Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990. Útlönd______________________________ Óveðrinu í Evrópu ekki lokið Þessi mynd var tekin í bænum Towyn í Waies í gær þar sem mikiar skemmdir hafa orðið vegna óveðursins mikla í Evrópu. Símamynd Reuter Háar Öldur brutu sér leið gegnum sjóvarnargarða í Vestur-Evrópu og ollu miklum skemmdum í gær, á fjórða degi óveðursins mikla í Evr- ópu. Norðursjórinn lét vamargarða í Danmörku ekki vama sér leið og flæddi inn á land. Hlutar Atlantsbafsstrandlengju Frakkalands voru und- ir vatni og sama má segja um marga ferðamannastaði á Bretlandi. Nú hefur verið mikið óveöur í mörgum ríkjum Evrópu í ijóra daga og má rekja fimmtíu dauðsfóll til veöurhamsins. Veðurfræðingar gefa þreytt- um íbúum meginlandsins ekki mikla von og segja að frekari storm- veðurs sé að vænta á næstunni. i gær sögöu veðurfræðingar að búast mætti við stormi og öflugutn vindum, með allt að 120 kílómetra á klukku- stund, víðs vegar i Vestur-Þýskalándi í gærköldi. Evrópubandalagiö hefur heitið tveggja milljón dollara neyðaraðstoð til að hjálpa fórnarlömdum óveðursins. Mesta aðstoð fá Bretar en Bretar -■ hafa farið verst út úr þessu óveðri. Þar hafa fimmtán manns látist í óveðr- inu. Tékkar herða kosningalöggjöfina Tékkneska þingið samþykkti í gær, með miklum meirihluta atkvæða, tillögu um nýja kosningalöggjöf sem mun taka gildi fyrir næstu kosning- ar, í júní. Þingmenn deildu hart um tillöguna, sem var lögð fram að frum- kvæði ríkisstjórnarinnar, áöur en hún voru samþykkt og var ríkisstjórn- in harðlega gagnrýnd. Meðal þess sem nýja löggjöfm felur í sér er að þeir stjórnmálaflokkar sem ná ekki fimm prósent fylgi i kosningum fái ekki fulltrúa á þing. Það var þetta ákvæöi sem olli hvað mestum deilum áður en tíllagan var lögð fram til atkvæðagreiðslu. Nokkrir þingmenn sögðu að það mismunaði flokkum eftir stærð. í löggjöfinni er kveðið á um að kosningabarátta standi eigi lengur en flörutíu daga en búist er við að kosningar fari fram þann 8. júní næstkom- andi. Þíng þarf að ákveöa kosningadag að minnsta kosti níutíu dögum fyrir kosningar. Bairy kveðst saklaus Marion Barry, borgarstjóri Washington, veifar til almennings á leið frá dómshúsinu i gær. Símamynd Reuter Borgarstjórinn í Washington, Marion Barry, kvaðst í dómsal í gær vera saklaus af ákærum um eiturlyfjamisferh. Dómari ákvað í gær að réttarhöldin yfir borgarstjóranum færu fram 4. júní næstkomandi. Barry, sem var handtekínn á hótelherbergi í janúar síðastliðnum fyrir að vera með kókaín í fórum sínum, hefur veríð í meðferð síðan á stofnun fyrir áfengis- og eiturlyfjasjúklinga. Barry hefur ekki lokið meðferðinni en gerði hlé á henni í gær til að koma fyrir dómara. Friðarviðræður út um þúfur Viðræðunum um frið í styrjöldinni í Kambódíu lauk í morgun án þess að samkomulag næðist milli viöræðuaðila. Sfjómarerindrekar segja að þetta hafi leitt til þess að menn hafi nú auknar áhyggjur af þvi að sijórn Hun Sen, sem studd er af Víetnömum, og samtök skæruliöa reyni aö útkljá deilumálin á vígvelhnum. Friðarviöræðurnar snerust einkurn um hvemig hægt væri að tryggja aðild Sameinuöu þjóðanna að hugsanlegum friðarsamningum. En við- ræöuaðilar náðu ekki samkomulagi þegar á hólminn var komiö. Ástralir höfðu lagt fr am málamiðlunartiUögu sem gerði ráö fyrir aðild SÞ að bráða- birgðastjóm í Kambódfu þar til aö afloknum kosningum. Aö sögn eins þátttakanda í viöræöunum náðist eingöngu samkomulag um þörfina á aðild Sameinuðu þjóðanna. Reuter DV Kohl vekur gremju á Bandaríkjaþingi Bandarískir þingmenn eru ó- ánægðir með hversu Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, virðist liggja á með sameiningu þýsku ríkj- anna. Þeir eru einnig óánægöir með tregðu hans við að gefa út yflrlýsingu um landamæri Þýskalands og Pól- lands. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands. Slmamynd Reuter Claiborn Pell, formaður utanríkis- málanefndar öldungadeildarinnar, og Sam Nunn, formaður vamar- málanefndar öldungadeildarinnar, hafa skýrt Bush Bandaríkjaforseta frá því að þeim finnist ekki hægt að sætta sig við að Kohl skuli ekki vilja lýsa því yfir að núverandi landa- mæri Austur-Þýskalands og Pól- lands skuh einnig gilda þegar þýsku ríkin hafa verið sameinuð. Þriöji öldungadeildarþingmaður- inn og fyrrum forsetaframbjóðandi, Paul Simon, safnaði í gær undir- skriftum meðal félaga sinna sem hann ætlaði að senda í símskeyti til Kohl kanslara og Hans Modrow, for- sætisráðherra Austur-Þýskalands, vegna ágreiningsins um vestur- landamæri Póllands. í uppkasti að skeytinu eru Kohl og Modrow hvattir til að lýsa því yfir hvað þeir haíi í hyggju og að þýsku stjórnirnar tvær hefji samningavið- ræður við pólsk yfirvöld um sam- ræmingu samninga þeirra sem þýsku ríkin tvö hafa gert viö Pól- land. Pólverjar hafa sjálfir bent á slíka lausn og Hans-Dietrich Gensc- her, utanríkisráðherra Vestur- Þýskalands, telur hana mögulega aöferð. Ritzau Gorbatsjov gæti fallist á sjálftæði Eystrasaltsríkja - segja bandarískir embættismenn Bandarískir embættismenn telja að Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, gæti fallist á sjálfstæöi Eystrasaltsríkjanna - Litháens, Lett- lands og Eistlands - að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Stjórnar- stefna Gorbatsjovs er enn aö þró- ast,“ sagði einn embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu. „Ég held við höfum enn ekki séð lokaafstöðu hans til málefna Eystra- saltsríkjanna." Um síðustu helgi gengu Liháar til kosninga um þing lýðveldisins og báru þjóðernissinnar sigur úr být- um. Er það enn eitt skrefið sem Eystrasaltslýðveldin þrjú hafa tekið í sjálfstæðisátt. Bandarískir embættismenn og sér- fræðingar segja að Gorbatsjov eigi hagsmuna aö gæta í Eystrasaltríkj- unuri - þ.e. að tryggja öryggi Sovét- ríkjanna og friðsamlega þróun sem og efnahagslegan ávinning fyrir Moskvustjórnina - en að ekkert þess- ara hagsmunaatriða útilokaði sjálf- stæði þeirra. Þegar málefni Eystra- saltsríkjanna ber á góma benda bandarískir embættismenn á stöðu Finnlands, sem einnig er við Eystra- salt. Finnar hafa haldið sjálfstæði sínu með þvi að fallast á nokkrar hömlur sem Sovétmenn hafa sett á utanríkisstefnu þeirra en jafnframt haldið pólitísku hlutleysi. Finnar ógna ekki Sovétríkjunum, segja emb- ættismennirnir. Reuter Barátta um valdajafnvægi Violeta Chamorro, sigurvegari kosninganna í Nicaragua, á leið á fyrsta fundinn með fréttamönnum frá því á sunnudag. Á fundinum lýsti hún því yfir að það yrði hún sem gæfi skipanirnar í Nicaragua. Símamynd Reuter Barátta er nú hafin í Nicaragua um valdajafnvægið í kjölfar kosning- anna á sunnudaginn og óvæntra úr- slita þeirra. Sandínistastjórnin lýsti í gær yfir vopnahléi í stríöinu viö kontraskæruliða og jók þar meö á þrýstinginn á þá að leggja niður vopn fyrir valdaskiptin í apríl. Violeta Chamorro, nýkjörinn for- seti Nicaragua, kvaöst í gær útnefna sinn eigin vamarmálaráðherra og fækka í hemum. Bróðir fráfarandi forseta er nú vamarmálaráðherra landsins. Fyrir kosningar lýsti her- inn því yfir að hann myndi bara taka við skipunum vamarmálaráðherra sandínista. Chamorro sagði einnig í gær að stjórn hennar myndi ekki þola neina Mutun annarra um hvernig stjóma ætti landinu. „Þaö verð ég sem gef skipanirnar," sagði hinn nýkjörni forseti á fyrsta fundinum með frétta- mönnum frá því á kosningadaginn. Sandínistaflokkurinn kynnti í gær stefnuskrá sína sem stjórnarand- stöðuflokkur. Daniel Ortega sagði að flokkurinn myndi beijast fyrir því að ekki yrði horfið frá þeim breyting- um sem stjórn hans kom á í land- búnaðarmálum og varaði Banda- ríkjastjórn við íhlutun. Flokkurinn ætlar einnig að varðveita sjálfstæði hers sandínista. Vopnahlésyfirlýsingin í gær þykir munu auka þrýstinginn á Bush Bandaríkjaforseta um að hætta að- stoð við kontraskæruliða. Þeir hafa áður sagt að þeir ætluðu ekki að leggja niður vopn fyrir en Chamorro hefði fengið völdin og her sandínista leystur upp. En í gær sögðu kontrar að þeir væm reiðubúnir að ræða málin við Chamorro sem hvatt hefur þá til að leggja niður vopn hið fyrsta. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.