Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Page 16
16
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990.
Iþróttir
Sportstúfar
Nokkrir leikir fóru fram
í fyrrinótt í NBA-deild-
inni í körfuknattleik.
Meistaramir í Detroit
léku á heimavelli gegn Houston og
náðu að knýja fram sigur eftir fram-
lengdan leik. Úrslit í leikjunum urðu
þessi:
New York-Dallas..........110-87
Orlando-Charlotte.......115-109
Detroit-Houston.........106-102
Indiana-New Jersey......118-113
Minnesota-Washington.....104-88
Chicago-Milwaukee........106-96
Phoenix-Denver..........120-101
Portland-Cleveland......118-105
LA Clippers-Seattle......103-99
Úrslit á mánudagskvöidið:
Sacramento-SA Spurs.......96-105
Atlanta-Miami...........123-114
76ers-Orlando............129-110
Reykjarvíkurmótið
í knattspyrnu
Reykjarvíkurmótið í meistaraflokki
karla í knattspymu hefst þriðjudag-
inn 13. mars meö leik ÍR og KR. Leik-
ið er í tveimur riðlum. í A-riðli leika
ÍR, KR, Fylkir, Leiknir og Víkingur.
í B-riðli Fram, Þróttur, Valur og
Ármann. Allir leikirnir fara fram á
gervigrasvellinum í Laugardal og
lýkur mótinu meö úrslitaleik sunnu-
daginn 13. maí.
Heimsmet í 1500 m hlaupi
hjá Bretanum Elliot
Brétinn Peter Elliot setti
í fyrrakvöld heimsmet í
1500 m hlaupi innanhúss
á alþjóðlegu móti í Sevilla
á Spáni. Elliot hljóp 1500 metrana á
tímanum 3:24,21 mín. og bætti þar
meö heimsmet Marcus O’Sullivan
frá írlandi sem sett var fyrir rúmu
ári.
Ármann vígir
fimleikagryfju
Glímufélagið Ármann mun taka
formlega í notkun glæsilega fim-
leikagryfju í félgsheimili sínu við
Sigtún á laugardaginn. í því tilefni
verður sérstök opnunarhátíð þar
sem fimleikafólk úr Ármanni sýnir
hvemig nýta megi gryfjuna til aö
auka hæfni sina. Hátíðin hefst kl. 11
og stendur til 11.40. Eftir það verður
húsið opið fram eftir degi þar sem
öllum er boðið að koma og prófa
nýju gryfjuna.
Frestað án vitundar
Keflvíkinga
Eins og fram kom í DV á
mánudaginn var leikur
Keflavíkur og Selfoss í 2.
deild kvenna í hand-
knattleik, sem fram átti að fara á
laugardaginn, flautaður af þegar
Selfossstúlkurnar voru ekki mættar
til leiks. Selfyssingar höfðu samband
við blaðið og sögðu að þeir hefðu
fengið leiknum frestað en HSÍ hefði
hins vegar láðst að tilkynna Keflvík-
ingum það! Leikurinn fer því vænt-
anlega fram síðar en Selfoss hefur
þegar tryggt sér sæti í 1. deild
kvenna næsta vetur eins og áður
hefur verið sagt frá.
Ævar til Keflavíkur
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
Keflvíkingum hefur bor-
ist góður liðsstyrkur fyrir
2. deildar keppnina í
knattspymu í sumar.
Ævar Finnsson, einn besti leikmað-
ur Reynis í Sandgerði mörg undan-
farin ár, hefur ákveðið að leika með
þeim en Ævar er öflugur vamar-
maður sem gæti komið Keflavíkur-
liöinu að góöum notum.
Haukarhefndu *
ófaranna
Haukar sigruðu á mánudagskvöldið
b-Iið FH í bikarkeppni karia í hand-
knattleik með 19 mörkum gegn 17
og tryggðu sér þátttökurétt í 16 liða
úrslitum keppninnar. Keflavík er
einnig komið þangað eftir sigur á
b-liöi KR, 26-31, og Ármann, sem
vann Ármann-b, 37-22, í gærkvöldi.
í 3. deild karla tapaði Reynir fyrir
b-liöi Gróttu, 26-29, Ögri tapaði fyrir
ÍH, 27-34, og ÍS vann b-lið Hauka,
28-25. í 2. deild kvenna vann Aftur-
elding sigur á ÍR, 22-24.
Golfnámskeið á
vegum Keilis
Golfklúbburinn Keilir í
Hafnarfirði hefur ákveö-
ið að bjóða golfáhuga-
mönnum upp á golfnám-
skeið öll kvöld og helgar í áhalda-
húsi klúbbsins en þar er verið að
koma upp góðri aðstöðu til inniaef-
inga. Leiðbeinandi verður Amar
Már Ólafsson. Tíma þarf aö panta
með góðum fyrirvara í síma 652895
eða 53360. Aðkoma að áhaldahúsinu
er inn afleggjarann að Sædýrasafn-
inu.
Lyftingalandsliðið
farið til Möltu
Landslið íslands í lyfting-
um hélt í morgun til
Möltu þar sem þaö keppir
á Evröpumóti smáþjóða
um helgina. Liðið skipa fimm öflugir
kappar, KR-ingamir Guðmundur
Helgason, Ingvar Ingvarsson og
Baldur Borgþórsson, Tryggvi Heim-
isson frá Akureyri og Guömundur
Sigurðsson úr ÍR.
Georgíuliðin hætt
í sovésku 1. deildinni
Tvö sovésk 1. deildar lið í knatt-
spyrnu, Dinamo Tiblisi og Guria
Lanchkhuti, eru hætt í deildinni og
ætla í staðinn að taka þátt i meist-
arakeppni sovéska lýðveldisins Ge-
orgiu. Tiblisi er eitt þekktasta félag
Sovétríkjanna og varö til dæmis
Evrópumeistari bikarhafa áriö 1981.
Sigurður brást
á örlagastundu
Þórarmn Sigurðsson, DV, V-Þýskalandi:
Vítakast, sem Sigurður Sveinsson
brenndi af á lokasekúndunum, kost-
aði Dortmund stig gegn Hameln í 2.
deildinni í handknattleik á sunnu-
daginn. Hameln vann, 17-16, í frá-
bærum leik en Siguröur var í aðal-
hlutverki hjá Dortmund og skoraði
8 mörk. Hann er markahæstur í
norðurriðli deildarinnar með 124
mörk í 20 leikjum. Bjarni Guð-
mundsson skoraði 2 mörk fyrir
Wanne Eickel sem tapaði, 27-24, fyr-
ir Kiel í úrvalsdeildinni.
Körfuboltahátíð
í Keflavík
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum:
Fjölbrautaskóli Suðumesja gengst
fyrir körfuboltahátíð í íþróttahúsinu
í Keflavík á morgun, fostudag, og
hefst hún kl. 14. Erlendu leikmenn-
irnir á Suðurnesjum, með Tommy
Lee úr ÍR og Axel Nikulásson úr KR
sér við hlið, leika við lið Fjölbrauta-
skólans sem er aö mestu skipað úr-
valsdeildarleikmönnum. í hálfleik
verður troöslukeppni, súmóglíma og
knattspymuleikur milli Stjörnuliðs
Ómars Ragnarssonar og bandarísku
körfuboltamannanna.
Frakkar lögðu
Vestur-Þjóðverja
Frakkar sigruðu Vestur-Þjóðverja,
2-1, í vináttulandsleik í knattspymu
sem háður var í Montpellier í gær-
kvöldi. Andreas Möller skoraði fyrst
fyrir Þjóðverja en Jean-Pierre Papin
og Eric Cantona tryggðu Frökkum
sætan sigur.
Jafnt á Ítalíu
Juventus og AC Milan gerðu marka-
laust jafntefli í fyrri úrslitaleik lið-
anna í ítölsku bikarkeppninni í
knattspymu í gærkvöldi. Frank Rij-
kaard, hollenski landsliðsmaðurinn
hjá AC Milan, var rekinn af velli.
Leikið var á heimaveUi Juventus í
Torino en seinni leikurinn fer fram
í Milano þann 25. apríl.
Árshátíð KR
Árshátíð KR-inga verður haldin í
Átthagasal Hótel Sögu á laugardags-
kvöldið. Húsið opnar kl. 19 en borð-
hald hefst klukkustund síðar.
Stórsigur Newcastle
Newcastle styrkti stöðu sína í topp-
baráttu ensku 2. deildarinnar í
knattspymu í gærkvöldi með 3-0
sigri á Boumemouth. Brighton sigr-
aöi Middlesboro, 1-0.
Jafnt hjá St. Mirren
Guðmundur Torfason og félagar í
St. Mirren gerðu jafntefli, 1-1, við
Clydebank i skosku bikarkeppninni
í gærkvöldi. St. Mirren skoraði mín-
útu fyrir leikslok en Clydebank jafn-
aði 30 sekúndum síðar! Guðmundur
var atkvæöamikill í sókn St. Mirren
en náði ekki að skora. Liðin leika
að nýju í Clydebank á mánudag.
„Stórkostlegt í
síðari hálfleik“
- þegar Spánverjar skelltu Júgóslövum
Jón Kristján Sigurðsson, DV, Zlín:
„Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik
og þá voru Júgóslavar mun betri. í
síðari hálfleik tókst mínum mönnum
vel upp og sýndu þeir þá stórkostleg-
an leik,“ sagði Javier Cuesta, þjálfari
spánska landsliðsins, eftir leik Spán-
ar og Júgóslavíu hér í Zlín í gær-
kvöldi en Spánverjar sigruðu þá
heimsmeistara Júgóslava með 18
mörkum gegn 17.
„Við erum farnir að byggja upp
nýtt lið fyrir ólympíuleikana í Barc-
elona árið 1992 og stefnum á stóra
hluti þá. Ekki veit ég hvort við náum
upp svona góðum leik aftur gegn ís-
lendingum. Sá leikur verður örugg-
lega jafn og spennandi," sagði Javier
Cuesta í samtali við DV.
„Mjög niðurdreginn“
„Ég er mjög niðurdreginn eftir þessi
úrslit og þau eru mikið áfall fyrir
mig. Mér fannst rauða spjaldið sem
Isaakovic fékk vera mjög harður
dómur. Ég reyndi nýja leikmenn í
undirbúningi fyrir þessa keppni en
þeir stóöu sig ekki vel. Að auki er
mjög slæmt fyrir okkur að margir
leikmenn landsliðsins leika utan
Júgóslavíu. Af þeim sökum vantar
liðið meiri samæfingu," sagði Jez-
demir Stankovic, þjálfari júgóslav-
neska liðsins, eftir tapið gegn Spáni.
Besti árangur Spánar
er 5. sætið í Sviss
Spánverjar, andstæðingar íslend-
inga í Zlín í kvöld, eru tiltölulega
nýbyrjaðir að gera sig breiða á al-
þjóðavettvangi í handknattleik. Þeir
náðu verulegum árangri í fyrsta
skipti þegar þeir höfnuðu í 5. sæti á
ólympíuleikunum í Moskvu 1980, og
í Sviss 1986 náðu þeir sínum besta
árangri í heimsmeistarakeppni,
tryggðu sér 5. sætið eftir sigur á ís-
lendingum, 24-22.
Spánveijar voru fyrst með í heims-
meistarakeppninni í Austur-Þýska-
landi árið 1958. Þeir töpuðu með gíf-
urlegum mun fyrir Svíum og Pólverj-
um en náðu að sigra Finna og höfn-
uðu í 12. sæti.
Eftir það komust þeir ekki í loka-
keppnina fyrr en 1974. Þeir urðu þá
neðstir í sínum riðh og höfnuðu í 13.
sæti. Árið 1978 náðu þeir 10. sætinu,
1982 urðu þeir áttundu og loks í 5.
sætinu í Sviss 1986.
Á ólympíuleikum urðu þeir 15. árið
1972, fimmtu árið 1980, og 1984 höfn-
uðu þeir í 8. sætinu.
-VS
HM-stúfar frá Tékkó
Jón Kristján Sigurðsson, DV, Zlín:
OPEL, vestur-þýsku bíla-
verksmiðjurnar, eru aðal-
styrktaraðilar heims-
meistarakeppninnar í
Tékkóslóvakíu. Á fundi með forráöa-
mönnum liðanna í gærmorgun var
ákveðið að hvert lið í keppninni yrði
með auglýsingu fyrirtækisins á baki
búninganna. Þegar Kúbumenn
heyrðu þessa ákvörðun kom ekki til
greina af þeira hálfu að bera merki
OPEL á bakinu. Skýringin sem þeir
gáfu var að þetta samræmdist ekki
reglum í landi þeirra. Eftir málþóf
var gengið að kröfu Kúbumanna, en
þeir höíðu uppi hugmyndir að mæta
ekki í leikinn gegn íslendingum ef
þeir hefðu þurft að vera með auglýs-
inguna á bakinu.
Átta manna sendinefnd
ermætttilZlín
Átta manna sendinefnd frá borginni
Granollers á Spáni er hér í Zlín. Til-
gangur ferðarinnar er að kynna sér
framkvæmd keppninnar hér í
Tékkóslóvakíu en á ólympíuleikun-
um í Barcelona 1992 fer handknatt-
leikskeppnin fram í Granollers sem
er skammt fyrir utan Barcelona.
Verið er að byggja stóra íþróttahöll
sem á að rúma 7000 áhorfendur í
sæti.
Mikilláhugi forsetans
á íslendingum
Forseti Granollers er yfir sig ánægð-
ur með íslendingana, Geir Sveinsson
og Atla Hilmarsson, sem leika með
Granollers. Forseti félagsins sagði að
það væri stefna félagsins í framtíð-
inni að hafa tvo íslenska leikmenn
hjá félaginu. íslendingar væru góðir
í handknattleik og enn fremur í öll-
um samskiptum.
Bjarki bestur
gegn Kúbumönnum
Bjarki Sigurðsson var útnefndur
besti leikmaður íslenska liðsins eftir
leikinn gegn Kúbu af sérstakri dóm-
nefnd. Duranona var valinn besti
leikmaður kúbanska liðsins.
Þeir spænsku trylltust
Spænskir blaðamenn hlupu inn á
völlinn þegar flautað var til leiksloka
í leik Spánveria og Júgóslava í gær-
kvöldi. gleði þeirra var slík að þeir
kysstu og fóðmuðu leikmenn
spánska liðsins en 26 spánskir blaða-
menn fylgjast með keppninni hér í
Zlín.
A-riðill:
Ungverjaland-Frakkland.....(9-7) 19-18
U: Marosi 7/2, lvancsik 4/1, Lehel 3.
F: Debureau 6, Mabe 4/4.
Svíþjóð-Alsír............(11-8) 20-19
S: Carlén 7, B. Jilsen 4/4, Wislander 3.
A: Belhocine 9/5, Bendjemil 3, Bouanik 3.
í dag mætast Alsír-Ungverjaland og
Frakkland-Svíþjóö.
B-riðill:
Rúmenia-Suður-Kórea......(12-12) 26-24
Sviss-Tékkóslóvakía.......(6-4) 13-12
í dag ieika Svíss-Suður-Kórea og Rúmen-
ía-Tékkóslóvakía.
C-riðill:
Spánn-Júgóslavía..........(6-9) 18-17
S: Cabanas 5, Altones 4, Melo 3.
J: Smalagic 6, Vujovic 3, Portner 3.
Ísland-Kúba..............(17-8) 27-23
í: Bjarki 6, Kristján 6, Guðmundur 4. /
_ K: Duranona 7/3, Suarez 6.
í dag leika Kúba-Júgóslavía og ísland-
Spánn.
D-riðill:
Sovétríkin-Pólland.......(13-9) 26-21
Austur-Þýskaland-Japan....(18-7) 26-22
í dag leika Japan-Sovétríkin og Pólland-
Austur-Þýskaland.
HM-stúfar
frá Tékkó
Jón Kristján Sigurðsson, DV, Zlín:
Spánverjar, sem mæta íslendingum
kvöld, eru með blöndu af ungum og
reyndum leikmönnum í sínum hópi.
Sex koma úr 21 árs landsliðinu sem lék
í heimsmeistarakeppninni í þeim aldursflokki á
Spáni 1989. Fimm þeirra leika með Granollers,
sama félagi og Geir Sveinsson, línumaður í ís-
lenska liðinu, leikur með.
Svipað lið Júgóslava
Júgóslavar, sem eru núverandi heimsmeistarar,
tefla nánast fram óbreyttu liði frá því í heims-
meistarakeppninni í Sviss fyrir fjórum árum.
Aðeins tveir sem þá voru með eru ekki í hópnum
hér í Tékkóslóvakíu. Það eru þeir Holmertz og
Mrkonja. Mile Isaakovic er leikjahæstur, hefur
spilað 190 landsleiki. Jovica Cvetkovic á reyndar
við meiðsli að stríða en er samt á leikmannalist-
anum.
Kovacs fékk leyfi
Ungverski landshðsmaðurinn Peter Kovacs átti
í hinu mesta basli með að fá sig lausan til að leika
með ungverska hðinu hér í Tékkóslóvakíu en
hann leikur með vestur-þýska liðinu Grosswald-
stadt. Að endingu gaf hð hans sig þó og hann lék
með Ungverjum í gærkvöldi er Ungverjar unnu
eins marks sigur á Frökkum, 19-18.
Mikil meiðsli hrjá
bestu Júgóslavana
Þjálfari júgóslavneska hðsins var ekki bjartsýnn
á að Slavko Portner og Veselin Vujovic myndu
leika gegn Kúbu í kvöld. Þeir eiga báðir við
meiðsli að stríða eftir leikinn gegn Spánverjum.
Þetta eru tveir af sterkustu leikmönnum liðsins.
Portner er með sködduð krossbönd og Vujovic
er slæmur í hné.
Leikið við Lúxemborg
knattspymulandsleikur í Lúxemborg 28. mars
Nú hefur veriö ákveðiö að íslenska
landshðið í knattspyrnu leiki landsleik
gegn Lúxemborg 28. mars og verður
leikurinn háður ytra.
„Þaö er njjög mikilvægt fyrir okkur
að spila sem flesta leiki og því er þessi
leikur gegn Lúxemborg mjög kærkom-
inn,“ sagði Eggert Magnússon, for-
maður Knattspyrnusambands íslands,
i samtali við DV.
„Það er ljóst aö við höfum aðgang
að öhum okkar bestu knattspyrnu-
mönnum sem leika erlendis því þenn-
an sama dag eru margir landsleikir á
dagskrá hjá þeim þjóðum sem eru aö
undirbúa lið sín fyrir heimsmeistara-
keppnina í sumar. Bo Johansson
landsliðsþjálfari mun koma til lands-
ins 10. mars og fljótlega eftir það ætti
að skýrast hvemig landshðshópurinn
mun hta út. Hvað varðar ferðina til
Bandarikjanna þá er Ijóst aö við mun-
um leika einn leik gegn Bandaríkja-
mönnum 8. apríl en viö erum að vinna
í því að útvega annan leik og þá gegn
landsliði Bermúda,” sagöi Eggert
-GH
FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990. 25
pv íþróttii
• Alfreð Gíslason reynir að brjóta sér leið i gegnum kúbönsku vörnina i gærkvöldi en stórskytturnar Julian Duran-
ona (13) og Daniel Robert Suarez eru til varnar. Símamynd Ceteka/Reuter
Sigurinn var í
höfn f lefkMéi
, . N
- þegar ísland vann Kúbu, 27-23,1 fyrsta leik A-keppninnar
Sagt eftir leikinn við Kúbu:
Feginn að
þessi er
afstaðinn
- sagði Bogdan Kowalczyk
Jón Kristján Sigurösson, DV, Zlín:
íslenska landsliðið í handknattleik
steig mikilvægt skref hér á HM í gær
er það sigraði landslið Kúbu. Loka-
tölur urðu 27-23, eftir að íslenska lið-
ið hafði haft yfirburðaforystu í leik-
hléi, 17-8. íslendingar sýndu hreint
frábæran leik í fyrri hálfleik, allt
gekk upp og á köflum var hrein unun
að horfa á leik hðsins.
Dagskipun Bogdans landsliðsþjálf-
ara var að keyra á fullum krafti á
upphafsmínútunum. Eftir henni fóru
leikmenn íslenska hðsins og voru
leikmenn Kúbu í hlutverki músar-
innar allan fyrri hálfleikinn.
Leikur íslenska hðsins byggðist
mikið á hornamönnunum og skiluðu
þeir sínum hlutverkum frábærlega
vel. Bjarki Sigurösson og Guðmund-
ur Guðmundsson skoruðu nokkur
skemmtileg mörk eftir fahegar leik-
fléttur íslenska liðsins og eftir aðeins
tíu mínútna leik var staðan orðin
5-1. íslendingar breikkuðu bihð jafnt
og þétt og náðu mest 9 marka for-
ystu. Þegar flautað var th leikhlés
var ljóst að sigurinn var í höfn.
Héldu ekki einbeitingu
Nú var aðeins spurningin um að
halda einbeitingunni í síðari hálfleik
en því miður tókst það ekki. Hver
sóknin af annarri fór í súginn, send-
ingar misheppnuðust, stangarskot
litu dagsins ljós og dauðafæri voru
misnotuð. Á sama tíma gengu Kúbu-
menn á lagið og söxuðu jafnt og þétt
á forskot íslendinga. Kúbumenn
skoruðu fimm mörk í röð, staðan
orðin 18-14, og íslenska hðið skoraöi
ekki mark í heilar tólf mínútur. Ekki
bætti úr skák að Kristján Arason
meiddist, fékk högg í andhtið, og varð
að yfirgefa leikvölhnn um tíma.
En sigur vannst og það var fyrir
öllu í leik sem alhr voru lafhræddir
við. Óhætt er að fullyrða að miklu
fargi er létt af íslenska hðinu því meö
þessum sigri má telja nokkuð öruggt
að það hafi tryggt sér þátttökurétt í
milliriðlunum en keppni þar hefst í
Bratislava á mánudaginn.
Þó má alls ekki vanmeta Kúbu-
menn því þeir sýndu í leiknum í
gærkvöldi að þeir geta bitið hressi-
lega frá sér og staðið í hvaða höi sem
er. Aldrei er að vita hvernig leikur-
inn hefði þróast ef íslenska hðið hefði
ekki náð yfirburðaforystu í byrjun.
Þrátt fyrir þennan sigur skal varað
við ahri bjartsýni því ekki má mik-
ið út af bera svo allt fari í hund og
kött.
Bjarki leikfær í kvöld
Guömundur Hrafnkelsson og Bjarki
Sigurðsson voru bestu menn ís-
lenska liðsins í gærkvöldi. Guð-
mundur varði 15. skot og Bjarki var
drjúgur í horninu. Bjarki meiddist
undir lok leiksins en ekki alvarlega,
og verður hann í leikhæfu ástandi
gegn Spánveijum í kvöld.
Kristján Arason átti einnig góðan
leik og skoraði nokkur mikhvæg
mörk með gegnumbrotum. Alfreð
Gíslason skoraði ekki mark en bætti
það upp með góðum varnarleik.
Reyndar á allt liðið skilið hrós fyrir
fyrri hálfleikinn. Erfiður leikur bíð-
ur íslenska Uðsins gegn Spánverjum
en ef það nær upp góðri vörn getur
allt gerst.
Dómarar í gærkvöldi voru Frakk-
amir Cean Lelong og Gerhard Tanc-
rez og er óhætt að segja að dómgæsla
þeirra var til fyrirmyndar.
• Mörk íslands: Bjarki Sigurðsson
6, Kristján Arason 6, Guðmundur
Guðmundsson 4, Sigurður Gunnars-
son 3, Geir Sveinsson 2, Sigurður
Sveinsson 2/2, Þorgils Óttar Mathies-
en 2, Héðinn Gilsson 1 og Valdimar
Grímsson 1.
• Duranona var markahæstur hjá
Kúbu með 7 mörk en Robert Suarez
kom næstur með 6 mörk.
Jón Krislján Sigurðsson, DV, Zlin:
„Það er stefnan hjá okkur, eins og
oft hefur komið fram áður, að halda
sætinu á meðal a-þjóða í handknatt-
leik. Það kom upp kæruleysi hjá lið-
inu strax í síðari hálíleik eftir að
strákarnir höfðu náð yfirburðafor-
ystu í leikhléi. Ég veit ekki ástæðuna
fyrir þessu en þetta vill oft henda hjá
liðinu,“ sagði Bogdan Kowalczyk við
DV eftir leikinn gegn Kúbu.
Hann bætti við: „Kúbumenn voru
harðir í hom að taka í síðari hálfleik
og í ofanálag var slæmt að missa
Kristján og Bjarka út af vegna
meiðsla en sem betur fer eru þau
ekki alvarleg. Við vorum smeykir
fyrir þennan leik. Kúbumenn eru
sterkir og ég er feginn að þessi leikur
er afstaðinn. Við förum til Bratislava
enda hefur stefnan alla tíð verið tek-
in þangað. í kvöld kemur ekkert ann-
að til greina en sigur gegn Spán-
verjum. Ég sá til Spánverja gegn
Júgóslövum og þeir verða erfiðir við
að eiga,“ sagði Bogdan.
Kaffærðum þá í
fyrri hálfleik
„Við kaffærðum Kúbumenn í fyrri
hálfleik en því miður náðum við ekki
að sýna svipaðan leik í síðari hálf-
leik. Markvörður Kúbu fór að verja
frá okkur í dauðafærum og við það
misstum við einbeitinguna,“ sagði
Kristján Arason.
„Það er samt fyrir öllu að vinna
sigur og um leið var þungu fargi létt
af okkur. Það kom fram taugaveikl-
un í leik okkar í síðari hálfleik er lít-
ið gekk. Við spiluðum vel upp á
hornamennina og þeir stóðu sig vel.
Kúbumenn gætu alveg tekið upp á
því að sigra Júgóslavíu á góðum degi
og við getum ekki afskrifað þá alveg
strax.
Það stefnir í hörkuleik gegn Spán-
verjum. Spánverjar leika frábæran
vamarleik en þjálfari liðsins hefur
lagt mjög mikla áherslu á varnarleik-
inn í undirbúningi liðsins fyrir HM.
Markvarslan er sömuleiðis góð hjá
hðinu og í hæsta gæðaflokki. Við
veröum að ná toppleik til að sigra
Spánverja. Viö sem leikum á Spáni
þekkjum vel til leikmanna spánska
hðsins og af þeim sökum verður bar-
ist upp á líf og dauða,“ sagði Kristján
Arason.
Liðsstjóri Kúbu átti
ekki von á meiru
„Við gerðum fuUt af mistökum í
þessum leik og það kom glögglega
fram í leiknum gegn íslandi að okkur
vantar meiri reynslu. Þegar á heild-
ina er litið er ég ánægður með leik
okkar manna og satt best að segja
átti ég ekki von á rneiru," sagði Ro-
berto Marino hðsstjóri Kúbu.
Og hann bætti við: „íslendingar
leika skemmtilegan og árangursrík-
an handknattleik og liðið hefur yfii
mikilli reynslu að ráða. Leikmenr
íslenska liðsins þekkjast vel og er þaf
ekki lítið atriði í heimsmeistara-
keppni. Vonandi skánar leikur okkai
með hverjum leik hér í Tékkóslóvak-
íu,“ sagði Roberto Marino.
Sóknarleikurinn í
fyrri hálfleik gallalaus
„Við náðum að sýna mjög góöan fyrr:
hálfleik og þá gerðum viö út um leik-
inn. Síðari hálfleikurinn var hins
vegar mjög lélegur og þá hvarf ein-
beitingin. Sóknarleikurinn í fyrri
hálfleik var gallalaus,“ sagði Guðjór
Guðmundsson, liðsstjóri íslenska
liðsins.
„Kúbumenn voru með sterkara lið
en ég átti von á. Þeir eru með hávax-
ið lið, snögga leikmenn og gáfust
aldrei upp. Það er langur vegur fram-
undan og leikirnir verða okkur mjög
erfiöir. Það ætti samt að vera nokkuð
ljóst að við erum komnir áfram i
milliriðil. Ég vona að heilladísirnar
verði með okkur allt til loka,“ sagði
Guðjón.
Farnir að hugsa
um Spánverjana
„Ég held að við höfum verið famir
að hugsa um leikinn gegn Spánveij-
um í síðari hálfleik. Þaö var aldrei
liræðsla í liðinu fyrir leikinn gegn
Kúbumönnum. Við keyrðum upp
hraðann strax í upphafi leiksins en
því miður misstum við taktinn í síð-
ari hálfleik,“ sagði Guðmundur Guð-
mundson í samtali við DV og bætti
því við að hann vildi ekki spá neinu
um framhaldið.
Hef enga skýringu
á kæruleysinu
„Fyrri hálfleikurinn var góður en ég
hef enga skýringu á kæruleysinu
sem upp kom í fyrri hálfleik. Það er
gífurlega erfitt að klára svona leik
en ég var aldrei hræddur um að við
myndum missa forskotið niður.
Leikurinn gegn Spánverjum í kvöld
verður mjög erfiður en ég er sæmi-
lega bjartsýnn. Hafa ber þó í huga
að okkur hefur oft gengið illa gegn
Spánverjum,“ sagði Guðmundur
Hrafnkelsson, markvörður íslenska
liðsins.
Skora aldrei mikið
í fyrsta leik
„Hvernig sem á því stendur hef ég
aldrei skorað mikið í mínum fyrsta
leik á stórmóti. Samt sem áður er ég
nokkuð sáttur við minn hlut í leikn-
um. Það er alltaf gott að vinna sigur.
Það er ekki gott að halda svona stóru
forskoti eins og við náðum í fyrri
hálfleik og það kom mér á óvart hvað
við lékum þá vel. Það Verður allt lagt
undir í leiknum gegn Spánverjum,”
sagöi Alfreð Gíslason.