Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990. 13 dv _______________________________________Lesendur Þjóðargjaldþrot við brottför vamarliðsins: Þá þagna allir Gunnar Kristjánsson skrifar: Ég var að enda við að lesa kjallara- grein í DV frá því 7. febr. sl. Eg haföi af vissum ástæöum ekki séð þetta blað en var bent á að lesa þar grein eftir Sæmund Guðvinsson blaða- mann. Greinin hét „Þjóðargjaldþrot ef vamarliöið kveður?“ - Var blaða- maðurinn að ræða þarna hluti sem hér má sjaldan minnast á, þ.e. hvað myndi raunverulega gerast hér ef varnarhðið tæki nú skyndilega sam- an pjönkur sínar og færi af landinu með allt sitt, nema flugbrautimar. Það er rétt hjá blaðamanninum að það er alveg óþarfi að vera með þenn- an sífleUda feluleik í sambandi við þá staðreynd að það er veru varnar- Uðsins að þakka að ríkið tekur við óhemju fé ár hvert. Ekki bara í formi aðstöðugjalda eða verlsunar og við- skipta varnarUðsins við íslendinga heldur miklu fremur til reksturs Keflavíkurflugvallar og gjldir þá einu hvort það er í þágu varnarUðs- ins eða umferðar íslenskra og er- lendra farþegaflugvéla eins og blaða- maðurinn getur um réttilega. Ég man eftir grein sem birtist um þetta sama efni fyrir einu ári eða svo, einnig í DV (man ekki lengur hver skrifaði hana), og þar kom fram að rekstur Keflavíkurflugvallar Grein Sæmundar Guðvinssonar um rekstur Keflavíkurflugvallar birtist í DV 7. febrúar sl. kostaði þá um 8 núlljónir króna dag hvern. Þetta var tala sem greinar- höfundur hafði komist að með því að taka allan rekstur inn í myndina, svo sem umferðarstjórn, slökkviliðs- kostnað, brautarrekstur, viðgerðir og viðhald á þeim (t.d. snjómokstur, hálkueyðingu o.fl.). Þetta þýðir einfaldlega það að við íslendingar gætum með engu móti haldið úti millUandaflugi á þann hátt sem nú er gert ef varnarliðið hyrfi héðan. - Svo talar ein þingkona Kvennalistans úr pontu á Alþingi og segir „Við eigum að byggja okkar flugvelli sjálfir“! - Hvernig skyldi hún og aðrir sem svona tala ætla að fjármagna rekstur eins flugvaUar eins og Keflavíkurflugvallar, hvað þá að byggja aðra flugvelli? í raun höfum við íslendingar aldrei byggt neinn flugvöll svo orð sé á gerandi. Ég er alveg sammála því og það vita flestir sem vUja vita (nema ráö- herrar Alþýðubandalagsins) að hér yrði um hálfgert þjóðargjaldþrot að ræða ef varnarUðið hyrfi á braut - og þó sennilega fremur algjört. En hverju svarar samgönguráðherra grein Sæmundar Guðvinssonar? - Ekkert hefur enn heyrst frá honum, manninum sem stendur í vegi fyrir því að hér verði byggður fullkominn varaflugvöllur fyrir almennt mUU- landaflug. - En það er yfirleitt háttur þeirra sem vilja ekki vita af vanmætti okkar til að reka KeflavíkurflugvöU að þeir þagna skyndUega þegar staðreyndir málsins eru birtar. Fyrirliðar islandsmeistaraliða (karla og kvenna) I innanhússknattspyrnu á sínum tíma, þau Guðmundur Steinsson og Arna Steinsen, taka á móti verðlaunum í Laugardalshöllinni. Innanhússknattspyma: Betri kynningar þörf Sigurður Einarsson skrifar: Nýlega iauk íslandsmótinu í innan- hússknattspymu karla og kvenna í 1. deUd. Ég fylgdist nokkuð með þess- ari keppni í karlaflokki og hafði mikla skemmtun af, enda boðið upp á spennandi leiki og mikið marka- regn. Fyrir áhorfendur er ekki síður skemmtUegt að horfa á þennan fót- bolta en utanhússknattspyrnuna, þar sem oft eru dauðir kaflar inni á vellinum og lítið af mörkum. - Áhorf- endur sýndu það hka að áhugi þeirra er fyrir hendi því þeir hálffylltu LaugardalshöUina, þrátt fyrir að mótið hefði nær ekkert verið auglýst. Eftir að reglunum var breytt með því að bæta fimmta leikmanninum inn á, stækka mörkin, hafa mark- vörð og leyfa að skora aUs staðar á vellinum hefur hraðinn og spennan aukist og skoruð mörk orðið glæsi- legri. Þó svo að áhorfendur hafl verið margir var samt lítið gert fyrir þá. Ekki var tilkynnt hvernig gengi Uð- anna væri meðan á keppninni stóð, þ.e. hvernig st,aöa Uðanna væri í hverjum riðU, hvaða lið hefðu komist í úrslit, hver hefðu faUið, o.s.frv. - Það var ekki einu sinni hægt að átta sig á því hvaða lið væru að keppa á hvetjum tíma því á ljósaskilti stóð aUan tímann að Selfoss og Stjarnan væru að keppa þótt langt væri Uðið frá leik þeirra í úrslitakeppninni. Það eina sem heyrðist frá mótshöldurum var að einhveijir áhorfénda hefðu lagt bílum sínum ólöglega! Ég skora á KSÍ að standa myndar- legar að þessari keppni á næsta ári, auglýsa hana betur og upplýsa áhorf- endur betur um gang mála meðan á leikjunum stendur. - Ég er viss um að betri kynning myndi skila sér í enn fleiri áhorfendum - og sjálfsagt fyUa HöUina. ER SMÁAUGLÝSINGA BLAÐID SÍMINNER Verzlunarmannafélag Reykjavikur ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA UM NÝJAN KJARASAMNING Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning, sem gerður var 1. febrúar sl., fer fram í dag, miðviku- daginn 14. febrúar, kl. 9.00-21.00 á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 9. hæð, Kringlunni 7. Félags- menn V.R. eru hvattir til aðtaka þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar. Sími 687100. Kjörstjórn JEPPA URVAL - með eitthvað handa öllum. Úrval tímarit fyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.