Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. 7 dv Sandkom Tekist á um Biáa lónið ^ ogiiáíq'lina- sveitarfélag- annaogfleiri aöiia liius veg- ar um .staöseuv inguBláalóns- ins. Áætlanir voru uppi um rekstur veitinga- og kaffihúss við lóniö og gerð gönguleiöa í nágrenninu. Þeir sem stóðu að þeim áætlunum voru meðal annars Kynnisferðir, Flugleið- ir, rekstraraðilar Baðhússins við lón- ið, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, Grindin í Grindavík og fleiri. Þegar málin voru komin á skrið drógu Grindvíkingarnir sig út úr samstarf- inu, sóttu sjálfir um leyíitil að reka veitingástaö við lónið og fengu það. Þá mtm bæjarstióm Grindavíkur hafa áhuga á að flytja Bláa lónið vest- úr fyrir Þorbjörn. 1 Víkurfrétumi seg- ir frá ferðamálafundi á Flughótelinu fyrir skömmu þar sem menn voru ósparir á að gagmýna Grindvíkínga. „H verjir haldiöi aö vilji baða sig utan i rofabarði?“ spurði einn fundar- manna og annar sagði Gríndvfldnga æt!a að eyðileggja þessa stóriðju í ferðamálum Suðurnesja. Munu fund- armenn hafa kaliað framkomu Grindvíkinga valdníöslu og drottn- unargirni. Það er heitt í mönnum vegna Bláa lónsins og ekki útséð um hvernig sá slagur endar. Ekkiharð- fisk hér Harðfiskur þykirkosta- fæðaogermjög vinsæilhjáöU- umaidurshóp- um. Hefurþóttsériegagottaöeiga haröfiskpakka á ferðalögmn. En það erekkisamahvar maður ferðast, harðfiskurinn er ekki jafnvinsæll alls staðar. Þeir sem hafa áhuga á að tyggja harðfisk á fyrsta farrými Flug- leiða i háloftunum geta gieymt öllu um það nú þegar. Þótt fyrsta farrými Flugleiða heiti því „þjóðlega“ nafnx Saga Class mun vera harðbannað að opna þarharðfiskpakka. Breytir þá engu þótt það sé miður þorri. Þefur- inn fer kannski eitthvað fyrir hjartaö á útlenskum farþegum ogauk þess telst harðfisklyktin ekki sérlega, jet- Virðulegt starfsheiti VíðHáskóIann ernokkurijöldi ketmarasem é' tiernafnhótina dósent. Þaðer ívið lægri gráða en prófessorsgráðan. En dósentar finnast víðar en í þess- ari menntastofnun þjóðarinnar. Dós- entar við Háskólann hafa nú eignast bræður í allt annarri og alveg óskyldri starfsgrein. Hér er um aö ræða þá starfsmenn Endurvinnsl- unnar sem hafa þann starfa að taka á móti tómum gosdrykkjaumbúðum, flöskum og mestmegnis dósum. Þeir kallast nú dósentar og þykja vel aö nafhbótinnikomnir. Draugagangur Eftir samtalvið einn góðvina Sandkornser Ijóst aöþeirláta ekkiaðsér hæðaíFrí- kirkj'unni. Þar hefurgamall draugurverið rekinnáfætur með brott- rekstrikirkju- varðarins. Kirkjuvörðurinn, kona að naffii Edda Amardóttir, mun hafa veriði veikindafríi undanfarið. lægar hún ætlaði síöan að snúa aftur til starfa sinna höfðu innstu koppar í Fríkirkjubúrinu notað gamla góða trixið semkom sér svo vél tslagnum gegn Gunnari. Þeir höfðu skipt um hurðarskrá. Annars ber Frfldrkju- höfðingjunum ekki alveg saman um örlög kirkjuvarðar þar sem haft er effir Bertu að hann hafi verið látinn hætta en Cecil presti að hann sé í veikindafríi. Umsjón: Haukur L. Hauksson Fréttir Helgi Þorgils Friðjónsson. Kjartan Ölason. Kristján Davíðsson. Kristján Guðmundsson. Svava Björnsdóttir. Mennlngarverðlaun DV: Fimm myndlistar- menn tilnefndir Dómnefnd vegna myndlistarverð- launa DV hefur nú vegið og metið myndlistarlíf á íslandi á árinu 1989 og reynt að komast að niðurstööu um það hver eða hverjir skuli bera sæmdarheitið „myndlistarmað- ur/menn ársins 1989“. Útvaldir listamenn verða í góðum félagsskap því fyrri verðlaunahafar eru samtökin um Gallerí Suðurgötu 7 (1979), Ríkharður Valtingojer graf- íkfrömuöur (1980), Sigurjón Ólafsson myndhöggvari (1981), Ásgerður Búa- dóttir vefari (1982), Helgi Þorgils Friðjónsson myndiistarmaður (1983), Jóhann Briem listmálari (1984), Jón Gunnar Árnason myndhöggvari (1985), Magnús Kjartansson mynd- listarmaður (1986), Gunnar Örn Gunnarsson listmálari (1987), Georg Guðni Hauksson listmálari (1988) og Sigurður Örlygsson hstmálari (1989). I ár sitja í myndlistarnefnd DV Aðalsteinn Ingólfsson, listgagnrýn- andi DV, Elísabet Gunnarsdóttir, kennari og mikilvirkur gagnrýnandi á árum áöur, og Siguröur Orlygsson, listmálari og handhafi menningar- verðlauna blaðsins í fyrra. Tilnefndir í annað sinn Þessi nefnd hefur nú úrskurðað að eftirtaldir fimm aðilar skuli tilnefnd- ir til „undanúrslita" þar sem þeir hafi alhr skarað fram úr í íslensku myndhstarlífi á árinu 1989: Helgi Þorgils Friðjónsson, listmál- ari og grafíklistamaður, fyrir þá frumlegu og heildstæðu myndveröld sem hann hefur komið sér upp og eys af af miklu örlæti. Helgi hélt mikla sýningu á verkum sínum aö Kjar- valsstöðum sem síðan var send á nokkra staði utanlands. Eins og fram kemur hér á undan hlaut Helgi Menmngarverðlaun DV árið 1983. Kjartan Ólason listmálari fyrir stórbrotna túlkun á vestrænni meniúngararfleifð í myndlist sinni og þá er sérstaklega vísað til sýning- ar hstamannsins að Kjarvalsstöðum. Kristján Davíðsson hstmálari fyrir dæmalaust fijóa og þróttmikla mál- aralist er birtist meöal annars á sýn- ingu hans á landslagsstemningum í listasalnum Nýhöfn. Athygli vekur aö þetta er annað árið í röð sem Kristján er tilnefndur til þessarar viðurkenningar blaðsins. Kristján Guðmundsson myndlist- armaður fyrir þann sérkennilega blending af rökhyggju og skáldlegu innsæi sem birtist í fábrotnum verk- um hans en úrval þeirra var til sýnis að Kjarvalsstöðum í fyrra undir sam- heitinu „Teikningar". Svava Björnsdóttir myndlistar- maður fyrir þá nýsköpun á vettvangi skúlptúrs og „installation" listar sem fram kom á sýningu hennar í Nor- ræna húsinu. Skúlptúr í verðlaun Fimmtudaginn 22. febrúar verður ljóst hver hlýtur Menningarverðlaun DV fyrir myndlist en þau eru skúlpt- úr eftir myndlistarmanninn Pétur Bjarnason. -ai. Mikið fannfergi er nú víðast hvar á norðanverðu landinu eftir óveður síð- ustu daga. Á Akureyri var mikil ófærð á götum. Eftir að snjóruðningstæki bæjarins höfðu farið um göturnar mynduðust víða þröngir gangar innan um mikla sjóhaugana eins og sést á myndinni. DV-mynd GK Akureyri. Símsmiðir löggiltir iðnaðarmenn? Svar Iðnfræðslu* ráðsjákvætt Félag símsmiða, sem í byijun árs- ins átti í deilum við íjármálaráðu- neytiö um að fá félagið viðurkennt sem samningsaðila og að innganga þess í Rafiðnaðarsambandið yrði við- urkennd, hefur ritað Iðnfræðsluráði bréf. Þar er óskað eftir því að Iðn- fræðsluráö viðurkenni símsmiða- námið og símsmiði sem löggilta iðn- aðarmenn. Bréfið var sent ráöinu í gær. Iðnfræðsluráð er nú aðeins ráðgef- andi ráð. Kristrún ísaksdóttir í menntamálaráðuneytinu er formað- ur ráðsins. Hún sagöi í samtali við DV að Iðnfræðsluráö hefði gefið já- kvætt svar við þessari umsókn sím- smiða. Hún væri þó ekki tvímæla- laus. Krafist væri ákveðinna breyt- inga á símsmiðanáminu. Kristrún sagði að menntamálaráðherra hefði síðasta orðið í þessu máli og bjóst hún við að það yrði afgreitt í næstu viku. Páll Þorkelsson, formaður félags- ins, sagði í samtali viö DV að fengist sú viðurkenrúng yrði staða símsmiða allt önnur og betri en hún er í dag. Þá gæti fjármálaráðuneytið ekki lengur neitað að semja við símsmiði. Símsmiðanámið fer ekki fram í iðn- skóla heldur er um þriggja ára nám að ræða sem að öllu leyti fer fram hjá Pósti og síma. -S.dór Útgerðárfélag Akureyringa: Aflaverðmæti 840 milljónir Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri: Afli togara Útgerðarfélags Akur- eyringa á síðasta ári nam 22 þúsund tonnum og var um þúsund tonnum minni en árið áður. Þessi afli fékkst á 1950 úthaldsdögum og nam brúttó- verðmæti aflans 840 milljónum króna en aflaverðmæti árið 1988 var 732 milljónir króna. Útgeröarfélagið gerir út eitt frysti- skip, Sléttbak, og nam aflaverðmæti hans á síðasta ári 237 milljónum króna fyrir 2.236 tonn af unnum fiski. MYNDBOND THE BURBS. in ÚTGÁFUDAGUR 14. FEBRÚAR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.