Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1990, Qupperneq 6
.0001 HAl'JMAI. ,f. HUDAQUT3ÖH FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990. 22 Kvikmyndir - Kvikmyndir - Kvikmyndir Stjömubíó: Dularfulli Bandaríkjamaðurinn Stjömubíó frumsýndi annan í jólum Dularfulla Bandaríkjamann- inn (Old Gringo) í minni sal bíós- ins. Mynd þessi er þegar orðin nokkuö umdeild þótt hún sé aðeins nokkurra mánaöa gömul. Er hún gerð eftir þekktri skáldsögu Carlos- ar Fuentas og segir frá bandarísk- um blaðamanni og rithöfundi sem hvarf í Mexíkó meðan á borgara- styrjöldinni stóð þar í byrjun aldar- innar. Það er Gregory Peck sem leikur blaðamanninn. Upprunalega var þetta hlutverk ætlað Burt Lancast- er en hann slapp ekki í gegnum læknisskoðun tryggingafélagsins og var þá hafnað af framleiðendum myndarinnar. Önnur aðalhlutverk eru leikin af Jane Fonda og Jimmy Smits sem er þekktastur hérlendis fyrir leik sinn í sjónvarpsmynda- flokknum Lagakrókum (L. A. Law), Að þessi kvikmynd var gerð er fyrst og fremst Jane Fonda að þakka. Hún hreifst strax afsögunni og þá um leið af kennslukonunni, sem hún leikur, sem heldur til Mexíkó og lendir í ástarævintýri með mexíkönskum herforingja. Ekki voru framleiðendur ginn- keyptir fyrir hugmynd hennar í fyrstu en Columbia lét þó til leiðast að lokum en forráðamenn kvik- myndafélagsins voru samt ekki sáttir viö val Jane Fonda á leik- stjóra myndarinnar. Sá heitir Luis Puenzo og er þetta fyrsta kvik- myndin sem hann gerir utan heimalands síns, Argentínu. Vandræðin hlóðust þó ekki upp meðan á kvikmyndatökum stóð heldur þegar Puenzo skilaði mynd- inni til dreifmgar. Framleiðendum leist ekkert á blikuna og frestuðu frumsýningu. Þegar frumsýningu í Hollywood er frestað táknar það að myndin sé slæm. Illar tungur komu þeim orðrómi af stað að allt væri í háalofti hjá Columbia út af myndinni en það var alls ekki rétt. Myndin var svo frumsýnd og fékk ágæta gagnrýni en litla aðsókn. í heild þykir Old Gringo hin besta kvikmynd og eru ílestir sem leggja leið sína í Stjömubíó sáttir við út- komuna. Aöalleikararnir þrír, Gregory Peck, Jane Fonda og Jimmy Smits. Bíóhöllin: Elskan, ég minnkaði bömin í Bíóhöllinni er sýnd ævintýra- myndin Elskan, ég minnkaði böm- in og fjallar hún um vísindamann einn sem tekst að búa til vél sem minnkar fólk. Allt fer þó úr bönd- unum hjá honum þegar hann minnkar bömin sín og böm ná- grannanna niður í örverur sem lenda í miklum ævintýmm í garð- inum heima hjá sér. Mikilh tækni er beitt í þessari skemmtilegu kvikmynd svo áhorf- endur fá það aldrei á tilfmninguna að um plat sé að ræða. Krakkarnir eiga aö vera svo örlitlir að það þurfti að búa til tvö svið fyrir hvert atriði, annað þar sem krakkarnir væm í eölilegri líkamsstærð og svo hitt þar sem allir venjulegir hlutir, eins og skrúfa, ruslafata eða Cheer- ious, virðast risastórir. Hér eru ættliðirni þrír tilbúnir í slaginn. Regnboginn: Fjölskyldumál Jólamynd Regnbogans er ný kvikmynd Fjölskyldumál (Family Buisness). Það eru tveir eftirsóttir leikarar, Sean Connery og Dustin Hoffman, sem leika aðalhlutverkin í þessari gamanmynd sem fjallar um þrjá ættliði New York fjöl- skyldu sem hefur fengist við smá- glæpi; afann, föðurinn og soninn. Sean Connery leikur Jessie McMullen, sjarmerandi en þrjósk- an eldri mann sem hefur tilhneig- ingu til að brjóta lögin. Helstu ein- kenni hans eru drykkja, að segja sögur og lenda í vandræðum. Sonur hans Vito, sem er leikinn af Dustin Hoffman, er fyrrverandi glæpon sem nú rekur að mestu heiðarlegt fyrirtæki. Vito elskar fóður sinn en er hræddur um að ef hann hleypi honum of nálægt sér þá fari allt í sama farið og áöur. Sonur hans er Adam sem Matt- hew Broderick leikur. Hann er gáf- að ungmenni sem nýlega hefur lok- ið háskólanámi. Hingað til hefur hann farið að ráði foður síns sem sagði eitt sinn við hann: „Þú getur gert allt sem þú vilt ef þú aðeins heldur þig fjarri afa þínum.“ Eftir skondinn aðdraganda sam- einast þessir þrír ættliðir í heljar- miklu ráni sem ekki verður farið nánar út í hér. Rick Moranis leikur vísindamanninn sem óvænt minnkar börnin sín. Hér hefur hann tekiö eftir einhverju óvenjulegu í súpuskálinni sinni. Sýningar Art-Hún, Stangarhyl 7, Reykjavík Að Stangarhyl 7 eru sýningarsalur og vinnustofur. Þar eru til sýnis og sölu olíu- málverk, pastelmyndir, grafík og ýmsir leirmunir eftir myndlistarmennina Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Ármanns, Elín- borgu Guðmundsdóttur, Margréti Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdóttur. Opið alla virka daga kl. 13- 18 og laugardaga kl. 12-18. Árbæjarsafn, sími 84412 Opið eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms stendur yflr sýning á myndum Ásgríms frá Þingvöllum. Á sýn- ingunni eru 25 verk, aðallega vatnslita- myndir, en einnig nokkur olíumálverk. Sýningin stendur fram í febrúar og er opin um helgar og á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16. Ásmundarsalur, v/Freyjugötu, Arkitektafélag íslands hefur opnað sýn- ingu á lokaverkefnum nýútskrifaöra arkitekta. Sýningin er opin afla daga kl. 14- 18 og stendur til 14. janúar. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Sýning á verkum „gömlu meistar- anna“. öll verkin eru til sölu. í Grafík-gallerí Borg, Austurstræti 10, er nú blandað upphengi. Graflk-myndir eftir um það bil 50 höfunda, litlar vatns- lita- og pastelmyndir og stærri olíumál- verk eftir marga af kunnustu Ustamönn- um þjóðarinnar. Gallerí„einn-einn“, Skólavörðustíg 4a Samsýning listamanna af yngri kynslóð- inni. Opið daglega kl. 14-18. Gallerí List, Skipholti 50, Til sölu verk eftir þekkta íslenska lista- menn. Opið á afgreiðslutíma verslana. Hafnarborg, Strandgötu 34 Þar stendur yfir sýning á fjölmörgum söfnum í eigu einstaklinga. Hér er um fjölbreytta og forvitnilega sýningu að ræða sem sett er upp í samvinnu Hafnar- borgar og Byggðasafns Hafnarijarðar. Opið er kl. 14-19 alla daga nema þriðju- daga. Sýningin stendur til 15. janúar 1990. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4 Sjóminja- og vélsmiðjumunasafniö er opið frá kl. 13-17 þriöjudaga, miðviku- daga, flmmtudaga, fóstudaga og laugar- daga. Kjarvalsstaðir v/Miklatún Á morgun verða opnaöar þrjár sýningar á Kjarvalsstöðum. í austursal veröur opnuð sýning á verkum J.S. Kjarval í eigu Reykjavíkurborgar. Yflrskrift sýn- ingarinnar er „Kjarval og landið". í vest- ursal sýnir Margrét Jónsdóttir olíumál- verk. í vesturforsal sýna Helgi Þorgils Friðjónsson og Hallgrímur Helgason portrett. Kjarvalsstaðir eru opnir frá kl. 11-18 daglega og er veitingabúðin opin á sama tíma. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga kl. 13.30-16 nema mánu- daga. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Katel, Laugavegi 20b (Klapparstigsmegin) Til sölu eru verk eftir innlenda og er- lenda listamenn, málverk, graflk og leir- munir. Sýning í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opin daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Að- gangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Mynd mánaðarins heitir „Mynd“ og er eftir Gunnar Öm Gunnarsson. Leiðsögn í fylgd sérfræðings er á fimmtudögum kl. 13.30-13.45. Safnast er saman í and- dyri safnsins og er leiðsögnin öllum opin og ókeypis. Sýning á íslenskri myndhst 1945-1989 í eigu safnsins stendur nú yfir í öllum sýn- ingarsölum. Almenn leiðsögn um þá sýn- ingu er á sunnudögum kl. 15. Listasafnið er opiö alla daga nema mánudaga kl. 12- 18. Veitingastofa safnsins er opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnéstanga 70 Þar stendur yfir sýning á verkum er Sig- uijón geröi á árunum 1960-62. Þetta eru aöallega verk úr jámi. Þá eru einnig sýnd aðfóng og gjaflr sem safninu hafa borist undanfarin ár, þar á meðal myndir frá árunum 1936-46 sem hafa veriö í einka- eign í Danmörku. Sýningin, sem mun standa uppi í vetur, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og öll þriðjudags- kvöld kl. 20-22. Norræna húsið v/Hringbraut í anddyri hússins stendur yfir’ sýning á ljósmyndum á þjóðsögum og þjóðsögnum eftir Ingu-Lisu Middleton. í bókasafninu sýnir Jóhanna Bogadóttir grafíkmyndir. Sýning hennar er opin kl. 13- 19 daglega. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 eða eftir nánara samkomulagi í sima 52502. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofa Ríkeyjar, Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, miö- vikudaga, fimmtudaga og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Myntsafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, s. 24162 Opiö er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Listkynning á Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Al- þýðubankinn hf. kynna að þessu sinni listakonuna Rut Hansen. Á kynningunni eru 9 málverk, unnin meö olíu á striga, og eru 2 verkanna frá 1985 en önnur frá árinu 1989. Kynningin er í útibúi Al- þýðubankans hf. á Akureyri, Skipagötu 13, og er opin á afgreiðslutíma. Henni lýkur 2. febrúar 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.