Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990.
23
Axel Nikulásson og félagar hans í KR skreppa til Sauðárkróks á sunnudag og leika gegn Tindastóli í úrvals-
deildinni í körfuknattleik. Hér er Axel með knöttinn í leik gegn Þór sem leikur gegn Njarðvík.
íþróttir helgarinnar:
Fjórir leikir í
úrvalsdeildinni
á sunnudag
- úrslitin á HM í SjÖnvarpinu - AC Mílan og Juventus á Stöð 2
Það verður ýmislegt um að vera
í íþróttalífi landsmanna um helg-
ina. Hér á eftir getur að líta það
helsta sem er á dagskrá.
Handbolti
Það ekki mikið um að vera í
meistaraflokkunum í handknatt-
leik vegna keppni yngri flokka á
hinum ýmsu stöðum. Tveir leikir
eru í 3. deild karla, á fóstudag leika'
í Digranesi UBK-B og Ögri og á
laugardaginn leika á Húsavík Völs-
ungur og ÍH. Heimsmeistarakeppn-
inni í handknattleik lýkur á morg-
un með úrslitaleik sem hefst kl.
15.30 og verður sýndur í beinni út-
sendingu í Sjónvarpinu. Leikur ís-
lands um sæti verður einnig sýnd-
ur í Sjónvarpinu.
Körfubolti
Fjórir leikir eru í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik og fara þeir allir
fram á sunnudaginn. Kl. 16 eru
þrír leikir, UMFN og Þór leika í
Njarðvík, Tindastóll og KR leika á
Sauöárkróki og ÍR og ÍBK leika í
Seljaskóla. Kl. 20 leika á Hlíðar-
enda Valur og Reynir.
í 1. deild kvenna eru þrír leikir
um helgina. Á laugardag kl. 14 leika
í Grindavík UMFG og ÍS og á sama
tíma leika í Hafnarflrði Haukar og
Njarðvík. Kl. 20 á sunnudag leika
í Keflavík ÍBK og KR.
í 1. deild karla eru þrír leikir á
dagskrá. í kvöld leika í Digranesi
UBK og ÍA og kl 14 á laugardag eru
tveir leikir í Grundarfirði tekur
Snæfell sem nýlega tryggði sér
sæti í úrvalsdeildinni á móti ÍA og
í Hagaskóla leika Léttir og UÍA.
Blak
Úrslitakeppninni í blaki verður
fram haldið um helgina. Á laugar-
dag fara fram tveir leikir í íþrótta-
húsinu í Digranesi. Kl. 14 leika í
karlaflokki HK og KA og strax á
eftir, eða um kl. 15.15, leika UBK
og KA í kvennaflokki.
Á laugardag eru tveir leikir á
dagskrá í 4-liða úrslitum bikar-
keppninnar og fara þeir báðir fram
á Neskaupstað. Kl. 14 leika í karla-
flokki Þróttur Nes og Þróttur
Reykjavík og strax á eftir eigast við
kvennalið Þróttar Nes og Víkingur.
Á sunnudag er síðan einn leikur á
dagskrá í 4-liða úrslitum í bikar-
keppni karla í blaki. Þá leika í
Hagaskóla ÍS og KA og hefst leikur-
inn kl. 14.
Badminton
Meistaramót Reykjavíkur í bad-
minton fer fram á laugardag og
sunnudag og verður spilað í TBR-
húsinu.
íþróttir í sjónvarpi
Á Stöð 2 eru tveir íþróttaþættir
um helgina. Á laugardag kl. 17
verður haldið áfram að kynna liðin
sem leika um heimsmeistaratitil-
inn í knattspyrnu á Ítalíu í sumar
og í þættinum á laugardag verður
lið Argentínu kynnt. íþróttaþáttur-
inn á sunnudag hefst kl. 13.30. Það
verður stórleikur á dagskrá þegar
leikur Juventus og AC Mflan verð-
ur sýndur í beinni útsendingu. Þá
veröur leikur vikunnar í NBA-
deildinni og að þessu sinni verður
leikur LA Lakers og SA Spurs
sýndur. Þá verða sýndar myndir
frá deildarkeppninni í snóker, öld-
ungamóti í frjálsum íþróttum og
íslandsmótinu í rokkdönsum.
í Ríkissjónvarpinu hefst íþrótta-
þátturinn kl. 11.30 og stendur allt
til kl. 18. heimsmeistarakeppninni
í handknattleik verða gerð góð skil
og sýndur veröur í beinni útsend-
ingu leikurinn um 3. sætið kl. 12
og úrslitaleikurinn kl 15.30. Þá
verður leikur íslands um sæti í
keppninni á dagskrá. Einngig
verða sýndar myndir frá íslands-
mótinu í kraftlyftingum, meistara-
golfi, og úrslit dagsins kynnt.
-GH
AUGLÝSING FRÁ
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Starfsemi Iðnfræðsluráðs, sem var á Suðurlandsbraut 6, hefur
verið færð í framhaldsskóladeild menntamálaráðuneytisins í
Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík. Sími 609500.
Reykjavík 6. mars 1990
Menntamálaráðuneytið
Lögtaksúrskurður
Lögtök fyrir gjaldföllnum en ógreiddum fasteigna-
gjöldum, útsvörum, fjallskilum og byggingarleyfis-
gjöldum til Lundarreykjadalshrepps fyrir árið 1989
auk eldri gjalda ásamt kostnaði, áföllnum og áfall-
andi svo og dráttarvöxtum mega fara fram á kostnað
gjaldanda að liðnum átta dögum frá birtingu auglýs-
ingar um úrskurð þennan.
Oddviti Lundarreykjadalshrepps
Smáauglýsing
í Helgarblað
þarf að berast
fyrir kl. 17
föstudag!!!
27022
SAMVINNUHASKOLINN
REKSTRARFRÆÐI
Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því
að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til forystu-,
ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu.
Inntökuskiiyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við-
skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Sam-
vinnuháskólann eða annað sambærilegt nám.
Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og
stjórnunar, s.s. markaðarfræði, fjármálastjórn, starfs-
mannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmála-
fræði, samvinnumál o.fl.
Námstími: Tveir vetur, frá september til maí.
Frumgreinadeild til undirbúnings
rekstrarfræðanámi.
Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi
án tillits til námsbrautar.
Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar,
enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði, félagsmála-
fræði og samvinnumál. Einn vetur.
Aðstaða: Heimavist og fjölskylubústaðir á Bifröst í
Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubún-
aði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri.
Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluð um
35.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur.
Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans
á Bifröst. Umsókn á að sýna persónupplýsingar,
upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina
og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt
er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir
umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20
ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífnu. Nám-
ið hentar jafnt konum sem körlum.
Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir
því sem skólarými leyfir.
Samvinnuháskólanám er lánshæft.
SamvinnuháskóHnn á Bifröst,
311 Borgarnes - sími 93-50000.