Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Síða 14
FJMMTUDAGUR 1. .MARS 1990. 14, Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Krónugengi sjávarplássa Oft er talað um, að íslenzk sjávarpláss njóti ekki af- raksturs af framlagi íbúanna til þjóðarbúsins. Sumir segja, að gengi krónunnar sé of hátt skráð og þannig sé hagnaði af útflutningi sjávarafurða dreift til annarra sviða þjóðlífsins, einkum suður til Reykjavíkur. Engin leið er að komast að hinu sanna í máli þessu nema með því að sannprófa það. Fólk getur endalaust deilt um mál af þessu tagi, svo sem hversu margar tenn- ur séu í hestinum. Einhvern tíma kemur að því, að heppilegast er að gá upp í hestinn og telja tennurnar. Svo vel vill til, að fordæmi eru fyrir því hjá ríkustu þjóðum jarðarkringlunnar, að gengi gjaldmiðils þeirra er rétt skráð. Það gerist samt ekki með því, að kölluð sé saman nefnd færustu sérfræðinga og embættismanna til að ákveða gengi jens og dollars frá degi til dags. Það er einfaldlega frjáls markaður, sem ákveður dag- legt gengi jens og dollars og margra fleiri gjaldmiðla. Myntir þessar eru keyptar og seldar í kauphöllum um heim allan. Útlendir seðlabankar taka þátt í þessari ákvörðun með því að verzla í öfuga átt við sveiflurnar. Úr óbeinu samspili tugþúsunda sjálfstæðra aðila verður til daglegt markaðsgengi á jeni og dollar. Við getum haft á svipaðan hátt hér á landi, þótt í smærri stíl hljóti að verða. Við getum einfaldlega farið að kaupa og selja krónuna og erlenda gjaldmiðla í kauphöll. Seðlabankinn fengi að taka þátt í þessum leik sem einn aðili að mörgum. Hann fengi það hlutverk að reyna að hamla á móti sveiflum, en missti hlutverk sjálfrar gengisskráningarinnar. Á þennan hátt einan getum við komizt að raun um verðgildi gjaldeyrisöflunarinnar. Ef svo færi, sem telja má líklegt, að gengi krónunnar mundi skrá sig lægra á þen'nan sjálfvirka markaðshátt en Seðlabankinn gerir í dag, má jafnframt gera ráð fyr- ir, að fjármagn mundi sogast til sjávarplássa landsins í stað þess að sogast frá þeim til annarra staða. Frjálst markaðsgengi gjaldmiðla er meira hagsmuna- mál fólks í sjávarplássum en bandalag þess við fólk í strjálbýh um að sníkja lán og styrki frá ríki og opin- berum sjóðum til að ná til baka einhverju af fénu, sem umbjóðendur sjávarsíðunnar telja hafa runnið á brott. í bandalagi sjávarsíðu og strjálbýlis gegn Reykjavík- ursvæði hefur sjávarsíðan alltaf fengið ruðurnar og mun alltaf fá. Mestur hluti herfangsins, sem byggðastefnan aflar, rennur til landbúnaðar, þar sem þjóðfélagið brennir um fimmtán milljörðum króna á hverju ári. Það er nefnilega ekki Reykjavíkursvæðið, sem gengur harðast fram í að eyða aflafé sjávarútvegs. Byggðastefn- an er dýrasta lóðið á vogarskálinni gegn sjávarplássum. Hún dreifir til landbúnaðar fé, sem hefur fengizt með því að núllkeyra sjávarútveg á röngu krónugengi. Sjávarsíðan ætti að segja skilið við hagsmunabanda- lag núverandi byggðastefnu, sem færir henni ruður ein- ar af herfangi landbúnaðar og sökkvir fólki og fyrirtækj- um sjávarplássa í fen skuldbindinga við opinbera sjóði. Hún ætti að heimta hreint afnám þessarar byggðastefnu. í staðinn ætti fólk í sjávarplássum landsins að segja umbjóðendum sínum, að skynsamlegt sé að vinna að afnámi opinberrar skráningar á gengi krónunnar, líkt og gert hefur verið í mörgum auðugum löndum, án þess að heimsendir eða öngþveiti hafi hlotizt af. Markaðsgengi á gjaldeyri leysir eitt ekki allan vanda, en er samt með beztu aðferðum til að komast að raun um, hvað borgar sig að hafa fyrir stafni hér á landi. Jónas Kristjánsson Endalok sósíal- isma í Nicaragua Ósigur sósíalista í kosningunum í Nicaragua síðastliðinn sunnudag markar vonandi upphaf framvindu í átt til lýðræðis, frelsis og hagsæld- ar í landinu. Hrjáð alþýða Nic- aragua á sannaríega skilið betri tíma. Þær breytingar, sem gera þarf á efnahagskerfi landsins og stjórnar- fari, verða þó tæplega auðveldar þar sem stjóm fráfarandi forseta, marxistans Daniels Ortega, hefur á tíu ára valdaferli sínum nánast lagt efnahag og atvinnulíf landsins í rúst með víðtækri þjóðnýtingu og austur-evrópskri ríkisforsjá. Byltingin étur börnin sín Því var fagnað um heimsbyggð- ina alla þegar lýðræðisöfl í Nic- aragua steyptu einræðisherranum Somoza og hyski hans af stóli fyrir áratug. Margir trúðu því að dagar fátæktar, eymdar og kúgunar i landinu væru senn á enda. Fljót- lega kom hins vegar í ljós aö sterk öfl innan byltingarhreyfingarinnar höfðu ekki hugsað sér að frjálst þjóðfélag risi á rústum hins gamla stjórnarfars. Þessi öfl, sem lutu for- ystu marxista, vildu fara að for- dæmi Kúbverja og koma á sósíal- isma í Nicaragua. Áður en varði höfðu sósialistar hrifsað til sín öll völd, afnumið nýfengin lýðréttindi og hafist handa um uppbyggingu austur- evrópsks þjóðfélags í Nicaragua. Þetta leiddi til þess að borgarastyrj- öld skall á í landinu og svonefndir kontra-skæruliðar hófu að herja á stjómvöld. Tilraunin til að koma á sósíal- isma og „alþýöuvöldum" í Nic- aragua mæltist vel fyrir hjá vinstri mönnum á Vesturlöndum, þar á meðal hér á landi. Nicaragua varð skyndilega einhver vinsælasti án- ingarstaður póhtískra pílagríma. Auðtrúa ungmenni, háskólakenn- arar, fjölmiðlungar, verkalýðsrek- endur og aðrir dæmigerðir vinstri hugsjónamenn og hugmyndafræð- ingar úr lýðræðisríkjunum lögðu leið sína þangað til að fylgjast með „uppbyggingunni“ eins og það var orðað. Ferðasögur frá „fyrirmynd- arríkinu“ Þær voru ófáar greinamar sem þetta fólk skrifaði í Þjóðviljann og sambærileg blöð erlendis þar sem lof var borið á Ortega og byssu- menn hans, alþýðudómstólana, þjóðnýtinguna og afsakanir hafðar í frammi fyrir afnámi lýðréttinda og ofsóknir gegn minnihlutahópum (s.s. indíánum). Væri við hæfi að einhver dræi þessi skrif fram í dagsljósið nú þegar við blasir al- gjört skipbrot hinnar sósíalísku efnahags- og þjóðfélagsstefnu. Hitt er svo umhugsunarefni hvemig sagan virðist endurtaka sig í sífellu. Skrifin um Nicaragua á síðasta áratug minna óneitanlega á ferðasögur sósíalista frá Sovét- ríkjunum á þriðja og fjórða ára- tugnum. Hæfileiki manna til að horfa framhjá óþægilegum stað- reyndum og viljinn til að láta sann- færast er næsta ótrúlegur. Voru að einangrast Örlög sósíahsmans í Nicaragua vom ráðin í lýðræðislegum kosn- ingum, hinum fyrstu sinnar teg- undar í landinu frá byltingunni 1979. (Kosningarnar í landinu 1984 eru almennt taldar hafa verið sjón- leikur enda tóku helstu flokkar stjómarandstæðinga ekki þátt í þeim). Ákvörðun sósíahsta að heimila kosningar og yfirlýsing Ortega um að hann virðí niðurstöð- umar er fagnaðarefni. Vonandi er að byssumennimir við hlið hans séu sama sinnis og reyni ekki að ræna völdum eins og ýmsir óttast. KjáUaiinn Guðmundur Magnússon sagnfræðingur Augljóst er hins vegar að stjórn Ortega átti ekki annars úrkosti en að fallast á frjálsar kosningar. Ella hætti hún á að tapa völdum í hend- ur skæruliöa eða horfa upp á al- gjört hmn efnahagskerfisins og einangrun á alþjóðavettvangi vegna atburðanna í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu. Sósíahstar töldu sig eiga sigur vísan eftir að hafa beitt ríkisvaldinu ótæpilega í kosningabaráttunni og ófrægt keppinauta sína skipulega. Þar misreiknuðu þeir sig herfllega. Athyglisvert er einnig að skoð- anakannanir bentu til þess að þeir myndu sigra. Má áreiðanlega hafa það til marks um almennan ótta- fólks við valdhafana hvernig það svaraði spyrlunum þvert um hug sinn. Kúba fellur næst Ástæða er til að ætla að þess verði ekki langt að bíða að sósíalisminn hði einnig undir lok á Kúbu. Þar hefur marxistinn Fídel Castró stjómað með harðri hendi í þrjá áratugi með þeim afleiðingum að óvíða í Rómönsku Ameríku er meiri eymd og almennari skortur á lýðréttindum. Efnahagskerfið á Kúbu dugir ekki til að brauðfæða landsmenn og án umfangsmikillar aðstoðar Sovétríkjanna væri þar að líkind- um almenn hungursneyð. Nú eru Sovétmenn að draga úr efnahags- aðstoðinni. Castró hefur lýst því yfir af því tilefni að almenningur komist af með helmingi minni mat- arskammt en hann notar nú. Það verður sannarlega ekki af dýrð sós- íahsmans skafið! Castró getur huggað sig við það að þótt hann eigi ekki lengur stuðn- ing Gorbatsjovs yísan á hann enn hauka í horni á íslandi. Tímaritið Réttur sem Einar Olgeirsson, Svav- r Gestsson ráðherra og félagar gefa út til að boða sósíahsma og þjóð- frelsi, helgaði 30 ára afmæli bylt- ingarinnar á Kúbu heilt hefti fyrir tæpum tveimur árum (4/1988). Þar er að finna margs konar rétt- lætingu fyrir eymdinni á Kúbu og skortinum á lýðræði. Allir sem kynnast vilja hugarheimi íslenskra sósíalista og „þjóðfélagshugsjón" þeirra ættu að verða sér úti um þetta rit og lesa það spjaldanna á mihi. Guðmundur Magnússon Sigurvegari kosninganna í Nicaragua, Violeta Chamorro, sést hér tala á síðasta degi kosningabaráttunnar. „Skrifin um Nicaragua á síðasta áratug minna óneitanlega á ferðasögur sósíal- ista frá Sovétríkjunum á þriðja og fjórða áratugnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.