Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Side 15
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990.
15
Finnland:
Harðnar í ári eftir langt góðæri
Undanfarin 12 ár hafa lífskjör
batnað verulega í Finnlandi. Þessi
rúmi áratugur er sá besti í gerv-
allri sögu finnsku þjóðarinnar.
Þjóðin, sem tapaði stríðinu, varð
að borga miklar stríðsskaðabætur
fyrir að standa uppi í hárinu á stór-
veldi, vann frelsi sitt, viðhélt þjóð-
skipulagi sínu og efldi lýðræði
heima fyrir. - Þjóðarframleiðslan
undanfarin 12 ár hefur aukist um
samtals 56 af hundraði, eða um rúm
4,5% á ári.
Núerballið búið
Undirstaða finnskrar þjóðar-
framleiðslu er skógariðnaðurinn,
en fast á hæla honum kemur
málmiðnaður. En þegar skógariðn-
aðarframleiðslan framleiðir fyrir 1
milljón marka þá eru margföldun-
aráhrifm 2,2 sinnum meiri á móti
1,8 í málmiðnaði.
Innflutningur vegna pappírs- og
tréiðnaðarframleiöslunnar er 16%
á móti 30% í málmiðnaði.
Hagur skógariðnaðarins segir
líka til um væntanlega þróun en
undanfarið hefur dregið úr fram-
leiðslu á pappírs- og tréiðnaðarvör-
um sem er vísbending um versn-
andi árferði.
Þetta kemur fram i nýlegri skýrslu
Olavi E. Niitano, hagstofustjóra
Finnlands, sem birtist nýlega.
1989 jókst þjóðarframleiðslan um
5% og nam um 1,2 millj. ÍKR á
mann. En nú er sem sagt balliö
búið. Framundan eru erfiðir tímar
KjaUarinn
Borgþór S. Kjærnested
fréttamaður
þeirra Finna. Menn velta því fyrir
sér hvort efnahagslegt hrun
Comecon-landanna muni valda
efnahagskerfi Vesturlanda erfið-
leikum eða verða hvati að öflugri
efnahagsþróun almennt í heimin-
um.
Harðnandi samkeppni
Finnar eru hins vegar mjög ugg-
andi um sinn hag um þessar mund-
ir vegna atburðanna í Austur-
Evrópu. Ef menn líta á landakortið
þá sjá menn skýrt hvernig Finn-
land í raun hefur einangrast frá
allri Evrópu árið 1945, þegar Pól-
land og hálft Þýskaland lenti aust-
an járntjalds. Leiðin vestur lá um
Svíþjóð, áður höfðu samskipti
Finna við Mið- og Suður-Evrópu
legið um Pólland og Þýskaland, svo
að ekki sé nú minnst á hin nánu
samskipti sem ríktu miíh Eistlands
og Finnlands fyrir stríð.
Við þetta bættist svo samningur
við Sovétríkin 1948 um vináttu,
samvinnu og gagnkvæma aðstoð
ef „Þýskaland eða bandamann
þess“ ógnuðu öryggi Sovétríkjanna
um fmnskt landsvæði.
Finnar aðlöguðu sig nýjum að-
stæðum, gerðu ábatasama við-
skiptasamninga við gervalla Aust-
ur-Evrópu, fyrst og fremst viö Sov-
étríkin, og gerðu samstarfssamn-
ing við Comecon 1973.
Glasnost og perestrojka Gor-
batsjovs hefur sett verulegt strik í
reikninginn. Áður sömdu Finnar
beint við einn aðila í Moskvu um
t.d. kaup á einu stykki borg í Aust-
ur-Kirjálum eða byggingu nokk-
urra pappírsverksmiðja, hótela í
Tallinn í Eistlandi eða hvað það nú
var hverju sinni sem Sovétmenn
vanhagaði um, samkvæmt nýjustu
fimm ára áætlun.
Nú verður hins vegar að ræða við
marga aðila, engin miðstýring hins
pólitíska og viðskiptalega valds er
lengur til staðar og við þetta bætist
svo harðnandi samkeppni Finna
við aðra hagsmunaaðila svo sem
V-Þjóðveija, Frakka, Breta og Svía,
sem eru reiðubúnir að bjóða Sovét-
mönnum hagstæðari kjör en
Finnar hafa þurft að sætta sig við
fram til þessa.
Halli á ferðaþjónustu
Þessi þróun getur orðið til að
draga verulega úr markaðshlut-
deild Finna í Sovétríkjunum. Á
sama tíma er ekki talið sennilegt
að Finnland sæki um beina inn-
göngu í EB, sem á hinn bóginn
gæti haft í fór með sér erfiðari sam-
keppnisaðstæður finnskrar fram-
leiðslu og iðnaðarvara á mörkuð-
um Vestur-Evrópu.
Það kemur fram í skýrslu þjóð-
hagstofustjórans Nhtamo að drif-
fjöður finnsks efnahágslífs hefur
verið mikil fjárfesting og útflutn-
ingur. 1989 jókst fjárfesting um
12,6% og var 27% af þjóðarfram-
leiðslu en það er hæsta hlutfall frá
1977.
Útflutningur jókst um 1,7%, inn-
flutningur um 9,6% og neyslan um
3,8%. Þjónustugreinarnar eru nú
hér um bil 2/3 heildarframleiðsl-
unnar, en frá 1980 hefur vörufram-
leiöslan aukist um 25% en þjón-
ustugreinarnar um 45%. Atvinnu-
leysið fór niður í 3,5% og verðbólga
var 5,6%, en það er 2 prósentustig-
um hærra en meðaltal OECD-ríkja.
Neyslan jókst ekki jafnmikið og
undanfarin ár og fólk virðist hafa
haft meiri tilhneigingu til sparnað-
ar, sem þó nam aðeins 0,8% ráð-
stöfunartekna. Fólk sparaði fyrst
og fremst th aö greiða niður lán sín.
Heldur dró úr áhuga fólks að fjár-
festa í dýrum vörum, hins vegar
höfðu menn sama áhuga á ferða-
lögum og áöur, enda var hallinn á
ferðaþjónustunni um 60 milljarðar
ÍKR (4,5 mhljarðar FIM).
Tekjur heimilanna jukust um 5%
að meðaltali og um 8% þjóðartekna
var varið til íbúðabygginga sem er
hæsta hlutfah á Norðurlöndum.
Þjóðartekjur jukust um 12% og
hlutfall skatta á þjóðarframleiðslu
var 37,4% en var 37,6% árið 1988.
Borgþór S. Kjærnested
„Áður sömdu Finnar beint við einn
aðila í Moskvu um t.d. kaup á einu
stykki borg 1 Austur-Kirjálum eða
byggingu nokkurra pappírsverk-
smiðja.... - Nú verður hins vegar að
ræða við marga aðila.“
Kúgun verkalýðsins
Síöastliðnar vikur hef ég mikið
verið að velta fyrir mér hvaða hlut-
verk hagsmunir verka- og iðnaðar-
fólks raunverulega spila í kjara-
samningaviðræðum.
Um hvað eru fuhtr úar verkalýðs-
ins að hugsa meðan þeir semja fyr-
ir okkur? Reyna þeir að setja sig í
fótspor fjölskyldumanns sem hefur
40 þús. kr. á mánuði í laun eða Uta
þeir á láglaunafólk sem „abstrakt"
stærðfræði, vandamál sem einhver
hagfræðingur getur leyst með því
að blína á tölvuskjá?
Hvers vegna?
Þegar Ásmundur Stefánsson var
að semja um þessa frægu núlllausn
hefur hann líklega fengið augn-
verki af tölvuglápi en hann stein-
gleymdi að setja verkafólk í for-
ritið. Kannske er þetta skiljanlegt.
Hagfræðingur með 500 þús. kr. á
mánuði er á allt öðru plani en
verkamaöur með 40 þús. kr. Ás-
mundur hefur ekki hæfileika til að
semja frá sjónarmiði réttlætisins
sem verkamaöur. Er ég svo mikið
úr snertingu við alla sem tóku þátt
í kjarasamningaviðræðunum að ég
man ekki hvort samningarnir voru
undirritaðir í Karphúsinu eða í
„The Twhight Zone“ (í ljósaskipt-
unum).
Það væri mjög alvarlegt ef full-
trúar Alþýðusambands íslands
væru svona úr snertingu við raun-
veruleikann og kæmu þess vegna
fram með samninga sem settir
væru saman fyrir skilningsleysi á
þörfum láglaunafólks. Ég held hins
vegar að málið sé miklu alvarlegra.
Auðvitað vita forystumenn ASI að
fólk getur ekki lifað af launum sín-
um og að mínu áhti er það fyrir
utan hagsmunaramma þeirra að
breyta hlutunum.
„Hlutverk ASÍ er að hafa forystu
í stéttarbaráttu og félagsstarfsemi
alþýðunnar á íslandi," segir meðal
annars í lögum samhandsins. Það
hefur greinhega eitthvað farið úr
KjaUarirm
Þórarinn Víkingur
fiskvinnsluverkamaður
skorðum varðandi þetta hlutverk.
Þá spyr maður. „Hvert er for-
gangshlutverk Alþýðusambands
Islands?“
Að mínu áliti er forgangshlut-
verk ASÍ að halda sjálfu sér lifandi
og að réttlæta eigin tilveru með
gagnslausum samningum á nokk-
urra mánaða fresti, þ.e.a.s. gagns-
lausum samningum fyrir þá sem
ASÍ segist vera að semja fyrir.
Frá því að ASÍ var af verkamönn-
um stofnað 1916 með þaö göfuga
markmið í huga að bæta lífskjör
verkafólks á Islandi hefur þetta
samband smám saman þróast í
risastóra óseðjandi blóðsugu með
60 þúsund blóðgjafa. Verkalýðs-
félögin eru vígtennurnar.
Ef ég skyldi nú vera að fara með
rangt mál og forgangshlutverk ASÍ
sé eins og segir í lögum sambands-
ins hvers vegna erum við þá:
1. af öUum vestrænum lýðræðis-
þjóðum með lægstu launin og
lægstu kaupmátt?
2. með lengstu vinnuviku í heimi?
3. svo hla stödd að tvær fyrirvinnur
eru lífsnauðsynlegar fyrir flest-
ar fjölskyldur?
Þvingað til að vera með
Við erum líka með annað heims-
met sem er einkennileg mótsögn
miðað við þessi bágu Ufskjör. Hlut-
faUslega erum við íslendingar með
mesta þátttöku í verkalýðsfélögum
í heimi eða 90% af öllu vinnandi
fólki í landinu.
Af hverju skyldi þessi þátttaka
vera svona mikh? Er það af ást og
trausti verkalýðsins á verkalýðs-
foringjum eða er fólk hreinlega
þvingað til að vera meö til þess aö
verkalýðshreyfingin geti hahað inn
félagsgjöld af sem flestum á vinnu-
markaðnum?
Fyrir skömmu ákvað ég að fá
svar viö þessari spumingu frá
Verkamannafélaginu Dagsbrún
sem ég greiði félagsgjöld th. Ég
skrifaði því úrsagnarbréf sem var
á þessa leið:
„Ég, Þórarinn Víkingur, hef hér
með ákveðið að segja upp aðhd
minni að Verkamannafélaginu
Dagsbrún. Þessi uppsögn gildir frá
deginum í dag, þann 18. janúar
1990. Ástæðan fyrir þessari upp-
sögn er sú að ég trúi því að verka-
lýðsfélög á íslandi vinni ekki leng-
ur í þágu verkafólks. Launaseðhl-
inn minn staðfestir þessa trú.
Kjarasamningaviðræður eru
ekkert annað en sirkus th að telja
fólki trú um að „verkalýðsforingj-
ar“ séu að vinna við að bæta hag
verkafólks. Dagsbrún hefur hér
með enga heimhd til að draga fé-
lagsgjöld af launum mínum.“
Eg afhenti varaformanni Dags-
brúnar, Halldóri Björnssyni, þetta
bréf þann 19. janúar. Hann las bréf-
ið og svaraöi mér, orðrétt:
„Þú getur alveg hætt í Dagsbrún
ef þú vilt en þú missir öh réttindi
og þú verður að halda áfram að
borga félagsgjöld eins og allir aðrir.
Ef þér Ukar það ekki þá skalt þú
bara fara í mál við okkur"!
Skrýtið þjóðfélag
Ennþá borga ég félagsgjöld vegna
þess að Dagsbrún hefur löglega
heimild til að fjárkúga mig. Ég hef
ekki spurt nánar um hvers konar
réttindi það eru sem ég hef tapað.
En mér finnst það skrítið þjóðfélag
þar sem verkalýðsfélög úthluta
einhverjum réttindum fyrir gjald
sem fólk er þvingaö th að horga en
svo missir maður þessi réttindi fyr-
ir að fara á móti kerfi sem er rotið
inn að beini en þarf samt að borga
gjaldiö áfram.
Að verkalýðsfélögin geti stundað
svona kúgun löglega sýnir glöggt
hve bhaö þetta þjóðfélag er í raun-
inni orðið. Og rætumar má rekja
beint inn í hjarta þjóðfélagsins,
Alþingi. AUir valdastólar landsins,
bæði í stjórnmálum og verkalýös-
hreyfmgunni, eru orðnir svo gegn-
sósa af eiginhagsmunadýrkun og
valdagræögi að félagslega og and-
lega er hinn dæmigerði duglegi ís-
lendingur kominn í kaf í saur þess-
ara valda.
Þessi lýðræðislegi réttur okkar
sem kallast „kosningar" skiptir
engu máh lengur (kannske var 17.
júní, 1944 ,,aprílgabb“); sömu
mennirnir halda í völdin en þeir
skipta bara um stóla og áfram
vernsar ástandið.
Ár eftir ár heyrum við sömu
lygina endurtekna, menn ihaldsins
kenna vinstri mönnum um allt sem
fer úrskeiðis og vinstri menn
kenna íhaldinu um það sama. En
flestir af þessum mönnum eru í
sama neðai\jarðarstjórnmálaflokki
og sá flokkur heitir Græðgi.
Fjölmiðlar hafa undanfarið fiall-
að mikið um að „uppgjör fortíöar-
innar“ sé nauðsynlegt fyrir vinstri
flokkana. Það þarf meira en upp-
gjör, það þarf uppskurð, ekki að-
eins fyrir vinstri flokkana heldur
allt stjórnmálakerfið og verkalýðs-
hreyfinguna, th að fiarlægja aUt
meinið sem er hratt að drepa þetta
þjóðfélag.
Taka þarf nokkra menn og flestir
vita hveijir þessir menn eru og
senda þá út í póUtíska eyðimörk
þar sem þeir fá aldrei að ráöa yfir
neinu stærra en sínu eigin salerni.
Mig langar að lokum að vitna hér
í grein sem kona ein sendi Velvak-
anda Mbl. og birtist þann 13. febrú-
ar sl. Konan, sem er örorkuþegi,
vitnaði í BibUuna máU sínu til
stuðnings:
„Málefni mimaðarleysingjans,
það taka þeir ekki að sér.'th þess
að bera það fram til sigurs, og þeir
reka ekki réttar fátæklinganna.
Með lýgi, en eigi með sannleika
hafa þeir náð völdum í landinu: því
frá einni vonskunni ganga þeir til
annairar...
... Óttalegt og hryllhegt er það
er við ber í landinu!"
Já, við þurfum að hreinsa til stór-
kostlega og svo þurfum við að end-
urbyggja. En th þess þarf fólk sem
ræður yfir eiginleikum sem ekki
hafa sést í íslenskri póUtík í mörg,
mörg ár. Þessir eiginleikar eru
heiðarleiki, hugrekki og vit. Hvar
er þetta fólk?
Þórarinn Víkingur
„Fyrir skömmu ákvað ég að fá svar við
þessari spurningu frá Verkamannafé-
laginu Dagsbrún sem ég greiði félags-
gjöld til. Eg skrifaði því úrsagnarbréf.“