Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1990, Side 32
LOKI Þrjú tonn af pappír á einum fundi -hvað skyldi Hallormsstaðar- skógur endast þeim lengi? Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskötið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 1. MARS 1990. Mesta hætt- an liðin hjá „Hættan á snjóflóði hefur minnkað það mikiö að við sjáum ekki lengur ástæðu til aö hafa hættusvæðið lok- að. Við höfum ekki alveg aflýst hættuástandi ennþá þar sem erfitt er að draga mörkin milli hættu- ástands og eðlilegs ástands. Mæling- ar á snjóalögunum benda þó til að hættan sé að mestu liðin. En við vör- um fólk við að vera á ferli í fjall- inu,“ sagði Ásgeir Magnússon, bæj- arstjóri á Neskaupstað og formaður almannavarnanefndar, við DV í morgun. Stærstu atvinnufyrirtækin á Nes- kaupstað eru á hættusvæðinu og því geta hjólin fariö að snúast þar á ný eftir stöðvun síðustu daga. Engar samgöngur hafa verið við Neskaupstað síðustu daga vegna ófærðar en í gærkvöldi var Odds- skarð rutt svo hægt væri að flytja rafstöð til bæjarins. Skóf jafnharðan í för hefilsins svo enn er ófært þang- að. Farþegar til Neskaupstaðar hafa verið fluttir þangað með varðskipi. -hlh Amarflug: Svavar fær meirihluta „Mér finnst þaö þess virði að reyna þetta. Ég er sannfærður um að það er lag fyrir reksturinn ef það tekst að semja viö lánardrottna félagsins. Gamlar skuldir hafa fyrst og fremst sligað rekstur félagsins," sagði Svav- ar Egilsson kaupsýslumaöur í morg- un. Stjóm Amarflugs hf. hefur gert samkomulag við Svavar Egilsson og nokkra aðra kaupsýslumenn sem gengur út á að þeir komi með 200 milljóna króna hlutafé í félagið. Hlutaíjárframlag þeirra er þó háð því skilyrði að félaginu takist áður að semja við alla lánardrottna þess um ýmist niðurfellingu skulda eða skuldbreytingar. Náist aö uppfylla skilyrðin munu Svavar og félagar eignast meirihlutann, atkvæðalega séð, og stjórna félaginu. Skuldir Arnarflugs voru í kringum 1 milljarður króna í lok síðasta árs. Kristinn Sigtryggsson, forstjóri Arn- arflugs, segir að þar af sé 150 milljóna skuld við ríkissjóð, sem ríkið ákvað fyrir um ári að gefa eftir, og ennfrem- ur 150 milljóna króna söluhagnaður af ríkisvélinni svonefndu, sem enn hefur ekki verið færður inn í bækur félagsins og lækkar skuldastöðuna sem þvi nemur. Hlutafé í Arnarflugi er nú um 360 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að Svavar og félagar með sínar 200 millj- ónir eignist meirihlutann í félaginu á þann hátt að gefinn verði út nýr hlutabréfaflokkur með auknu at- kvæðavægi til aö tryggja yfirtökuna. -JGH Elín Bima Harðardóttir, 34 ára húsmóðir: D míkm mm AvtSv mour onir nýju hjarta er í London ásamt systur sinni Gunnar Sveinbjömsson, DV, London: Elín Bima Harðardóttir, 34 ára gömul, hefur verið i London frá því í lok janúar. Hún er hjartasjúkling- ur og biður þess aö nýtt hjarta fáist og verði grætt í hana. Elín Birna er gift og tveggja barna móöir. Fjöl- skyldan býr í Reykjavík. Systir hennar, Svava Harðardóttir, sem er hjúkrunarfræðingur er með henni í London. Með öllu er óvist hvenær aögerð- in verður þar sem beðið er eftir aö hjarta fáist. Elín Bima gengur með kalltæki á sér svo að sjúkrahúsið geti haft samband við hana strax og þörf er á. Þær systur em í íbúð_ sem Bromptonsjúkrahúsið á. Á þvi sjúkrahúsi verður aðgerðin fram- kvæmd. Það er sama sjúkrahús og aðgerðimar voru gerðar á íslensku hjartaþegunum Halldóri Haildórs- syni og Helga Harðarsyni. Sami læknir mun annast aðgerðina og annaðist Halldór og Helga. Elín Bima verður þriðji islendingurinn sem grætt verður í nýtt hjarta. Veðrið á morgun: Snjóar og rigmr Á morgun verður vaxandi sunnanátt með snjókomu og síð- ar rigningu suðvestantil á landinu og hlýnandi veður. Víða hvasst vestanlands. Hitinn verð- ur mismunandi á landinu. Allt að 10 stiga frost á Austurlandi en um það bil 5 stiga hiti á suðvest- urhominu. Fór 1 hrossaleit: Veður- $ tepptur í | nfudaga f í Loðmund- g arfirði Nú árið er liðið... hefðu menn geta verið að syngja á krám borgarinnar í gærkvöldi. I dag er einmitt eitt ár síðan bjórinn var leyfður á ný eftir 67 ára bann. í viðtölum DV við veitingamenn, lögreglu og fleiri kom í Ijós að fólk hefði tekið bjórnum með jafnaðargeði og bjórárið liðið án þeirr- ar upplausnar og æsings sem margir bjuggust við. Sigþór Sigurjónsson, veitingamaður á Kringluk- ránni, fagnaði „árinu“ ásamt þessum herramönnum í gærkvöldi. - Sjá einnig bls. 2 DV-mynd gva „Ég fór frá Borgarfirði eystra áí mánudag í síðustu viku og er því| búinn að vera hér í niu daga. Hér er búiö að vera slæmt færi og til dæmis < hefur verið vitlaust veður síðastliðna | þrjá daga. Snjórinn er laus í sér ogj þungfært. Mér hefur gengið erfðilega á vélsleðanum því snjórinn er mjögj laus í sér. Ég er orðinn bensínlítill og á ekki? mikið eldsneyti eftir á sleðanum. Heim í Borgarfjörð eru 26 kílómetrar f og ég held að ég eigi nú bensín fyrirp þá ferð ef vel gengur og veðrinu slot-" ar - þá færi ég leiðina sem nefnisfr yfir háls og heiði,“ sagði Jón Sveins- [ son frá Borgarfirði eysta í samtali| við DV en hann hefur verið veður- tepptur í Loðmundaríirði í rösklegaá eina viku. Jón fór heiman frá sér í byrjun síð- ustu viku á vélsleða til að huga að 42 hrossum sem hann á í Loðmund- í arflrði. Hann er nú veðurtepptur og| er einn í firðinum. Jón heldur til í» öðru af tveimur húsum fjarðarins - nánar til tekið þar sem kvikmyndinl Eins og skepnan deyr var tekin upp. j Jón hefur notað mikið að bensín-' birgðum sem voru fyrir á staðnum enda hefur sleðinn hans átt erfittj með að komast áfram í þungu faetíj og oft hefur hann fest. „Ef ég hefði mjög mikinn áhuga á, að fara til byggða kæmist ég núf kannski. En hér er búin að vera| helv... ófærð og snjókóf með hvass- viðri. Það er því leiðinlegt færi tilg íjallanna,“ sagði Jón. Aðspuröur um i hvort fólki fyndist hann ekki hafal verið lengi veðurtepptur og einsam- all í burtu, sagði Jón: „Ég veit nú: ekki hvort einhver er farinn að sakna f mín. Mér leiðist aldrei. Ef maöur er' skemmtilegur sjálfur þá er allt í lagi. - Hvenær reiknar þú með að komast j aftur til byggða? „Ég ætla að reyna að taka hrossin ’ með mér til Borgarfjarðar. Ég hef, gefið þeim fóðurblöndu og gras- j köggla en ég reikna með að fara með j, þau heim með mér þegar veðriö verð- ur almennilegt. Þau ættu að rekast < ágætlega. Mér skilst nú að hann spái \ allavega úrkomulausu á næstu dög- um og þá sér maður til. í húsinu þar sem Jón heldur til í | er nægur matur og húsið er vel heitt. [ Segist hann hafa það ágætt og hlust- ar á útvarp til að fylgjast með því sem gerist í umheiminum. -ÓTT f NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 4 4 ý ir 4 4 4 4 4 4 4 4 4 5 4 4 4 68-5000 Úti að aka í 40 ár 4 4 4 BILALEIGA v/FIugvallarveg 91-6144-00 i 4 4 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.