Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990. Afmæli Klemenz Jónsson Klemenz Jónsson, leikstjóri og fyrrv. leiklistarstjóri ríkisútvarps- ins, Bræðraborgarstíg 26, Reykja- vík.ersjötugur. Klemenz fæddist að Klettstíu í Norðurárdal í Mýrasýslu, 29.2.1920. Eftir barnaskóla var hann tvo vetur i kvöldskóla í Borgarnesi. Hann stundaði nám við Reykholtsskóla og lauk þaðan prófi vorið 1939. Þá stundaði hann nám við Kennara- skóla íslands og lauk þaðan prófi 1942. Klemenz stundaði leikhstamám hjá Haraldi Björnssyni 1942-45 og framhaldsnám í leiklist í Royal Aca- demy of Dramatic Art í London 1945-48. Þá stundaði hann skylm- inganám í London 1945-48. Klemenz hóf leikferil sinn hjá LR 1942. Hann var ráðinn leikari við Þjóðleikhúsið 1.11.1949 og starfaði þar sem leikari og leikstjóri til 1975 en hann hefur leikstýrt tuttugu leik- sýningum á leiksviði Þjóðleikhúss- ins. Jafnframt því annaðist hann bókasafn Þjóðleikhússins og var blaðafulltrúi leikhússins í fimmtán ár. Klemenz kenndi við Leikskóla Ævars R. Kvaran 1948-58 og við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins á stjóri í leikferðum Þjóðleikhússins út á land og til annarra landa í tutt- uguár. Klemenz var ráðinn leiklistar- stjóri hjá ríkisútvarpinu 1975 og gegndi því starfi til 1982. Hann hefur leikstýrt fiölmörgum útvarpsleik- ritum. Þá hefur hann samið handrit og leikstýrt allmörgum dagskrám hjá útvarpinu á nær tuttugu leik- lesnum dagskrárþáttum á síðustu árum. Klemens var ritari Félags ís- lenskra leikara á árunum 1956-67 ogformaðurfélagsins 1967-75. Hann var starfsmaður stjórnar FÍL 1975-79. Þá var hann formaður Leik- hstarsambands Norðurlanda 1973-75. Hann sat í stjórn Leiklistar- sambands íslands í átta ár og jafn- lengi í stjórn lífeyrissjóðs Félags ís- lenskraleikara. Kona Klemenzar er Guðrún Guö- mundsdóttir, f. 3.8.1928, dóttir Guð- mundar Gíslasonar bifreiðastjóra, sem er látinn, en hann var ættaður úr Holtasveit í Rangárvallasýslu og Ingveldar Jónsdóttur, sem ættuð er af Eyrarbakka og Stokkseyri. Guð- mundur og Ingveldur áttu lengi heima á Brávallagötu í Reykjavík en dvelur nú á Elliheimilinu Grund. árunum 1950-73. Hann var farar- Böm Guðrúnar og Klemenzar eru afmælið I. mars Jón Einarssnn. 85 ára Bakka, Austur-Landeyjum. Marta Stefánsdóttir, Miðfelh, Þingvallahreppi. 50ára Hallgrímur Bergsson, Bláskógum 4, Egiisstöðum. Jón Ólafsson, Hehisgötu 34, Hafnarfirði. 75 ára Hulda Emilía Emilsdóttir, Birkihlíð, Skriðdalshreppi. Óiafía Jóhannsdóttir, Álfhólsvegi 8, Kópavogi. 40ára Lára Kristinsdóttir, Dalatanga, 4, Mosfellsbæ. Ingimar Birgir Björnsson, Lerkihlíð2, Sauðárkróki. Guðrún Rósa Guðmundsdóttir, 60 ára Sigriður Márusdóttir, Hjaltastaðahvammi, Ákrahreppi. Jakob Helgason, Vesturgötu 15, Keflavík. Arnar Kristjánsson, Góuholti8,ísafirði. Gufuhhð, Biskupstungnahreppi. Guðni Jóhannes Ásgeirsson, Kirkjubraut 35, Akranesi. GunnarSnæland, Skildinganesi 36, Reykjavík. Ólafur Örn, f. 1951, hagfræðingur hjá Seðlabanka íslands, kvæntur Ingu Valdimarsdóttur, en böm hans eru fiögur; Sæunn, f. 1956, fulltrúi hjá Landsbanka íslands, gift Halli Helgasyni vélstjóra og eiga þau eitt barn, og Guðmundur Kristinn, f. 1969, nemi í læknisfræði við HÍ. Klemenz á þrjá bræður. Þeir eru Karl Magnús, f. 19.2.1918, fyrrv. bóndi, nú búsettur í Borgarnesi, kvæntur Láru Benediktsdóttur frá Hofteigi; Jóhannes, f. 2.1.1923, b. í Geitabergi í Svínadal, kvæntur Ernu Jónsdóttur, og Elías, f. 3.4. 1931, umdæmisstjóri Vegagerðar ríkisins á Vesturlandi, búsettur í Borgarnesi, kvæntur Brynhildi Benediktsdóttur. Foreldrar Klemenzar vora Jón Jóhannesson, b. í Klettstíu, og kona hans, Sæunn Klemensdóttir hús- freyja. Jón var sonur Jóhannesar, b. í Klettastíu, bróður Ólafs „gossara". Jóhannes var sonur Jóns, b. og hag- yrðings á Einifelli í Staíholtstung- um, Ólafssonar, b. á Einifelli, Ólafs- sonar. Móðir Jóns hagyrðings var Elín Sæmundsdóttir. Móðir Jó- hannesar var Guðríður, hálfsystir Jónatans á Kolbeinsstöðum, afa Jónatans Ólafssonar tónskálds. Annar hálfbróðir Guðríðar var Páll, langafi Megasar. Þriðji hálfbróðir hennar var Jón, langafi Jóns, sýslu- manns í Stykkishólmi, föður Bjama Braga, aðstoðarbankastjóra Seðla- bankans, en bróðir Jóns sýslu- manns var Einvarður, faðir Hall- varðs ríkissaksóknara og Jóhanns alþingismanns. Annar bróðir Jóns sýslumanns var Jónatan, hæstarétt- ardómari, faöir Halldórs, forsfióra Landsvirkjunar. Hálfsystir Guðríö- ar var Oddný, langamma Ingvars forstjóra, fööur Júlíusar Vífils óperusöngvara. Guðríður var dóttir Jóns „dýrðar- söngs“, b. í Haukatungu í Kolbeins- staðahreppi, Pálssonar, ogbústýru hans, Guðrúnar Andrésdóttur. Móðir Jóns í Klettstíu var Sigur- borg Sigurðardóttir á Hreðavatni, Magnússonar, og Vilborgar Gutt- ormsdóttur. Sæunn er dóttir Klemensar, b. á Hvassafelli, bróður Baldvins á Hamraendum, afa Bjöms Bjarna- sonar jarðræktarráðunautar. Bald- vin var einnig afi Ingólfs, föður Að- alstéins, ritstjóra menningarskrifa DV. Klemens var sonur Baldvins, b. á Bugðustööum í Höröudal, Har- aldssonar, frá Fróðá, Natanelsson- ar. Móðir Baldvins á Bugðustöðum Klemenz Jónsson. var Anna Ólafsdóttir. Móðir Klem- ensar á Hvassafelli var Sæunn Jóns- dóttir frá Gröf i Miðdölum. Móðir Sæunnar var Dómhildur Gísladóttir, b. í Eskiholti, bróður Bjarna, óðalsb. á Reykhólum, ætt- föður Reykhólaættarinnar, langafa Ragnars Bjamasonar söngvara. Bjarni á Reykhólum var einnig afi Regínu Þórðardóttur leikkonu, ömmu Jóns Sigurðssonar, fyrrv. forstjóra Álafoss. Þá var Bjami afi Jóns Leifs tónskálds. Gísh var sonur Þórðar, b. í Innra- Hólmi á Akranesi, Steinþórssonar, og Halldóru Böðvarsdóttur. Móðir Dómhildar var Arndís Þorsteins- dóttir. Jón Ingvi Sveinsson LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! kkSRARIK H&. ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-90002: Háspennuskápar, 11 og 19 kV, fyrir aðveitustöð Rangárvöllum og Smyrlu. Opnunardagur: Fimmtudagur 22. mars 1990 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 1. mars 1990 og kosta kr. 500,- hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Jón Ingvi Sveinsson húsasmíða- meistari, Hásteinsvegi 52, Vest- mannaeyjum, er fimmtugur í dag. Jón fæddist í Glerárþorpi við Ak- ureyri og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann starfaði sem ungling- ur hjá Gefiun á Akureyri til tuttugu og eins árs aldurs en flutti þá til Húsavíkur þar sem hann lærði húsasmíði hjá Trésmiðjunni Borg en á Húsavík bjó hann í átján ár. Jón hefur stundað iðngrein sína frá því hann lauk sveinsprófi. Síðustu tólf árin hefur hann búið á ýmsum stöðum, nú síðast í Vestmannaeyj- um. Jón gaf út hljómplötu með eigin lögum og textum árið 1984. Jón kvæntist 31.12.1958 Krisfiönu Björgu Pétursdóttur, f. 20.9.1940, húsmóður, en hún er dóttir Péturs Sigurgeirssonar, bifreiðastjóra á Húsavík, sem lést 1944, og Sigríðar Jónasdóttur. Seinni maður Sigríðar var Aðalgeir Friðbjörnsson húsa- smiður sem einnig er látinn. Jón og Kristjana eiga fiögur böm. Þau eru: Péturs Ármann Jónsson, f. 5.11.1958, sjómaður á ísafirði, kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur bankastarfsmanni og á Pétur tvö börn frá því fyrir hjónaband, Ingólf Elvar, með Hörpu Fold Ingólfsdótt- ur, og Ingva, með Ernu Finnboga- dóttur; Margrét Sigriður Jónsdóttir, f. 5.3.1961, húsmóöir í Grindavík, gift Amari Þorbjörnssyni bifreiða- stjóra og eiga þau þrjú böm, Helgu Björg, Kristjönu og Jónu Birnu; Sveinn Kristján, f. 31.5.1964, sjó- maður í Vestmannaeyjum, og Aðal- geir Arnar, f. 25.4.1975. Jón á tvo bræður. Þeir era Friðrik Ármann Sveinsson, f. 17.8.1935, bóndi í Steindymm í Svarfaðardal, kvæntur Ernu Sveinsson frá Lubeck í Þýskalandi, og Kristján Helgi Sveinsson, f. 9.5.1937, kennari og bóndi á Blómsturvöhum í Glæsi- bæjarhreppi, kvæntur Gígju Frið- geirsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau fiögur börn. Foreldrar Jóns: Sveinn Siguijón Kristjánsson, f. 23.7.1905, d. 28.9. 1974, bóndi og verkamaður á Upp- sölum í Glerárþorpi, og kona hans, Margrét Sigurlaug Jónsdóttir, f. 30.7.1901, húsfreyja á Uppsölum, nú til heimilis að Hjúkrunar- og elli- heimilinu HUð á Akureyri. Sveinn var sonur Kristjáns Lofts Jónssonar, b. að Uppsölum í Svarf- aðardal, og Helgu Guðjónsdóttur. KristjánLofturvarsonurJóns.b. í Sauðanesi, Jónssonar. Móðir Jóns á Sauðanesi var Guðlaug Alexand- ersdóttir, b. á Völlum, Kristjánsson- ar, b. á Steðja, Sigurðssonar, b. á Ytra-Dalsgerði, Magnússonar, b. á Grísá, Tómassonar, bróður Tómas- ar, ættföður Hvassafellsættarinnar, og Sölva, föður Sveins lögmanns. Móðir Guðlaugar var Guðlaug Jóns dóttir, b. á Hamri á Þelamörk, Gunnlaugssonar, og konu hans, Guðrúnar Sigurðardóttur, b. á Stóra-Rauðalæk, Bjarnasonar. Móð ir Guðrúnar var Guðrún Vigfús- dóttir, lögréttumanns á Herjólfs- stöðum í Álftaveri, Jónssonar. Margrét var dóttir Jóns Gunniaugs- sonar, verkamanns í Ási í Glerár- þorpi, og Þórunnar Ingibjargar, systur Kristjáns Tryggva, föður Sig- urðar, skólastjóra á Laugum, og Hugrúnar skáldkonu, móöur Helga Valdimarssonar, læknis ogprófess- ors. Systir Þórunnar var Guðrún, móðir Jóns Jónssonar, skólastjóra á Dalvík. Þórunn var dóttir Sigurjóns, b. á Gröf í Svarfaðardal, bróður Guðlaugar í Sauðanesi. Móðir Þórunnar var Sigurlaug Jónsdóttir, b. á Hnjúki, bróður Páls, langafa Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra, föður Steingríms forsætisráðherra. Annar bróðir Jóns var Jóhann, langafi Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS. Jón var sonur Þórðar, b. á Hnjúki, Jónsson- ar, og konu hans, Sigríðar Guð- mundsdóttur, b. á Hnjúki, Ingi- mundarsonar. Móöir Sigríðar var Hólmfríður Jónsdóttir, systir Þórð- ar, föður Páls Melsteð amtmanns, ættföður Melsteð-ættarinnar. Hannibal Helgason Hannibal Helgason járnsmiður, Melgeröi 20, Kópavogi, er sextugur ídag. Hannibal fæddist í Unaðsdal í Snæfiallahreppi í Noröur-ísafiarð- arsýslu og ólst þar upp. Hann lauk iðnskólaprófi í Reykjavík og hefur m.a. starfaði viö járnsmiðar, leigu- bílaakstur, sjómennsku og verið í byggingavinnu. Hannibal starfar nú að hitaveituframkvæmdum að Nesjavöllum á vegum Vélsmiðju Kristjáns Magnússonar í Njarðvík. Hannibal kvæntist 4.6.1955, Sjöfn Helgadóttur húsmóður, f. 27.1.1934, dóttur Helga Einarssonar hús- gagnasmíðameistara, og Aðalbjarg- ar Halldórsdóttur húsmóður sem lést fyrir nokkrum áram. Börn Hannibals og Sjafnar: Hörð- ur Hrafndal, f. 30.12.1953, (sonur Sjafnar), í sambúð með Guðnýju Svanfríöi Stefánsdóttur; Harpa Hannibalsdóttir, f. 15.10.1958, í sam- býh með Jóni Valterssyni; Helgi Hannibalsson, f. 3.2.1960; Hannibal Hannibalsson, f. 29.5.1963; Heimir Hannibalsson, f. 4.11.1967, í sambýli með Erlu Dögg Gunnarsdóttur, og Hekla Hannibalsdóttir, f. 5.8.1970, í sambýli með Ólafi Má Sigurðssyni. Hannibal átti fimmtán systkini en fiórtán þeirra eru á lífi. Systkini hans: Guðmundur, f. 6.1.1920; Guð- bjöm Ársæll, f. 19.1.1921, d. 1986; Ólafur, f. 5.12.1921; Steingrímur, f.12.11.1922; Guðríður, f. 3.12.1923; Kjartan, f. 18.9.1925; Guðbjörg, f. 29.9.1926; Jón, f. 18.10.1927; Sigur- borg, f. 24.10.1928; Matthías, f. 5.8. 1931; Sigurlína, f. 4.12.1932; Haukur, f. 27.3.1934; Lilja, f. 7.4.1935; Auð- unn, f. 20.11.1936, og Lára, f. 4,7. 1938. Foreldrar Hannibals voru Helgi Guðmundsson, f. 18.9.1891, d. í okt- óber 1945, og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir, f. 3.7.1897, d. í desember 1987. Helgi og Guðrún bjuggu í Unaðs- dal en hún bjó síðar í Reykjavík. Hannibal er erlendis á afmæhs- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.