Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
Sákadómur Reykjavikur:
Hafskipsrokkurinn
hökti og stoppaði
fresta varð yflrheyrslum yfir Björgólfi Guðmundssyni
Björgólfur Guðmundsson og verjandi hans, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, í Sakadómi
Reykjavíkur. DV-mynd KAE
Fresta varð yfirheyrslum yfir
Björgólfi Guðmundssyni, fyrrum
forstjóra Hafskips, í Sakadómi
Reykjavíkur í gær. Verið var að
yfirheyra Björgólf um þann kafla
ákærunnar sem snýr að „leyni-
reikningunum" svokölluðu. Til
þessa hefur allur ágreiningur sem
upp hefur komið verið afgreiddur
og málinu haldið áfram.
Björgólfur og veijandi hans, Guð-
mundur Ingvi Sigurðsson, gerðu
athugasemdir við orðalag í ákæru.
Tryggvi Gunnarsson, fuUtrúi sér-
staks ríkissaksóknara, vildi ekki
fallast á gagnrýni Björgólfs og Guð-
mundar. Hann sagði orðalagið
nógu skýrt.
Dómurinn vildi að svo stöddu
sleppa þeim lið sem deilt var um
og halda áfram með máliö. Þá kom
upp annað vandamál. Vegna þess
varð talsverð rekistefna. Málið
snerist um hvort sýna þyrfti Björg-
ólfi hvern einasta tékka sem hann
gaf út á sjö árum og láta hann stað-
festa að hann hefði skrifaö um-
rædda tékka og skýra hvert tilefnið
var í hveiju tilfelli. Björgólfur
sagöist hafa séð alla tékkana.
Þaö dugði ekki og að lokum var
ákveðið að fresta frekari yfirheyrslu
þar til á fimmtudag. Björgólfi var
sett fyrir heimaverkefni. Honum var
gert að fara yfir alla þessa tékka og
vera tilbúinn til að gera grein fyrir
hveijum og einum á fimmtudag.
Þegar þinghaldinu var frestað
var búið að yfirheyra Björgólf í
tæpar tvær klukkustundir. Hann
mætir aftur eftir hádegi á fimmtu-
dag. Ragnar Kjartansson, fyrrum
stjórnarformaður Hafskips, mætir
fyrir hádegi á Ðmmtudag og svarar
spumingum um sama kafla og ver-
ið var að spyija Björgólf um þegar
málinu var frestað.
Hvaöa tímabil?
Orðalagið sem var upphafið að
ósáttum veijenda og sækjenda í
Hafskipsmálinu er svohljóðandi:
„Ákærða, Björgólfi Guðmunds-
syni, er gefið að sök að hafa á tíma-
bilinu frá byijun árs 1979 til 4. des-
ember 1985 samfellt dregið sér úr
sérstökum tékkareikningi hjá Haf-
skipi hf„ þ.e. hlaupareikningum nr.
2878 og nr. 921, síöar 10921 við Út-
vegsbanka íslands, sem ákærði
hafði í sinni vörslu, ýmist einn eða
sameiginlega með Ragnari Kjart-
anssyni, samtals kr. 6.733.020.00, en
til vara kr. 2.064.510.00, umfram þá
ágóöaþóknun, er kom í hlut
ákærða samkvæmt samkomulagi
við stjóm félagsins, upphaflega
gerðu í júní 1978 og síðari breyting-
um frá 14. ágúst 1980 og 15. desemb-
er 1983, en fé þetta nýtti ákærði í
eigin þágu eða annarra aðila óvið-
komandi Hafskipi hf.“
Björgólfur og verjandi hans töldu
ekki ljóst á þessu orðalagi fyrir
hvaða tímabii væri átt við að
ágóðaþóknun hefði fallið til Björg-
ólfs og að þeirra mati skiptir miklu
ídómsalnum
Sigurjón M. Egilsson
við hvaða tíma er miðað. Þær ólíku
tölur sem nefndar eru eru tilkomn-
ar með tveimur ólíkum reiknings-
aðferðum. Hærri talan er fengin
með útreikningum Valdimars
Guðnasonar, löggilts endurskoð-
anda, og hin með útreiknignum
Helga Magnússonar, sem var end-
urskoðandi Hafskips. Ákæruvaldið
gerir ráð fyrir að Björgólfi og Ragn-
ari hafi ekki borið að fá ágóðaþókn-
un'eftir árið 1983. En eftir þann
tíma var fyrirtækið rekið með
hagnaði. Björgólfur segir hins veg-
ar að sér hafi borið ágóðaþóknun
fyrir árið 1984 þrátt fyrir að veru-
legt tap hafi orðið á rekstri félags-
ins.
Dró áfrýjun til baka
Ragnar Kjartansson höfðaði mál
fyrir skiptarétti þar sem hann
krafðist þess að fá greitt frá þrota-
búinu ágóðaþóknim. Skiptaréttur
hafnaði kröfunni. Ragnar áfrýjaði
til Hæstaréttar. Hæstiréttur stað-
festi úrskurð skiptaréttar. Björg-
ólfur gerði síðar slíkt hið sama.
Hans mál fór á sömu leiö og mál
Ragnars fyrir skiptarétti. Þá áfrýj-
að Björgólfur til Hæstaréttar. í gær
sagðist hann hafa dregið áfrýjun-
ina til baka. Hann sagðist meðal
annars hafa gert það þar sem nýjar
upplýsingar hefðu komið fram í
meðferð Hafskipsmálsins fyrir
Sakadómi Reykjavíkur.
Þegar Björgólfur var spurður
hvers vegna hann og Ragnar hefðu
haft sérstaka tékkareikninga en
ekki hefðbundna launareikninga,
sagði hann að þetta fyrirkomulag
hefði þótt heppilegra. Hann sagði
einnig að í stóru fyrirtæki væri
gott að aðrir starfsmenn gætu ekki
séð launakjör helstu stjómenda.
Bundin viðdollar
Það kom fram að ágóðaþóknun
sú sem Ragnar og Björgólfur telja
að þeir eigi inni var bundin við
dollar. Það var gert til að hún héldi
verðgildi sínu. Einnig kom fram að
Björgólfur taldi áunna ágóðaþókn-
un ekki til skatts. Ástæðuna sagði
hann vera þá að ekki hefði verið
víst hvenær eða hvort hann fengi
hana greidda. Hann tók fram að ef
hefði komið til greiðslu hefði þess
verið getið í skattframtali. Björgólf-
ur sagði að löggiltur endurskoð-
andi hefði séð um þessi mál fyrir
sig og að honum hefði hann alltaf
treyst.
í máli Björgólfs kom fram sú
skoðun hans að hann og Ragnar
hefðu verið á lágum launum miðað
við það sem tíðkast meðal forstjóra.
Kæruleysi
„Þetta var ekki eins niðurnjörvað
og það átti kannski að vera. Það
var ákveðiö kæruleysi, ég viður-
kenni það. Það gat verið betra en
ég vissi að ég átti alltaf talsvert af
peningum inni og það gerði mig
kærulausari." Þetta sagði Björgólf-
ur Guðmundsson meðal annars
þegar hann var spurður um fylgi-
skjöl sem voru gerð með hinum
ýmsum tékkum. Björgólfur sagðist
ekki vita til þess að Helgi Magnús-
son éndurskoðandi hefði farið ofan
í fylgiskjölin en þau voru oft gerð
á handskrifaða miða.
-sme
í dag mælir Dagfari
Nú er það svart, maður. Ráðherr-
amir þurfa að borga skatt af ráð-
herrabílunum sínum. Þeim algjör-
lega að óvörum. Þeir eru búnir að
láta ríkissjóð kaupa handa sér rán-
dýra bíla og hafa ekið um á þeim í
góðri trú um að bílarnir kæmu
engum öðrum við en þeim sjálfum
og svo kemur allt í einu einhver
ríkisskattstjóri og heimtar að ráð-
herramir borgi skatt af bílunum!
Rétt eins og þeir eigi bílana.
Þetta kemur eins og reiðarslag
yfir blásaklausa ráðherra sem hafa
haldið að þeir þyrftu ekki að greiða
skatt af bílum sem þeir ættu ekki.
Steingrímur forsætisráðherra er
yfir sig hissa á þessari skattheimtu
enda fullyrðir hann að hann þekki
engan ráðherra sem noti ráðherra-
bílinn til einkaafnota. Steingrímur
stígur aldrei upp í ráðherrabílinn
sinn ef hann þarf aö nota hann
prívat. Enda verður ekki séð að
Steingrímur sé einhver annar
Steingrímur en Steingrímur sjálfur
hvort sem hann er heima hjá sér
eða í ráðuneytinu. í hvert skipti
sem Steingrímur hreyfir sig er það
ráðherrann sem hreyfir sig. Hann
hættir ekkert að vera Steingrímur
ráðherra þótt hann fari út í búð eða
á skíði eða í sumarbústaöinn. Hann
Ráðherrabflarnir
er alltaf forsætisráðherra þegar
hann sofnar og forsætisráðherra
þegar hann vaknar og hvers vegna
skyldu þá menn vera að gera hon-
um upp þær sakir að hann sé í prí-
vatferðum á ráðherrabílnum þegar
hann fer í bíltúr með fjölskylduna?
Sama má segja um Júlíus og Jón
Baldvin og alla hina strákana í rík-
isstjórninni. Júlíus lét ríkið kaupa
handa sér þriggja milljóna króna
bíl og vissi ekki betur en hann fengi
ókeypis afnot af bílnum og þyrfti
ekki að greiða skatt af bíl sem hann
ætti ekki. Það er nú meiri andskot-
ans frekjan að taka skatt af manni
sem ekur um á bíl sem hann á ekki
og heimta skatt af bifreiðanotkun
sem öll er í þágu þjóðarinnar. Júl-
íus hefur engin efni á því að aka
um á svona dýrum bíl ef hann þarf
að borga skatt af honum.
Það getur vel verið að aörir þurfi
að greiða skatta af bílum sem þeir
eiga ekki og það getur vel verið að
ráðherramir sjálfir hafi ákveðiö að
aðrir greiði skatta af bílum sem
þeir eiga ekki. En þaö á auðvitað
allt annað við um ráðherra en aðra
menn, þeir vinna hörðum höndum
og hafa ekki of mikil laun og geta
því ekki borgað skatta af þeim
lúsarlaunum. Þetta endar ekki
nema með því einu að ráðherrarnir
veröa að biðja ríkið um að taka
bílana af þeim svo þeir hafi efni á
því að lifa.
Ráðherrarnir verða sennilega
sjálfir að kaupa sína eigin bfla og
fer þá að kárna gamanið því ráð-
herrar hafa ekki efni á því að kaupa
bíla undir sjálfa sig. Og hvers vegna
eiga ráðherrar að kaupa bíla þegar
þeir nota aldrei bíla nema í nafni
embættisins? Forsætisráðherra
þekkir engan ráðherra sem nótar
bíl fyrir sjálfan sig og þó er forsæt-
isráðherra búinn að vera í mörgum
ríkisstjórnum og hefur þekkt
marga ráðherra.
Hér er úr vöndu að ráða. Ekki
geta ráðherrarnir verið bfllausir.
Vilja kjósendur kannski að ráð-
herrarnir kaupi sér reiðhjól eða
komi gangandi til allra funda og
þurfi að taka strætó heim til sín á
kvöldin? Og hvað méö allar veiði-
ferðirnar og veislurnar sem þeir
þurfa að sækja? Ekki verður það
ódýrara ef ráðherrar þurfa í sífellu
að taka leigubíla heim til sín á nótt-
unni þegar þeir koma úr veislunum
og ekki veróur það ódýrara fyrir
ríkissjóð ef ráðherrarnir taka bíla-
leigubíla í allar veiðiferðirnar og
fundina á rauðu ljósi og nýju Ijósi.
Ríkisskattstjóri á ekki og má ekki
eltast við skítblanka ráðherra til
að rukka þá um skatta af bílum sem
þeir eiga ekki. Það er eins og hvert
annað hneyksli.
Ríkisstjórnin hefur greitt fyrir
þjóðarsáttinni og núllsamkomu-
laginu. Ríkisstjórnin er góð við
Dagsbrúnarmenn og Sóknarkonur
og hefur fært þeim fina samninga
á silfurfati. Þjóðin á að meta þetta
góðverk viö ráðherrana og hlífa
þeim við skattlagningu sem gerir
þeim sjálfum ókleift að lifa af laun-
um og sköttum sem aðrir geta auð-
veldlega sætt sig við. Ráðherrar
verða að fá að lifa eins og aðrir.
Við skulum ekki neyða ráðherrana
til að fella samninga sem allir aðrir
eru ánægöir með.
Dagfari