Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1990, Qupperneq 8
24
FÖSTUDAGUR 30. MARS 1990.
'v
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
N
Þaö er ekki oft sem miniseríur
komast inn á listann, enda ekki
mikið um útgáfur á slíkum mynd-
um. Þó var sú tíö fyrir fáum árum
aö ein minisería í mánuði aö
minnsta kosti leit dagsins ljós.
Önnur tveggja nýrra mynda á list-
anum þessa vikuna er einmitt
minisería í tveimur hlutum, The
Confessional. Hin nýja myndin er
Like Father, Like Son sem er gam-
anmýnd meö Dudley Moore í aðal-
hlutverki. Fjallar hún um fóður
sem vegna duttlunga örlaganna
verður að syni sínum og öfugt.
Lethal Weapon 2 heldur sínu
striki og er langvinsælasta myndin
íjórðu vikuna í röð. Vinsælar
myndir eins og Betrayed og Burbs
DV-LISTINN
1. (1) Lethal Weapon 2
2. (3) Dirty Rotten Scoundrels
3. (5) The Karate Kid III
4. (8) Cocoon - The Return
5. (2) Feds
6. (-) Like Father, Like Son
7. (-) The Confessional
8. (4) The Burbs
9. (6) Betrayed
10. (7) Teenwitch
eru á leið út og rýma fyrir nýjum
myndum sem eru á þröskuldi list-
ans.
★★
Hrunadans
THE BOOST
Útgefandi: Skifan.
Leikstjóri: Harold Becker. Handrit:
Darryl Ponicsan. Framleiöandi: Daniel
H. Blatt. Aðalhlutverk: James Woods og
Sean Young.
Bandarisk. 1988. 91 min. Bönnuð yngri
en 12 ára.
Ung hjón taka sig upp og flytja
til Kaliforníu þegar eiginmaðurinn
fær. tilboð um starf. Allt virðist
leika í lyndi og peningarnir
streyma inn. En hiö ljúfa líf tekur
sitt og þegar þau lenda í mótlæti
virðist allt hrynja.
Þetta er fremur dapurleg mynd
og tekur á taugarnar að fylgjast
með henni. Eiginmaðurinn er leik-
inn af Woods og veröur að segjast
eins og er að það tekur töluvert á
að fylgjast með honum. Woods hef-
ur fremur takmarkaöa túlkun og
hefur frami hans byggst á því að
velja vel hlutverkin. Hér hættir
honum til að ofleika hin tauga-
veiklaða og óörugga eiginmann og
verður stundum hálfgert kvalræði
að fylgjast með honum. Young, sem
lék meðal annars á móti Kostner í
No Way Out, er hins vegar þokka-
full í leik sínum.
Á köflum er handritið fremur
klisjukennt og hrunadansinn verö-
ur of sjálfkrafa. Peningaþorsti
Woods dugar ekki til að skýra
framferði parsins.
-SMJ
★ !4
M1
Paradísarmorð
MURDER IN PARADISE
Útgefandi: Arnarborg
Leikstjóri: Harvey Hart. Handrit: Andrew
Laskos. Aóalhlutverk: Armand Assante,
Catherine Mary Stewart, Rod Steiger.
Mariette Hartiey, Kevin McCarty. Mic-
hael Sarrazin.
Bandarisk 1989. 2x95 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Hér mun víst vera byggt á raun-
verulegum atburðum en myndin
segir frá því þegar Harry Oakes,
einn ríkasti maður heims, var
myrtur á Bahamaeyjum í seinni
heimsstyrjöldinni. Atburðarásin í
kringum þessa viðburði var sér-
kennileg og erfiðlega gekk að upp-
lýsa máhð.
Það er dáhtið spaugilegt að fylgj-
ast með þeirri útreið sem Hertog-
inn af Windsor og kona hans, frú
Simpson, fá í myndinni. Er ekki
hægt að segja annaö en að þeirra
hlutur sé hlægilegur og dálítið
langt frá þeirri ímynd sem þetta
ástarpar aldarinnar hefur yflrleitt
fengið. Fór þetta víst svo fyrir
brjóstiö á Englendingum að þeir
treystu sér ekki til þess að sýna
myndina í sjónvarpi þar. - En því
miður, þetta er nánast það eina
frumlega í myndinni.
Þéssi mínísería er of löng og er
fyrri hlutinn nánast aðeins inn-
gangur. Þá vantar alla dramatík í
réttarhöldin í seinni hlutanum
þannig að hápunktur myndarinnar
fer dálítið fyrir ofan garð og neðan
hjá áhorfendum.
Frammistaða leikara er misjöfn.
Steiger gamh stendur sig vel sem
mihjónamæringurinn með stóra
hjartað en hjartaknúsarinn Ass-
ante er frekar lognmohulegur.
-SMJ
★★!4
Ævintýralandið heimsótt
RETURN TO OZ
Útgefandi: Bergvík.
Leikstjóri: Walfer Murch.
Aðalhiutverk: Nicoi Williamson, Jean
Marsh, Piper Laurie og Fairuza Balk.
Bandarísk, 1985-sýningartimi 109 min.
Leyfð fyrir alla aldurshópa.
Return to Oz er beint framhald
hinnar klassísku barnamyndar
Galdrakarlin í Oz sem gerð var
1939. Eins og við var að búast er
Return to Oz ekki eins góð og frum-
myndin, enda erfitt að ná þeim
innileik sem prýddi þá kvikmynd.
Þrátt fyrir það er margt vel gert.
Að uppbyggingu er myndin ekki
ólík. Litla stúlkan Dorothy kemst
óvænt aftur til ævintýralandsins
síns, Oz. Þar er allt í niðurníðslu
og ahar mennskar verur orðnar að
steinum, enda hefur steinakonung-
urinn Nome tekið völdin og stjórn-
ar ásamt hinni göróttu prinsessu,
Mombi, sem skiptir um haus á sér
eins og aðrir skipta um föt. Þá hef-
ur Nome sér til liösinnis heila her-
sveit af hjólaskautakörlum sem
æða um landið og eyðheggja allt
sem verður á vegi þeirra.
Eins og í fyrri myndinni eignast
Dorothy furðulega vini og saman
taka þau höndum um að frelsa
landið úr hinum hlu álögum. Til
þess þarf galdra á móti göldrum og
Dorothy og vinir hennar luma á
ýmsu sem kemur þeim th góða.
Retum to Oz þjónar thgangi sín-
um og kannski er ekki rétt að bera
hana saman við eldri myndina.
Atburðarásin er hröð og skemmti-
leg. Mikið er um alls konar tækni-
brellur sem eru vel af hendi leyst-
ar. Kannski er um of af tæknibrell-
um því á kostnað þeirra veröa fíg-
úrurnar ekki eins lifandi og þær
ættu að vera.
-HK
★★
MM
Morð á miðnætti
SORRY, WRONG NUMBER
Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri: Tony Wharmby.
Aðalhlutverk: Loni Anderson, Hal
Holbrook, Carl Weintraub og Patrick
Macnee.
Bandarisk, 1989 - sýningartími 90 min.
Bönnuó börnum innan 12 ára.
Sorry, Wrong Numer er saka-
málakvikmynd sem gerð er eftir
eldri mynd sem bar sama nafn. Sú
mynd var gerð 1948 og hefur ávallt
þótt með betri sakamálamyndum.
Samt þykir útvarpsleikritið, sem
er frumgerðin, best.
Sorry, Wrong Number gerist öh
á einu kvöldi með nokkrum tilvís-
unum th fortíðarinnar. Angel Cott-
erall Stevenson liggur veik uppi í
rúmi á gamlárskvöld og bíður eig-
inmanns síns. Þegar henni er farin
að leiðast biðin hringir hún í eigin-
manninn, en það er ahtaf á tali. I
thraunum sínum th að ná tah af
DEATHIS ONLY A
PHONECALL
AWAY
IÍIÍÍIB
; g-j »• * í
Í<i$* &
naunB.
«4ra»æ"ji*
MMMKtSNMI
MÁ* mtxmmiám
m»mMRMií
★★
M1
Afríkuraunir
HOLD MY HAND l’M DYING
Útgefandi: Ðergvík.
Leikstjóri: Terence Ryan. Handrit: Mark
Ezra. Aðalhlutverk: Oliver Reed, Chri-
stopher Cazenova.
Bandarisk. 1989.105 mín. Bönnuð yngri
en 16 ára.
Myndin segir frá þjóðfélagsátök-
um i Afríku en þeim fáum viö að
kynnast í gegnum husjónamann-
inn Joseph sem vhl reyna að hafa
áhrif til góðs í því hatursumhverfi
sem þar þrífst.
Myndin er hæggeng í fyrstu en
nær nokkrum dampi undir lokin.
Því miður er efniviðurinn of fjar-
lægur th að grípa áhorfandann tök-
um. Þá eru tengsl á milli atriða
óljós sem veröur að skrifast á
klippinguna. Margt er þó með
ágætum og má þar helst nefna trú-
verðugarpersónulýsingar. -SMJ
honum kemst hún inn í símtal þar
sem tveir menn talast við. Þeir eru
að ákveða morð á miönætti þetta
kvöld.
Angela hringir í lögregluna, en
þar á bæ trúa þeir ekki frásögn
' hennar. Eiginmaðurinn er gufaður
upp af yfirborðinu og smátt og
smátt fær Angela það á tilfmning-
una að manneskjan sem eigi að
myrða sé hún.
í eldri kvikmyndinni léku hin
nýlátna Barbara Stanwyck og Burt
Lancaster aðalhlutverkin og fórst
það vel úr hendi. Ekki hefur eins
vel tekist til með val leikara í þetta
skiptið. Sú persóna, sem mæðir
mest á, er Angela. Það er „barbie-
dúkkan" Loni Anderson sem leik-
ur hana og er greinilegt að henni
er meira umhugað um ímynd sína
en leikinn. Anderson er ávallt stíf-
máluð og vel greidd í rúminu sem
gerir það að verkum að hún getur
aldrei sannfært áhorfandann um
veikleika sinn, né hræðslu. Þrátt
fyrir slakan leik Anderson er
myndin spennandi, enda gefur
söguþráðurinn mikla möguleika th
thþrifa sem leikstjóri og handrits-
höfundur nýta ágætlega.
-HK
Frelsisþrá
THE MAN WHO BROKE 1000 CHAINS
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Daniel Mann.
Aðalhlutverk: Val Kilmer, Sonia Braga
og Charles Durning.
Bandarisk, 1987-sýningartimi 113 min.
The Man Who Broke 1000 Chains
er byggð á sannri sögu. Söguhetjan
er Robert Burns sem slapp tvisvar
úr þrælkunarbúðum í Georgíu.
Ævi Roberts þessa var th þess aö
1932 var gerð kvikmyndin I am a
Fugitive From Chain Gang sem í
dag telst th klassískra kvikmynda.
Viö kynnumst fyrst Robert Burns
þegar hann tekur þátt í heimsstyrj-
öldinni fyrri. Hefur sú reynsla
slæm áhrif á hann og hann þvælist
án stefnu um landið. Er hann rang-
lega ásakaöur um þjófnað og
dæmdur í þrælkunarbúðir. Þaðan
tekst honum um síðir að flýja og
koma undir sig fótunum í Chicago
en örlögin haga því svo th að upp
um hann kemst og hann er aftur
settur í þrælkunarbúðirnar. Aftur
tekst honum að sleppa en nú eru
honum allar bjargir bannaðar og
verður að vera stanslaust á ferða-
lagi svo hann þekkist ekki. Á þessu
ferðalagi skrifar hann ævisögu
sína sem vekur mikla athygli...
Kvikmynd þessi, er að mörgu
leytí. hin besta afþreying. Helsti
galli hennar er að persónumar era
mjög óljósar Handritshöfundar
hafa tekið full alvarklega skálda-
leyfi sitt. Þetta á sérstaklega við um
eiginkonu Burns. Gefið er í skyn
að hún hafi verið sjúklega afbrýði-
söm og ekki heil á geðsmunum og
jafnvel aö það hafi veriö hún sem
kom upp um Burns í seinna skiptið
sem hann var handtekinn, samt án
allrar staðfestingar.
Val Kilmer er vaxandi leikari og
fer hann ágætlega með hlutverk
Burns. Verður gaman að sjá hvem-
ig honum tekst að túlka Jim Morri-
son í nýrri kvikmynd Ohver Stones
umrokksöngvarannfræga. -HK