Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 1990. 19 Dans- staðir Danshúsið Glæsibær Álfhéiraum, sími 686220 Danshljómsveitin leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardags- kvöld. Danshöllin Sambandið sér um fjöriö fram á rauðanótt. Á þriðju hæð spilar hljómsveit Stefáns P. með Ara Jónsson í aðalhlutverki. Gikkurinn Ármúla 7, sími 681661 Lifandi tónhst um helgar. Hollywood Ármúla 5, Reykjavík Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Hótel Borg Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugar- dagskvöld. Skálafell, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Guðmundur Haukur leikur föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Hótel ísland Ármúla 9, sími 687111 Hljómsveitin Stjórnin leikur fyrir dansi um helgina. Hótel Saga Á laugardagskvöldið verður sýnd skemmtidagskráin „Skemmti- sigling á þurru landi“ í Súlnasal. Nokkrir af fremstu skemmtikr- öftum landsins hrífa gesti með sér í bráðhressandi skemmtun. Hljómsveitin Einsdæmi leikur fyrir dansi. Risið og Ölkráin, Borgartúni 22, Ölkráin opin öll kvöld vikunnar. Tunglið og Bíókjallarinn Lækjargötu 2, sími 627090 Hópur breskra plötusnúða og tónlistarmanna ásamt Sykurmol- unum koma fram í Tunglinu um helgina. Ölver Álfheimum 74, s. 686220 Opið fimmtudags-, fóstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. HJÓLBARÐAR þurfa aö vera meö góöu mynstri allt árið. Slitnir hjólbarðar hafa mun minna veggrip og geta verið hættulegir - ekki síst í hálku og bleytu. DRÚGUM ÚR HRAÐA! RÁÐ Úrval tímarit fyrir alla Karlar óskast í kór Leikþátturinn Karlar óskast í kór hefur nú verið sýndur 25 sinnum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Frumsýning fór fram um miðjan nóvember í álverinu í Straumsvík en síöan hefur verið sýnt víða, bæði í fyrirtækjum, stofnunum og hjá verkalýðsfélögum. Leikþátturinn fjallar um jafnrétt- ismál og er athyglinni beint að stöðu karlmannsins í þjóðfélaginu. Hlín Agnarsdóttir skrifaði leik- þáttinn en leikarar eru Bessi Bjamason, Ólafia Hrönn Jónsdótt- ir og Sigurður Skúlason. Leikþátturinn tekur aðeins 25 mínútur í flutningi og hentar því vel til sýningar í matar- og kaffitím- um en einnig hefur hann verið keyptur sem skemmtiatriði á sam- komur og árshátíðir. Sýningar hafa legiö niðri nú um nokkurt skeið vegna anna en nú gefst kostur á að sýna þáttinn nokkrum sinnum. Það eru jafnréttisráð og Menn- ingar- og fræðslusamband alþýðu sem standa aö uppsetningu sýning- arinnar. Allar upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA í síma 84233. Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Bessi Bjarnason og Sigurður Skúlason leika aðalhlutverkin í Karlar óskast í kór. Leikfélag Mosfellssveitar frum- Þið munið hann Jörund eftir Jónas Steingrimsson. Leikritið var frum- sýndi laugardaginn 6. apríl leikritið Árnason. Leikstjóri er Bjarni flutt í Iðnó fyrir 20 árum og hefur Þið munið hann Jörund verður til mánaðamóta á fjölunum í Hlégarði í Mosfellsbæ. notið mikilla vinsælda síðan og verið sýnt víða um land. Þetta er léttur söngleikur sem fram fer á hinni frægu Lundúnakrá Jokers and Kings. Hlégarður hefur verið færður í nýjan búning til að skapa rétta stemningu og sitja því kráargestir við borð meðan sýning stendur. Miða- og borðapantanir eru á Héraðsbókasafninu. Leikarar eru 18 en auk þeirra eru það skemmtikraftarnir á kránni - Tríóið - sem segir okkur sögu Jör- undar hundadagakonungs. Eins og höfundur segir í handriti er þetta ósögulegt leikhúsverk og fer Jónas því sínar eigin leiðir til að segja sögu þessa. Flestar persónurnar voru til í raunveruleikanum en aðrar eru hugarfóstur Jónas- ar. Helgi R. Einarsson hefur útsett lögin og æft en Helgi var sjálfur í tríóinu Þrjú á palli sem söng forð- um daga í uppfærslunni í Iðnó. Það eru sem sagt írskar ballöður með frábærum textum Jónasar sem skapa létta stemningu á kránni Jokers and Kings í Hlégarði þessa dagana. Sýningar verða til loka apríl. Næsta sýning er laugardaginn 21. apríl. Eftir það verður sýnt 22., 27., 28. og 29. apríl. Öll kvöldin hefst sýning kl. 20.30. Miða er hægt að panta í síma 666822 og eftif kl. 18.00 sýningardagana í síma 666195. Krá- in er opnuð kl. 20.00. Ferðafélag íslands sextugt: Afmælisganga í Hvítámes Félagar í Ferðafélagi íslands ætla að minnast sextíu ára afmælis fé- lagsins á þessu ári með því að ganga í 12 áfóngum frá Reykjavík og í Hvítárnes. Leið göngunnar mun liggja frá Reykjavík austur um Mosfellsheiði til Þingvalla og þaðan um Gjábakkahraun og Kon- ungsveg að Geysi og síðan norðan við Gullfoss á Kjalveg og um Blá- fellsháls í Hvítárnes. Fyrsti áfangi verður farinn sunnudaginn 22. apríl. Brottför er kl. 13.00 frá Mörkinni 6 þar sem Ferðafélagið ætlar aö reisa félags- heimili á næstu árum. Mörkin er í Sogamýri við Suðurlandsbraut, austan við Skeiðarvoginn. í fyrsta áfanga á að ganga að Rauðavatni. Annar áfangi verður genginn 29. apríl og þá verður farið að Miðdal. Áætlað er að ljúka göngunni í Hvít- árnes í lok september. í afmælisgöngu Ferðafélagsins er ferðinni heifið í skálann við Hvitárnes.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.