Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 30. MARS 1990. 23 Verður Bubbi íslandsmeistari í lyftingum? - mikið um að vera í íþróttunum hér innanlands um helgina Bubbi Morthens poppsöngvari verður á meðal þátttakenda á íslandsmót- inu í ólympiskum lyftingum sem fram fer i Garðaskóla (Garöalundi) á laugardag. Íslandsmótið í ólympískum lyft- ingum fer fram í Garðaskóla (Garðalundi) um helgina, nánar til- tekið á laugardag. Allir bestu lyft- ingamenn landsins mæta til móts- ins og þar með taldir þeir lyftinga- menn sem skipuðu landslið íslands sem varð Evrópumeistari smá- þjóöa á Möltu í byrjun þessa mán- aðar. Af einstökum keppendum má nefna Harald Ólafsson, LFA, Guð- mund Helgason, KR, Baldur Borg- þórsson, KR, og Guðmund Sigurðs- son, ÍR. Þá má geta þess að popp- söngvarinn Bubbi Morthens verð- ur á meðal keppenda og telja fróðir menn aö hann muni koma til með að blanda sér í baráttuna um ís- landsmeistaratitilinn í 75 kg flokki. Keppendur frá fimm félögum eru skráðb' til leiks. Handknattleikur Heil umferð fer fram að venju í 1. deild karla í handknattleik. KA og KR leika á Akureyri, Stjarnan tekur á móti HK í Garðabæ, Víking- ur leikur gegn toppliði FH í Laugar- dalshöll, IR mætir Val í Seljaskóla og loks leika Grótta og ÍBV á Sel- tjamarnesi. Allir leikirnir heíjast klukkan 16.30 á laugardag. • í 2. deild karla fara fram þrír leikir á sunnudag. Þór og B-lið Vals leika á Akureyri klukkan 20.00, B-Uð FH mætir Keflavík í Hafnarfírði klukkan 18.00 og loks leika Haukar og Njarðvík á sama stað klukkan 19.15. • Fjórir leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna. Nýkrýndir íslands- meistarar Fram leika gegn Stjörn- unni í Laugardalshöll á laugardag klukkan 13.30 og klukkan 15.00 leika Víkingur og KR í Höllinni. Loks leika Valur og FH klukkan 16.30 á laugardag að Hlíðarenda. Á sunnudagskvöld klukkan 20.30 leika síðan Haukar og Grótta í Hafnarfirði. Skíði í dag, fostudag, fer fram á skíða- svæöinu í Böggvisstaðafialli við Dalvík, FlS-mót í stórsvigi kvenna og svigi karla. Mót þetta er liður í Vetraríþróttahátíðinni nyrðra en meginefni hátíðarinnar fer fram á Akureyri eins og kunnugt er. Búist er viö góðri þátttöku og eru nokkr- ir erlendir skíðamenn þar á meðal. Blak Deildakeppninni í blaki lauk um síðustu helgi en enn er eftir að ljúka bikarkeppninni. Tveir leikir fara fram í kvennaflokki um helg- ina og leika KA og Breiðablik tví- vegis á Akureyri. Fyrri leikurinn fer fram á fostudag klukkan 20.00 í íþróttahöllinni og sá síðari í íþróttahúsinu í Glerárhverfi klukkan 12.00 á laugardag. Knattspyrna Tveir leikir fara fram í Reykja- víkurmótinu í knattspymu um helgin. Leiknir og KR eigast við á Gervigrasvellinum í Laugardal klukkan 17.00 á laugardag og á sunnudagskvöld klukkan 20.30 leika Valur og Þróttur. íþróttaþáttur Sjónvarps íþróttaþáttur Sjónvarpsins er að venju á dagskrá á laugardaginn klukkan 14.00-18.00. Enska knatt- spyrnan verður í hávegum höfð og sýnt verður beint frá leik Liverpool og Southampton. Einnig verður sýnt beint frá íslandsmótinu í handknattleik og hugsanlega verð- ur vetraríþróttahátíðin nyrðra og meistaragolf á dagskrá. Bjarni Fel- ixson hefur umsjón með þættin- um. Sýningar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Þar stendur yfir sýning á verkum er Sig- urjón gerði á árunum 1960-62. Þetta eru aðallega verk úr jámi. Þá eru einnig sýnd aðfóng og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár, þar á meðal myndir frá árunum 1936-46 sem hafa verið í einka- eign í Danmörku. Sýningin, sem mun standa uppi í vetur, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og öll þriðjudags- kvöld kl. 20-22. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8 Hafnarfirði sími 52502 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-18 eða eftir nánara samkomulagi í síma 52502. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. SPRON Álfabakka 14 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis stendur yfir sýning á múrristum eftir Gimnstein Gíslason í útibúinu, Álfa- bakka 14, Breiðholti. Gunnsteinn hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin mun standa yfir til 27. apríl nk. og verður opin frá mánudegi til fóstudags kl. 9.15-16. Sýningin er sölusýning. Vinnustofa Ríkeyjar Hverfisgötu Þar eru til sýnis og sölu postulínslág- myndir, málverk og ýmsir litlir hlutir. Opið er á verslunartíma þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudagá og fóstudaga og á laugardögum kl. 10-16. Þjóðminjasafnið Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-16. Málverkasýning í bóka- safni Kópavogs í Bókasafni Kópavogs stendur nú yfir sýning á olíumyndum ungs Thailend- ings, Kims (Tawatchai Wiriyolan). Mynd- imar eru málaðar á síðustu vikum og er myndefnið aðallega sótt til íslands en einnig til Thailands. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningin stendur til páska og er opin á sama tíma og bókasafnið, mánu- daga til fóstudaga kl. 10-21, laugardaga kl. 11-14. Öllum er heimill ókeypis að- gangur. Myntsafnið á Akureyri Aðalstræti 58 - sími 24162 Opið er kl. 13.30-17 alla daga vikunnar. Eden, Hveragerði Hinn þekkti indverski listamaður, Edwin -Jbseph, sýnir myndlist í Eden, Hvera- gerði. Sýningin stendur til 2. apríl. Málverkasýning í Borgarnesi Sunnudaginn 1. apríl kl. 14 verður opnuð sýning á málverkum eftir Hring Jóhann- esson í húsi Verkalýðsfélags Borgamess í Borgarnesi. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Sýning á Siglufirði Á morgun verður opnuð sýning á verkum Siguijóns Jóhannssonar, leikmynda- teiknara og málara, í bæjarstjómarsaln- um á Siglufirði. Sýningin verður opin daglega kl. 16-21. Breyttur afgreiðslutími Frá aprílmánuði 1990 verður afgreiðsla vor í Tryggva- götu 28 opin frá kl. 8.15-15.00 daglega. Tryggingastofnun ríkisins géturá felmtótur Hádegistilboð alla daga Pizzasneið og bökuð kartafla kr. 390,- Laugavegi 73, sími 23433 KNAUF GIFSPÚSSNING Gerum föst tilboð, einnig í hleðslu og einangrun Múrarameistari, sími 91-674469 og 98-34357 e. ki. 19 Aðalfundur Náttúruiækningafélags ReyKjavíkur verður haldinn laugardaginn 31. mars kl. 14.00 í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Grímur Sæmundsen flytur erindi um starfsemi Máttar. Léttar veitingar frá heilsuhæli NLFÍ. Stjórnin Sendlar óskast á afgreiðslu DV strax. Uppl. í síma 27022. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.