Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1990, Blaðsíða 1
Sjónvarp og rás 2: Handboltaveisla Dagana 11.-15. febrúar verður sannkölluð handboltaveisla hér heima því á þessum dögum leikur íslenska landshðið fimm landsleiki á fimm dögum við Rúmeníu og Sviss. Rúmenar mæta íslendingum í Laug- ardalshöU sunnudaginn 11., mánu- daginn 12. og þriðjudaginn 13. febrú- ar. Við Svisslendinga verður keppt miðvikudaginn 14. og fimmtudaginn 15. febrúar. Sjónvarpið mun sýna frá þremur leikjum í beinni útsendingu og verð- ur fyrsta útsendingin á sunnudags- kvöld kl. 20.35. Verður sýndur síðari hálfleikur. Daginn eftir verður einn- ig sýndur síðari hálfleikur í öðrum leik Uðanna og á fimmtudagskvöldið á sama tíma verður sýndur seinni hálfleikur í seinni leik íslendinga og Sviss. Öllum leikjunxun fimm verður lýst á Rás 2 í heild. íslendingar hafa oftsinnis leikið gegn Rúmenum og hefur oftast verið við ramman reip að draga enda hafa Rúmenar ávallt staðið framarlega og oftar en einu sinni orðið heimsmeist- arar. Svisslendingar eru ekki eins hátt sknfaðir og oftast höfum við unnið þá, en þeir eru á uppleið og tryggðu sér þátttökurétt í heims- meistarakeppninni í Tékkóslóvakíu sem hefst síðar í mánuðinum. Aðrar beinar útsendingar í Sjón- Mynd þessi er úr leik íslendinga og Rúmena i heimsmeistarakeppninni í Sviss 1986. varpinu um helgina eru frá Flug- leiðamótinu í borðtennis og frá leik Norwich og Liverpool í ensku knatt- spyrnunni. -HK Sjónvarp á laugardögum: Sögur asnans Nýr franskur teiknimyndaflokkur fyrir böm í tíu þáttum hefur göngu sína á laugardaginn í sjónvarpinu. Nefnist hann Sögur asnans og er Hér er asninn gáfaði ásamt nokkrum vinum sínum. byggður á samnefndri bók eftir franska rithöfundinn Sophie Rostopchine de Ségur og fjallar um asna nokkum sem lítur um öxl og rifjar upp viðburðaríka ævi. Asni þessi er enginn venjulegur asni því hann hefur það fram yfir aðra nafna sína að skilja og geta lesið manna- mál. Þessi hæfúeiki hans gerir það að verkum að hann getur komið upp um þjófa, bjargað bömum úr eldi eða frá drukknun og komistað alls konar leyndarmálum sem öðram er ekki ætlaö að heyra. Þess má geta að bókin hefur komið út í íslenskri þýðingu. Sögumaður er Árni Pétur Guðjónsson. Michael Caine fyrir miðju í hlutverki Kobba kviðristu virðir fyrir sér eitt fórnarlamb Kobba kviðristu. Stöð tvö á fímmtudagskvöld: Kobbi kviðrista Kobbi kviðrista eða Jack the Ripp- er, eins og hann heitir úti í heimi, er frægasti fjöldamorðingi sem uppi hefur verið. Þótt morðin, sem hann framdi, hafi verið framin á nokkrum vikum fyrir rúmum eitt hundrað árum hafa þjóðsögurnar um Jack the Ripper, morðingjann sem ekki fannst, aldrei hjaðnað og lifa góðu lífi enn í dag. Jack the Ripper hefur orðið uppi- staða nokkurra kvikmynda og hefur þar ekki alltaf verið fylgt raunveru- leikanum. í einni þeirra var hann meira að segja látinn flýja í tímavél inn í nútímann og fylgdi H.G Wells honum eftir. Nýjasta kvikmyndin um þennan fræga morðingja er hin þriggja og hálfs tíma sjónvarpskvikmynd Kobbi kviðrista sem Stöð 2 mun sýna í tveimur hlutum. Ekki frekar en í öðrum kvikmyndum um Kobba upp- lýsist hver morðinginn var í raun en eins og áður er hér gengið út frá viss- um staðreyndum og einni lausn sleg- ið fram sem engar sannanir eru fyrir. Það er Michael Caine sem leikur aðalhlutverkið, lögregluforingjann Frederick Abberlaine sem hefur heitið því að ná til fjöldamorðingjans sem hefur myrt fimm gleðikonur. Lendir hann upp á kant við yfirmenn sína og stjómmálamenn sem vilja að lögreglan sýni einhvem árangur. Aðrir þekktir leikarar, sem leika í myndinni, eru: Jane Seymore leikur teiknara við dagblað, hún reynir að teikna morðingjann og er fyrrver- andi ástkona Abberlaine. Armand Assante leikur bandarískan leikara, Richard Mansfield, sem hefur getið sér gott orð í hlutverki Dr. Jekyl og Mr. Hyde. Ray McAnaly leikur Sir William Withey Gull, yfirlækni á sj'úkrahúsi og sérfræðing í heilasjúk- dómum og Susan George leikur eitt fórnarlamba Kobba kviðristu. -HK Sjónvarp á sunnudag Rafmagn í Rafmagn í 75 ár er heimildarkvik- mynd um Fjarðarselsveitu í Seyðis- firði. Er rakin saga rafveitunnar og Fjarðarárvirkjun. Stiklað er á stóru um bakgmnn þeirra miklu fram- kvæmda er áttu sér stað þar eystra fyrir og eftir síðustu aldamót. Jafnframt er rakin í stórum drátt- um rafvæðing sem Edison-félagið stóð fyrir, jafnt austan hafs sem vest- an, ásamt upphafsatriðum við nýt- ingu ryðstraumskerfa. Þá er tæpt á ýmsum sagnfræðilegum merkisat- burðum í sögu veitunnar. Tilefni myndarinnar var 75 ára af- mæh rafveitunnar og Fjarðarsels- virkjunar í október 1988. Rafljósahá- tiðin, er þá var haldin á Seyðisfirði, er eitt meginþema í myndinni. Fjarðarselsvirkjun og rafveitan á Seyðisfirði er fyrtsa almenna raf- veitan á íslandi og jafnframt ein 75 ár fyrsta ryðstraumsveita á Norður- löndum. Klappfilm í Reykjavík gerði mynd- ina. Kvikmyndatöku annaðist Þor- björn Ágúst Erlingsson en hann ann- aðist einnig klippingu og stjóm. Einnig sá Ólafur Rögnvaldsson um kvikmyndatöku en Páh Guðmunds- son og Skúh Jónsson önnuðust hljóð og ýmsa aðstoð. Söngvakeppni Sjónvarpsins: Hvaða lag fer til Júgóslavíu? A laugardagskvöld ræðst hvaða lag íslendingar munu að senda til Júgóslavíu tíl keppni í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu. Sex lög hafa verið valin af tólf til keppni á laugardaginn og þótt atkvæði hafi skipt mismunandi á milh laga segir það ekkert um vinsældir hvers lags því aht önnur dómnefnd en hefur verið undanfarin laugardagskvöld velur á mhli þessara sex laga og er ómögulegt að geta sér til um hvaða lag mun vinna. Flestir eru á því að ekkert eitt lag skeri sig úr. Lögin eru fyrst og fremst jöfn, þótt deila megi um gæði þeirra. Við birtum hér myndir af lagahöf- undunum sex sem eiga hver sitt lag- ið í keppninni. Einn þeirra fer örugg- lega til Júgóslavíu í maí. Lagahöfundarnir sex sem eiga lögin sem keppa til úrslita. Þeir eru hér í stafrófsröð eins og þeir hafa verið kynntir í Sjónvarpinu: Björn Björnsson, Friðrik Karlsson, Gunnar Þórðarson, Gísli Helgason, Hörður G. Ólafsson og Magnús Þór Sigmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.