Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. 5 Fréttir Fiskimjölsverksmiðjan Svalbarði á Patreksfirði: Gjaldþrota með um 100 milljóna skuldahala Fiskimjölsverksmiöjan Svalbaröi á Patreksfiröi hefur verið lýst gjald- þrota og var seld Fiskveiðasjóði ís- lands á nauðungaruppboði á fimmtu- daginn. Skuldir verksmiðjunnar námu fast að 100 milljónum króna. Þar af átti Fiskveiðasjóður kröfur upp á 58 milljónir. Annar stærsti kröfuhafi var Byggðastofnun með 25 milljónir. Afgangurinn skiptist aðallega á Landsbanka íslands, Orkubú Vest- fjarða og Skeljung hf. Fiskveiðasjóður tók verksmiöjuna til sín fyrir 45 milljónir króna og hefur nú auglýst hana til sölu. Verk- smiðjan er ekki í vinnsluhæfu standi og sagði Pétur Thorsteinsson, stjóm- arformaður Svalbarða, að um 20 milljónir þyrfti að leggja í endurbæt- ur til að hefja þar fulla vinnslu að nýju. Aö stofni til frá 1936 Eigendur Svalbarða voru Kristinn Friðþjófsson og fjölskylda hans sem áttu 86%. Afgangurinn skiptist á - Byggðastofnun tapar 25 milljónum á gjaldþrotinu fimm fiskvinnslufyrirtæki á Patreks- frði og Tálknafirði. Þar á meðal em Hraöfrystihúsið á Patreksfirði, sem nú er gjaldþrota, Oddi hf., sem keypti Hraðfrystihúsið fyrir skömmu, og Hraðfrystihús Tálknafjarðar sem Pétur Thorsteinsson rekur. Svalbarði er að stofni til karfaverk- smiðja frá árinu 1936 og hét þá Grótti. Skömmu fyrir 1980 var ráðist í að endurbyggja verksmiðjuna með kaupum á gamalh loðnuverksmiðju frá Noregi. Pétur Thorsteinsson sagði að þetta hefði verið gert að kröfu stjónvalda þá sem vildu fjölga loðnuverksmiðjum Vestanlands. Norska verksmiðjan skemmdist verulega í flutningi til landsins og tók langan tíma að koma henni upp. Þó var á endanum unnin í henni loðna hluta úr tveimur haustvertíðum en annars hefur eina hráefnið verið fiskúrgangur frá fiskverkunarstöðv- um á Patreksfirði og Tálknafirði. Afköstin 400 tonn á sólarhring Mjöltankar við Svalbarða á Patreksfirði. í verksmiðjunni má vinna 400 tonn Á síðasta ári var ráðist í að kaupa af loðnu á sólarhring en engin loðna hefur komið á Patreksfjörð i mörg ár. nýjan gufuketil en hann komst ekki í gagnið áður en galdþrot blasti við. Afköst verksmiðjunnar, þegar allt er í lagi, eru um 400 tonn af loðnu á sólarhring. Hráefnið sem hún hefur fengið síðustu árin er aðeins brot af því. Nú er engin fiskmjölsverksmiðja sem getur tekið við hráefni frá fisk- verkunarstöðvum á Patreksfirði og Tálknafirði. Pétur Thorsteinsson sagði að viðræður hefðu farið fram milli fiskverkenda á svæðinu að kaupa verksmiðjuna en ekkert verið ákveðið. „Best væri ef eigendur loðnuskipa vildu eignast hana. Verksmiðjan liggur vel við loðnuveiðunum á haustvertíð. Það hefur einnig verið leitað til Færeyinga og Grænlend- inga um að kaupa hana til að vinna úr skipum sínum en það strandar augljóslega á því aö bannað er að landa úr erlendum fiskiskipum hér á landi,“ sagði Pétur Thorsteinsson. -GK Reynt var að nota þennan gullmiða til að eignast nýjan bíl. DV-mynd GVA Reyndi að ná út nýjum bfl með f ölsuðum skaf miða - var búinn aö velja sér lit á bílinn hjá DAS Karlmaður hefur orðið uppvís aö því að reyna að svíkja nýja Toyota- bifreið út úr skafmiðahappdrættinu Gullmiðanum sem er á vegum DAS. Málið er í höndum Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Maðurinn kom í síðustu viku til Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, for- stjóra Happdrættis DAS, og fram- vísaði Gullmiða sem sýndi að hann hefði unnið nýja Toyotabifreið að verðmæti rösk ein milljón króna. Voru þá gerðar ráðstafanir til þess að afhenda bílinn nokkrum dögum seinna. „Vinningshafinn“ pantaði sér bíl og óskaði eftir ákveðnum lit á vinningsbílnum. Var síðan ákveðiö að maðurinn kæmi að nokkrum dög- um liðnum. Sigurður kannaði réttmæti vinn- ingsins í svokallaðri öryggisskrá. í skránni eru upplýsingar um hvort vinningar eru á skafmiðum Gullmið- ans miðað við öryggisnúmer sem birtist þegar skafið er af því. Kom þá í ljós að númerið hafði engan vinning að geyma. Á miðanum sagði að bíll hefði komið í vinning á miðann en til þess aö svq sé þarf einnig að standa „til hamingju“. Þegar betur var að gáð var búiö að líma „til ham- ingju“ yfir „enginn vinningur". Málið var strax sent til Rannsókn- arlögreglunnar. Að sögn Sigurðar hefur verið staðfest að um svik væri að ræða. -ÓTT Raunvextir á íslandi: Fjögur prósent lægri en á NorðuHöndunum Raunvextir á íslandi eru mun lægri en í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir margendurteknar yfirlýsingar um hið gagnstæða þá er þetta raunin. Raunvextir voru neikvæðir á ís- landi allan áttunda áratuginn og langt fram á þann níunda. Þá fóru vextir að þokast upp en náðu þó ekki raunvöxtum á Norðurlöndunumfyrr en árið 1988. Þá voru raunvextir á íslandi um 1,5 til 5,0 prósent hærri en á Norðurlöndunum. Með minnk- andi eftirspum eftir lánsfjármagni og breytingum á grunni lánskjara- vísitölunnar í upphafi síðasta árs hröpuðu raunvextir hér síðan aftur. Raunvextir á útlánum í íslenska bankakerfinu voru um 3 til 4 prósent lægri en á Norðurlöndunum í fyrra. Á línuritinu má sjá samanburð á raunvöxtum hér og á Norðurlönd- unum. Á því má glögglgga sjá að að hávaxtatímabihð á íslandi stóð mjög stutteðaíumeittár. -gse Raunvextir 1989 14 12 10 8 6 4 2 1986 Á íslandi og Norðurlöndunum 1986 -1989 1987 1988 Sauðburður á fullu á bænum Ósi í Amarfirði: m ■ ■ m m ■ ■ ■ ■ ■ Atjan lomb borm frá áramótum „Sauðburðurinn er í fullum vel. Fimm lömb hafa þó dáiö. skýringar á aö svona skyldi fara, gangi hjá okkur og sér ekki fyrir - Hvað finnst ykkur um sauðburð Þorbjöm býr á Ósi ásamt fóður endann á þessum ósköpum. Fyrsta á þessum árstíma? sínum, Pétri Sigurðssyni. Þeir eru ærin bar tveimur lömbum 29. des- „Okkur líkar þetta afar illa. Þetta með 220 ær en þar af bera um 27 ember og svo önnur daginn eftir, er nýög vondur tími. Það er ekki núna. einnigtveimurlömbum.Siöanhafa gott að hafa lömbin inni fram á Þorbjörn segir þá feðga eiga nóg ærnar veriö að bera í janúar og vor. Þau fá reyndar mjólk að af heyi og þvi séu þeir þokkalega febrúar þannig að nú em borin 22 drekka en éta þurrt hey og verða settir. Húsrými sé ekki ótakmark- lörab. Síðan veit ég um 7-8 ær sem ekki elns stór fyrir vikið. Þetta er að en svo framarlega sem fleiri ær bera alveg á næstunni. Þetta er al- hvergi nógu gott.“ bæm ekki myndi þetta bjargast, veg svakalegt,“ sagði Þorbjörn E. Þorbjöm sagði sauðburð á þess- Snjór er töluveröur í sveitinni en Pétursson, bóndi á Ósi í Mosdal í um árstíma mjög óvanalegan. Vit- ekkinálægtþvíeinsmikillognorð- Amarfirði, í samtali við DV. að væri um eitt til tvö tilfelli á öllu ar á Vestfjörðum. Þrátt fyrir árstimann hefur sauð- landinu á ári en ekki sauðburð í -hlh burðurinn á Ösi gengið nokkuö þessum mæli. Kunni hann engar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.