Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Síða 14
14
MipVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Eign þjóðarinnar
Menntamálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til
laga um Þjóðleikhúsið. Eru það breytingar frá núgild-
andi lögum um leikhúsið sem sumar hverjar eiga rétt
á sér. Aðrar þurfa athugunar við og frumvarpið mun
sjálfsagt fá ítarlega og efnislega meðferð á Alþingi.
Eitt ákvæði er þó í þessu frumvarpi sem ástæða er
til að staldra við. Þar segir að stjórn Þjóðleikhússins
skuli að meirihluta kosin og skipuð af starfsfólki og leik-
urum í Þjóðleikhúsinu. Núverandi skipan mála er með
þeim hætti að Alþingi kýs stjórn leikhússins en starfs-
fólk og leikarar eiga jafnframt fulltrúa í stjórn hússins.
Núverandi fyrirkomulag hefur oft verið gagnrýnt og
þá einkum af leikhúsfólki sem telur fulltrúa stjórn-
málaflokka eiga lítið erindi inn í stjórn þjóðleikhúss.
Það má út af fyrir sig til sanns vegar færa en sem betur
fer hafa stjórnmálaflokkarnir oftast borið gæfu til að
tilnefna fólk með þekkingu og leiklistaráhuga sem full-
trúa sína og í þjóðleikhúsráði hafa jafnan setið ágætir
fulltrúar íslenskrar menningar.
Ef menn deila á þá skipan mála að Alþingi kjósi
menn í ráð og stjórnir stofnana, sem eru almannaeign,
vaknar sú spurning hvort önnur leið sé heppilegri. Á
Alþingi sitja fulltrúar almennings, þingmenn sem eru
kosnir almennum kosningum af þjóðinni. Alþingismenn
eru þannig umboðsmenn þjóðarinnar, að því er varðar
löggjöf og fjárveitingarvald, og valdahlutföll á þingi
endurspegla þau viðhorf sem ríkja meðal landsmanna
hverju sinni. Lýðræðið felur það i sér að þjóðin getur
valið þingmenn og hafnað þeim, hún hefur það á valdi
sínu að skipta um menn og breyta valdahlutföllum og
hefur með þeim hætti virkan möguleika á því að hafa
áhrif á skipan þingsins og þeirra ríkisstofnana sem þing-
ið ræður yfir.
Það er því eðlileg aðferð og lýðræðisleg að kjósa full-
trúa Alþingis í stjórn þeirra stofnana sem eru í eigu
almennings. Jafnvel þótt sú aðferð sé ekki gallalaus
með öllu.
Það er hins vegar algjörlega út í hött að víkja frá
þessari lýðræðislegu aðferð og fela starfsmönnum ríkis-
stofnana öll völd um stjórn þeirra. Þjóðleikhúsið er
ekki eign starfsfólksins eða leikaranna, ekki frekar en
Orkustofnun, Rafmagnsveitur ríkisins, Landspítalinn
eða Landsbankinn er eign þess fólks sem í þessum stofn-
unum starfar.
í frumvarpi menntamálaráðherra er gert ráð fyrir
að stjórn Þjóðleikhússins fari með fjárhagslega og leik-
hstarlega ábyrgð. Það hefur stjórn leikhússins haft með
höndum fram að þessu. Á því er engin breyting. Ef ráð-
herra vill gera ábyrgðina á rekstri leikhússins meiri og
afdráttarlausari verður ekki séð að útkoman verði nokk-
uð betri þótt starfsfólkið sjálft beri þá ábyrgð í stað utan-
aðkomandi stjórnarmanna. Það sem skiptir þó mestu
máh er hitt, að Þjóðleikhúsið er almannaeign, byggt og
rekið fyrir almannafé, og þjóðinni ahri kemur það við
hver leiklistarstefna leikhússins er og hvers konar
menning þrífst í leikhúsi þjóðarinnar.
Alþingi á ekki að afsala sér umboði sínu til að hafa
áhrif á störf og stefnu Þjóðleikhússins. Starfsfólkinu er
enginn greiði gerður með því að varpa allri ábyrgð yfir
á þess herðar. Það er þjóðin sem á þetta leikhús og ber
ábyrgð á því. Það er þjóðin sem kýs sér alþingismenn
og felur þeim vald og ábyrgð til að velja hæfa fuhtrúa
almannavaldsins í stjórn opinberra stofnana. Þeirri
grundvaharstefnu á ekki að breyta.
Ellert B. Schram
Um sann-
leikann
Sóknarbarn mitt, Ingi S. Ingason,
ritaði greinarkorn um sannleikann
31.1. sl. og sendi mér tóninn um
leið. Sannleikurinn er áhugavert
umhugsunarefni og hef ég ekkert á
móti því að leggja orð í belg.
„Ranghermi að austan“
Fyrri hluti greinarinnar er rök-
stuðningur fyrir því að kommún-
istaflokkur A-Þýskalands hafi ver-
ið lagður niður árið 1946. Eftir það
hafi SED farið með völd. Hvaða
sannleikur er nú þetta? Ekki efa
ég að hvert orð, sem Ingi S. skrif-
ar, er satt. Margir myndu þó kalla
þetta hártogun. Aðrir segðu að
þarna sæist sannleikurinn um
kommúnistana svartur á hvítu.
Þeir gætu ekki komið til dyranna
eins og þeir væru klæddir og þyrftu
því í sífellu að breyta um nöfn á
flokkum sínum.
Hafa menn í því sambandi nefnt
sem hliðstæðu skepnur úr náttúr-
unni er taka nýjan lit eftir um-
hverfi sínu. Sjálfum hefur mér
stundum dottið í hug þegar krakk-
ar léku sér fyrrum. Ef verulega
þrengdist að einhverjum í leiknum
og hann óttaðist um sinn hag þá
gat hann rekið sjálfan sig í keng,
sett undir sig hausinn og hrópað:
„Beygjuborg". Var hann þá „stikk-
frí“ meðan dýfan stóð yfir. Það er
hugmyndafræðin en ekki nöfnin
sem máli skiptir. Ég lít svo á að
forystumenn beggja þessara fiokka
hafl haft svipuð viðhorf til kristn-
innar.
Palladómurinn
Ingi S. gefur mér þessa einkunn:
Tiltölulega saklaus öölingur sem
brýtur þó 8. boðorðið á stólnum.
Hvaöa sannleikur er nú þetta? Ingi
S. söng hjá mér í kirkjukórnum á
gamlárskvöld og ég bið hann nú
lengstra orða að hætta því ekki.
Hann var því í hópi kirkjugesta,
„sem raunar voru (blessunarlega?)
fáir að þessu sinni,“ segir Ingi S.
Hvaða sannleikur er það? Kirkju-
gestir voru 53 eða rúm 10% af íbúa-
fjölda sóknarinnar.
Ég læt það vera hvað þeir voru
fáir en hefðu þó vissulega mátt
vera fleiri. Skyldi vera hægt að
setja sannleikann í sviga? Eg tel
það skyldu mína að reyna að vekja
fólk til umhugsunar á ferskan hátt.
Það getur kostað að menn taki dýf-
ur ööru hvoru. Ekki eru þeir þó
allir úr sama stjórnmálaflokki eins
og Stokkseyringar vita manna best.
Orsök dýfunnar
Eftir að hafa fjallað um barna-
morð Heródesar og margvíslegar
hörmungar af mannavöldum og að
um 800 milljónir manna lifðu við
fátæktarmörk haíði ég skrifað:
„Verkefnin eru næg í veröldinni.
Yfirþyrmandi, þó að við íslending-
ar greiðum af opinberri hálfu
hvergi nærri okkar skammt til þró-
unaraðstoðar. Svo lítið að það er
hreinasta skömm að því. Viö erum
svo fátækir og eigum bágt, segjum
við. Dauði hinna saklausu, órétt-
lætið og misskipting auðsins á svo
sannarleg að ýta viö samvisku
kristinna manna.
Hvergi hef ég séð harðari þjóð-
félagsgagnrýni á spillingu, fráfall
og ranglæti en hjá spámönnum
Gamla testamentisins. Ritningin
yfirhöfuð gefur þann mesta kraft
og hvatningu til þjóðfélagslegra
umbóta með hag fjöldans í fyrir-
rúmi sem ég veit um. Harðstjórarn-
ir vissu það líka og bönnuðu því
þá bók og útbreiðslu hennar og alla
kennslu úr bókinni. Víða var prest-
um bannað að halda sunnudaga-
skóla. Þeir reyndu að telja fólki trú
um aö þar væri að fmna ópíum
fyrir fólkiö vegna þess að þeir
þurftu á öllu því sterkasta að halda
KjáUariim
Úlfar Guðmundsson
sóknarprestur á Eyrarbakka
sjálfir til þess að breiða yfir sína
eigin spillingu, valdagræðgi og
skömm. Heródes var einn harð-
stjórinn."
Nú þori ég ekki að fullyrða, mán-
uði seinna, að ég hafi lesið alveg
orðrétt en hygg þó að ekki skeiki
miklu og engu efnislega. Það er
rétt hjá Inga S. að Biblían hefur
ekki verið bönnuð í A-Þýskalandi
og nóg til af Biblíum þar. Kirkjan
hefur starfað í öllum löndunum og
hópar kristinna manna. Hafi orðið
misskilningur vegna orða minna
að því leyti biðst ég afsökunar á
því. Líka hefur þetta vissulega
breyst að undanfórnu og stutt síðan
kirkjurnar á Norðurlöndum sendu
Biblíur til Rússlands. Lútherska
kirkjan í A-Þýskalandi hefur verið
virk og lifandi, að ég held, virkari
en í V-Þýskalandi.
Viðhorfið til kristninnar
Kjarni þessa máls er að stjóm-
völd hafa gert það sem þau gátu
og þorðu til þess að hefta störf
kristinna manna. Helst vildu þau
breyta kirjum í söfn. Ráðamenn í
A-Þýskalandi reyndu t.d. að setja
ríkið í stað kirkjunnar og föður-
landsást í stað trúarinnar. Þeir
buðu upp á borgaralegar athafnir
sem voru stæling hinnar kirkju-
legu þjónustu við skírn, fermingu,
giftingu og jarðarför.
Það er rétt að ég hef ekki dvalið
í austantjaldslöndunum og hef að
sjálfsögðu mótast af fréttum úr fjöl-
miðlum. Ég tek undir það með Inga
S. aö Qölmiðlafréttir eru varhuga-
verðar og ónákvæmar. En vitnis-
buröurinn um andstöðu við kristna
er svo sterkur að ég efast ekki um
að hann er réttur að verulegu leyti.
Prestar hafa komið hingað til
landsins og borið vitni og a.m.k.
þrjár bækur hef ég undir höndum
á íslensku sem fjalla um þetta efni.
(Andrew: Smyglari Guðs, 1973, Örn
& Örl. - Sabína Wurmbrand: Ljós
mér skein, 1976, Örn og Örl. - Hans
Kristian Neerskov og Dave Hunt:
Hróp úr austri, 1978, Shalom: Ungt
fólk með hlutverk.)
Trúin er ekki ópíum fyrir
fólkið
Ingi S. segir: „Trúin breytir ekki
ranglæti í réttlæti heldur verður
kirkjan sem stofnun að nota trúna
í þágu réttlætisins en ekki til að
sætta hina trúuðu við ranglætiö.“
Þetta er rétt og orðaði ég þaö þann-
ig í minni ræðu:
„Jesús dó fyrir syndir mann-
anna. Guðs lambið ber burt synd
heimsins. En fyrir hvaö dóu alhr
hinir saklausu fyrr og síðar? Það
er mikilvægt að við spyrjum þann-
ig vegna þess að viö lifum þá tíma
þar sem grimmd og hryðjuverk og
óréttlæti eru nánast daglegir við-
burðir. Og þar sem tilgangurinn er
látinn helga meðalið þótt vafasam-
ur sé. Okkar kristna trú gefur eng-
an flótta og ekkert deyfilyf frá þeim
staðreyndum okkar daglega lífs.
Við getum ekki notaö trúna til þess
að sofa í værð eða skýla okkur frá
raunveruleikanum. Þvert á móti
erum við hvött til baráttu og dugs
gegn öllu því illa og með því góða
í hvaða mynd sem það birtist. Til
þjóðfélagslegrar réttlætisbaráttu
einnig. Það getum við gert hvar í
flokki sem við stöndum. Kristnar
alþjóðahreyfmgar eru sífellt að láta
meira að sér kveða á þessum vett-
vangi.“
Leiðin til þess að efla fólk til átaka
í nafni trúarinnar er ekki sú að
staglast á því að trúin sé ópíum
fyrir fólkið. Sá sem er undir áhrif-
um deyfilyfja er ekki líklegur til
þjóðfélagslegra átaka. Það er því
löngu tímabært að snúa þessari
setningu við, enda átti hún aldrei
rétt á sér sem fullyrðing um trúna.
Það skal ég hins vegar viðurkenna
að sú kirkja, sem Karl Marx hafði
fyrir augum, var illa vakandi fyrir
sinni samtíð og þörfum hennar.
Maður getur meira að segja spurt
hvort kommúnisminn hefði
nokkru sinni orðið í þeirri mynd
sem varð hefði kirkjan haldið vöku
sinni á þeim tíma. í þessu felst
broddur og viðvörun til okkar sam-
tíma, svo sofandi sem við erum
gagnvart trúnni.
Trúin er í eðli sínu ekki deyfilyf
heldur aflgjafi til dáða. Vissulega
gefur hún einnig þolgæði og von
og það höfum við reynt í þessu
landi þegar þjóðin þraukaði á 50
passíusálmum meðan lítið var til
að borða.
Sannleikurinn
Ekki höfum við Ingi S. komið
beint að sannleikanum enn. Spurn-
ingin um sannleikann er spurning
Pílatusar forðum (Jóh 18:38). Jesús
hafði sagt: „Til þess er ég fæddur
og til þess kom ég í heiminn að ég
beri sannleikanum vitni. Hver sem
er af sannleikanum heyrir mína
rödd.“ Það segir nú sá sem er „veg-
urinn, sannleikurinn og lífið“.
Einnig er eftir honum haft: „Hver
seni ekki er með mér er á móti mér
og hver sem safnar ekki saman
með mér, hann sundurdreifir"
(Matt 12:30).
Það er sá sannleikur sem allt of
margir ráðamenn kommúnista
skildu ekki og því fengu þeir ekki
staðist til lengdar. Það voru þeirra
grundvallarmistök aö álíta að
„skipulagið" gæti komið í stað trú-
arinnar. Menn frelsast ekki fyrir
skipulag heldur fyrir trú. Hún er
sá sannleikur sem gjörir mennina
frjálsa. Skipulagið verður því að
mótast af trúnni.
Við kristnir menn höfum því næg
verkefni brýnna en að halda uppi
vömum fyrir harðstjóra hins guð-
lausa kommúnisma. Gildir þar
einu þó hjartasárin blæöi.
Úlfar Guðmundsson
„Þaö skal ég hins vegar viðurkenna að
sú kirkja sem Karl Marx hafði fyrir
augum var illa vakandi fyrir sinni sam-
tíð og þörfum hennar.“