Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1989, Blaðsíða 1
Kjarvalsstaðir: Þrjár sýningar Arvid Pettersen er norskur myndlistarmaður sem sýnir á Kjarvalsstöðum. Þrjár myndlistarsýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum um helg- ina. Það eru sýningar norska mynd- listarmannsins ^Vrvids Pettersen og íslensku listamannanna Sveins Bjömssonar og Kristínar Ingólfs- dóttur. Sýning Arvids Pettersen er í boði Listasafns Reykjavíkur. Þessi sýning er liður í samstarfi norrænna lista- safna. Hún var fyrst sýnd í Gallerí F15 í Noregi og síðan í Listasafninu í Aarhus en á eftir Kjarvalsstöðum verður hún sett upp í Listasafninu í Malmö og Amos Andersonin lista- safninu í Helsinki. í tilefni sýningarinnar hefur veriö gefin út vegleg bók um Pettersen með 30 litmyndum og ítarlegum texta um listamanninn eftir Bos Nilsen og nefnist hún Arvid Pettersen, lífs- spekingur í postmodernískri mynd. Arvid Pettersen hefur vakið sér- staka athygli sem síexpressionískur málari en sú stefna hefur verið ríkj- andi i norrænu listalífi undanfarin ár. Þótt málverk hans einkennist við fyrstu sýn af tjáningu og huglægum Kristín ísleifsdóttir sýnir vasa, skál- ar og ílát sem unnin hafa verið í leir. gildum eru þau uppfull af menning- ar- og listsögulegum tilvísunum. Hann málar sig í gegnum listasöguna samtímis því sem hann ljær henni Sveinn Björnsson fyrir framan eitt myndverka sinna. með verkum sínum nýja og persónu- lega sýn. Flestir gagnrýnendur, sem hafa fjallað um list Arvids Pettersen, eru sammála um að hann hafi kunnað að samtvinna alþjóðlegt myndmál nýja málverksins og norska mynd- listarhefð. Sýning Arvids Petterson er opin daglega frá kl. 11-18 fram til 3. desember. Sveinn Bjömsson, sem sýnir vatns- litamyndir, keramik og fleiri gerðir myndverka á sýningu sinni, er kunn- ur málari sem hefur sýnt margoft heima og erlendis. Sýning hans er opin til 12. nóvember. Þriðji aðilinn, sem sýnir á Kjarvalsstöðum, er Kristín ísleifsdóttir. Á sýningu Krist- ínar eru um það bil áttatíu skálar, vasar og ílát sem unnin hafa verið í leir á síðastliðnum tveimur ámm. Form verkanna em í flestum tilfell- um tilvísun til hluta sem ekki hafa verið notaöir í daglegu lífi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11-18 og stendur til 12. nóvember. -HK Korpúlfsstaðir, Sýning Myndhöggvarafélagsins Um nokkurra ára skeið hefur Myndhöggvarafélagið haft starfsað- stöðu á Korpúlfsstöðum og hafa fé- lagsmenn smám saman skapað sér aðstöðu sem tvímælalaust hefur ver- ið höggmyndalistinni lyftistöng. Á laugardaginn verður opnuð sýning á verkum félagsmanna og verður sýn- ingin opin þrjár næstu helgar á laug- ardögum og sunnudögum kl. 13-18. Myndhöggvarafélagið hélt síöast sýningu að Korpúlfsstööum 1985 og þar áður 1980 í sambandi við Listahá- tíð. Félagsmenn, sem nú eru fimmtíu og tveir, hafa í tilefni þessarar sýn- ingar hreinsað stóra salinn af öllum tækjum og vélum og málað hann upp á nýtt. list Gallerí: Grafíkmyndir Tryggvi Árnason myndlistarmað- ur opnar grafíksýningu laugardag- inn 28. október í sýningarsal sínum, List Gcillerí, að Einarsnesi 34. Á sýningunni verða 25 nýjar graf- íkmyndir, bæði silkiþrykk og collo- graphmyndir en þær eru gerðar með nýrri tækni sem gerir listamenn óháða sýrum sem hafa verið notaðar við hefðbundnar ætingarmyndir. Þær myndir eru oftast handmálaðar og verða því eintökin alltaf ólik hvert öðru. Tryggvi hefur haldið nokkrar sýn- ingar á -verkum sínum undanfarin ár, meðal annars að Kjarvalsstöðum 1983 og 1985, Laxdalshúsi á Akur- eyri, Kaupmannahöfn og Holstebro 1986, List gallerí 1987 og tekið þátt í samsýningum. Hann lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983. Sýningin er opin frá kl. 14-20 daglega til 12. nóvember og er öllum heimill aö- gangur. Verkin á sýningu Myndhöggvarafélagsins að Korpúlfsstöðum eru bæði inn- andyra og utan. Bandalag ísienskra listamanna efnir tíl þings fyrir listamenn í Við- eyjarstofu laugardaginn 28. októb- er. Þingið hefur yfirskriftína Lista- maöurinn sem lærimeistari - Lista- háskóli. Þingið hefst kl. 13.30 í kjöl- far aðalfundar sem verður um morguninn. Dagskrá listamannaþingsins er eftirfarandi: Forseti BÍL, Brynja Benediktsdóttir, setur þíngið. Guð- rún Agústsdóttir, aðstoðaimaöur menntamálaráðherra, flytur ávarp. Stutt erindi flytja: Ragnar Amalds, Rithöfundasambandi ís- lands, Edda Óskarsdóttir, Sam- bandi íslenskra myndlistarmanna, Halldór Haraldsson, Félagi ís- lenskra tónlistarmanna, Erlingur Gislason, Félagi íslenskra leikara, Messíana Tómasdóttir, FÍL (leik- myndateiknaradeild), Baldur Hrafnkell Jónsson, Félagi kvik- myndagerðarmanna, María Kristj- ánsdóttir, Félagi leikstjóri á ís- landí, Hjálmar H. Ragnarsson, Tónskáldafélagi íslands, Nanna Ólafsdóttir, Félagi íslenskra list- dansara, Njörður P. Njarðvík, RSÍ, Stefán Benediktsson, Arkitektafé- lagi Islands. Að erindunum loknum verða ftjálsar umræður og sitja fram- sögumenn fyrir svörum. Umræð- um stjórna Einar Kárason og Sigr- ún Valbergsdóttir. í lok þingsins mun Þorsteinn Gunnarsson, leik- ari og arkitekt, sýna þinggestura husakynnin. Ferja fyrir þinggesti verður frá Sundahöfn kl. 13. Santa Borðeyri og Lonlí blú bojs Danshöllin, þar sem áður var Þórscafé, heldur uppi mikilli skemmtun um helgar. Fjórar Mjómsveitir leika í sölum Dans- hallarinnar. Ber þar fyrst að nefha De Lónlí blú bojs sem allir lands- menn kannast við og eru koranir fram á sjónarsviðið aftur. í þeirri hfjómsveit eru sem fyrr Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Engilbert Jensen og Rúnar Júlíus- son, tónhstarmenn sem hafa staðið i fremstu línu poppara um tveggja áratuga skeið og vel það. Aðrar hljómsveitir eru Rokksveit Rúnars Júliussonar, Sveitín milli sanda og Rokkbandið. Meðal skemmtiatriða er sýning á nýjasta tískudansinum, Lambada, Happa- hjólið, sem inniheldur glæsilega vinninga, og svo rúsínan í pylsu- endanum, sápuóperan Santa Borð- eyri sem Sameinaöi grínfiokkurinn sýnir. í þeim flokki eru hinir kunnu leikarar Julíus Brjánsson, Bessi Bjamason, Saga Jónsdóttir og Kjartan Bjargmundsson. Næstu sýningar á Santa Borðeyri eru í kvöld og laugardagskvöld. Er húsið opnaö kl. 19 fyrir matargesti og aðra. Nýr skemmtistaóur: Kjallari keisarans I kvöld verður formlega opnaður hinn nýi Kjallari keisarans við Laugaveg 116 en staöurinn hefur tekið gagngerum breytingum eftir að nýir eigendur tóku við honum en hann hét áður Abracadabra. Ætlunin er að á næstunni verði boðiö upp á fjölbreytta dagskrá, auk þess sem það besta í lifandi tónlist hverju sinni verður kynnt. Þá mun úrval framsækinna plötusnúða sjá um að tónlistin á fóninum verði til fyrirmyndar og er fyrirhugað að á föstudagskvöld- um verði þaö nýjasta í breskri og bandarískri danstónlsit leikið en á laugardögum verði höfðaö til breið- ari smekks og suður-amerískri salsatónlist, soul og djassfunki blandað danstónhst hinna ýmsu þjóða. í kvöld er opnunarboð til mið- nættis sém eingöngu er ætlað boðs- gestum en á miðnættí verður staö- urinn opnaður alraenningi og verð- ur mikið um dýrðir. Strax fiytur nýtt efni ásamt Prinsessunni á bauninm og Þorsteinn Högni kynn- ir beattónlist frá austantjaldslönd- unum, auk annarra atriða. Á næstunni munu ýmsar hljóm- sveitir koma fram í Kjallara keisar- ans. Meðal annars verða nýjar út- gáfur Smekkleysu kynntar, auk þess sem lifandi djass og blústóniist verður virka daga og á sunnudags- kvöldum. JC-Akureyri: - „Búum bömum betri framtíð/y er umræðuefhið á JC-degi á Akureyri Gylfi KiwjárBsœi, DV, Akureyri; JC-dagurinn á Islandi verður hald- inn 28. október og mun JC-Akur- eyri þá efna til borgarafundar í Borgarbíói kl. 14 þar sem umræðu- efnið verður „Búum börnum betri framtíö“. Traustí Þorsteinsson, fræðslu- stjóri á Noröurlandí eystra, gerir grein fyrir stööu skólamála í um- dæminu, Ólafúr Oddsson héraðs- læknir ræðir um ungt fólk, áfengi og ábyrgð foreldra. Stefntær að því að fá unghng úr framhaldsskóla til að ræða það hvernig er að alast upp á Akureyri. Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri menntamálaráðu- neytisins, gerir grein fyrir stefnu ráðuneytisins í málum bama og unghnga og Jón Bjömsson félags- málastjóri flytur ávarp. Akureyrarbæ hefur verið boðið að senda fulltrúa á fundinnog ræða stefnu bæjarins í málefnum bama og unglinga, reiknað er með þátt- töku þingmanna í fundinum, en honum mun ljúka með pallborðs- umræðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.