Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1989, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1989, Blaðsíða 1
Sjónvarp á annan dag jóla: Enginn venjulegur drengur Villi (Ari Klængur Jónsson) með fótboltaskóna sem hann fær 'í af- mælisgjöf. Sjónvarpsmynd Ara Kristins- sonar, Enginn venjulegur drengur, er gerð eftir handriti Iðunnar Steinsdóttur um lítinn dreng sem á afmæli. Kvikmynd þessi er framlag íslands til norræns verkefnis. Aöalpersónan, Villi, á afmæli. Hann flýtir sér heim úr skólanuin til að skoða gjafimar. Mamma hans, sem kallar hann dúkkustrák- inn sinn, gefur honum bleika peysu en pabbi, sem er með fótboltadellu, vill að Villi verði bestur í fótbolta eins og hann var þegar hann var lítill og gefur honum fótboltaskó. Villi vill bara fá að lesa í friði og er alls ekki ánægður með afmælis- gjafimar. Pabbi leggur hart að Villa að spila fótbolta. Að lokum tekur Villi til sinna ráða og skiptir um hlutverk við gínustrák í íþróttabúð.... Það er átta ára drengur, Ari Klængur Jónsson, sem leikur aðal- hlutverkið, Villa. Föður hans leik- ur Valdimar Öm Flygenring og móðir hans er leikin af Eddu Heiðr- únu Backman. Sjónvarp annan dag jola: Umhverfis jörð- ina 80 ára Umhverfis jörðina 80 ára er heim- áheyrendum. ildarmynd um kaþólska prestinn, mannvininn og barnabókahöfund- inn, Jón Sveinsson, Nonna, er uppi var frá 1857 til 1944. Ferill sveitadrengsins að norðan, er hófst til vegs í fjarlægum löndum, var ævintýri líkastur. Leið Pater Jóns Sveinssonar lá viða um heim. Hann var víðlesinn og vel menntaður, gæddur einstakri tungu- málagáfu og einkum þó frásagnar- gáfu. Honum var það lagið að hrífa áheyrendur sína með sér, sama til hverrar þjóðar þeir töldust, og veita þeim innsýn í þann furðuheim er kjör sveitafólks uppi við norður: heimskautsbaug vom evrópskum Stöð 2 annan í jólum: Oliver Flestum er í fersku minni söngleik- urinn Oliver sem sýndur var í Þjóð- leikhúsinu í haust við mikla aðsókn. Söngleikurinn var kvikmyndaður 1968 og var það hinn virti breski leik- stjóri, Carol Reed, sem leikstýrði myndinni. Kvikmyndun söngleiksins þótti takast geysivel og fékk myndin sex óskarsverðlaun. Þar á meðal verð- laun sem besta kvikmyndin og Carol Reed fékk óskarinn sem besti leik- stjórinn. Oliver var leikin af ungum dreng, Mark Lester, sem hélt áfram leik- ferli í nokkrum myndum en hefur nú horfið af sjónarsviðinu. Aðrir leikarar eru Ron Moody, sem leikur Fagin, Oliver Reed, Shani Wallis, Jack Wild og Hugh Griffith. Óhætt er að mæla með Oliver fyrir Jón Sveinsson er enn í dag meðal þeirra höfunda íslenskra sem hvað þekktastir eru á erlendri grund og bækur hans hafa komiö út á fjölda tungumála. í myndinni Umhverfis jörðina 80 ára eru rakin hin ýmsu æviskeið rit- höfundarins og klerksins, myndum brugðið upp af umhverfi hans og tíma og rætt við nokkra menn er þekktu Jón og umgengust hann. Meðal annars er rætt við kaþólsku klerkana Michel Kobik og Pater Josh Samuelsson, spjallað við Halldór Laxness og Victor Diesh er var fylgd- armaður Jóns Sveinssonar á ferða- lagi hans til íslands alþingisárið 1930. Mark Lester heitir drengurinn er leikur Oliver. Hann er hér fyrir fram- an Olicer Reed er leikur Bill Sykes. Til hliðar við þá er Ron Moody sem leikur Fagin. alla fjölskylduna, söguþráðinn þekkja allir, enda er myndin gerö eftir einni þekktustu skáldsögu heimsbókmenntanna, Oliver Twist eftir Charles Dickens, og lögin, sem eru eftir Lionel Bart, eru sérlega vel heppnuð. Ohver er á dagskrá kl. 14.10. Stoð 2 a jóladag: Gandhi A joladagskvöld sýnir Stöð 2 hina margverðlaunuðu kvikmynd Ric- hards Attenborough, Gandhi, sem vann til átta óskarsverölauna 1983. Þar á meðal voru öll helstu verðlaun- in, svo sem besta kvikmynd, besti leikari í aðalhlutverki, besti leik- stjóri og besta handrit. Gandhi' segir frá ævi merkis- mannsins Mahatma Gandhi allt frá því hann var ungur lögfræðingur í Suður-Afríku og til þess er hann var myrtur, háaldraður dýrlingur í heimalandi sínu, Indlandi. Aðalhlutverkið leikur Ben Kings- ley og gerir hann það með slíkum ágætum að leikur hans líður áhorf- endum sjálfsagt seint úr minni. Margir aðrir stórleikarar koma við sögu og má nefna Candice Bergen, Edward Fox, John Gielgud, Trevor Howard, John Mills, Martin Sheen, Ian Charlesson og Geraldine James. Gandhi er rúmlega þriggja tíma löng kvikmynd og hefst sýning hennar kl. 21.40. Geymið dagskrárkálfinn í laugardagsblaöinu, sem er síö- asta blað fyrir jól, verða aðeins birtar dagskrár útvarps og sjón- varps fyrir laugardag og sunnudag (aöfangadag jóla). Dagskrámar fyrir jóladag og annan dag jóla verða því ekki endurbirtar. Les- endur DV ættu að hafa það hugfast og taka dagskrárkálfinn út úr blað- inu og geyma hann. Það er Kertasnikir sem kemur í heimsókn í Jólastundina. Sjónvarp á jóladag: Jólastundin okkar Mikið verður um dýrðir í Jóla- stundinni okkar sem er á dagskrá á jóladag kl. 18.00. Gesti og gangandi drífur víða að og „fastagestir" leggja sig alla fram um að skapa jóla- stemmningu. í póstkassanum veröur jólapóstur- inn lesinn en síðan verður sýndur lítill söngleikur eftir Helgu Steffens- en og Óskar Ingimarsson er nefnist Jólahreingerningin. Þá fáum við að sjá Jólaguðspjallið fagurlega mynd- skreytt, flutt af Bjama Karlssyni guðfræðinema og tíu krökkum sem einnig syngja fyrir okkur. Ljónið, Kúsur og Lilli halda mál- ræktarmerkinu á lofti í þættinum Málið okkar en síðan kemur Kerta- sníkir og tekur lagið eins og honum einum er lagið. Þá syngur Bjöllu- hljómsveitin frá Hellissandi. Jól í fjósinu er jólaleikrit sem sýnt verð- ur, ungir dansarar sýna dans og tveir furðufuglar hittast. Að lokum verður svo dansað kringum jóltréð með þátt- töku bama og jólasveinsins auk umsjónarmanna og „heimilisfólks" Stundarinnar. Tónlist á rás 1 á jólum: íslenskum tónlistannönnmn gert hátt undir höfði íslenskum tónlistarmönnum verð- ur gert hátt undir höfði í tónlistar- dagskrá rásar 1 um jólin. Ríkisút- varpið ætlar sér að notfæra sér sér- stöðu sína meðal útvarpsstöðva og sækja efnivið 1 hljóðbanda- og hljóm- plötusafn sitt sem er gullvæg náma margs þess besta sem íslenskir tón- listarmenn hafa gert. Á aðfangadag klukkan 17.00 syngur Hamrahlíðarkórinn jólalög frá ýms- um löndum undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Klukkan 19 verða heföbundnir jólatónleikar útvarps- ins. Þar koma fram Elísabet F. Ef ríksdóttir, sópran, Jón Stefánsson organisti og kvintett með Sigurð I. Snorrason í fararbroddi. Leikur kvintettinn klarinettukvintett Moz- arts í A-dúr. Klukkan 22.20 verður fluttur jólaþátturinn úr óratoríunni Messíasi eftir Hándel með Pólýfón- kómum, einsöngvurum og Sinfóniu- hljómsveit íslands undir stjóm Ing- ólfs Guðbrandssonar. Á jólanótt um kl. hálfeitt leikur Musica Antiqua hópurinn barokktónlist. Á .jóladagsmorgun kl. 8.30 syngja Hljómeyki, Dómkórinn, Skólakór Garðabæjar og Pólyfónkórinn hátíð- lega jólatónlist og Ragnar Björnsson leikur íslensk orgelverk á orgel Kristskirkju. Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur kl. 15.20 atriði úr Hnotu- brjótnum eftir Tjækovskí og er Bene- dikt Árnason sögumaður. Haukur Guðlaugsson leikur kl. 16.20 á orgel Kristskirkju tilbrigði eftir Sigurð Þórðarson um íslenska sálmalagið Greinir Jesú um græna tréð. kl. 17.30 leikur Einar Jóhannesson einleik með Sinfóníuhljómsveit ís- lands í klarinettukonsert Mozarts, og Gísli Magnússon leikur píanósón- ötu eftir Beethoven. Sinfóníuhljóm- sveitin er aftur á dagskrá kl. 20 og leikur þá hljómsveitin barokkkon- serta með einleikurum úr röðum hljómsveitarmanna. Kl. 22 leika svo íslenska hljómsveitin og Kammer- sveit Reykjavíkur verk eftir Vaug- han Williams og Jón Nordal. Tónlist- ardagskrá á jóladag með íslenskum flytjendum lýkur með því að leikin Á þessari mynd má sjá starfsmenn tónlistardeildar Rikisútvarpsins. verður hljóðritun frá tónleikum Kórs Langholtskirkju, einsöngvara og Sinfóníuhljómsveitar íslands nú á aðventu þar sem flutt var Sköpunin eftir Haydn. Þessi dagskrárliður hefst kl 22.50 og stendur til kl. eitt eftir miðnætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.