Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. 9 Tugir fallnir í átökunum í Tadzhíkistan Á mynd þessari, sem tekin var af sjónvarpsskjá, má sjá unglinga í átökum við hermenn i Dushanbe. Símamynd Reuter Að minnsta kosti þrjátíu og sjö manns hafa beðið bana og áttatíu særst í óeirðum í sovéska Mið-Asíu- lýðveldinu Tadzhíkistan sem staðið hafa yfir í tvo daga. Útvarpið í Moskvu sagði í gær að átök hefðu átt sér stað á yfir tvö hundruð stöð- um í höfuðborginni Dushanbe og út- hverfum hennar. Gengi unglinga höfðu að engu útgöngubann og rændu verslanir og veltu bílum. Sov- éska sjónvarpið birti í gaér myndir af átökum unglinga og óeirðalög- reglu. Leiðtogi kommúnistaflokksins í Tadzhíkistan sagði í ávarpi í útvarp- inu í Dushanbe í gærkvöldi að yfir- völd hefðu ekki hemil á ástandinu. Hvatti hann íbúa borgarinnar til aö snúast til varnar gegn óeirðaseggj- unum. Fréttamaður í borginni tjáði Reuterfréttastofunni að flokksleið- toginn, Kakhar Makhkamov, hefði sagt flokksfélögum að þeir ættu að vígbúast meö hveiju sem væri til að verja eigur sínar og heimili. Óeirðirnar í Tadzhíkistan þykja nú líklegar til að afla stuðnings við til- löguna um aukin völd embættis for- seta Sovétríkjanna en tillagan verður rædd á sovéska þinginu sem kemur aftur saman í dag. Nokkrir íbúa Dushanbe hafa sagt í símaviðtölum að átökin í borginni hafi brotist út vegna orðróms um að þúsundir Armena, sem flúöu þangað undan ofbeldinu í Azerbajdzhan, fengju húsnæði á undan borgarbúum sjálfum en mikiU húsnæðisskortur er í Dushanbe. Aðrir borgarbúar segja að málið eigi sér miklu dýpri rætur, mikið atvinnuleysi sé í lýð- veldinu og svo hafi ungir öfgasinnað- ir múhameðstrúarmenn reynt að efna til óeirða um langan tíma. Að sögn konu nokkurrar hafa veriö óeirðir mánuðum saman en yfirvöld hafi aðeins birt yfirlýsingar í blöðum þar sem almenningur var beðinn um að hafa ekki áhyggjur. Um tíu þúsund manns söfnuöust saman fyrir utan aðalstöðvar komm- únistaflokksins á sunnudaginn til að mótmæla meintum fyrirgreiðslum til Armena en mótmælaaðgerðimar snerust fljótlega gegn Rússum og öðrum þjóðarbrotum sem eru í meirihluta í höfuðborginni. Þrátt fyrir fullyrðingar yfirvalda um að aðeins þijátíu og níu Armenar hafi komið til Dushanbe safnaðist mann- fiöldi aftur saman á mánudaginn og réðst á bygginguna þar sem aðal- stöðvar kommúnistaflokksins era og kveiktu í henni. Síðan héldu mót- mælendur áfram fór sinni um borg- ina, að sögn íbúa. í gær voru skriðdrekar og hermenn við bygginguna en átök uröu annars staðar í höfuðborginni. Reuter Gasframleiðslan í Sovét- ríkjunum enn ekki í hættu Óeirðir í sovéskum lýðveldum í Mið-Asíu gætu haft áhrif á gas- framleiðslu Sovétríkjanna en ekki er talið að útflutningur til Vestur-. landa þurfi að minnka af þeim sök- um, aö því er vestrænir sérfræð- ingar sögðu í gær. Kváðu þeir framleiðslu á hráolíu og gasi á átakasvæðunum vera litla. Hins vegar gæti það haft al- varleg áhrif ef átök brytust út ann- ars staðar í Mið-Asíulýðveldunum, eins og til dæmis 1 Turkmenistan og Úzbekistan. Þar era framleiddir um 125 rúm- metrar af þeim 770 milljöröum rúmmetra af gasi sem ársfram- leiðslan í Sovétríkjunum nemur. Reuter Útlönd Libanskir bjorgunarmenn aöstoða aldraöa konu inn á sjukrahus i vestur- hluta Beirútborgar. Simamynd Reuter Aoun, hershöfðingin í Líbanon, hét þvi í gær aö hann og menn sínir myndu bijóta á bak aftur andstööu þjóðvarðliða landsins nema þeir síðar- nefndu leggðu niður vopn og gæfust upp. Kristnir hafa barist innbyrðis um völd í Beirút, höfuðborg Líbanons, í hálfan mánuð og hafa rúmlega fhnm hundruð iátið lífið. Bardagarnir hófust í lok janúar þegar Aoun, sem hefur yfir að ráða firamtán þúsund manna herliði, skipaði þjóðvarö- liðum að leggja niður vopn og afneita friðaráætlun Arababandalagsins um frið í borgararstyijöld Líbanons. Þjóövarðliðar höfnuðu því og hafa kristnir barist æ síöan. Rannsaka spiliingu Ceausescus Svo virðist sem rúmensk stjómvöld, sem hafa mátt sæta gagnrýni bæði heima fyrir og erlendis fyrir hálfgerða einræðisstjóm, hafi tekið skref til aukins lýöræðis í landinu. Forseti landsins, Ion Iliescu, var staðfestur í embætti af þingi í gær en tveir vinsælir umbótasimiar voru kjörnir til aö gegna embættum varaforseta. Nú eru fimm varaforsetar í Rúmeníu, tveir fyrir hönd Þjóðfrelsishreyfingarinnar, sem haldið hefur um stjórnar- taumana í landinu frá þvi að Ceausescu var steypt, tveir fyrir hönd stjórn- arandstæðinga og einn fyrh- hönd minnihluta Ungverja og Þjóðverja sem búa í Rúmeníu. Þjóöfreisishi’eyfingin mun sitja viö völd þar til að aflokn- um kosningum þann 20. maí. Þá samþykktu þingmenn að sett yrði á laggirnar nefnd sem hefði það með höndum að rannsaka misbeitingu valds og spillingu á valdatímum Ceausecus. Nicolae Ceausescu og eiginkona hans, Elena, voru tekin af lifi á jóladag eftir að hafa verið einráð í landinu i áratugi. Bráðabirgðastiórn í Grikklandi Bráðabirgðastjórn tók við völd- um í Grikklandií gær eftir aö þjóð- stjóm allra sljórnmálaflokka féll Bráðabirgðastjórnin mun leiöf landið þar ti) aö afloknum fyrir- huguöum kosningum, j«;hn þriðjr á innan við ári. Það voru deilur um stjómar- stefnu sem urðu ríkisstjórn hægit manna, kommúnista og jafnaðar- manna að falli. Stjórnin liafði verif við völd frá í nóvember þegar síð- ustu kosningum lauk án þess að xenophon Zoloas, tyrram seðla- nokkur flokkur lúyti meirihluta. bankastjóri Grikklands, er i tor- Sanu forstætisraöherra og áður, sæti nýrrar bráðabirgdastjórnar. fyrrum seðlabankastjóri, Xenop- símamvnd Reuiar hon Zoloas, mun verða í forystu nýju bráðabirgðastj órnarinnar. Kosningar fara fram að nýju í Grikklandi þann 8. aprfi. Árangur í friðarviðræðum um Kambódíu Fulltrúar fastaþjóða öryggisráðs Sameinuðu þjóöanna, sem era alls fimm, hafa skýrt frá því að viðræður um friö í Kambódíu hafi boriö árang- ur og aö þeir muni koma saman til fundar á ný í mars. Viöræður fuUtrúa Bandaríkjanna, Bretlands, Sovétríkjanna, Kína og Frakklands beindust einkum aö friðargæslu sem og skipulagningu og uppbyggingu bráða- birgöastjórnar i landinu. Fundur fulltrúanna, sem lauk í gær, var áframhald viðræðna sem fram fóra í París í síðasta mánuði en þá náðist samkoraulag um friðaráætlun fyrir Kambódíu sem og aö Sameinuðu þjóöirnai’ skyldu eiga þátt í friðar- samningum. í Kambódíu beijast hermenn stjómarinnar, sem komið var til valda af Víetnömum 1979, við samtök skæruliöa. Auglýsingar á egg Israetekt tyrirtæki, Gullnu eggin, hetur þróað hvernig hægt er að prenta auglýsirtgar og tilkynningar á eggjaskurn. Skilaboðin eru prentuð á eggin þar sem þau fara eftir færibandi. Upptinningamaðurinn, Rafi 01- El, segir að auglýsingakostnaðurinn sé fimm þúsund dollarar fyrir skita- boð á eina milljón eggja. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.