Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1990, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Á skrift- Dreifing: Sími 27022 ♦ Frjálst,óháð dagblað • ■ i MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRUAR 1990. Garðar Valdimarsson: Almennar reglur gilda um ráðherra „Ég vil taka þaö fram að ég hef ekki tjáö mig um skattframtöl ein- stakra manna. Mér hvorki dettur það í hug né það hefur heldur hvergi komið fram að minni hálfu að ég hafi verið að tjá mig um skattframtöl einstakra manna. Það sem ég hef verið að lýsa, aðspurður, það er í fyrsta lagi hvaða reglur gilda al- mennt um bifreiðahlunnindi manna, forstjóra og annarra starfsmanna. Ég hef í því sambandi sagt að þær almennu reglur gildi um ráðherra," sagði Garðar Valdimarsson ríkis- _skattstjóri þegar hann var spurður um orð forsætisráðherra í hans garð. „Enda eru skattframtöl ráðherr- anna ekki til athugunar að því er ég veit, hvorki hjá ríkisskattstjóra né skattsfjóra. Ég er í raun bara að lýsa skattalegum lögkjörum eins og þau horfa við mér samkvæmt túlkun á þeim reglum sem liggja fyrir." - Bar ráðherrum að taka fram bif- reiðahlunnindi á skattframtölum fyrri ára? „Ég er ekki að fjalla um þeirra framtöl." -**- Ef ég spyr almennt um það ef ein- hver hefur ekki talið fram slík hlunnindi má hann þá sæta álögum vegna þess? „Ég vil ekki, eins og málið stendur, lýsa refsiákvæðum." - Ekki hvernig þar er almennt sam- kvaemt lögum? „Ég er ekki tilbúinn til þess í sam- hengi við þessa spurningu." -sme - sjá einnig bls. 2 Flugslys á Indlandi: — Rúmlega eitt hundrað fórust Óttast er að rúmlega eitt hundrað hafi látist þegar farþegaflugvél frá indverska flugfélaginu Indian Air- hnes fórst í morgun í aðflugi að flug- velhnum í Bangalore í suðurhluta Indlands. Ahs voru hundraö fjörutíu og tveir um borð í véhnni, eitt hundr- að þijátíu og fimm farþegar og sjö manna áhöfn, að sögn talsmanns flugfélagsins. Að því er hann sagði í morgun lifðu aðeins 35 slysið af. Indverskir embættismenn sögðu að véhn, sem var í áætlunarflugi frá Bombay th Bangalore, heföi verið af _ ípgundinni A320, frá fyrirtækinu 'European Airbus Industries. Reuter LOKI Hvaða „fáránlega helvítis kjaftæði" er þetta að æti- asttil að ÉG borgi skatt! Ríkisstjórmn ákveður niðurskurð: Vegafé skorið 130 milljomr - tillögumar lagðar fyrir þingflokka stjómarinnar 1 dag Ráðherrar ríkisstjórnarinnar byggingasjóðanna lækkar um 100 veröa kynntar í þingflokkum skiptu á mihi sín tæplega eins millj- mhljónir og verður 50 mihjónir. stjórnarflokkanna í dag. Búist er við arös niðurskurði á ríkisútgjöldum Bæöi fjármálaráðuneytið og að landsbyggðarþingmenn muni i gær. Niðurskurðurinn lendir dómsmálaráðuneytið skera fram- reyna að minnka niðurskurð th fyrst og fremst á framkvæmdum á kvæmdir niður um 90 milljónir vegamála þar sem hann mun að vegum rikisins hvorL Niðurskurður forsætisráðu- öllum líkindum koma niöur á fram- Stærsti hluti niðurskurðarins neytisins nemur 50 milljónum. Af kvæmdum úti í kjördæmunum. lenti á samgöngu-, menntamála, landbúnaðargeiranum eru skornar Með þessum niðurskurði á ríkis- hehbrigðis- og félagsmálaráðu- 30 mhljónir og um 30 mihjónir af útgjöldum hafa útgjöldin lækkað neytunum. orku- og iönaðarmálum. Þá var um hátt í 3 miUjarða frá því Al- Akveðiðvaraðskeravegaáætlun einnig skorið niður í utanríkis- þingi samþykkti fjárlögin. Vegna niöur um 130 miUjónir til viðbótar ráðuneyti og sjávarútvegsráðu- mun Iægri kauphækkana í samn- við þær tæplega 700 miUjónir sem neyti, þó ekki haíi verið um háar ingum stærstu launþegahreyfing- þegar hafa veriö skomar niður. upphæöir aö ræða. anna og atvinnurekenda en gert Samkvæmt þessu verða ekki fram- Júlíus Sótnes fékk einnig að var ráð fyrir í fjárlögum og vænt- kvæmd nema rúm 70 prósent af skera niður hjá sér af rúmlega 20 ínga um minni veröbólgu var gert þeirrí vegaáætlun sem Alþingi af- milljón króna framlagi ríkisins th ráð fyrir að rikisútgjöld lækkuðu greiddi. hins nýja umhverfisráðuneytis. sjálfkrafa um tæpa 2 milljarða. Nú Framkvæmdir á vegum mennta- Niðurskurðurinn varð þó ekki telj- bætist tæpur milljarður við vegna málaráöuneytisins eru skornar andi eða um ein mhljón króna. minni framkvæmda á vegum ríkis- niður um 120 mhljónir. Framlag til Þessar niöurskurðarthlögur ins. -SMJ/gse Áður höfðu þau náð mest þremur réttum i lottóinu en um síðustu helgi datt þessi skagfirska fjölskylda í lukkupott- inn og varð hálfri sjöundu milljón ríkari. Hjónin heppnu heita Hafsteinn Lúðvíksson og Soffía Sæmundsdóttir og dóttir þeirra er Harpa Hrund. Þau búa i Ytra-Vallholti nærri Varmahlíð í Skagafirði og það var dóttirin sem mundi eftir að kaupa nokkrar lottóraðir þegar þær mæðgur fóru á bókasafnið. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson Fengu á sjöundu milljón í lottóinu Veðrið á morgun: Hvasst og frost Á morgun verður norðaustan átt á landinu, víðast hvasst, él á annesjum noröanlands og aust- an, ennfremur viö suðurströnd- ina og suðausturströndina, en úrkomulaust suövestanlands og á sunnanverðum Vestfjörðum. Vextimir til SÍS: Ákvörðuninni ekki breytt á fundinum í dag - segir bankaráðsformaöurimi „Það er búið að afgreiða þetta mál, það er að fuhu frágengiö og þeirri ákvörðun verður ekki breytt á fund- inum í dag. Ég ht því svo á þetta sé bara upphlaup hjá Friðrik,“ sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaður bankaráðs Landsbankans, í morgun. Bankaráð Landsbankans heldur fund í dag klukkan þrjú að beiðni meirihluta bankaráðsins, þeirra Friðriks Sophussonar, Kristins Finn- bogasonar og Kristínar Sigurðar- dóttur. Á fundinum mun Friörik taka fyrir afgreiðslu bankaráðsins á beiðni Sambandsins um 60 mihjóna króna vaxtaleiðréttingu vegna kaupa Landsbankans á hlut þess í Sam- vinnubankanum. Bankaráðið ákvað á síðasta fundi sínum að vísa málinu th bankastjóra bankans, láta þá taka ákvörðun. Lúðvík Jósefsson bankaráðsmaður sagði í morgun að bankaráðið væri búið aö kaupa hlut Sambandsins í Samvinnubankanum og sá kaup- samningur væri án skilyrða. „Þessi ósk Sambandsins um vaxta- leiðréttingu snertir kaupsamninginn þess vegna ekki og á þeirri forsendu var málinu vísað th bankastjórnar- innar. Bankaráðið er búið aö af- greiða máhð og ég sé ekki hvernig Friðrik ætlar að fá þeirri ákvörðun breytt á fundinum í dag.“ -JGH Stóra kókaínmálið: Búið að setja setudómara Dómsmálaráðuneytið hefur sett Guðjón Marteinsson, sakadómara við Sakadóm Reykjavíkur, sem setu- dómara í stóra kókaínmálinu. Ásgeir Friðjónsson, sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum, úrskurðaði sig frá máhnu og Hæstiréttur staðfesti þá ákvörðun. Ásgeir hafði óskað þess, það er áður en hann úrskurðaði sig frá málinu, að hann fengi tvo með- dómendur. Ekki er enn vitað hvort Guðjón telur þörf á að fá meðdóm- endur. Óijóst er hvenær máhð verður tek- ið fyrir en meðferð þess fer væntan- lega fram í Sakadómi Reykjavíkur. Setudómarinn á eftir að lesa öll gögn málsins, en þau eru ófá, áður en hann metur endanlega hvort hann óskar þess að fá meðdómendur. -sme NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka _____í 40 ár__ mmmm Þjóðar mmmm SALIN býr í Rás 2. Nýtt númer: 68 60 90 FM 90,1- útvarpmeðsálL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.