Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Side 26
26
MIÐVIKUDAGÚR 14. FEBRÚAR 1990.
Afmæli
Páll Þorleifsson
Páll Þorleifsson, Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði, varð áttatíu ára í gær,
13. febrúar.
Páll er fæddur að Kaganesi við
Reyðarfjörð, sá fjórði í röðinni af sjö
bömum. Hann ólst upp ásamt syst-
kinum sínum að Kömbum í Helgu-
staðahreppi við Reyðarfjörð en þá
drukknaði faðir hans og móðirin
varð að leysa upp heimilið og fór
þá Páll ásamt þrem systkinum sín-
um að Tungu í Fáskrúðsfirði til
nafna síns og móðurbróður, Páls
Þorsteinssonar, og konu hans, Elín-
borgar Stefánsdóttur, en þau hjón
áttu 14 böm, þar af komust 12 til
fullorðinsára. Hin systkinin ólust
upp hjá öðrum ættingjum, nema
Eiríkur sem ólst upp hjá móður
sinni. Páll fluttist suður er hann var
um tvítugt og stundaði nám í hér-
aðsskólanum að Laugarvatni um
tveggja vetra skeið. Hann settist að
í Hafnarfirði og hefur æ síðan búið
þar. Páll starfaöi hálfan annan ára-
tug í Rafha en 1961 varð hann hús-
vörður viö Flensborgarskólann og
gegndi hann því starfi í 20 ár eða
þar til hann varð 71 árs og bjuggu
þau hjón í skólanum þennan tíma.
Um tíma kenndi hann einnig bók-
band við Flensborgarskólann. Páll
starfaði eftir það í nokkur ár hjá
Flúrlömpun sf. Páll hefur starfað í
57 ár í Karlakórnum Þröstum í
Hafnarfirði og syngur þar enn í
fyrsta tenór. Kórinn hefur oft flutt
lög eftir hann en Páll hefur gert tölu-
vert að því að semja lög og ljóð.
Einnig söng hann um árabÚ í
kirkjukór í Hafnarfirði og í ýmsum
kvartettum. Á yngri árum æfði Páll
fimleika meðFH.
Páll kvæntistþann 23.10.1937
Guðfinnu Ólafíu Sigurbjörgu Ein-
arsdóttur, f. 26.2.1913 að Deild á
Álftanesi. Foreldrar hennar voru
Einar Jónsson, f. 5.5.1866, og Kristín
Guðmundsdóttir, f. 13.11.1873.
Einar var sonur Jóns Bjömssonar
og Vilborgar Einarsdóttur. Kristín
var dóttir Guömundar Sigurðssonar
og Guðrúnar Magnúsdóttur.
Bróðir Ólafíu var Guðmundur V.
Einarsson, stýrimaður og síðar
kaupmaður í Hafnarfirði, kvæntur
Ingibjörgu Magnúsdóttur, og eiga
þau eina dóttur. Uppeldisbróðir
þeirra var Karl V. Guðbrandsson,
sjómaður og seinna símstöðvar-
stjóri í Flatey í Breiðafirði, en kona
hans var Anna Kristín Hjörleifs-
dóttir, og eignuðust þau fimm böm.
Páll og Ólafía eiga tvær dætur.
Þæreru:
Kristín, f. 5.3.1938, kennari við
Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, gift
Magnúsi R. Aadnegard frá Sauðár-
króki, f. 9.5.1942, vélvirkjameistara,
syni Ola Aadnegaard og Ragnheiðar
Maríu Ragnarsdóttur, og eru börn
þeirra: Páll Heiðar, f. 31.1.1964, vél-
fræðingur, er unnusta hans Leena
Siivonen lyfjafræðingur; og Lóa
María, f. 29.4.1966, kennari og lyfja-
fræðinemi, og er unnusti hennar
Sigurður Hannesson rafeindavirki.
Þóra Gréta, f. 21.11.1945, banka-
starfsmaður í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar, gift Magnúsi J. Sigbjörns-
syni frá Vattarnesi við Reyðarfjörð,
f. 27.5.1944, vélvirkjameistara, syni
Kristínar Jónsdóttur og Sigbjöms
Guðjónssonar, og eru börn þeirra:
Pálmar Óli, f. 15.5.1966, kennara-
nemi, og er unnusta hans Hildur
Karlsdóttir kennaranemi, og er son-
ur þeirra Smári, f. 22.2.1988; Bjarki
Þór, f. 11.4.1973, nemi í Flensborgar-
skóla; ívar Smári, f. 24.3.1976, nemi
í Lækjarskóla; og Alma Björk, f.
30.3.1980, nemi í Lækjarskóla.
SystkiniPáls:
Sigurbjörg, f. 10.7.1906, búsett í
Hveragerði, gift Markúsi Jónssyni,
f. 10.8.1906, ogeignaðisthúntvo
syni í fyrra hjónabandi.
Sigurður, f. 10.7.1906, drukknaði
í Loðmundarfirði er hann var við
björgunarstörf, aðeins tvítugur aö
aldri.
Þórir, f. 18.11.1908, húsgagnbólstr-
ari, búsettur í Reykjavík, kvæntur
Guðrúnu Þ. Sturludóttur, f. 6.5.1923,
og eiga þau tvö börn.
Stefán, f. 27.9.1911, lengi leigubíl-
stjóri og hljómsveitarstjóri í Kópa-
vogi, ekill Halldóm G. Hallgríms-
dóttur, sem lést 1987, og eignuðust
þaufjórardætur.
Eiríkur, f. 23.5.1913, rafvirkja-
meistari, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Sigríði Sigurðardóttur, f.
26.8.1921,ogeigaþaufimmböm.
Magnús, f. 19.9.1914, viðskipta-
fræðingur og lengi yfirbókari og síð-
ar deildarstjóri hjá Flugmálastjórn,
búsettur í Reykjavík, kvæntur ídu
S. Daníelsdóttur, f. 17.12.1917, og
eiga þauþrjúbörn.
Foreldrar Páls voru Þorleifur Stef-
ánsson, f. 13.9.1875, útvegsbóndi að
Kömbum, og Margrét Þorsteins-
dóttir, f. 25.6.1874.
Foreldrar Þorleifs voru Stefán
Guðmundsson og Anna Jónsdóttir í
Vaðlavík. Þorleifur var alinn upp á
Karlsskála í Helgustaðahreppi hjá
EiríkiBjörnssyni.
Margrét var dóttir Þorsteins, b. í
Víðivallargerði, Jónssonar, b. í Víði-
vallargerði, Pálssonar, b. í Bessa-
Páll Þorleifsson.
staðageröi og á Víðivöllum, Þor-
steinssonar.
Móðir Jóns var Una Sveinsdóttir
frá Klúku. Móðir Þorsteins, b. í Víði-
vallargerði, var Guðrún Þorsteins-
dóttir, b. á Egilsstöðm í Fljótsdal,
Jónssonar, og Kristínar Sveinsdótt-
urfráKlúku.
Móðir Margrétar var Sigurbjörg
Hinriksdóttir, yngri Hinrikssonar,
eldri b. á Eyvindarstöðum, Hinriks-
sonar.
Móðir Hinriks yngri var Guðrún
Jónsdóttir frá Dalhúsum. Móðir Sig-
urbjargar var Sigríður Eiríksdóttir,
b. á Rauðhólum í Vopnafirði,
Björnssonar, og Guðríöar Bjarna-
dótturfráFlögu.
Til hamingju með
afmælið 14. febrúar
Snorri Snorrason
85 ára
Ágústa Sigurðardóttir,
Kötlufelli 7, Reykjavík.
80 ára
Bima Björnsdóttir,
Hornbrekku, Ólafsfirði.
Jórunn Guðjónsdóttir,
Hraunbúðum, Vestmannaeyjum.
75 ára
Einar Júliusson,
Álfhólsvegi 15, Kópavogi.
Margrét Jónsdóttir,
Laugavegi 145,ReyKíavík.
70ára
Sigríður Bjarnadóttir,
Lyngmóum 14, Garðabæ.
60 ára
Haraldur Árnason,
versluninni að Minni-Borg, Gríms-
neshreppi.
Jóhanna Valdimarsdóttir,
Samkomugerði 2, Saurbæjar-
hreppi.
50 ára
Einar Sigurfmnsson,
Skólavegi 12, Vestmannaeyjum.
Kristín J ónsdóttir,
Fjarðarstræti 57, ísafirði.
Sæbergur Guðlaugsson,
Fjótaseli 36, Reykjavík. Hann tekur
á móti gestum á heimili sínu eftir
klukkan 19idag.
Sævar Sigurpólsson,
Drangshlíð 1, Akureyri.
40ára
Sigurlaug Albertsdóttir,
Eskiholti 1, Garðabæ. Hún verður
með opiö hús á heimili sínu á laug-
ardaginn, 17. febrúar, milli kl. 18
og 21.
Skúli Guðmundsson,
Frostafold 135, Reykjavík.
Þórarinn Örn Stefánsson,
Snorri Snorrason skipstjóri,
Karlsrauðatorgi 10, Dalvík, erfimm-
tugurídag.
Snorri er fæddur á Dalvík og ólst
upp í foreldrahúsumen ungur hóf
hann sinn sjómannsferil á bátum
og togskipum. Árið 1959 lærði hann
til vélstjórnar og var um nokkum
tíma vélstjóri á ýmsum skipum.
Snorri geröist útgerðarmaður
ásamt bróður sínum og mági. Síðan
lét hann smíða 50 lesta stálbát en
þá var hann búinn að setjast enn á
skólabekk og aflaði sér skipstjóm-
arréttinda 1971-72. Hann var um
árabil samtímis útgerðarmaður og
skipstjóri á sínum eigin skipum.
Snorri átti um tíma stóran hlut í
Söltunarfélagi Dalvíkur hf. sem um
áraraðir hefur verið stórvirkt í
rækjuvinnslu. Þekktasturer hann
fyrir þátt sinn í sambandi við út-
hafsrækjuveiðar. Það var árið 1969
sem hann hóf rækjuleit fyrir Norð-
urlandi með styrk frá Hafrann-
sóknastofnuninni. Árið 1973 lét
hann smíða 50 lesta stálbátinn Sæ-
þór einmitt í þeim tilgangi aö veiða
rækju. Fimm árum síöar keypti
hann fyrsta úthafsrækjutogara ís-
lendinga, Dalbprgu EA 317,300 lesta
skip frá Ítalíu. í Danmörku lét hann
breyta skipinu og sérhæfa það til
þeirra veiða. Á Dalborginni fór
hann 1979 á Dohmbanka í rækjuleit
á vegum Hafrannsóknastofnunar-
innar. Upp úr þeim leiðangri má
segja að sjálft úthafsrækjuævintýr-
iö hafi hafist. Af þeim miðum hefur
veiðst einhver verðmætasta rækjan.
Snorri hefur víða fundið góð og gjöf-
ul rækjusvæði, vítt og breytt fyrir
Noröur- og Austurlandi og sum við
hann kennd, svo sem „Snorrabraut-
in“ margþekkta. Á sl. 20 árum hefur
Snorri af og til á hverju ári stundað
úthafsrækjuveiði og oftast með góð-
um árangri. Þrátt fyrir rysjótta tíð
undanfarið hefur hann verið á veið-
um á miðum suðaustur af Kolbeins-
ey í svo kallaðri „Paradísarholu"
og aflað vel. En þetta svæði hefur
reynst úthafsflotanum gjöfult und-
anfarið ár. Snorri var einn af stofn-
endum Fiskmiðlunar Noröurlands
og er stjómarformaður þar.
Snorri kvæntist þann 3.6.1962
Önnu S.E. Björnsdóttur húsmóður,
f. 3.3.1943 á Akureyri, dóttur Bjöms
Friðrikssonar, f. 28.9.1920, d. 3.12.
1975, og Geirþrúðar Brynjólfsdóttur,
f.29.9.1919.
Börn Snorra og Önnu eru:
Aðalbjörg, f. 7.9.1960, húsmóðir
og skrifstofumaður á Dalvík, gift
Hallgrími Benediktssyni sjómanni,
f. 27.8.1961 og eiga þau Ingvar og
Benedikt.
Snorri, f. 20.5.1962, skipstjóri,
kvæntur Valgerði Geirsdóttur, f.
12.12.1960 og eiga þau Snorra og
Ölvar.
Guðrún, f. 17.6.1963, húsmóöir á
Akureyri, gift Halldóri Reimars-
syni, f. 18.9.1958 og eiga þau Ingi-
björguöfHalldór.
Bergljót, f. 24.4.1966, framleiðslu-
maður og húsmóðir í Reykjavík, gift
Rúnari Gylfa Dagbjartssyni bifreið-
arstjóra, f. 29.4.1955 og eiga þau
Kristinn Heiðar.
Baldur, f. 21.2.1973, nemi á Dalvík.
Bjöm, f. 21.2.1973, nemi á Dalvík.
Systkini Snorra eru: Júlíus, f. 26.3.
1938, framkvæmdastjóri, kvæntur
Aðalbjörgu Árnadóttur húsmóður,
f. 4.12.1934 og eiga þau fimm börn.;
María, f. 8.5.1943, húsmóðir og
verslunarmaður á Dalvík, gift Sím-
oni Ellertssyni framkvæmdastjóra
og eiga þau þijú böm; Ingigerður,
f. 1.2.1946, húsmóðir í Kanada, gift
Sturlu Kristjánssyni, f. 12.3.1943,
kennara og fyrrv. fræðslustjóra og
eiga þau tvö börn; Valdemar, f. 7.12.
1949, umbpðsmaður Eimskips,
kvæntur Ágústínu Jónsdóttur, f. 2.5.
1949, húsmóöur á Dalvík og eiga þau
tvö börn.
Foreldrar Snorra: Snorri Arn-
grímsson, f. 17.3.1908, d. 9.2.1981,
vélstjóri á bátum frá Dalvík og
seinna vélgæslumaöur við frystihús
KEA á Dalvík, og Kristín Júlíus-
dóttir húsmóðir, f. 9.4.1917.
Snorri var sonur Arngríms, sjó-
manns og húsmanns í Jarðbrúar-
gerði, er fórst með hákarlaskipinu
Kjærstine 1910, Jónssonar, b. á
Göngustöðum, Sigurðssonar, b. í
Hreiðarsstaðakoti, Jónssonar.
Móðir Jóns á Göngustöðum var
Steinunn Jónsdóttir. Móðir Arn-
gríms var Þuríður Hallgrímsdóttir,
b. á Skeiði, Jónssonar, og Sólveigar
Jónsdóttur.
Móðir Snorra Arngrímssonar var
Ingigerður Sigfúsdóttir, skipstjóra
og b. á Grund í Svarfaðardal, Jóns-
sonar, b. í Syðra-Garðshomi, Jóns-
sonar.
Móðir Sigfúsar var Guðlaug
Gunnarsdóttir. Móðir Ingigerðar
var Ánna Sigríður Björnsdóttir, b. á
Grund, Björnssonar og Ingigerðar
Jónsdóttur.
Kristín, móðir Snorra Snorrason-
ar, er dóttir Júlíusar Jóhanns, út-
gerðarmanns og skipstjóra á
Sunnuhvoli á Dalvík og b. á Karlsá,
Bjömssonar, Davíðs hákarlafor-
manns og skipstjóra í Bjarnargerði,
Friðrikssonar, b. í Brekkukoti,
Jónssonar.
Móðir Björns Davíðs var Guðrún
Björnsdóttir. Móðir Júliusar Jó-
hanns var Kristrún Karítas Sveins-
dóttir, húsmanns í Upsabúð, Jóns-
sonar, og Kristínar Sigurðardóttur.
Móðir Kristínar Júlíusdóttur var
Jónína Jónsdóttir, póstafgreiöslu-
manns í Nýjabæ á Dalvík, Stefáns-
sonar. Jón var skrifaður sonur Stef-
áns Jónssonar, vinnumanns í Öldu-
hrygg, er var sonur Sigurðar, b. og
hreppstjóra á Hálsi í Svarfaðardal,
Jónssonar, b. í Ytra-Kálfskinni,
Jónssonar.
Móðir Jóns póstafgreiðslumanns
var Sólveig Benediktsdóttir frá
Bræðraá í Sléttuhlíð í Skagafirði.
Móðir Jónínu var Rósa Þorsteins-
dóttir, b. á Öxnhóh í Hörgárdal,
Þorsteinssonar, og Kristínar Kristj-
ánsdóttur frá Stóragerði í Hörgárdal
en Rósa var fósturdóttir Páls, prests
á Völlum, Jónssonar, og konu hans,
Kristínar Þórsteinsdóttur.
Snorri dvelur í Kanada á afmælis-
daginn.
Hátúni 7, Reykjavík.
''PaðeTþettameð^
smAauglýsingar
SÍMI 27022
OPIÐ:
MANUDAGA-FÖSTUDAGA
9.00-22.00
LAUGARDAGA 9.00-14.00
SUNNUDAGA 18.00-22.00