Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. 11 Utlönd Þýsku ríkin: Skref í átt að sameiningu Þýsku ríkln tóku í gær skref í átt að sameiningu gjaldmiðla þjóð- anna en sumir fjármálaspekingar og stjórnmálamenn telja að líkurn- ar á að samkomulag náist hið fyrsta fari þverrandi. Kohl, kansl- ari Vestur-Þýskalands, og Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýska- lands, áttu í gær viðræður um hug- myndir að sameiningu ríkjanna tveggja og náðu samkomulagi um að sett yrði á laggirnar nefnd sér- fræðinga sem mun fjalla um hvern- ig samræma beri gjaldmiðla ríkj- anna eftir kosningar í Austur- Þýskalandi þann 18. mars. Báðir þjóðarleiðtogarnir sögðu að viðræðunum loknum að nauðsyn væri að hraða samningaviðræöum en viöræður fulltrúa 'ríkjanna hefj- ast í næstu viku. Nú þegar er ljóst að sameining efnhagskerfa ríkj- anna eða stofnun myntbandalags gerist ekki eins skjótt og margir töldu í bjartsýni sinni í síðustu viku. Modrow gerði ljóst svo ekki varð um villst að engar mikilverðar ákvarðanir verða teknar fyrr en að afloknum fyrirhuguöum kosn- ingum í Austur-Þýskalandi. Þetta þýðir meðal annars að ákvörðun um að taka vestur-þýska markið upp sem löglegan gjaldmiðil í Aust- ur-Þýskalandi verður frestað. Þær hugmyndir um myntbanda- lag þýsku ríkjanna, sem nú hafa veriö í sviðsljósi, eru, svo viðhöfð séu orð Kohls kanslara, einsdæmi í sögunni; byltingarkenndar lausn- ir við byltingarkenndum atburðum Hans Modrow, forsætisráðherra Austur-Þýskalands, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, á fundi með blaðamönnum. Símamynd Reuter í Austur-Þýskalandi. En þessi ákvörðun Þjóðveijanna hefur leitt til nokkurrar óvissu á alþjóðaíjár- málamörkuðum sem óttast að Bonn-stjómin þurfi að borga björg- un austur-þýska efnahagsins dýr- um dómum og að auknar lántökur hafi í fór með sér hækkun vaxta um gjörvalla Evrópu. Fyrir sérfræðinganefndinni hgg- ur að leysa mörg erfið vandamál, vandamál sem fulltrúar Evrópu- bandalagsins hafa verið að velta fyrir sér í rúmt ár. Meðal þeirra er t.d. spurningin um erlendar skuldir. Ef vestur-þýski seðlabank- inn tekur að sér yfirumsjón með peningastjórn Austur-Þýskalands, eiga þá erlendar skuldir Austur- Þjóðverja, sem Modrow segir nema rúmlega tuttugu milljörðum doll- ara, einnig að falla undir stjórn seölabankans hinum megin landa- mæranna? Annað atriði sem sér- fræðingamir munu velta fyrir sér er hversu hratt austur-þýska efna- hagskerfið geti losað sig undan viðjum stalíniskrar, miðstýrðrar stjórnarstefnu. Reuter Svíþjóð: Verkfalli frestað „Stjórnin mun ekki segja af sér áður en atkvæðagreiðsla fer fram á þingi á morgun um úrræði hennar í efnahagsmálum, jafnvel þótt ljóst verði áður að tillagan um bann við launahækkunum verði felld.“ Þetta sagði Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, í gærkvöldi. Hann vildi hins vegar ekki segja hvort stjórnin íhugaði að boða til nýrra kosninga. Seint í gærkvöldi hafði stjórnar- andstaðan komið sér saman um að greiða atkvæði gegn tillögu stjórnar- innar um launastöðvun. Stjórnar- andstaðan útilokaði þó ekki að málin gætu tekið nýja stefnu. Það vakti athygh í gær að Volvofor- stjórinn P.G. Gyllenhammar hvatti í kjallaragrein borgaralegu flokkana til að styðja efnahagsthlögur ríkis- stjórnarinnar. Kvað hann landið þurfa ró en enga stjórnarkreppu. Carl Bildt, formaöur Hægri flokks- ins, og Bengt Westerberg, formaður Þjóðarflokksins, vísuðu báðir á bug thmælum Gyllenhammars og sögðu að hann vissi líklegast hvað væri best fyrir Volvo en kannski' ekki hvað væri best fyrir aha aðra. Verkfalh starfsmanna bæja og sveita, sem hefjast átti á hádegi í dag, hefur verið frestað þar th á há- degi á morgun þar sem svo virtist sem farið væri að rofa th í samninga- viðræðunum. í gærkvöldi virtist einnig sem bankadeilan væri að leysast en bank- arnir verða samt lokaðir nokkra daga, í viðbót. Félag bankastarfs- manna fór þess á leit í gær við al- þjóðleg samtök bankastarfsmanna að þau bæðu banka sína um að hætta viðskiptum viö dótturfyrirtæki sænskrabankaerlendis. TT Ingvar Carlsson, forsætisráöherra Svíþjóðar, vildi I gærkvöldi ekki segja hvort stjórnin hygðist boða til nýrra kosninga ef hún neyddist til að fara frá. Simamynd Reuter Endurskii í skamjarjOT ÆU/I/IENIA Þvær og þurrkar á mettíma Árangur í hæsta gæðaflokki iEU/l/IENIA - engri lík Rafbraut Bolholti 4 - simi 681440 KYOLIC Eini aiveg lyktarlausi hvítlaukurinn. - -2jaárakælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.) sem á engan sinn líka í veröldinni. Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur. Er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum. Á að baki 35 ára stöðugar rann- sóknirjapanskravisindamanna. Lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án tilbúins áburðar eða skordýraeiturs. Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar hitameðferð. Hiti eyðileggur hvata og virk efna- sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsu- bætandi áhrif hans. - KYOLIC DAGLEGA - Það gerir gæfumuninn KYOLIC fæst i heilsuvöru- og lyfjaverslunum og víðar. Heildsölubirgðir LOGALAND heildverslun, sími 1 -28-04 V7T' við flytjum-sendum-sækjum 25050 SCNDIBILASTOÐIN Hf opið um kvöld og helgar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.