Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Side 1
Leikhús frú Emelíu: Hj artatrompet Þrjár af fjórum persónum i Hjartatrompeti. Leikararnir eru, talið frá vinstri, Halldór Björnsson, Guðlaug María Bjarnadóttir og Þórdis Arnljótsdóttir. DV-mynd GVA íslenska leikhúsið frumsýndi í gærkvöldi i Leikhúsi frú Emelíu, Skeifunni 3c, nýtt íslenskt leikrit, Hjartatrompet, eftir Kristínu Ómars- dóttur rithöfund. Það eru tvö ár síðan Kristín byrjaði á leikritinu aö beiðni hluta þess hóps sem stendur að íslenska leikhúsinu. Verkið varð til á dálítinn sérstakan hátt, það er að Kristín vann með tveimur leikurum í leikspuna og byrjaði að skrifa út frá því. Fljótlega bættust svo tvær aðrar persónur í leikritiö og það fór að taka á sig heil- lega mynd. Islenska leikhúsið var stofnað í kringum þetta leikrit en ætlar sér þó meira í framtíðinni. Áhersla verð- ur lögð á íslensk leikrit, gömul og ný. Finnst aðstandendum leikhúss- ins ekki vanþörf á aö hvetja unga rithöfunda til leikritunar. Að íslenska leikhúsinu standa Pét- ur Einarsson leikstjóri, Guðlaug María Bjarnadóttir leikari, Halldór Björnsson leikari, Þórarinn Eyfjörð leikari, Þórdis Arnljótsdóttir leikari, Kristin Ómarsdóttir rithöfundur, Halla Helgadóttir búningahönnuður og Ingileif Thorlacius leikmynda- hönnuður Hjartatrompet er ekki fyrsta leikrit Kristínar Ómarsdóttur. Það var ein- þáttungurinn Draumar á hvolfi en fyrir hann fékk hún 1. verðlaun í leikritasamkeppni Þjóðleikhússins sem efnt var til í tilefni loka kvenna- áratugarins. Draumar á hvolfi voru sýndir á litla sviði Þjóðleikhússins 1987. Um síðustu jól kom út smásagna- safn eftir Kristínu hjá Máli og menn- ingu og heitir það í ferðalagi hjá þér. Kristín hefur einnig gefið út ljóöa- bókina í húsinu er þoka. —- Hjartatrompet er ekki hægt að flokka undir ákveðna stefnu. Það er raunsætt að nokkru leyti og að hluta til draumkennt og jafnvel farsa- kennt. Það íjallar um þrjár persónur sem búa í sama húsi. Dag einn kem- ur svo fjórða persónan og fer líka að búa í húsinu. Það raskar því jafn- vægi sem var fyrir. Það má hka segja, eins og höfundurinn segir, að leikritið fjalli um tvær vanar (full- orðnar) og tvær óvanar (börn) mann- eskjur. Næstu sýningar á Hjartatrompeti verða laugardagskvöld, sunnudags- kvöld og miðvikudagskvöld og hefj- ast sýningarnar kl. 20.30 og eru eins og áöur sagði í Leikhúsi frú Emelíu, Skeifunni 3c. Magnús Kjartansson fyrir framan eitt málverk sitt. DV-mynd BG Nýhöfn: Verk máluð á striga Magnús Kjartansson opnar mál- verkasýningu í Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, laugardaginn 31. mars kl. 14-16. Magnús er fæddur í Reykjavík 1949. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969. Árin 1969-1972 stundaði hann nám við Myndhsta- og handíða- skóla íslands og var síðan í þrjú ár nemandi prófessors R. Morten- sens í Konunglegu dönsku Lista- akademíunni. Magnús hefur haldið fjölmargar einkasýningar, síðast 1988 í Gaheri Boj í Stokkhólmi, og auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Á sýning- unni í Nýhöfn verða verk máluð á striga frá síðastliðnum tveimur árum. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá 14-18 um helgar. Lokað verður á fóstudaginn langa og annan í pásk- um. Sýningunni lýkur 18. apríl. Kjarvalsstaðir: Yfirlitssýning á verkum Guðmundu Andrésdóttur Á Kjarvalsstöðum verður opnuð á laugardaginn sýning á verkum eftir Guömundu Andrésdóttur. Er þetta yfirlitssýning sem spannar þijátíu og fimm ára starfsferil. Guðmunda er fædd í Reykjavík 1922 og lauk námi frá Verslunarskóla íslands. Þaö var ekki fyrr en 1946 að hún lagði út í listnám, en hún hafði dundað við myndlist í frístundum. Fáir listamenn eru eins meðvitaðir og Guömunda um ástæðuna hvers vegna hún lagði út á listabrautina. Hún segir aö sýning Svavars Guðna- sonar 1946 hafi verið afgerandi þátt- ur í köllun sinni. „Sú sýning og þau málverk, sem ég sá þar, bókstaflega kveiktu hjá mér óstöövandi löngun til að verða málari." Og ákvörðunin var tekin. Sama ár fór hún í hstnám til Gauta- borgar og ári seinna flutti hún sig til Stokkhólms. í báðum þessum borg- um stundaði hún einkar hefðbundið hstnám og byggði grunninn að því sem koma skyldi Eftir að hafa málað heima á íslandi og kennt teikningu við skóla í tvö ár var stefnan tekin á París. Þar dvelur hún nokkurn tíma. Á þessum árum málar Guðmunda geómetrískar myndir eins og sjá má af septemsýn- ingunni 1952. Ári seinna kemur hún alkomin heim. 1955 hélt hún svo sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal. Guðmunda Andrésdóttir á nú að baki langan feril sem skapandi hsta- kona. Hún hefur haldið fimm einka- sýningar og tekið þátt í fjölmörgum Guðmunda Andrésdóttir við eitt verka sinna. samsýningum bæði hér heima og erlendis. Auk þess hefur hún tekið árlega þátt í sýningum Septem-hóps- ins. I öllum hræringum hstasögunn- ar síðasthðna áratugi hefur hún haldiö sínu striki, sett upp eigin til- raunir og rannsóknir og komist að einkar persónulegum niðurstöðum. Málverk hennar eru sjálfstæð og auðþekkjanleg. Café Hressó í kaffi- húsarýni - sjá bls. 18 Ársafmæli Júpiters - sjá bls 19 Iistum um landið - sjá bls. 20-21 Frönsk kvik- mynda- vika - sjá bls. 22 Salt- fisk- dagar - sjá bls. 22 íþróttir helgar- innar - sjá bls. 23 Vin- sælustu mynd- böndin - sjá bls. 24

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.