Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990.
Fréttir
Stórtjón þegar 380 volta rafspennu var hleypt á 13 hús við Álftanesveg;
„Hélt að það væri
að kvikna í húsinu“
- öll raftæki í gangi skemmdust eða eyðilögðust
„Ég hélt satt aö segja aö þaö væri
aö kvikna í húsinu. Það rauk úr ís-
skápnum og frystinum og allar ljósa-
perur píptu. Þetta var agalegt. Á end-
anum höföu tvö sjónvarpstæki eyði-
lagst, einn afruglari, myndbands-
tæki, stór frystikista, ísskápur, elda-
vél, ljós og útvarpsvekjari. Ég er meö
sjö manna fjölskyldu svo ástandið er
allt annað en gott. Ég sætti mig alls
ekki viö aö elda á prímus,“ sagöi
húsmóðir í byggöinni viö Álftanes-
veg í Garðabæ í samtali við DV í
gærdag.
Það sem hún lýsir þannig varö þeg-
ar 380 volta spennu var hleypt á hús-
ið hennar í fyrradag. Var veriö að
skipta um spenni fyrir þrettán hús
við Álftanesveg í Garöabæ og vegna
„mannlegra mistaka" eins og Jónas
Guðlaugsson, rafveitustjóri í Hafnar-
firöi, tjáöi DV var spennirinn þannig
tengdur aö í staö 220 volta spennu fór
380 volta spenna inn í húsin. Afleiö-
ingin varö sú aö öll rafmagnstæki,
sem voru tengd og í gangi, skemmd-
ust eöa eyöilögðust. Eftir viðtölum
við íbúa að dæma er ekki fjarri lagi
að áætla að heildartjónið vegna þess-
ara mistaka nemi þremur til fjórum
milljónum króna.
Verulegt tjón
„Ég var nýbúinn aö slökkva á tölv-
Sveinn Torfi Sveinsson verkfræöingur við tölvuna sina. Hann brá sér óvænt frá og slökkti á tölvunni. Þaö bjarg-
aði honum frá enn meira tjóni en varð þegar 380 volta spennu var hleypt á rafkerfi húss hans við Álftanesveg.
DV-mynd GVA
Spennirinn sem unnið var við í fyrradag. Vegna „mannlegra mistaka"
skemmdust og eyðilögðust raftæki fyrir milljónir í þrettán húsum.
DV-mynd GVA
unni sem ég vinn daglega með þegar
þetta geröist. Ég þurfti að bregða mér
frá smástund og það hefur bjargað
mér frá óhemju tjóni.
Engu að síður er tjónið verulegt þar
sem sjónvarpið skemmdist verulega,
afruglarinn og gervihnattamóttakar-
inn gereyðilögðust, símsvarinn og
telefaxtækið biluðu, bílskúrshurða-
opnararnir eru ónýtir og dyrasíminn
og innanhússsíminn fóru alveg í rusl.
Þá fór heill kassi af flúrperum. Þetta
er verulegt tjón og ekki séð fyrir
endann á því enn þar sem þau tæki,
sem ekki gáfu sig, eins og ísskápur-
inn, frystikistan og blásarinn í hús-
hitunarkerfmu hjá mér, urðu fyrir
miklu álagi.
Tjón vegna álagsins getur verið
lengi að koma fram og álagið styttir
endingartíma tækjanna nokkuð,“
sagði Sveinn Torfi Sveinsson verk-
fræðingur.
Mannleg mistök
Sveinn var nokkuð rólegur yfir
þessu atviki. Hann haföi tryggt öll
tækin og fengið heimsókn af trygg-
ingamanni, starfsmanni raftækja-
búðarinnar sem hann verslar við og
fulltrúa rafveitunnar. Voru viöger-
anleg tæki farin til viðgerðar. Þó
hafði allt verið í hers höndum í fyrra-
dag og fyrri hluta dagsins í gær. Var
farið yfir allt rafkerfi hússins og lýk-
ur því verki ekki fyrr en í dag.
„Þetta voru mannleg mistök og við
bætum allt það tjón sem varð vegna
þeirra," sagði Jónas Guðlaugsson,
rafveitustjóri í Hafnarfirði.
Ekki eru allir íbúar í þessum þrett-
án húsum meö viðeigandi tryggingu
en rafveitan er tryggð gegn tjóni sem
þessu.
-hlh
Bjór á íslandi 1 eitt ár:
Ekki eins mikill hasar
og margir bjuggust við
- segir Úlfar Þóröarson á Gauki á Stöng
í dag er eitt ár síðan 76 ára bjór-
banni var aflétt á íslandi. Fyrir ári
var mikil spenna og miklar umræður
fyrir þennan dag. Fögnuðu menn
ýmist eða máluðu skrattann á vegg-
inn í áhyggjum yfir komu bjórsins.
En hvernig hefur gengið á þessu ári
sem er liðið með bjór á íslandi?
„Við erum ánægðir með þetta ár.
Fólk hefur tekiö bjómum eðlilega og
ekki verið eins mikiil hasar og marg-
ir bjuggust við í fyrra. Ef eitthvað er
er minna vesen vegna drykkju hjá
okkur eftir að bjórinn kom til sög-
unnar,“ sagði Úlfar Þóröarson á
Gauki á Stöng.
Úlfar sagði að neysluhlutfailið í
miðri viku væri 60/40 bjórnum í vil
en um helgar gæfi bjórinn eftir.
„Bjórinn þykir dýr og fólk vill fá sem
mest alkóhól fyrir peningana.
Kannski er aö komast jafnvægi á
drykkjuna aftur.“
„Ef ég hefði ekki vitað að bjórinn
væri kominn hefði ég ekki tekið eftir
honum. Við höfum ekki merkt nein
sérstök vandræði vegna bjórkom-
unnar og finnst að það sé hvorki
drukkið meira né minna en áður
svona almennt talaö,“ sagði Árni
Vigfússon, varðstjóri hjá lögreglunni
í Reykjavík.
í samtölum við Eirík Hannesson
hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar
og Sigurð Halldórsson hjá Sanitas
kom fram ánægja meö bjórárið sem
var aö líða og bjartsýni varðandi
framtíðina.
„Þetta dæmi hefur gengið vel hjá
okkur og bjómum verið vel tekið.
Það er ekki síst því að þakka að við
lögðum ekki í neinar meiriháttar
fjárfestingar. Það verður þó enginn
ríkur af bjórframleiðslu. Hvað 'teg-
undir varðar relknum við meö að
landinn hallist æ meira að íslenskum
bjór,“ sagði Eiríkur.
í samtali við þá Eirík og Sigurð
kom fram að alíslensku bjórtegund-
irnar eru alls með rúmlega 20 pró-
sent markaðshlutdeild. Á íslandi er
talinn vera markaður fyrir 7-8 millj-
ón bjórlítra árlega.
-hlh
13 V
Hæstiréttur:
Grímuklædd-
ir ræningjar
dæmdir í 4
ára fangelsi
Þrír menn hafa verið dæmdir í
fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa
brotist inn á heimili aldraðra
hjóna, ráðist að þeim og haft
verðmæti á brott meö sér.
Þaö var aðfaranótt sunnudags-
ins 25. september 1988 að Gústaf
Reinholt Gústafsson, Hallgrímur
Pétur Gústafsson og Magnús
Gunnar Baldvinsson réðust
grímuklæddir inn í einbýlishús á
Seltjamamesi, en þar búa öldruð
lljón, og beittu heimilisfólkinu,
líkamlegu ofbeldi. Húsbóndinn
marðist á vinstra eyra og á stóm
svæði á höfði ofan eyrans og
vinstri vísifingur brotnaði og fór
úr iiöi. Konan mjaömagrindar-
brotnaöi við árás mannanna.
Þremenningarnir höfðu á brott
með sér um 15 þúsund krónur í
peningum, gullhálsmen, 6 gull-
hringi, 6 bjórdósir og 9 eða 10
áfengisflöskur. Verömætinfundu
mennirnir eftir aö þeir hötðu
neytt gamla fólkið með ógnunum
til aö benda sér á hvar verömæti
var að fmna.
Eftir að þremenningamir yfir-
gáfu húsið gat húsbóndinn við
illan leik komist í næsta hús og
látið vita af árásinni. Ræningj-
arnir skám símasnúra í sundur
áöur en þeir yfirgáfu heimili
hjónanna.
Auk fangeisisvistarinnar var
mönnunum gert aö greiöa allan
sakarkostnaö.
Hæstiréttur staðfesti dóm Saka-
dóms Reykjavíkur, Málið dæmdu
hæstaréttardómararnir Guð-
mundur Jónsson, Benedikt Biön-
dal, Bjarni K. Bjarnason og Har-
aldur Henrysson og Gunnar M.
Guðmundsson settur hæstarétt-
ardómari.
-sme
Akureyri:
„Flótti“ úr
rannsóknar-
lögreglunni
GyJfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Órói innan rannsóknarlögregl-
unnar á Akureyri hefur leitt til
uppsagnar eins þriggja fastráö-
inna starfsmanna rannsóknar-
deildarinnar. Annar er farinn í
ársleyfi og tekinn viö starfi bíl-
stjóra við sendiráö íslands í
London og sá þriðji, sem hefur
stjórnað rannsóknarliðinu und-
anfarin ár, hefur óskað eftir árs-
leyfi.
Þessir þrír eru þeir menn sem
hafa skipað „lið“ rannsóknarlög-
reglunnar á Akureyri undanfarin
ár en síöan sl. sumar hefur Qórði
maðurinn einnig starfað í rann-
sóknarlögreglu bæjarins.
„Þaö er fyrst og fremst vinnu-
álag sem veldur þessu og einnig
skilningsleysi, m.a. hjá ráðuneyt-
inu. Inn í þetta blandast líka fleiri
mál sem ég vil ekki ræöa í fjöl-
miölum," segir Daníel Snorrason,
yfirmaður rannsóknarlögregl-
unnar og reyndasti maður henn-
ar, en Daníel hefur sótt um árs-
leyfi frá störfum. Fái Daníel ekki
leyfið, sem hann hefur sótt um,
segist hann íhuga að segja upp
störfura.
„Þaö getur komið upp slæmt
ástand en það þarf ekki aö fara
svo, þaö er enginn ómissandi,“
segir Erlingur Oskarsson yfirlög-
regluþjónn. „Við erum bjartsýnir
menn þótt úti sé hríð og látum
hverjura degi nægja sina þján-
ingu í þessu máli sem öörum,"
bætti Eriingur við.