Jakobs- son, forstjóri Hafrannsóknastofnun- ar. Jakob sagði að bæði rannsóknar- skip stofnunarinnar, Ámi Friðriks- son og Bjami Sæmundsson, myndu fara í loðnurannsóknarleiðangur 1. nóvember næstkomandi. Meðal þeirra loðnuveiðiskipa, sem verið hafa að leita undanfarið, er Börkiu- NK. Sú leit er enn árangurs- laus. -S.dór íslendingar brjóta gegn félagsmálasáttmála Ewópu: legar athu Vinnuveitendasamband íslands skýrir frá þvi í fréttabréfi sínu að íslensk stjómvöld hafl fengið al- varlegar athugasemdir frá sér- fræðingum félagsmálasáttmála Evrópu, sem ísland er aðili aö, vegna brota á 5. grein félagsmála- sáttmálans. Þessi grein fjallar um að ekki megi skerða frelsi verkafólks og atvinnurekenda til að stofna íélog eöa sambönd til að gæta hagsrauna þess né heldur frelsi einstaklinga til að neita að vera í verkalýðs- félögum. Aðildarlönd félagsmála- fyrir að þvinga fólk til sáttmálans skuldbinda sig til þess að landslög skerði ekki þetta frelsi. Sérfræðingum félagsmálasátt- málans er send skýrsla frá aðildar- löndunum annað hvert ár og í sum- ar fóm þeir yfir íslensku skýrsl- una. Hér á landi á einstaklingur ekki rétt á atvinnuleysisbótum nema hann sé f verkalýðsfélagi. Þetta er brot á 5. grein sáttmálans. Segir í athugasemdum sérfræðing- anna að með þessu sé einstakling- urinn þvingaður til að vera í stétt- arfélagi. Þá era ákvæði f kjarasamningum að vera í stéttarfélögum hér á landi að félagar í sléttarfélög- um skuli ganga fyrir með atvinnu. Það er einnig brot á 5. greininni. Og í kjarasamningum fólks, sem starfar í iðnaði, verslun og þjón- ustu, eru ákvæöi um að fyrirtækj- um sé óheimilt að ráða fólk til vinnu nema það sé í stéttarfélagi sem fyrirtækið hefur samið við. Enn er um brot að ræöa á 5. grein félagsmálasáttmálans. Loks er þess getið að ísland hafi gerst brotlegt við 4. málsgrein 6. greinar sáttmálans með því ákvæði vinnulöggjafarinnar að einungis fólki í stéttarfélögum sé heimilt aö fara í verkfali. Af framansögðu er ljóst að laga- breytinga er þörf ef Island ætlar að virða mannréttindaákvæði sátt- málans. íslenska vmnulöggjöfm er orðin meira en hálfrar aldar gömul Og engin nefnd hefur veriö skipuö enn til að endurskoöa hana. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra sagði á þingi Verka- mannasambandsins í síðustu viku að ýmislegt þyrfti að athuga i vinnulöggjöfmni en kvað þó ekki fastaraðorði. -S.dór Sumarhús eyðilagðist i eldsvoða við Vatnsendablett 173 i nótt. Húsið var alelda og hrunið að hluta til þegar slökkviliðið í Reykjavík kom á staðinn á fimmta tímanum í morgun. Slökkvistarf tók um þrjá tíma. Húsið heitir Brattholt og var mannlaust er eldur kviknaði. Byggingin var úr steinsteypu og timbri og samanstóð af hæð og risi. Að undanförnu hefur verið unnið við endurbætur á Brattholti. -ÓTT/DV-mynd Brynjar Gauti Búnaðarbanki: Stefán að hætta Stefán Hilmarsson, einn þriggja aðalbankastjóra Búnaðarbanka, hef- ur sagt starfi sínu lausu frá og með áramótum eftir 28 ára setu sem bankastjóri bankans. Stefán er 65 ára og kominn á eftirlaun. Líklegt er tal- ið að hann verði áfram í sérverkefn- um fyrir bankann. Stefán var erlend- is í morgun. Bréf frá Stefáni var tekið fyrir á bankaráðsfundi Búnaðarbankans í morgun og uppsögn hans kynnt. Samkvæmt heimildum DV í morgun var talið útilokað að gengið yrði frá ráðningu nýs bankastjóra í stað Stef- áns í dag. Fjórir aðstoðarbankastjórar eru í Búnaðarbanka. Þeir eru Sólon Sig- urðsson, Sveinn Jónsson, Kristinn SiemsenogHannesPálsson. -JGH Fálkaorðan: 100% hækkun Kostnaður við fálkaorðuna, sem tilheyrir embætti forseta íslands, fór 440.000 krónur fram úr fjárlögum á árinu 1988 eins og kemur fram í skýrslu yfirskoðunarmanna og Rík- isendurskoðunar. í fjárlögum ársins 1988 var ætlunin að veita þessa sömu upphæð til orð- unnar en heildarkostnaður hefur því orðið nálægt 900.000 krónum. Kostn- aður vegna orðunar hefur því farið 100% fram úr fjárlögum. Embætti forsetans fór á heildina litið 21% fram úr fjárlögum en heildarútgjöld til þess árið 1988 vora 53,9 milljónir. -SMJ LOKI Það mætti þá kannski orða einn fugl fyrir mig?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.